Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Blaðsíða 10
24
FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998
ióntist
\
|
*
I
»
»
I
I
t
|
ísland
-plöturog diskar —
1(1) Pottþótt 11
Ýmsir flytjondur
2(2) All Saints
All Saints
3 ( - ) This is Hardcore
Pulp
4(4) Left of the Middle
Natalie Imbruglia
5(5) Pilgrim
Eric Clapton
6(3) Titanic
Úr kvikmynd
7 (14) The Pillage
Cappadonna
8(9) Drumsanddecksandrockandroll
Propellerheads
9(7) Urban Hymns
The Verve
10(12) Aquarium
Aqua
11 ( 6 ) Madonna
Ray of Light
12(8) Fat Of The Land
The Prodigy
13 (10) Let's Talk About Love
Celine Dion
14 (Ai) Heavy Mental
Killah Priest
15(17) Simplythe Best
Tma Turner
16(13) Yield
Pearl Jam
17 (11) Moon Safari
Air
18 (- ) Sings
Dionne Warwick
19 (- ) King of the Beats
Ýmsir flytjendur
20 (- ) Yampyros Lesbos
Úr kvikmynd
London
——~^ -lög- ...
| 1. (1 ) It’s Likethat
Run DMC Vs Jason Nevins
t 2. (- ) Turn it up / Fire it up
Busta Rhymes
| 3. ( 2 ) My Hcart will go on
Coline Dion
t 4. ( 4 ) Kiss the Rain
Billie Myers
t 5. ( 5 ) Truely Madly Deeply
Savage Garden
t 6. (- ) Found a Cure
Ultra Nate
t 7. ( 3 ) La Primavera
Sash!
t 8. (— ) All My Life
K-Ci & Jojo
t 9. ( 9 ) How Do I Live
LeAnn Rimes
i 10. ( 6 ) Let Me Entertain You
Robbie Williams
NewYork
-lög-
t 1. (1 ) All My Life
K-Ci & Jojo
t 2. ( 2 ) Let's Ride
Montell Jordan
t 3. ( 4 ) Too Close
Next
| 4. ( 3 ) Frozen
Madonna
t 5. ( 6 ) Truely Madly Deeply
Savage Garden
t 6. ( 9 ) Romeo & Juliet
Sylk-E. Fyne
| 7. ( 7 ) Nice and Slow
Usher
t 8. (-) Sex & Candy
Marcy Underground
t 9. ( 8 ) Gone Till November
Wyclef Jean
| 10. (5) My Heart Will Go On
Celine Dion
Bretland
— plötur og diskar—
t 1.(3) Life Thru a Lens
Robbie Williams
t 2. ( 5 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
| 3. ( 2 ) The Best Of
James
t 4. ( 4 ) Titanic
Úr kvikmynd
t 5. ( 6 ) Ray of Light
Madonna
t 6. ( 7 ) Urban Hymns
The Vervo
t 7. ( 1) This is Hardcore
Pulp
t 8. ( 9) Left of the Middle
Natalie Imbruglia
t 9. (13) AllSaints
All Saints
t 10. ( 8) Fresco
M People
Bandaríkin
— plötur og diskar—
1 1. (1 ) Titanic
Úr kvikmynd
t 2. ( 2 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
f 3. ( 5 ) Savage Garden
Savage Garden
t 4. ( 4 ) Ray of Light
Madonna
t 5. ( 6 ) Backstreet Boys
Backstreet Boys
t 6. (- ) Moment of Truth
Gang Starr
t 7. ( 8 ) Pilgrim
Eric Clapton
t 8. (-) Retaliation, Revenge And Get B..
Daz Dillinger
t 9. ( 9 ) Love Always
i K-ci & Jojo
t10. (-) Life or Death
t^^.C-Murder
Hróarskelduumfjöllun DV:
Besta tónlistarhátíð
^ M Roskilde
Evropu i 28. sinn ^ •
Cypress Hill náöi hylli áhorfenda á Roskilde í hittifyrra.
