Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórí: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunan http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Gagnsókn bankastjórans Sókn og gagnsókn Sverris Hermannssonar í Lands- bankamálinu felst einkum í aö nafngreina valdamenn, sem hann telur hafa verið sér þungir í skauti og saka þá um aö vera ekki hótinu betri, nema síður sé. Þetta er hefhd hans fremur en útskýring á vandamálinu. Samkvæmt greinum Sverris hafa ýmsir menn gert samsæri um að koma upp um hann og hann ætlar í stað- inn að koma upp um þá. Siðalögmál koma hvergi nálægt þeim blóðnóttum, sem hann hefur boðað til. Við erum að horfa á frumstætt uppgjör milli stríðsherra. Til dæmis segir Sverrir, að ráðherra og ríkisendur- skoðun hafi valið rannsóknarefhi og -tímabil til að hlífa bankastjóra, sem hafi verið í ferðaspillingu fremur en laxi og til að sleppa laxveiðiferð sama bankastjóra með núverandi bankaráðherra á kostnað bankans. Sverrir sakar einn stjórnmálamann um að hafa stolið heilu ríkisfyrirtæki og annan um að hafa reynt að fá aflétt veði til að bjarga húsi undan hamri. Hann sakar ráðamenn óskabams þjóðarinnar um að hafa reynt að beita bankanum til að koma höggi á keppinaut. Greinar Sverris gefa um leið innsýn í spiilt þjóðfélag, þar sem forustumenn stjórnmála, stórfyrirtækja og skömmtunarstofnana brugga ráð til að fLytja völd og pen- inga, en koma jafnframt fram út á við með engilhreinan áhyggjusvip ábyrgra máttarstólpa þjóðfélagsins. Fólk á erfitt með að sjá veruleikann að baki ímyndar- innar. Það treystir jafnvel bezt þeim, sem sízt skyldi. Með skorti sínum á mannþekkingu freistar almenningur þeirra, sem vilja komast til auðs og áhrifa. Þetta er for- senda spillingar á borð við Landsbankamálið. Stjórnmál nútímans snúast ekki um hugmyndafræði, misjaöiar leiðir til að þjóna íslendingum. Hugsjónafólk er í miklum minnihluta meðal áhrifafólks stjómmál- anna, þótt Jóhönnu Sigurðardóttur hafi tekizt að fella þijá bankastjóra, sem fóm óvarlega í spillingunni. Flestir stjómmálamenn landsins eru atvinnumenn í sjónhverfmgum. Þeir bmgga ráð til að tefla sér í valda- stöðu, sem þeir geta notað sér og gæludýrum sínum til framdráttar. Almenningi halda þeir uppi á snakki, alger- lega óskyldu því, sem þeir meina í rauninni. Ráðabmgg af þessu tagi fólst í ákvörðuninni um að fóma þremur bankastjórum til að geta fremur slegið skjaldborg um bankaráðsmenn-, ráðherra og ríkisendur- skoðanda, sem allir vissu fyrir löngu, hvað bankastjór- amir vom að gera, en létu allir kyrrt liggja. Ríkisendurskoðandinn vissi um málið fyrir tveimur árum, þegar hann fékk nótu frá endurskoðanda bankans. Ráðherrann vissi um málið fyrir fimm árum, þegar hann fór í lax með bankastjóranum. Bankaráðsformaðurinn haföi verið á 500 fundum með bankastjómnum. Græðgi einstaklinga er hluti af þessari spillingu. Menn velta sér upp úr lífsþægindum, sem þeir láta borga fyrir sig. Þeir koma sér upp laxveiði og ferðahvetjandi reglum um greiðslur á ferðalögum. Fremstir fara í þessu ráð- herrar, bankastjórar og æðstu embættismenn. Minna ber á spillingunni að baki, samspili stórfyrir- tækja, stjómmála og skömmtunarstofnana. í skjóli