Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Síða 2
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
*>*j&lkmyndir
* * ★
KVIKMWA
íslenska huldufólkið átti það til að fá hluti lánaða og skila þeim siðan
betri til baka - eða alls ekki. Þjóðsögumar gera líka ráð fyrir smávöxn-
um búálfum og nú undanfarið hefur álfaáhugi aukist mikið í kjölfar
kortlagningar á álfabyggð í Hafnarfirði og vaknandi vitneskju um
blómáifa sem eru viðkvæmir fyrir skurki. Búálfamir í þessari búáifa-
mynd em líka viðkvæmir fyrir skurki þótt þeir séu ekki af íslensku
bergi brotnir heldur enskir, en það kemur ekki að sök. Búálfar em var-
kárir og láta lítið fyrir sér fara því ef þeir sjást þá eru þeir klesstir af
mann-sveskjunum sem mistaka þá fyrir mýs eða önnur meindýr. Þeir
eru líka úrræðagóðir og flinkir að klifra. Myndin segir frá búálfafjöl-
skyldunni Klukku og mennsku fjölskyldunni Lenders sem deila gömlu
húsi í ensku smáþorpi. Vondi lögfræðingurinn Potter (John Goodman)
svindlar húsið út úr Lendemnum svo allir þurfa að flytja. En falin í vegg
er erfðaskrá sem tryggir rétt Lenderanna gegn Potter og það kemur í
hlut smáfólksins að redda málunum. Sem það gerir með miklum hama-
gangi og glæsibrag og allir flytja aftur til síns gamla heima.
Tæknin er orðin svo fullkomin að núorðið er undantekning ef sést
„ára“ í kringum svona innsetningar og smáfólkið ferðaðist af fullkomnu
öryggi um eldhús, mjólkurbú og búr, velútbúið tannþráðum og tölum og
herklætt Mackintosh-sælgætisbréfúm. Sjónræn útfærsla var sérlega
snjöll þar sem kunnuglegir smáhlutir í nýjum hlutverkum flugu svo
hratt hjá að maður mátti hafa sig alla við að fylgjast með. Það sem síð-
an gerði sjónarspilið enn skemmtilegra var allt umhverfl mann-sveskj-
annaf sem hafði yfir sér svipaðan ævintýrablæ og heimur búálfanna þar
sem bílar og húsmunir minntu áberandi meira á leikfong en „raunveru-
lega“ hluti. Sem oft áður er fjarlægð i tima notuð til að skapa þennan
ævintýrablæ, sem hér virkaði einstaklega vel með tilheyrandi gamal-
dags mjókurflöskum (enn við lýði þó) og hjólaskautum. Bill and Ted
leikstjórinn Peter Hewitt gerir hér góða hluti sem fyrr þar sem fara sam-
an sjónræn veisla, hraði og húmor. Ómissandi fyrir álfa og fólk af öllum
stæröum.
Leikstjóri: Peter Hewitt. Aöalhlutverk: John Goodman, Jim Broadbent,
Celia Imrie og aðrir búálfar.
Úlfhildur Dagsdóttir
Sambíóin - Mr. Magoo:
í augum uppi **
Borrowers/Búálfamir:
Smáfólk ***
Undanfarin
ár virðist Di-
sney-fyrirtækið
hafa sérhæft sig
í því að gera
leiknar kvik-
myndir eftir
gömlum teikni-
myndaseríum. í
fyrra var það
101 Dalmatians,
George of the
Jungle og svo
loks Mr. Magoo.
Þessar endur-
gerðir hafa
flestar notið
nokkurra vinsælda og George of the Jungle varð einn óvæntasti „smell-
ur“ síðasta sumars með yfir 100 milljón dala tekjur i Bandaríkjunum
einum. Engin þessara mynda getur þó talist merkileg og þótt Leslie Niel-
sen hafi sýnt á sér óvæntar hliðar í Airplane og fyrstu mynd Naked
Gun-seríunnar hefur liðið þónokkur tími síöán hann kitlaði hláturtaug-
amar. Hann var vondur í Spy Hard og Drácula: Dead and Loving It og
þrátt fyrir að Mr. Magoo sé skref fram á veginn nær hún því ekki að
vera meðalmynd.