Hróarskelduhátíðin er stærsta tón-
listarhátíð Evrópu og verður hún á
sínum stað í sumar, í lok júni, helgina
25. til 28. Ferðaskrifstofa stúdenta
býður pakkaferðir á hátíðina, í sam-
vinnu við DV og íslenska listann, og
einnig er í gangi laufléttur leikur (sjá
hér annars staðar í blaðinu) þar sem
fjórir heppnir komast frítt út og á há-
tíðina.
Hátíðargesturinn gengur
fyrir
í sumar verður hátíðin haldin í 28.
sinn en fyrst fór hún fram 1971. Þá
mættu um 10.000 manns en í ár verða
seldir 80.000 miðar. Frá árinu 1995,
þegar haldið var upp á 25 ára afmæli
hátíðarinnar, hafa verið seldir 90.000
miðar en það þótti of fiölmennt og því
Söngvari Puip f ham á tónleikum
1996.
Stærstu atriöin koma auövitaö fram
f stærsta útitjaldinu, hinu appel-
sfnugula, sem hefur oröiö tákn há-
tföarinnar eftir aö þaö var fengiö úr
farteski Rolling Stones 1983.
hefur miðasalan verið takmörkuð við
80.000 manns í ár. Aðal hátíðarinnar
hefur verið að þjónusta gesti á sem
bestan hátt og með því að takmarka
fjöldann við 80.000 hyggjast umsjónar-
menn hátíðarinnar halda toppgæðum
í aðhlynningu og skemmtan.
Harðsviraðir kaupsýslumenn halda
ekki um stjómartaumana á hátíðinni
heldur hefur ágóðinn frá upphafí
mnnið til góðgerðar- og menningar-
mála, samtals um 120 milljón danskar
krónur. Við hátíðina starfa ár hvert
150 sjálfboðaliðar allt árið um kring
en 2.500 bætast við mánuði áður en
hún hefst. Þegar hliðin ljúkast loksins
upp eru allt að 7.500 sjálfboðaliðar
komnir á stjá og sjá um að allt gangi
slysalaust fyrir sig. Mörg síðustu ár
hefur verið uppselt með löngum fyrir-
vara og ekki ætti það að breytast í ár
því listinn yfir hljómsveitir og lista-
menn er sérstaklega spennandi.
Aldrei dauður punktur
Hróarskelda er bær um hálftíma
keyrslu frá Kaupmannahöfn og fer há-
tíðin fram á útivistarsvæði í útjaðri
bæjarins. Komið er upp átta misstór-
um sviðum/tjöldum þar sem lista-
mennirnir koma fram. Tjöldin eru
flokkuð með litum og sum hýsa sér-
tæka tónlist, t.d. danstónlistartjaldið
og heimstónlistartjaldið, og í einu,
Kabarettsviðinu, víkur tónlistin fyrir
leikrænum uppákomum. Stærstu at-
riðin koma auðvitað fram i stærsta
útitjaldinu, hinu appelsínugula, sem
hefur orðið tákn hátíðarinnar eftir að
það var fengið úr farteski Rolling Sto-
nes 1983. Framan við það svið safnast
á góðum stundum ótrúleg mannmergð
en risastórir sjónvarpsskjáir sjá til
þess að allir geti fylgst með. Rauðu,
gulu, bláu og grænu tjöldin taka svo á
bilinu tólf til þrjú þúsund áhorfendur.
Áhorfendur gista á gríðarstóru tjald-
svæði eða á gistihúsum í bænum.
Þótt tónlistin sé auðvitað aðalmálið
er margt annað hægt að gera til dund-
urs - leiksmiðjur, kaffihús, barir, fata-
sjoppur, matsölustaðir, bíó, sameigin-
legu sturturnar alræmdu og m.fl.
