Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Qupperneq 2
FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 DV i6 %vikmyndir KVIKMYHDA ismm Sambíóin-The Rainmaker Davíð gegn Golíat ★★★ The Rainmaker í Leikstjórn Francis Ford Coppola er óvenjuleg Gris- hammynd og það bætti hana í mín- um augum. Sögu- hetjan, Rudy Balor (Matt Damon), er nýútskrifaður lög- fraeðingur sem stofnar fyrirtæki með eldri og reynd- ari lögfræðingi sem enn hefur ekki hlotið lögmanns- réttindi (Danny DeVito). Fyrstu kúnnar þeirra fé- Laga eru undir- málsfólk; gömul kona sem vill úti- loka börn sín úr erfðaskrá sinni, stúlka sem er reglulega misþyrmt af eiginmanni sínum (Claire Danes) og ungur maður með hvítblæði (Johnny Whitworth) sem svikinn hefur verið um tryggingabætur. Meginhluti myndarinnar fjaLL- ar um síðastnefnda málið, en þar á Rudy í höggi við moldríka Lögfræð- inga. Aðallögfræðingur tryggingafyrirtækisins, Leo F. Drummond (Jon Voight), svífst einskis til að hindra framgang réttvísinnar. Hann er sjálfumgiaður og samviskulaus fulltrúi þess lagakerfis sem Rudy hefur andstyggð á og í þessari baráttu Davíðs og GoLíats er ekki nóg að hafa staðgóða þekkingu á lögunum. The Rainmaker hefur ekki sama hraða og spennu og aðrar myndir gerðar eftir sögum Grishams. Hún lýsir ekki auði og munaði hástéttar- innar og er laus við óþarfa fegrun á bandarísku réttarkerfi. En í því felst styrkm hennar. Handritið er þétt og sannfærandi og leikurinn með ágætum. Aukapersónurnar hafa hver sín sérkenni og gaman var að sjá gamla og nú ósköp þreytta leikara á borð við Mickey Rourke og Virg- iniu Madsen í bitastæðum smáhlutverkum. Einhvern veginn finnst manni að myndin Lýsi því miður ósköp vel þeim vanköntum sem finna má á bandarísku réttarkerfi. Sannleikurinn, eða Leitin að honum, hefur vikið fyrir kaldlyndum sófisma. Leikstjóri og handritshöfundur: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Matt Damon, Claire Danes, Jon Voight, Mary Kay Place, Dean Stockwell, Mickey Rourke og Danny DeVito. Guðni Ellsson Háskólabíó - Kundun Hans heilagleiki *** Það er alltaf eitthvað létt þversum við vesturlenska upphafningu á austurlenskum trúarbrögðum og siðum. í besta falli verð- ur slíkt stirð- busalegt, í versta falli pirrandi. Þó að það sé vissu- lega ánægjulegt að sjá hér mynd um aust- urlensk trúar- brögð og ritúöl án þess að fókusinn sé á vestrænum persónum (eins og í Little Buddha og Seven Years in Tibet, og jafnvei The Last Emperor), þá er því miður ekki hægt að segja að handritshöfundi Mathison og leikstjóra Scorsese takist að skapa hér það heillandi heiðursmerki sem þau ætiuðu sér. Myndin er dæmigert ævisöguyfirlit, þar sem áhorfendur fylgjast með hinum 14. Dalai Lama frá tveggja ára aldri, þegar hann er ’uppgötvað- ur’ sem endurborinn Buddha, fram til þess tíma þegar hann fer í útlegð til Indlands, 24 ára gamall. Fyrri hlutinn, þar sem fylgst er með þroska og námi stráksins, er skemmtilegur og gefur ágæta innsýn í þetta samfélag og hugmyndaheim þess en þegar Scorsese fer að takast á við trúarbrögðin í ofurlöngum myndrænum siðari hluta þá rennur Kundun út í það að vera ýmist vandræðaleg eða pirrandi; nokkuð sem hefði vel mátt koma í veg fyrir með markvissari klippingum. Myndinni er ætlað pólitiskt hlutverk, ekki síður en sögulegt, og tekur á innrás Kína í Tíbet og gagnrýnir Vest- urlönd harkalega fyrir afskiptaleysi þeirra. Tvíræður hápunktur mynd- arinnar er fundur hins unga leiðtoga við sjálfan Maó sem leikinn er af Robert Lin og á sá alveg frábæran leik sem hnignaður valdasjúkur upp- skafningur sem augljóslega trúir ekki eigin skáldskap um frelsun og blessun stjórnunar sinnar. Með hrúgu af fallegum og eftirminnilegum senum og myndrænum uppstillingum ætti Kundun að geta verið miklu betri en hún er. En það er eitthvað sem ekki gengur upp, eitthvað sem er ekki alveg nógu sann- færandi við þetta kvikmyndalega samband austurs