bók- haldsleyndar stjómmálaflokka, sem þekkist ekki í ná- grannalöndunum, em flokkar fjármagnaðir af stórfyrir- tækjum, sem vilja tryggja heppilega skömmtun. Spillingin þrífst í skjóli ahnennings, sem treystir þeim bezt, sem mest eru á kafi í spillingunni og sízt em til þess fallnir að breyta þeim leikreglum, sem breyta þarf. Jónas Kristjánsson „Þaö hefur komiö f Ijós aö öll orkuvinnsla veldur mengun. Jafnvel beislun vatnsfalla fylgir mengun." Hægan, hægan, Hjálmar! Hjálmar Arnason alþingismaður hefur lagt sig fram um að kynna ný eldsneyti og vélar en sumar þeirra að mestu mengunarlausar við notkun. Alþjóð hefur kynnst blaðagreinum hans, útvarpsviðtöl- um og öðrum opin- berum kynningum. Það hálfa væri nóg. Ég leyfði mér að birta kjallara nýlega með upplýsingum sem byggðu á mínum eig- in rannsóknum. Ég reyndi að sýna fram á að vetni yrði ekki not- að sem eldsneyti á hefðbundnar brennsluvélar sakir lélegrar heildarorku- nýtingar. Einnig hélt ég þvi fram að vetnis- rafalar og vetnis- geymsla yrðu að taka byltingu áður en þau yrðu nothæf á farar- tæki. Byltingin fælist í því að vetnisrafalamir yrðu minni en nú þekkist, ódýrari, endingar- betri, með betri orkunýtingu o.fl. Enn fremur yrði að gerast bylting í geymslu vetnis. Að vísu hefur ým- islegt verið að gerast nýverið en ekki nóg. Alþingismaðurinn sendi mér gusu um hæl. Ég átta mig ekki alveg á hvort hann situr á fældum hesti eða er það sjálfur. Ég hafði leyft mér að segja að ég hefði starf- aö viö bandaríska orkurannsóknar- stöð í byrjun níunda áratugarins. Þingmaðurinn leyfði sér að halda því fram óbeint að ég hefði ekkert lært rnn þessi mál í tuttugu ár. Hreinsun hér, mengun þar Vetnisrafallinn og rafmótor til að knýja farartæki eru nú á því Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur stigi að aðallega er gert ráð fyrir metanóli (tréspíra) sem geymslu fyrir vetni fyrir vetnis- rafal. Til þess þarf töluverða orku í farar- tækinu. Til reksturins þarf metanól en það kostar orku og mynd- un koltvísýrings nema notuð séu kjamorka. Framleiðsla metanóls kostar einnig mikla orku og er það því dýrt eldsneyti. Núver- andi vetnisrafalar munu hafa minnkaða nýtingu við álag. Örfáir eru svo lánsamir, eins og ís- „Vetnisrafallinn og rafmótor til að knýja farartæki eru nú á því stigi að aðallega er gert ráð fyr- ir metanóli (tréspíra) sem geymsiu fyrir vetni fyrir vetnis- rafal." lendingar, að búa yfir raforku sem fæst frá vatnsföllum. Með raf- magni er vatn klofiö í vetni og súr- efni en þaö kostar mikla orku og nokkurt orkutap. í sem fæstum orðum er unnt að hreinsa mengað- ar stórborgir með þessari leið en framkalla mengun annars staöar á móti. Heildarorkusparnaður er enn þá lítill. Lokalausn mun verða að byggjast á því að farartæki hafi vetni meðferðis í þar til gerðum búnaði og geti tappað vetni á eins og venjuleg eldsneyti. Þróun vetn- isgeyma er aftur á móti ekki langt komin. 