þekja svæðið og sjá gestum fyrir ein-
hverju að gera ef svo ólíklega vill til
að engin hljómsveit, þeim að skapi, sé
að spila.
íslendingar fjölmenna
Þaö eru allra þjóða kvikindi sem
hópast til Hróarskeldu. Um helming-
urinn er Danir, Skandinavar eru vit-
anlega fjölmennir og annað Evrópu-
fólk, en rekast má á ólíklegustu þjóð-
emi í mislitum fjöldanum. Ófáir ís-
lendingar hafa farið á hátíðina í gegn-
um tíðina. Fyrrum þurfti kannski dá-
lítið umstang og fyrirhöfn til að koma
sér utan og á staðinn en síðan skipu-
lagðar ferðir tóku við hafa íslenskir
Hróarskeldufarar litið þurft að hugsa
um annað en að skemmta sér. Rokk-
ferðir sáu um skipulagningu árið 1994
en árið eftir og fram á þennan dag hef-
ur Ferðaskrifstofa stúdenta séð um
pakkann. Árlega fara 300 til 400 Is-
lendingar á hátíðina og flestir kíkja
oftar en einu sinni.
íslenskar hljómsveitir hafa líka
stundum verið með. Kukl spilaði 1985
og Sykurmolarnir 1988. Björk var aft-
ur mætt á eigin vegum 1994 til að
fylgja Debut eftir og tveim árum síðar
spilaði hún aftur í Hróarskeldu á
„Post“-túmum. í fyrra spiluðu bæði
Gusgus og Unun á hátiðinni en ekki
hefur neitt íslenskt band verið bókað
í ár þótt bæði Botnleðja og Quarashi
Björk á Hróarskeldu ‘96.
hafi verið nefndar í því sambandi.
Rokkhátíð
Um 150 atriði era bókuð á hátíðina
árlega. Þó reynt sé að gleðja heimstón-
listaráhugafólk og dansfikla með góð-
um árangri er það þó rokkið í öllum
sínum fjölbreyttu myndum sem mest
fer fyrir. Endanlegur listi hljómsveita
ræðst ekki fyrr en á siðustu stundu en
nú þegar er fyrirliggjandi frábærlega
spennandi listi fyrir hátíðina í sumar.
Gamla slagorðið Eitthvað fyrir alla á
svo sannarlega vel við því bæði má
sjá gamalkunnug nöfn, listamenn á
hápunkti ferilsins og hljómsveitir sem
era á þröskuldinum. Black Sabbath og
Kraftwerk verða með „kombakk",
Iggy Pop, Sonic Youth og Morrissey
tilheyra gamla geiranum; Garbage,
Pulp, The Verve, Portishead og Be-
astie Boys eru meðal þeirra lífseigu og
á þröskuldinum eru m.a. Headrillaz,
Bentley Rhythm Ace, Finlay Quaye og
Mogwai. Farið verður betur í
saumana á Hróarskelduböndunum í
næstu viku en áhugasamir geta fylgst
með nýjustu tíðindum á heimasíðu
Nick Cave á Hróarskeldu ‘96.
hátíðarinnar (www.Roskilde-Festi-
val.dk).
Hátíðin er fyrst og fremst rómuð
fyrir frábært rokkúrval en ekki síður
fyrir hið þægilega og vinalega and-
rúmsloft sem skapast á svæðinu.
Hvað er líka betra en að skemmta sér
með mörg þúsund tónlistaráhuga-
mönnum sem allir eru mættir með
spariskapið í farteskinu? -glh
Útgáfufyrirtækið Tzadik:
Framúrstefnan í fyrirrúmi
Árið 1995 stofnaði saxófónleikarinn
og stórpælarinn John Zorn sitt eigið
útgáfufyrirtæki til að hlúa að lista-
mönnum sem .hvergi annars staðar
áttu upp á pailborðið. Hann kallar fyr-
irtækið Tzadik og ekki er hægt að
segja annað en þar séu spennandi tíð-
indi að
gerast.