og vesturs. Leikstjóri: Martin Scorsese. Handrit: Melissa Mathison. Tónlist: Phillip Glass. Aöalhlutverk: Tenzin Thuthob Tsarong (fullorðinn Dalai Lamal, Gy- urme Tethong (12), Tulku Jamyang Kunga Tenzin (5), Tenzin Yeshi Paichang (2), Tencho Gyalpo, Sonam Phuntsok, Robert Lin. Úlfhildur Dagsdóttir Óvinirnir veröa aö sameina krafta sína þegar björn ræðst að þeim. Á innfelldu myndinni eru Alec Baldwin og Anthony Hopkins í hiutverkum sínum aö horfast í augu viö þaö aö kuldinn á eftir aö reynast þeim mikil þolraun. The Edge í Háskólabíói: Barist upp á líf og dauða í auðnum Alaska Háskólabíó frumsýnir í dag dramatíska spennumynd, The Edge, sem gerð er eftir handriti Davids Mamets og Lee Tamahori leikstýrir. Segir myndin frá tveimur ólík- um mönnum, miUjarðamæringi og vinsælum tískuljós- myndara sem hafa fyrirlitningu hvor á öðrum og er ástæðan sú að miUjarðamæringinn grunar að ljósmynd- arinn haldi við faUega eiginkonu hans. Þeir eru saman í flugvél sem ferst í auðnum Alaska. í fyrstu er það hugsun beggja að kála hinum en ljóst er að ætli þeir að lifa af veruna í hrjóstugum auðnum þessa kalda lands verða þeir að snúa bökum saman þótt það sé þeim þvert um geð. Með hlutverk milljarðamæringsins fer Anthony Hop- kins og Alec Baldwin leikur ljósmyndarann. í öðrum hlutverkum er meðal annars sýningardaman fræga, EUe MacPherson. Björn einn stór og mikiU kemur einnig við sögu og er það sami bjöminn og var tU staðar þegar Anthony Hopkins var að leika í Legends of the FaU. Þótt myndin eigi að gerast í Alaska var það fljótt ákveðið að taka hana í KlettafjöUunum amerísku að vetri tU og má segja að það hafi komið sér vel þegar Anthony Hopkins veiktist skyndUega og þurfti að fara á sjúkrahús meðan á tökum stóð. Hopkins jafnaði sig fljótt og var kominn aftur til vinnu sinnar fáum dögum síðar. Leikstjóri er Lee Tamahori sem þekktastur er fyrir mynd sína, Once Were Warriors, en sú kvikmynd, sem Tamahori gerði í heimalandi sínu, Nýja-Sjálandi, hefur fengið mörg verðlaun. The Edge er önnur myndin sem Tamahori gerir I Bandaríkjunum. MulhoUand FaUs með Nick Nolte, Melanie Griffith og John Malcivich var sú fyrsta. -HK Alec Baldwin Alec Baldwin hafði ástæðu tU að fagna við afhend- ingu óskarsverðlaunanna fyrir stuttu. Ekki var það af því að hann fengi óskarinn eftirsótta heldur eiginkona hans, Kim Basinger, sem ekki er síður fræg en hann. Alec Baldwin er elstur íjögurra bræðra sem aUir eru kvikmyndaleikarar. Yngri bræður hans eru WUliam, Stephen og Daniel. Hann hóf leik í sjónvarpi 1980 og í kvikmyndum og leikritum nokkrum árum síðar. Alec Baldwin hóf feril sinn í sápuóperunni The Doctors en yfirgaf hana til að leika í öðrum sjón- varpsseríum. Á sviði lék Baldwin fyrst í Loot árið 1986 og fékk verðlaun fyrir leik sinn. Baldwin hefur síðan aUtaf leikið á sviði með fram kvikmyndaleik og má geta þess að hann fékk Obie-verðlaunin fyrir leik sinn í Prelude to a Kiss og Tony-tU- nefningur fyrir A Streetcar Named Desire. Fyrir leik sinn í sjónvarpsgerð A Streetc- ar Named Desire fékk hann bæði Emmy og Golden Globe tilnefn- ingu. Baldwin hefur látið tU sín taka í hagsmunamálum kvik- myndagerðarmanna og leik- húsmanna og situr í mörgum stjómum og nefndum sem era með slík mál á sinni könnu og önnur mál sem viðkoma leiklist og eflingu leiklistar. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmynd- ir sem Alec Baldwin hefur leikið í: Forever Lulu, 1987 She's Having a Baby, 1988 Beetle Juice, 1988 Married to the Mob, 1988 Talk Radio, 1988 Working Girl, 1988 Great Balls of Fire, 1989 The Hunt for Red October, 1990 Miami Blues, 1990 Alice, 1990 The Marrying Man, 1991 Prelude to a Kiss, 1992 Glengarry Glen Ross, 1992 Malice, 1993 The Getaway, 1994 The Shadow, 1994 The Juror, 1996 Heaven's Prisoners, 1996 Ghosts of Mississippi, 1996 Looking for Richard, 1996 The Edge, 1997 -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.