Mr. Magoo er byggð á vinsælli teiknimyndaseríu frá fyrstu árum sjö-
unda áratugarins. Þar segir frá hinum óvenju nærsýna Magoo sem þrátt
fyrir blindu sína sleppur lifandi úr ótrúlegustu hremmingum. í þessari
mynd á herra Magoo (Leslie Nielsen) í baráttu við stórhættulega gim-
steinaþjófa (Kelly Lynch og Nick Chinlund) sem reyna hvað eftir annað
að koma honum fyrir kattamef. Slíkt er vitaskuld vonlaust mál því að
Magoo er gangandi stórslysagildra eins og þau komast að raun um.
Það vakti nokkra athygli þegar talsmenn sjónskertra í Bandaríkjun-
um mótmæltu þeirri ákvörðun Disney-fyrirtækisins að kvikmynda sög-
una af herra Magoo. Þeir töldu söguna móðgun við blinda. í lok mynd-
arinnar birtist löng yfirlýsing frá kvikmyndafyrirtækinu þar sem
áhersla er lögð á að Mr. Magoo segi ekkert um samfélagsstöðu blindra.
Ekki er öll vitleysan eins.
Leikstjóri: Stanley Tong. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Kelly Lynch, Ernie
Hudson, Stephen Tobolowsky og Malcolm McDowell.
Guðni Elísson
Woody Allen á góöri stund í Deconstructing Harry ásamt Elisabeth Shue og Billy Crystal.
Deconstructing Harry:
Woody Allen kafar í einkamálin
Robin Williams og Julie Kavner (sú sem talar fyrir Marge Simpson) í hlut-
verkum sínum í Deconstructing Harry.
í sinni nýjustu kvikmynd
Deconstructing Harry, sem Laugar-
ásbíó tekur til sýningar, leikur Wo-
ody Allen rithöfund sem er á vendi-
punkti í einkalífinu sem og í list-
inni. Hafa margir orðið til að segja
að þama sé Woody Allen að nokkra
að gera upp málin í eigin lífi. Allt er
þó í gamni þótt húmorinn geti
stundum verið beinskeyttur eins og
hann yfirleitt er í öllum kvikmynd-
um Allens.
Allen hefur verið spurður hvort
þessi mynd sé spegilmynd af atburð-
um í lífi hans og hefur hann þá gert
lítið úr því og meðal annars sagt að
hann hafi aldrei ætlað að leika aðal-
hlutverkið. Svo hafi eingöngu æxl-
ast vegna þess að leikarinn sem
hann hafði hugsað sér í hlutverkið
gat ekki tekið það að sér.
Eins og gjaman er í myndum Wo-
ody Allens, er hún byggð að miklu
leyti á samtölum og era hvorki
meira né minna en þijátíu og fimm
leikarar sem hafa talhlutverk og
hafa allir meira og minna til mál-
anna að leggja. Eins og ávallt er
Allen ekki í erfiðleikum með að fá
fræga leikara til að vinna fyrir sig
þó kaupið sé lágt. í helstu hlutverk-
um auk Allens era Kirstie Alley,
Richard Benjamin, Billy Crystal,
Judy Davis, Mariel Hemingway,
Amy Irving, Julia Louis- Dreyfus,
Tobey Maguire, Demi Moore, Elisa-
beth Shue, Robin Williams, Stanley
Tucci, Julie Kavner, Eric Bogosian,
Bob Balaban og Caroline Aron.
