Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Síða 2
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998
i6 $árikmyndir
KVIKMYHDA
Stjörnubíó - U-Turn:
Afleggjarinn irkirk
Þegar bíll
Bobbys Coopers
(Sean Penn) of-
hitnar í miðri
Arizonaeyði-
mörkinni ekur
hann til smábæj-
arins Superior í
von um að fmna
verkstæði. Super-
ior er ömurlegur
útnári og bæjar-
búamir bera svip
af umhverfinu.
Bifvélavirkinn
Darrell (Billy Bob Thomton) er forljótur, útsmoginn þrjótur sem segir
Bobby að viðgerðin muni taka nokkum tíma. 1 bænum hittir Bobby hina
glæsilegu Grace McKenna (Jennifer Lopez) sem býður honum heim til sín.
Eiginmaður Grace, Jake McKenna (Nick Nolte), kemur óvænt að þeim, lem-
ur Bobby og rekur hann á dyr. Hremmingum hans er ekki lokið. Jake býð-
ur honum stuttu seinna álitlega fjárupphæð ef hann samþykki að myrða
Grace. Bobby neitar en eftir að hafa verið rændur aleigunni sér hann fram
á að komast aldrei frá Superior nema hann gangi að þessum afarkostum.
Málin flækjast enn frekar þegar Grace biður hann að drepa Jake.
U Tum er sérkennileg blanda afkimamynda, líkum Bad Day at Black
Rock (1955) og klassískra noir-mynda í anda Double Indemnity (1944) og
The Postman always Rings Twice (1946). Líkt og önnur nýleg kvikmynd,
Red Rock West (1992), sækir U Turn markvisst í noir-hefðina. Leikstjóri
myndarinnar, Oliver Stone, gengur þó lengra en John Dahl og beitir
hefðinni á nýstárlegri máta. Hann gerir stólpagrín að stöðluðum mann-
gerðum noir-myndanna: svikulum eiginkonum og kynlífsóðum þrjótum.
Þótt persónur noir-mynda séu venjulega flatar eru þær flestar dregnar
með sterkum línum. Stone ýkir enn frekar afbrigðileika íbúanna og
herðir á þeirri myrku kómedíu sem litar söguna alla. Mannlífsflóran í
Superior er eftirminnileg. Þar má nefha drukkna fógetann Potter
(Powers Boothe), sem kemur Bobby oftar en einu sinni til hjálpar, vitgr-
anna slagsmálahundinn Toby N. Tucker (Joaquin Phoenix), aðgangs-
harða kærustu hans, Jenny (Claire Danes), og gengilbeinuna Flo (Julie
Hagerty). Meira að segja indíáninn, sem er fastur þáttur í flestum mynd-
um Stones, er hér aðeins svipur hjá sjón. Hann er blindur og dröslast
um með hund sem virðist dauður. í þokkabót skín andlit Jons Voight í
gegnum lélegt gervið. í þessum bæ er enginn sem sýnist og allir bera af-
káralegt dulargervi. Leikurinn er til fyrirmyndar og sama má segja um
leikstjóm og kvikmyndatöku.
U Turn vinnur afbragðsvel úr hefðinni. Auk þeirra mynda sem ég
nefndi hér að ofan vísar hún t.a.m. í vestrann Duel in the Sun (1946) og
mynd Polanskis, Chinatown (1974). Ég læt ekki uppi hvemig. Persónurn-
ar eru eftirminnilegar og þótt húmorinn í noir-myndum sé oft gráglett-
inn hefur sjaldan verið gengið lengra en héma. Lokasenan er í senn
óborganleg og óhugnanleg.
Leikstjóri: Oliver Stone. Aðalhlutverk: Sean Penn, Jennifer Lopez, Nick
Nolte, Powers Boothe, Claire Danes, Joaquin Phoenix, Billy Bob Thornt-
on og Jon Voight. Guðni Elísson
Laugarásbíó - Shadow of Doubt:
Spilling á æðstu stöðum
Melanie Griffith er
nokkuð sérstök leik-
kona og það sem gerir
hana sérstaka er fyrst
og fremst drafandi rödd
hennar sem á vel við í
sumum hlutverkum
sem hún hefur leikið,
sérstaklega þegar hún
hefur fengið að spreyta
sig á gamanhlutverk-
um. Þegar kemur að
dramatískum hlutverk-
um virkar rödd hennar
oftar en ekki tilgerðar-
leg og gerir þá persón-
una ósannfærandi og í Shadow of Doubt á Melanie Griffith ekki góðar
stundir sem stjömulögfræðingurinn Kit Deveraux sem fengin er til að
verja rappstjömuna Bobby Medina sem ákærður er fyrir nauðgun og
morð á milljóneradóttur. Það kemur fljótt í ljós að það er maðkur í mys-
unni og óvist að rappstjarnan hafi nokkuð komið nálægt morðinu þótt
hann hafi sængað hjá henni nóttina sem morðið var framið. Milljónera-
dóttirin hafði sem sagt ekki verið öll sem hún var séð og hafði meðal
annars sængað hjá væntanlegum forsetaframbjóðanda sem fyrrum eig-
inmaður Deveraux vinnur fyrir. Hann gerir sér vonir um að verða
dómsmálaráðherra nái frambjóðandinn, sem er fjarstýrður af ráðríkri
móður, að komast í Hvíta húsið.
