Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
9
i>v Stuttar fréttir
Barist í Kosovo
Bardagar milli serbnesku lög-
reglunnar og albanskra aðskiln-
aðarsinna héldu áfram i vestur-
hluta Kosovo í gær. Albönsk yf-
irvöld hafa varað viö stríði í
Kosovo.
Leynilegar hvalveiöar
Hvalveiðamar í ár hafa hafist
með leynd í Noregi af ótta við
skemmdarverk. Norska lögregl-
an og meira að segja Interpol
hafa verið beðnar að fylgjast
með ástandinu.
Annan ver sig
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, vís-
aði því á bug í gær að hann hefði
getað komið í
veg fyrir þjóð-
armorðið í Rú-
anda. Sagði
hann aðildar-
ríki samtak-
anna ekki hafa
viljað grípa
inn í.
Nokkrum mánuðum fyrir þjóð-
armorðið höfðu borist upplýsing-
ar um að það stæði fyrir dyrum.
Óeirðir í Indónesíu
Yfir þúsund mótmælendur á
Súmötru í Indónesíu kveiktu í
lögreglustöð og verslunarmið-
stöð í gærkvöld til aö mótmæla
verðhækkun á eldsneyti.
Lífstíöarfangelsi
Sprengjumaðurinn Thedore
Kaczynski, sem kallaður hefur
verið Unabomber, var í gær
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
að hafa myrt 3 og sært yfir 20 í
16 sprengjutilræðum.
Svíar of þungir
Þriðji hver fullorðinn Svíi er
of þungur. Næstum því tíunda
hver kona og tuttugasti hver
karl eru hættulega feit.
Havel útskrifast
Forseti Tékklands, Vaclav
Havel, er nú orðinn svo hress að
hann fær að fara heim af sjúkra-
húsinu i Inns-
bruck í Aust-
urríki þar sem
hann gekkst
undir aðgerð
fyrir nokkrum
vikum. Forset-
inn gat sinnt
nokkrum emb-
ættisskyldum af sjúkrabeðinum
í gær. Skipaði hann sjö nýja
hershöfðingja i embætti.
Forseti í klaustur
Forseti Ítalíu, Oscar Luigi
Scalfaro, ætlar að dvelja eina
nótt í nunnuklaustri í heimsókn
sinni til Svíþjóðar í vikunni.
Hefur forsetinn, sem er mjög
trúaður, áhuga á reglu heilagrar
Birgittu. Reuter
Útlönd
Stjórnarmyndunarviðræður í Færeyjum:
GabrioMf
Erum flutt að Helluhrauni
10, Hafnarfirði
Hillukerfi, gínur
Fataslár, margar gerðir
Mátiinarspeglar - sokkastandur
Barnagínur, framhengi í panil.
Panilpinnar, plastherðatré. Sérsmfði
á innréttingum. Verðtilboð.
Sendum í péstkröfu.
Rekki
ehf. heildverslun
Helluhrauni 10 - Sími 565 0980
Edmund Joensen
sprakk á limminu
Edmund Joensen, lögmaður Fær-
eyja, hefur gefist upp við að reyna að
mynda nýja landstjóm borgaralegu
flokkanna og skilað umboði sínu til
Jógvans Ingvards Olsens, forseta lög-
þingsins.
Joensen hætti tilraunum sínum
eftir að Fólkaflokkurinn, með flokks-
leiðtogann Anfinn Kallsberg í broddi
fylkingar, tilkynnti lögmanninum að
þar á bæ vildu menn að formenn
alira flokka kæmu sér saman um
hver tæki að sér að mynda stjóm áð-
ur en mynduð yrði ný borgaraleg
samsteypustjórn með, meðal annars,
Sambandsflokki Joensens.
„Við áttum góðar viðræður við
Edmund Joensen og þótt við útilok-
um alls ekki að Fólkaflokkurinn
muni mynda borgaralega stjóm
með Sambandsflokknum viljum við
formannafund," segir Anfinn Kalls-
herg i viðtali við dönsku fréttastof-
una Ritzau.
Kallsberg segir að eftir úrslit
kosninganna 30. apríl, þar sem
flokkar sem vilja aukna sjálfstjóm
frá Danmörku unnu verulega á,
liggi fyrir aö núverandi samsteypu-
stjóm hafi ekki meirihluta.
„Kosningamar hafa þannig bent
á að til eru fleiri möguleikar en
borgaralega stjómin sem Edmund
Joensen vildi og þess vegna teljum
við mikilvægt að fylgja þingreglum
og gefa öðmrn formönnum tæki-
færi,“ segir Kallsberg.
Edmimd Joensen bauð Anfinni
Kallsberg lögmannsstarfið ef hann
vildi mynda borgaralega stjórn
Sambandsflokksins, Fólkaflokks-
ins, Miðflokksins og Sjálfstýri-
flokksins.
Það er nú undir þingforseta kom-
ið hver fær næstur umboð til stjóm-
armyndunar. Margir óttast hins
vegar aö Joensen muni boða til
nýrra kosninga.
Gi
varahlutir
Hamarshöföa 1-112 Reykjavík
Sími 567 6744-Fax 567 3703
Mikil neyö er nú f suöurhluta Súdans vegna hungursneyöar sem þar ríkir.
Þessi faöir kom með sveitandi barn sitt til dreifingarmiöstöðvar matvæla
sem alþjóölegar hjáiparstofnanir hafa sett á laggirnar nærri þorpinu Ajiep.
Par eru 28 þúsund aörir aöframkomnir Súdanir í leit að mat. Stjórn landsins
hefur gefiö leyfi fyrir fleiri matvælasendingum til hinna þurfandi. Hung-
ursneyöin stafar meöal annars af borgarastríöi í Súdan. Ekki er búist viö aö
ný umferö friöarviöræöna skili miklu. Sfmamynd Reuter
Norðmenn
reyna að kaupa
sér vinsældir
í Færeyjum
DV, Ósló:
Norsk olíufyrirtæki hafa þegar
variö um milljarði íslenskra
króna í að kanna olíulindir Fær-
eyinga og hafa ákveðið að bæta
ímynd sína á eyjunum með fjár-
gjöfum. Þannig hefur Saga Petr-
olium t.d. tekið að sér að gefa út
færeysk-enska orðabók í von um
auknar vinsældir. Nú hafa Norð-
menn boðið Færeyingum nefnd
manna til að ræða um olíu-
vinnslu. Heimsókn nefndarinnar
hefúr tvívegis verið hafnað.
Danskir stjómmálamenn hafa
brugðist ókvæða við gælum Norð-
manna við Færeyinga og
Jyllands-Posten hefur það eftir
Steen Gade, formanni Sósíaliska
þjóðarflokksins, að framkoma
norsku stjórnarinnar staðfesti
verstu fordómana sem nágrann-
arnir hafi um Norðmenn.
Danir segja að Norðmenn ætli
sér að hagnast á vaxandi sjálf-
stæðiskröfúm í Færeyjum. Sam-
búð NorðmEmna og Dana er því
með kaldara móti um þessar
mundir. -GK
Frumherjar í fæðubótarefnum
Unnar V. Karlsson ,
ISSfl logglltur einkaþjálfori
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
Baleno Wagon GLX 4X4:
1.595.1
Baleno Wagon GLX:
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur 6. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00.
Egilsstaðir: Blla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, slmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 5S5 15 50. Isafjörður: Bllagarður ehf„
Grænagarði, simi 456 30 95. Kefiavik: BG bílakringlan, Grðfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.
BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Góður í ferðalagið
$ SUZUKI
—***------
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.