Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Blaðsíða 5
I t FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 *•» helgina ** * Samsett verk Helga Ásmundssonar má sjá næstu vikur í Gallerí 20 m2. DV-mynd S Gallerí 20 m2: Hvert er inn- tak efnisins? Á morgun kl. 16 opnar Helgi Ás- mundsson sýningu í Gailerí 20 m2, Vesturgötu 10A. Þar mun hann sýna samsett verk sem er annars vegar úr íslenskum grásteini, þar sem ein- földum og jöfhum formum er raðað saman, og hins vegar úr rauðum lit á olíu á striga. Á sýningunni má segja að lögð sé fram spuming um inntak efnisins og hvemig nálgast megi kjama list- arinnar um leið og skírskotað er til íslenskrar náttúm. Helgi nam á sínum tíma högg- myndalist við Listaskólann í Kaup- mannahöfh en lagði seinna leið sína til St. Pétursborgar. Þetta er fjórða einkasýning hans en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Frá Kirkju góða hirðisins í kvöld kl. 19 heldur bandaríski organistinn Lawrence S. Goering tónleika í Áskirkju í Reykjavík. Á dagskránni em verk eftir Bach, Frescobaldi, Mendelssohn, Dupré og Langlais. Goering er organisti og söng- sfjóri við Kirkju góða hirðisins í Norður- Karólinu í Bandaríkjun- um, auk þess að starfa við East Carolina háskólann í Greenville. Hann stundar nú framhaldsnám í orgelleik hjá dr. Janette Fishell. Nú er að hefjast síöasta sýningarhelgi Ingunnar Jensdóttur en hún hef- ur sýnt myndir í Eden í Hveragerði undanfarna daga. Sýningunni lýkur á sunnudag. Glæsibær: Harmoníkuhátíð Hin árlega „Hátið harmoníkunn- ar“ verður haldin í veitingahúsinu Glæsibæ laugardagskvöldið 18. apr- 0 nk. og er morgunljóst að allir unn- endur harmoníkuleiks verða ekki sviknir af hátíðinni. Dagskráin hefst með bamatón- leikum kl. 20.30 og síðan fylgja há- tíðartónleikar þar sem fram koma meðal annarra harmoníkuleikar- amir Tatu Kantomaa, Sveinn Rún- ar Bjömsson, Matthías Kormáks- son, Jóna Einarsdóttir, Garðar 01- geirsson, systumar Ása og Ingunn, Akureyringamir Hörður Kristins- son og Flosi Sigurðsson og Stór- hljómsveit Harmoníkufélags Reykjavíkur. Að tónleikum loknum verður síð- an venju samkvæmt slegið upp þrumandi harmoníkudansleik sem stendur til kl. 3. Á meðal hijóm- sveita má nefna hljómsveitina Neista með Karl Jónatansson í far- arbroddi, Tríó Böðvars og Trió Ul- richs Falkners. .•5® ÍÍJÍ m '&t °o°o°o - ®0®O® M Karl Jónatansson harmoníkuleikari verður einn þeirra sem halda uppi stuð- inu á Hátíð harmoníkunnar ’98. Sigrún Ögmundsdóttir og Anna Snædfs Sigmarsdóttir opna sýningu á graf- íkverkum sínum í Gallerf Horninu á morgun. Gallerí Hornið: Stálætingar Á morgun kl. 15-17 opna Sigrún Ögmundsdóttir og Anna Snædís Sig- marsdóttir sýningu á eigin graf- íkverkum í Gallerí Hominu, Hafii- arstræti 15. Öll verkin eru stálæt- ingar. Anna Snædís útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1994 og var jafii- framt gestanemi við Akademíuna í Helsinki 1993. Hún starfar sem kennari við hönnunardeild Iðnskól- ans í Reykjavík. Anna Snædís hefúr haldið nokkrar sýningar á verkum sínum, síðast í Gallerí Úmbru. Sigrún Ögmundsdóttir stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1977-1979 og útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ1985. Þá hélt hún til framhaldsnáms við Det Fynske Kunstakademi og útskrifaðist þaðan 1990. Sigrún hefúr haldið nokkrar sýningar á verkum sínum, m.a. i Rússlandi og Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.