Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Blaðsíða 12
26 lyndbönd FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998 I IV * MYNDBANDA GAIKRYNE Face/Off: Tvöföld í roðinu ★★★★ FACE/OFF 6*1' Það var mikið að John Woo fékk að leika listir sínar í Hollywood. Hingað til hafa framleiðendurnir skrúfað niður í hasamum sem gerði myndimar hans frá Hong Kong- árunum ljóðræn ofbeldislistaverk og vakti athygli á honum um allan heim. í Face/Off fáum við loksins að sjá þessa yfirgengilegu byssubardaga sem eru vöru- merki Johns Woo. Sagan er fullkomnlega út í hött en bráðfyndin og spil- ar á hefðbundin hlutverk hetju og þorpara í hasarmyndum, en hún grundvallast á hlutverkaskiptum hetjunnar og þorparans þegar þeir taka á sig andlit hvor annars. John Travolta og Nicolas Cage þurfa i myndinni að skipta um hlutverk, sem kallai' á nána samvinnu, og sam- starfið virðist hafa tekist með mestu ágætum. Af þeim tveimur er þó Nicolas Cage öllu sprækari í báðum hlutverkum þótt Travolta eigi reyndar góða spretti, sérstaklega þegar hann er vondi kallinn í líkama hetjunnar að fikta við heimilislif hennar. Hasarinn slær sosum ekki út Hard Boiled en er þó með ferskasta móti. Það finnst allavega ekki leik- stjóri sem gerir hann betur en John Woo. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: John Woo. Aðalhlutverk: John Travolta og Nicolas Cage. Bandarísk, 1997. Lengd: 133 mín. Bönnuö inn- an 16 ára. -PJ Money Talks: *★ Svikahrappur Sjónvarpsfréttamaðurinn James Russell er stöðugt á höttunum eftir góðri glæpasögu en verður að sætta sig við að koma upp um lítilfjörlega svikahrappinn Franklin Hatchett. Það gæti þó reynst báðum happa- drjúgt því að á leiðinni í fangelsið brýst demanta- smyglarinn Villard úr haldi, hlekkjaður við Frank- lin, sem síðan flýr eftir að hafa komist á snoðir um hvar heill haugur af demöntum er falinn. Hann hef- ur bæði Villard og lögguna á hælunum og leitar því ásjár Russells sem sér efni í stórfrétt. Svo virðist sem hugmyndin hafi verið að tefla saman tveimur ólík- um persónum og láta hinn alvörugefna Charlie Sheen mynda mótvægi við bullið í Chris Tucker. Gallinn er að Charlie Sheen er varla með. Chris Tucker á oft ágæta spretti en hann er ekki svo skemmtilegur að hann haldi uppi heilli mynd. Sagan er, eins og við er að búast, af svona miðlungsframleiðslu, hvorki betri né verri, fyrirsjáanleg og hefur lítinn tilgang annan en að teyma persónumar úr einu atriði í annað. Fyndin atriði af og til bjarga myndinni frá því aö vera tímaeyðsla. Útgefandi: Myndform. Aðalhlutverk: Chris Tucker og Charlie Sheen. Bandarisk, 1997. Lengd: 95 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Shooting Fish: ★★ Tveir svikahrappar og hróa hetta Dylan og Jez eiga sér draum um að búa á fallegu sveitasetri en til að kaupa slíkt þarf einar tvær millj- ónir punda. Dylan er Bandaríkjamaður með munn- inn fyrir neðan nefið, þótt lesblindur sé, og býr yfir miklum persónutöfrum. Jez er mjög handlaginn og hefur mikla tækniþekkingu en afar takmarkaöa sam- skiptahæfileika. Saman mynda þeir öflugt svika- hrappatvíeyki og hafa næstum náð takmarkinu þeg- ar læknaneminn Georgie verður á vegi þeirra. Hún aðstoðar þá og verður þeim fljótlega ómissandi en hefur sjálf annað á prjónunum en sveitasetrið þeirra. Þetta er nokkuð einkennileg mynd. Hún rembist eins og rjúpa við staur við að vera frumleg en misheppnast gjörsamlega og er með fyrirsjáanlegri myndum sem ég hef séð. Einstaka sinnum tókst þó vel upp með grínið og óneitanlega er Kate Beckinsale ein af áhuga- verðari nýliðum í Bretlandi. Stuart Townsend sýnir einhverja tilburði en Dan Futterman er illa vonlaus sjarmör. Það hafa verið gerðar marg- ar svona góðlátlegar svikahrappamyndir og Shooting Fish bætir engu við þær, þótt um nýja kynslóð svikahrappa sé að ræða. Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Stefan Schwarts. Aðalhlutverk: Dan Futterman, Stuart Townsend og Kate Beckinsale. Bresk, 1997. Lengd: 108 mín. Öllum leyfð. -PJ My Best Friends Wedding: ★★★ Að stela brúðgumanum Julianne Potter er sjáifstæð kona sem hefur litinn tíma fyrir tiifinningasambönd, eða það heldur hún allavega þangað til hún áttar sig allt í einu á því að hún er ástfangin af besta vini sínum, Michael. Verst að henni skyldi ekki detta þetta í hug fyrr en daginn sem hann tilkynnir henni að hann sé að fara að gift- ast annarri. Hún hefur aðeins fjóra daga til að stela brúðgumanum og góð ráð dýr, en hún nýtur dyggr- ar aðstoðar samkynhneigðs yfirmanns síns. Myndin sver sig að flestu leyti í ætt við þær róm- antísku gamanmyndir sem við eigum að venjast frá Hollywood en er þó skör ofar. Hún er ekki alveg eins yfirborðskennd, rómantíkin ekki alveg eins slikjuleg og húmorinn svo- lítið ferskari en í þeim flestum. Þar kemur til kasta Cameron Diaz og Ruperts Everetts í tveimur helstu aukahlutverkunum sem skapa mjög skemmtilegar persónur og halda alveg uppi gríninu á köflum. Julia Ro- berts og Dermot Mulroney eru mun síðri, sérstaklega er Mulroney þumbaralegur í hlutverki draumaprinsins. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: P.J. Hogan. Aðalhlutverk: Julia Roberts, Dermot Mulroney, Cameron Diaz og Rupert Everett. Bandarísk, 1997. Lengd: 101 mín. Öllum leyfð. -PJ Myndbandalisti vikunnar SÆTIJ j j FYRRI VIKA 1 VIKUR JA LISTAj j j TITILL ! ÚTGEF. ! j j TEG. 1 J i NÝ J 1 1 j j Face/Off Sam-myndbönd j Spenna 2 i ■ *" ■' j NÝ J i 1 j 1 i j. . i My Best Friends Wedding j j j Skrfan J J Gaman 3 1 3 i 2 !. 2 i Nothing To Lose j Sam-myndbönd j Gaman j 4 i j 1 ! 5 í j j Með fullri reisn J J J Skífan j J Gaman 5 T 3 i 4 ! AirForceOne j Sam-myndbönd j Spenna j 6 í IP 11 pn 6 j i ! 2 i Money Talks t ■. I j Myndform j j j Gaman i 7 j 4 ! 3 j Volcano i Skífan J i J j Wamer-myndir j j j Spenna 8 í 5 J lJ- J 3 J J 6 J j j Contact Spenna 9 1 j 7 i 4 1 Beveriy Hills Ninja 1 Skrfan 1 J J ) J j Wamer-myndir j J J Gaman io ! j 9 i 7 ! 1 Conspiracy Theory Spenna n 1 NÝ 1 1 J 1 1 J Shooting Fish Stjömubíó Gaman i 12 J j 8 J 1 J 6 J j J Austin Powers J J Háskólabfó J J J Gaman 13 ! 11 J ji J j 4 , MostWanted J J j Myndform j Spenna .»■ PHn 13 WBHBASA ! 7 ! i | Romy And Michele's High J J. j Sam-myndbönd j J j Gaman 15 j 12 , 2 j Eddie J Háskólabíó J Gaman .. i .. ■ j 10 J 3 J j 3 j j - j Beutician And TheBeast J - ] j ClC-myndbönd j J j Gaman 17 ! NÝ i i j Breaking The Waves j Háskólabíó j Drama 18 ! ■ J' 16 ! s ! ii t * Addicted To Love J J j Wamer-myndir j j j Gaman 19 i 15 J o J 1 8 J Bean Háskólabíó Gaman 20 J 17 j J i 8 J . J Speed 2 i v ’ J J Skífan J j i Spenna Eins og búast mátti við þá voru Face/Off og My Best Friend’s Wedding vinsælustu myndböndin um páskahelgina, enda glæ- nýjar á myndbandamarkaðinum og báðar umtalaðar kvik- myndir. Þessar tvær myndir fara í efstu sætin en að öðru leyti er ekki um miklar breytingar á listanum að ræða. Það þarf að fara í