Fyrirtækið
vinnur
mest i
avant gar-
de og til-
raunatón-
list og þar
hafa lista-
mennimir sjáffir völdin. Framúrstefn-
an er mikil og útgáfan víðtæk og tíð.
Zom hefur m.a. lagt í það stórvirki að
endurútgefa eigið efni, bæði sólóefni
og með Painkillers og Naked City. Vin-
ir hans úr New York-listaklíkunni og
þeim tónlistarhópi sem kenndur hefur
verið við tónleikahúsið Knitting Fact-
ory eru vitanlega fjölmennir í útgáf-
unni, fólk eins og David Shea, Fred
Frith, Marc Ribot og Elliott Sharp. Þá
lítur Zom gjarnan til Japans eftir
ferskri framúrstefnu og má þar nefna
píanódútlarann Jon og hávaðabandið
Ruins.
Júðskir snillingar
Það væri að æra óstöðuga poppá-
hugamenn að fjalla náið um ævin-
týramið útgáfunnar. Best er þvi að ráfa
um þann krákustíg á eigin vegum sé
áhugi á framúrstefnu fyrir hendi. Samt
langar mig tO að beina kastljósinu að
tveim fantagóðum útgáfum sem nánast
allir ættu að kunna að meta. Þetta eru
safnplötur þar sem tónlist Burts
Bacharachs og Serges Gainsbourgs er
flutt á frískan hátt af listamönnum
Tzadik-útgáfunnar og ýmsum öðrum.
Líkt og John Zorn eru þeir Burt og
Serge gyðingar þó að þeir séu frægir
fyrir flest annað en að semja hefð-
bundna klezmer-tónlist.
Þau era ófá popplögin sem runnið
hafa úr smiðju Burts og samstarf hans
við söngkonuna Dionne Warwick var
sérstak-
lega gef-
andi. Lög
eins og
Look of
Love,
Walk on
By og Do
You Know
the Way to
San Jose tryggja sæti þeirra beggja í
sögubókunum. Burt lærði af bíboppinu
og Darius Milhaud en lagasmíðar hans
sprengdu af sér allar væntingar sem
gerðar voru til góðs popplags, fóru nýj-
ar leiðir og voru flóknar að innri gerð
en þó svo einfaldar og náttúrulegar að
þær nást ekki auðveldlega úr heilabú-
inu og brjótast fram í blístri þegar
minnst varir. Ekki dugði minna en
tvöfaldur diskur til að hópurinn gæti
kannað tónlist Burts og iðulega varpa
nýju útgáfumar glænýju ljósi á gömlu
Ekki siðri snillingur var Frakkinn
Serge Gainsbourg þó hann sé ekki eins
þekktur. Hann er í guðatölu í heima-
landinu en tónlist hans hefur smám
samah verið að festa rætur annars
staðar. Hann byijaði feril sinn í létt-
djössuðum anda í lok sjötta áratugar-
ins en þróaðist svo með tónlistar-
straumum langt fram á þann níunda.
Hann hafði þó alltaf persónulegan stíl
sem byggðist á miklum töffaraskap,
frábærum lagasmíðum og hrjúfri söng-
rödd, mettaðri af óteljandi sígarettus-
mókum og viskísopum. Frægast er lag-
ið Je t’aime - kallað „stunulagið" hér-
lendis - sem hann söng með einni af
konunum sínum, Jane Birkin, en hann
átti óþijótandi gullkom önnur. Gains-
bourg söng sína frábæru texta á móð-
urmálinu og listamennimir sem taka
lög hans á útgáfu Tzadik gera það líka
þó fæstir þeirri tali frönsku. Þetta
skapar skemmtilega stemningu og alls
staðar skin í gegn mikil lífs- og spOa-
gleði og óblandinn áhugi og virðing á
-glh
meistaraverkin.
W-íUi J.i 5ll->
. ''iöfangsefninu.