Eins og nánast allar kvikmyndir
Woody Allen gerist Deconstracting
Harry í New York og ættu þeir sem
þekkja borgina vel og þá sérstaklega
Manhattan ekki að vera í vandræð-
um með að þekkja þá staði sem
myndin er tekin á. Miðað við þann
hraða sem einkennir vinnubrögð
Woody Allens tók langan tíma að
gera Deconstraction Harry. Tökur
hófust 16. september 1996 og var
ekki lokið fyrr en 3. febrúar. -HK
KVIKMYKDA
öjiöj'jjjyjT
Laugarásbíó - Hoodlum:
Glæponar í stórfiskaleik
Hoodlum gerist á kreppuárunum í Bandaríkjun-
um, nánar tiltekið í því fræga hverfi í New York,
Harlem. Þar berjast glæpakóngar um hverfið og þá
aura sem þar eru í boöi. Hoodlum, sem er sannsögu-
leg, greinir frá ævi eins glæpakóngsins í Harlem,
Ellsworth „Bumpy“ Johnson, sem flestinn er gleymd-
ur í dag. Öllu frægari persónur í blóði drifinni
glæpasögu mafíunnar í New York
era Lucky Luciano og Dutch Schultz
sem koma mikið við sögu í mynd-
inni, þá má nefna öllu geðfelldari
persónu, Duke Ellington, en að sjálf-
sögðu er í myndinni litið inn í þann
fræga klúbb, Cotton Club, þar sem
Ellington réð ríkjum.
Við kynnumst Bumpy Johnson
fyrst þegar hann kemur úr Sing Sing
fangelsinu. Honum er fagnað sem hetju í Harlem og
þegar „Drottningin", sem er sú sem öllu ræður í
lottóinu í Harlem, er tekin föst kemur til kasta
Bumpy að taka við stjóminni og verjast ágangi
mafiuforingjans Dutch Schultz sem ætlar sér stóran
skammt af aurum svartra sem búa í Harlem. Schultz
er ekki samvinnuþýður og þá kemur til sögunnar
Lucky Luciano, sem sér lítinn hag í því að láta vand-
ræðagemlinginn Schultz ganga lausan. Blóðug átök
og glæponar í miskimnarlausri baráttu um völdin
era því daglegt brauð í Harlem og þar er Bumpy
Johnson ekki bamanna bestur.
Hoodlum er að mörgu leyti skemmtileg afþreying
þar sem glæsisenur taka hver við af annarri. Vand-
ræðagangurinn er samt nokkur, sérstaklega að því
er lýtur aö Bumpy sjálfum. Samkvæmt sögunni var
Bumpy miskunnarlaus morðingi sem engum hlífði. í
myndinni er stundum verið að reyna aö sýna ein-
hverja góða hlið á honum með misheppnuðum ár-
angri, sérstaklega er erfitt að ná endum saman í
sambandi hans og Francine sem hef-
ur mikla réttlætiskennd.
Laurence Fishbume leikur Bumpy
og það er sjaldgæft að sjá þennan
ágæta leikara skila frá sér jafn líf-
lausum leik og raun ber vitni. Öllu
betri er Tim Roth í hlutverki Dutch
Schultz. Óþverraskapurinn lekur af
honum. Afrur á móti fékk ég engan
botn í Lucky Luciano í meðförum
Andy Garcia.
Hoodlum er löng kvikmynd. Hún stendur samt vel
undir lengdinni, það er alltaf eitthvað um að vera og
leikstjórinn Bill Duke kann vel til verka þegar kem-
ur að hasaratriðum. Er ég viss um að Hoodlum hefði
getað orðið mun sterkari kvikmynd og þéttari hefði
verið sleppt að reyna sýna fram á að Bumpy Johnson
sé góður inni við beinið, mótsagnimar era einfald-
lega of miklar til að hægt sé að trúa því.
Leikstjóri: Bill Duke. Handrit: Chris Brancato. Kvik-
myndataka: Frank Tidy. Tónlist: Elmer Bernstein. Að-
alleikarar: Laurence Fishburne, Tim Roth, Andy
Garcia, Vanessa Williams, Cicely Tyson og Queen
Latifah. Hilmar Karlsson.