Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Síða 3
1W FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
The Fugitive, sem gerð var árið
1993 eftir vinsælum sjónvarpsþátt-
um, náði miklum vinsældum enda
um hörkugóða sakamálamynd að
ræða. Þrátt fyrir vinsældirnar var
The Fugitive ekki kvikmynd sem
hægt var að ímynda sér að framhald
yrði gerð af. Samt er það nú svo að
U.S. Marshall sem Sam-bíóin eru að
frumsýna er óbeint framhald. Ekki
er verið að fjalla meira um líf lækn-
isins, sem Kevin Costner lék og var
hundeltur af lögreglunni, vegna
morðs á eiginkonu hans, heldur er
aðalpersónan í U.S. Marshall, lög-
reglumaðurinn Sam Gerard, sem
stjómaði eftirforinni.
Tommy Lee Jones lék Gerard og
fékk hann óskarsverðlaun fyrir.
Tommy Lee er aftur mættur í hlut-
verkið og nú þarf hann að eltast við
alvöruglæpamenn, því eins og allir
vita var læknirinn í The Fugitive
saklaus. Wesley Snipes leikur flótta-
manninn í þetta skiptið. Auk hans
leika í myndinni Robert Downey jr.,
Joe Pantoliano, Daniel Roebuck,
Latanya Richardson, Kate Nelligan,
Irene Jacob og Tom Wood.
Leikstjóri er Stuart Baird sem ný-
verið leikstýrði spennumyndinni
Executive Decisions með Kurt Russ-
ell og Steven Seagal í aðalhlutverk-
um. Vcir það fyrsta kvikmyndin sem
. Hann á þó að baki
Eitt stórfenglegasta atriöið í U.S. Marshall er þegar stór farþegaflugvél fer út af flugbrautinni og
lendir í mýri.
langan feril í
kvikmyndum.
Baird er
breskur að
uppruna og
hans fyrsta
stcirf í kvik-
myndum var
sérstakur að-
stoðarmaður
Lindsay And-
ersons við
gerð If. Næst
starfaði hann
með Ken
Russell við
gerð Women
in Love og var
klippari
Russells þegar
kom að því að
fullklára
Tommy. í
millitíðinni
vann hann
með Russell
við gerð The
Music Lovers,
Savage Messi-
ah, The Boyfri-
end og The Devils. Samstarf þeirra
endaði eftir Altered States.
Stuart Baird vann sem klippari
viö margar stórmyndir áður en
hann sjálfur tók við að leikstýra
kvikmyndum, fékk hann óskarstil-
nefningu fyrir Superman og
Gorillas in the Mist. Meðal annarra
kvikmynda sem hann vann við má
nefna Outland, Lethal Weapon 1 og
2, Maverick, The Omen, Die Hard 2
og Demolation Man
Hér á eftir fer listi yfir
þær kvikmyndir sem
Tommy Lee Jones hef-
ur leikið í:
Love Story, 1970
Jackson County Jail,
1976
Rolling Thunder, 1977
The Betsy, 1978
Eyes of Laura Marsh,
1978
Coal Miner's Daughter,
1980
Back Roads, 1981
Nate and hayes, 1983
The River Rat, 1984
Black Moon Rising, 1986
The Big Town, 1987
Stormy Monday, 1988
The Package, 1989
Fire Birds, 1990
JFK, 1991
Under Siege, 1992
House of Cards, 1993
The Fugitive, 1993
Heaven & Earth, 1993
Blown Away, 1994
Natural Born Killers,
1994
The Client, 1994
Blue Sky, 1994
Cobb, 1994
Batman Forever, 1995
Men in Black, 1997
Volcano, 1997
U.S. Marshalls, 1998
Tommy Lee Jones
Ferill Tommy Lees Jones spannar
þrjá áratugi og hefur hann ósjaldan
skapað eftirminnilegar persónur á
farsælum ferli. í dag er Tommy Lee
Jones einn hæstlaunaði leikarinn í
Hollywood og er talið að hann hafi feng-
ið tíu milljónir dollara fyrir leik sinn í
U.S. Marshall. Ótal verðlaun hafa fallið
Tommy Lee Jones í skaut og má geta
þess að auk óskarsverðlaunanna fyrir
leik sinn i The Fugitive fékk hann
Golden Globe-verðlaunin, bresku
BAFTA- verðlaunin og gagnrýnendur í
Los Angeles og Chicago völdu hann
besta leikarann. Fyrstu viðurkenn-
ingu sína, tilnefningu til Golden
Globe- verðlauna, fékk Jones
fyrir leik sinn í óskarsverð-
launamyndinni Coal Miner’s
Daughter. Fyrstu óskarstiln-
efningu sína fékk hann fyrir
leik sinn í hlutverki Clay
Shaw í JFK. Fyrsta kvikmyndahlutverk
Tommy Lee Jones var í ástardramanu
The Love Story, árið 1970.