200 kg þrýstingur á fer- sentímetra eins og nú er gert ráð fyrir er óásættanlegt vegna þunga og hættu. Lokamarkið er að geta geymt mikið vetni á öruggan hátt og losað við notkun án þess að nota mikla orku. Enn fremur má áfylling ekki kosta of mikla orku. Ekki má það gleymast að vetni er hættulegt ef ég má segja það í friði fyrir þingmanninum. Og metanól er eitrað. Þessi mál eru öll mjög flókin í reynd og það er til lítils að standa á kassa og boða trúboð. Nokkrar stóru bílaverksmiðjumar boða komu vetnisrafala innan nokk- urra ára. Það má vel vera en enn þá eru ýmsar spumingum ósvar- að. Hvort gert sé ráð fyrir notkun metanóls eða vetnis skiptir mikiu máli. Enn fremur má ekki gleyma því að verksmiðjumar em í inn- byrðis kapphlaupi og ekki eins víst að allt standist. Á undanföm- um áratugum hafa heyrst spá- dómar um rafbíla sem hafa ekki staðist. Nýjar hugmyndir em um r£if- bíla sem einnig era útbúnir lít- illi dísilvél til að hlaða stöðugt rafgeyma. Þegar ekið er um mengaðar stórborgir væri unnt að drepa á brennsluvélinni. Þær tölur sem birtar hafa verið gefa til kynna ca helmingi minni mengun og orkunotkun en nú er. Slík millileið væri ákaflega skynsamleg og auöveld í útfærslu. Orka eða mengun Það hefur komið í ljós að öll ork- unvinnsla veldur mengun. Jafnvel beislun vatnsfalla fylgir mengun. Einnig kostar framleiðsla alls vél- búnaðar og annars sína mengun. Þá em bara vindmyllur, sólarorka og beislun sævarhreyfinga eftir. Menn hafa verið meö slíkar bolia- leggingar í áratugi og ekkert hefur orðið af sem orð er á gerandi nema vindmyllur. Örfáum prósentum orkuþarfar nokkurra landa er þeg- ar sinnt með vindmyllum. Heilu strandlengjumar eru undirlagðar og hreint ekki ágreiningslaust. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Ærumeiðandi ummæli „Meginregla Morgunblaðsins er sú, að birta ekki greinar, þar sem um er að ræða ærumeiðandi um- mæli um nafngreinda einstaklinga. Túlkun á því, hvort og hvenær sú meginregla er brotin er aíltaf álitamál ... í þessu ljósi eru ummæli formanns hankaráðs Landshanka íslands hf. meira en hæpin. Þrír fyrrverandi bankastjórar Landsbanka íslands hf. hafa með einum eða öðram hætti verið bomir þungum sökum. Hver þeirra um sig hlýtur að hafa rétt til þess að verja hendur sínar. Samfélag okkar væri á hættulegri leið, ef sá réttur væri ekki virtur.“ Úr forystugreinum Mbl. 3. maí. Réttlát krafa „Síðustu daga hefur orðið vakning í samfélaginu. í ölium stjómmálaflokkum er fólk sem er í mjög harðri tilfmningaþranginni og rökvissri andstöðu við þann hluta framvarps til sveitarstjómarlaga sem varðar hálendið. Á síðustu stundu virðist sem tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta mál verði knúið í gegn ... Krafan um að hálendið verði ein skipulags- heild er fúllkomlega rökrétt “ Stefán Jón Hafstein í Degi 1. maí. Ósanngjörn árás „Nú gerðist það fýrir nokkru að upp komst að bankastjórar Landsbankans höföu haldið áfram á áður lagðri braut í risnu og fiskveiðum ... Það er ósanngjamt að ráðast að Sverri Hermannssyni og Kjartani Gunnarssyni, það er fyrirkomulagið sem verður að breyta ... Enginn vill muna þau ágætu verk sem Sverrir Hermannsson vann, t.d. að hreinsa út það mein sem SÍS var í Landsbankanum og varla er sanngjarnt að skrifa á hans reikning þær miklu fjár- hæðir sem misvitrir stjómmálamenn með sjálftöku- vald létu bankann leggja í vonlaus fyrirtæki.“ Hjalti Jónasson í Mbl. 3. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.