ellefta sætið til að finna næstu nýju mynd, Shooting Fish, breska úrvalsmynd sem er ein nokkurra breskra mynda sem vakið hafa athygli fyrir frumleik og leikgleði. Ekki síður athygl- isverð er Breaking the Waves sem vermir sautjánda sætið. Þessi kvikmynd Lars Von Trier er mjög áhrifamikil og vel gerð og ættu allir unnendur góðra kvikmynda, sem ekki hafa séð hana enn þá, að hafa upp á henni á næstu myndbandaleigu. -HK FACE/OFF 6 ð P Face/Off John Travolta og Nicolas Cage. Sean Archer stjóm- ar úrvalssveit manna sem berst viö hættuleg- ustu glæpamenn 1 heimi. Einn þeirra er morðinginn Castir Troy. Þegar myndin hefst hefur Archer loks haft upp á Troy sem liggur óvígur í valnum eftir mikinn skotbar- daga. í ljós kemur að Troy hafði komiö fyrir öflugri sprengju sem var ætlað að valda miklu manntjóni. Eina leiðisn til að fá upplýs- ingar um hvar sprengj- an er niöurkomin er að fá bróður Troys til að leysa frá skjóðunni. Til að fá hann til að tala er andlit Troys grætt á Archer svo hann haldi aö þaö sé bróðir hans. Allt fér þó til fjandans þegar Troy vaknar óvænt úr dá- svefnj. My Best Fri- end s Wedding Julia Roberts og Dermot Mulron- ey. Fyrir tíu árum gerðu Julianne og Michael með sér samn- ing. Þau ákváðu að hætta að vera elskend- ur og ef þau væru ekki gengin út þegar þau væru 28 ára þá mundu þau giftast. Þegar af- mælisdagurinn nálg- ast kemur upp sú staða að Michael hefur ákveðið að giftast annarri konu. Þegar Julianne sér fram á það að hún muni missa af Michael áttar hún sig á því að hann er í raun maðurinn sem hún hefur alltaf ætlað sér að eignast. Hefur hún fjóra sólar- hringa til að ná hon- um til baka. Nothing to Loose Tim Robbins og Martin Lawrence. Auglýsingastjórinn Nick Beam verður fyr- ir áfalli lífs síns þegar hann kemur dag einn að eiginkonunni í rúminu með forstjóra fyrirtækisins sem hann vinnur hjá. Það eina sem honum dett- ur í hug er að fara út í jeppann sinn og aka eins langt og hann kemst. Eftir að hafa verið næstum valdur aö aivarlegu slysi á hraðbraut keyrir hann inn í vafasaman borg- arhluta og áður en hann veit af horfir hann i byssuhlaup smákrimmans T. Paul. Ránið fer út um þúfur og T. Paul verður að fylgja Nick Beam út í eyðimörkina með lög- regluna og aðra krimma á hælunum. liiBftitettófabiuajeaiiŒr wmar íftMfto*r Monty Robert Carlyle og Tom Wilkin- son. Myndin segir frá nokkrum atvinnulaus- um kunningjum í borginni Sheffield í Englandi. Þeir hafa fátt við að vera í at- vinnuleysinu en dag einn kemur til borgar- innar Chippendale- dansflokkurinn og skemmtir fyrir fullu húsi fagnandi kvenna. í framhaldi af því fær einn kunningjanna þá flugu í höfuðið að þeir félagamir stofni dans- flokk. Það versta er að enginn þeirra kump- ána kann aö dansa svo vel sé. Einn þeirra er að nálgast funmtugt, annar er allt of feitur og sá þriðji er þung- lyndur og svo framveg- is. Air Force One Harrison Ford og Gary Oldham. Forseti Bandaríkj- anna er á heimleiö í forsetaþotunni ásamt eiginkonu og dóttm-. Rétt eftir að vélin er komin á loft kemur í ljós að um borð er hryðjuverkahópur. Foringi hópsins er hinn miskunnarlausi Korshunov sem nú krefst þess að einn af leiðtogum hryðju- verkahópsins, sem sit- ur í fangelsi, verði lát- inn laus. Þar sem hryðjuverkamönnun- um hefur tekist að gera allt öryggiskerflð um borð óvirkt kemur það í hlut forsetans að finna einhverjar vam- ir í stöðunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.