Tommy Lee Jones hefur einnig leikið
í sjónvarpsmyndum sem vakið hafa at-
hygli, má þar nefna The Executioner’s
Song, en hann fékk Emmy- verðlaunin
fyrir leik sinn í hlutverki dauðafangans
Gary Gilmore, þá má nefna úrvals sjón-
varpsmyndir á borð við The Lonesome
Dove, The Good Old Boys, The Amazing
Howard Hughes, April Moming og Cat
on a Hot Tin Roof.
Tommy Lee Jones fæddist í San Saba,
Texas og vann um stund með föður sín-
um við olíuboranir áður en hann settist
á skólabekk við Harvard-háskólann þar
sem hann lauk háskólaprófi í enskum
hókmenntum. Að námi loknu flutti
hann til New York þar sem hann reyndi
fyrir sér á Broadway með ágætum ár-
angri.
KVIKMYNDA
Sambíóin - US Marshals:
★★
Ég verð að byrja á því að játa að ég náði aldrei alveg að
heillast af hinum upprunalega Flóttamanni enda um það
leyti orðin mjög leiö á Harrison Ford. Hins vegar gleðst ég
alltaf yfir væntingunni um Wesley Snipes og neita þvl að
líta svo á að ég hafi komið að þessari mynd full fordóma.
En ekki einu sinni Wesley gat bjargað þessum ósköpum
frá hinni fullkomnu meðalmennsku. US Marshals segir
frá hinum fundvísa flóttamanna-leitara, Samuel Gerard
(Tommy Lee Jones), og nýjasta viðfangsefhi hans, flótta-
manninum Sheridan (Wesley Snipes). Líkt og í fyrri
myndinni er leitarmaðurinn eitilharður nagli og flótta-
maðurinn ekki allur þar sem hann er séður og saman ferð-
ast þeir í gegnum helstu hasarmyndir síðustu ára, byrja á
flugvélarsenu beint úr Con Air, fara þaðan í frumskógar-
stemningu á fenjasvæði, stoppa stutt við í lestarsenu og
enda svo með slagsmálum á skipi. Og inn á milli eru svo
nokkrir hefðbundnir bílaeltingjaleikjakaflar. Þetta þarf
alls ekki að vera svo slæm blanda ef hasarnum og
húmornum er haldið uppi og skemmtilega unnið úr þess-
um ánægjulega kunnuglegu hasarþemum en því miður þá
var þetta allt saman einhvern veginn eins og örbylgjumat-
ur, kólnar fljótt og verður seigt undir tönn. Vondi maður-
inn er svo fyrirsjáanlegur að það var vandræðalegt og það var ekki að sjá
að Wesley eða Tommy næðu nokkum tíma að koma sér i stuð. í stað þess
að vera kúl var Jones stirðlegur og Snipes var allt of aumingjalegur til
að vera hinn fullkomni og stórhættulegi flóttamaður/leyniþjónustumað-
ur. Þetta var myndin sem átti að velta Titanic úr fyrsta sætinu og þó ég
sé enginn Titanic-aðdáandi get ég vel skilið að þessum meðal-Jones hafi
ekki tekist að sökkva óskarsvæna risaskipinu.
Leikstjóri: Stuart Baird. Aðalleikarar: Tommy Lee Jones, Wesley Snipes,
Robert Downey Jr.
Úlfhildur Dagsdóttir
kvikmyndir.
L.A. Confidental ★★★★
Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar-
ins eru sögusviðiö í óvenju innihaldsríkri og
spennandi sakamálamynd sem enginn ætti
að missa af. Spilltar löggur, ðsvífnir
æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hverju strái.
-HK
Titanic ★★★★
Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af
miklum fítonskrafti tókst James Cameron
að koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem
gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta
Camerons skilar sér í eðlilegri sviðsetningu
sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon-
ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg í hlutverkum elskendanna.
-HK
Good Will Hunting ★★★★
i mynd þar sem svo mikiö er lagt upp úr per-
sónunum verður leikurinn að vera góður.
Sérstaklega eftirminnilegur er samleikur
Williams og Damons. Hið sama má reyndar
segja um flesta leikara f aukahlutverki.
Bestur er þó Stellan Skarsgárd en í túlkun
sinni á stæröfræðingnum Lambeau dregur
hann upp sannfærandi mynd af manni með
mikla sérgáfu sem þó veröur að játa sig
sigraðan í návist ótrúlegrar snilligáfu.
-ge
Anastasía ★★★
Sagan af týndu þrinsessunni Anastasfu er
hreinn ævintýramatur. Myndin einkenndist
öll af hugmyndaríki og hélt gamlingjanum
mér uppteknum allan tímann, þrátt fyrir
fremur leiðinlega músfk, sem virðist skylda
í skemmtiefni af þessu tagi. Fyrir utan smá-
hroll yfir söguskýringum þá fannst mér
Anastasfa hin besta skemmtun og með
betri teiknimyndum sem ég hef séð lengi.
-úd
Wag the Dog ★★★
Beinskeyttur svartur húmor sem beinist að
forsetaembætti Bandarfkjanna og stríðs-
rekstri stórveldanna er undirstaðan f kvik-
mynd sem er vel heppnuö og góð skemmt-
un en er þó ekki gallalaus. Dustin Hoffman
er frábær í hlutverki kvikmyndaframleiö-
anda sem setur stríö ! Albanfu á sviö.
-HK
The Rainmaker ★★★
Hefur ekkl sama hraða og sþennu og aðrar
myndir gerðar eftir sögum Grishams. Hún
lýsir ekki auði og munaði hástéttarinnar og
er laus viö óþarfa fegrun á bandarfsku rétt-
arkerfi. En í því felst styrkur hennar. Hand-
ritið er þétt og sannfærandi og leikurinn
með ágætum. Gaman var að sjá gamla og
nú ósköp þreytta leikara á borð vlð Mickey
Rourke og Virginiu Madsen í bitastæðum
smáhlutverkum.
-GE
Litla hafmeyian ★★★
Teiknimyndir Walts Disneys eru klassískar
og þegar ný kynslóð rfs eru þær settar á
markaöinn á ný og er ekkert annaö en gott
um þaö að segja. Litla hafmeyjan kom með
ferskan blæ inn I þetta kvikmyndaform eftir
að teiknimyndir f fullri lengd höfðu veriö I
lægð um nokkurt skeiö og hún,á fullt erindi
enn til ungu kynslóðarinnar. Islenska tal-
setningin er vel heþþnuð. -HK
Ma vie en rose ★★★
Sjö ára Ludovic heldur að hann sé bara
tímabundið fastur f sínum drengslíkama og
að þetta sé nokkuð sem hann vex upp úr
þegar hann stækkar; þá verði hann kona og
geti gifst vini sínum. Mikil áherlsa er lög á
hið myndræna sem er sérlega skemmtilega
útfært og með vel heþþnuðu samsþili efnis
og stíls tekst leikstjóranum Alain Berliner
að skapa mynd sem er ekki sföur skemmti-
leg en áhugaverð. -úd
Fallen ★★★
Leikstjórinn Gregory Hoblit ætiar sér greini-
lega stóra hluti með þessari mynd og legg-
ur mikla áherslu á frumlega myndatöku og
önnur myndræn brögö til þess aö undir-
strika þá trufluðu heimsmynd sem hann
dregur upp. Með þessu og frábærum Was-
hington tekst honum vissulega aö skaþa
ansi magnaða stemningu 4jáyium. -úd
The Boxer ★★★
Handrit þelrra Sheridans og Georges er
ágætlega unnið, leikur Daniel Day-Lewis til
fyrirmyndar og hnefaleikaatriöin vel úr garöi
gerð. ABrir leikarar standa sig einnig meö
stakri prýði. -ge
Djarfar nætur ★★★
I Boogíe Nights snýst allt um hinn gríðar-
langa lim klámstjörnunnar Dirks Digglers.
Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons
afbragðsgóð, handritiö er vel skrifað og ef
drengurínn hefði bara skafið af eins og
hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travolta-
senu þar (og sleppt ofurlanga gúmmftypp-
inu) þá hefði þetta getað oröið ansi fullkorrv
ið. En verður aö láta sér nægia að vera bara
ómissandi. -úd
Það gerist ekki betra ★★★
Framan af er As Good as It Gets eins góð
og gamanmyndir gerast. Samræðurnar ein-
kennast af óvenjumikllli hnyttni, lelkurinn er
meö ðlíkindum og handritshöfundunum Andr-
us og Brooks tekst að stýra fram hjá helstu
glldrum formúlufræðanna. Það var mér þvf til
mlkllla vonbrigða þegar myrrdin mlssti flugið
eftir hlé. Leikurlnn var enn tll fyrirmyndar en
þær fjörmiklu og óvenjulegu þersðnur sem
kynntar voru tll sögunnar f uþphaf) fengu ekki
svlgrúm til þess að vaxa. -ge
Flubber ★★★
Hubber býr yfir elnfaldleika sem þvf mið-
ur er allt of sjaldséður I kvikmyndum sfö-
ustu ára. Hún er barnamynd fyrir börn og ég
get engan veginn séð það sem galla. Bestl
mælikvarðinn á slfkar myndir er salur fullur
af ánægðum börnum. Og krakkarnir voru í
stuði. -ge