Sagan er afþreying undir meðallagi og oftar en ekki er fyrirsjáanlegt
hvaða stefnu myndin tekur og þótt það komi vissulega á óvart í lokin
hver morðinginn er þá er maður löngu búinn að missa áhugann á mál-
inu og þá myndinni um leið. Slakur leikur Melanie Griffith smitar út frá
sér og ágætir leikarar á borð við Tom Berenger og Craig Sheffer hafa yf-
irleitt átt betri dag. Það er helst að gaman megi hafa af söngvaranum
góðkunna Huey Lewis í hlutverki tæknivæddrar einkalöggu.
Leikstjóri Shadow of Doubts gerði sína bestu kvikmynd, Grease, fyr-
ir fjöldamörgum árum og hefur í raun ekkert gert af viti síðan, svo það
kemur ekki á óvart að Shadow of Doubt skuli þegar á heildina er litið
vera lítið skárri en fljótgerður þáttur í sæmilegri sjónvarpsseríu.
Leikstjóri: Randal Kleiser. Handrit: Myra Byanka og Raymond DeFelitta.
Kvikmyndataka: Craig Haagensen. Tónlist: Joel Goldsmith. Aðalleikarar:
Melanie Griffith, Tom Berenger, Craig Sheffer, Huey Lewis og Nina Foch.
Hilmar Karlsson
Músa-
veiðar
Mouse Hunt, sem Sam-bíóin ftum-
sýna, fjallar um bræðuma Emie og
Lars Smuntz, sem erfa gamalt og illa
farið stórhýsi sem þeir í fyrstu halda
að sé verðlaust. Annað á þó eftir að
koma á daginn því húsið þykir meist-
arverk i arkitektúr og er því milljóna
virði. Þeir bræður flytja inn í húsið
fúllir bjartsýni um að það eigi eftir að
gera þá ríka. Bræðumir komast þó
fljótt að því að þeir eiga við vandamál
að etja, sem er lítið en þó stórt. Það
vill nefhilega svo til að í húsinu hefúr
sest að litil mús sem er ekkert vel við
að fá aðra í sambýli við sig. Bræð-
umir halda í fyrstu að það sé lítið
vandamál að losa sig við eina
mús. Þar hafa þeir verulega
rangt fyrir sér, músin er snjöll og
brátt ríkir stríðsástand í húsinu
sem gæti jafnvel endað með því
að ekkert stæði eftir af hinu
verðmæta húsi annað en rústir
einar.
í aðalhlutverkum em Nathan
Lane og Lee Evans, sem báðir era
þekktir gamanleikarar, Lane þó öllu
frægari. Hann var þó ekki nema miðl-
ungs þekktur leikari á Broadway þeg-
ar Mike Nichols valdi hann til að
leika á móti Robin Williams í The
Birdcage. Áður hafði hann leikið
nokkur minni háttar hlutverk í kvik-
myndmn og
var rödd
Timons í
The
Lion
Nathan Lane og Lee Evans leika bræðurna Ernie og Lars Smuntz sem erfa
gamalt og verðmætt hús.
Tvær gerðir af músum sjást i myndinni, lifandi mýs og töivustýrð mús.
King. Á Broadway hafði hann aftur á
móti unnið marga leiksigra og fékk
meðal annars öll helstu leikaraverð-
laun sin fyrir leik sinn í A Funny
Thing Happened on the Way to the
Forum og Guys and Dolls.
Lee Evans er breskur gamanleikari
og hafði leikið í tveimur kvikmynd-
um, Funny Bones og The Fifth Ele-
ment, áður en hann lék í Mouse Hunt.
í mörg ár hefúr hann verið einn vin-
sælasti „stand-up“ grínisti Breta og
gert nokkra gamanþætti í sjónvarpi
undir eigin nafni. Auk þeirra Lee
Evans og Nathans Lane kemur fram í
myndinni Christopher Walken i hlut-
verki atvinnumúsaveiöara. Músin er
að sjálfsögðu í stóra hlutverki og er
notast bæði við lifandi mýs og gervi-
mús, sem stjómað er af tölvu.
Leikstjóri Mouse Hunt, Gore Verb-
inski, er að heyja frumraun sína í
kvikmyndum. Bakgrunnur hans ligg-
ur í auglýsingamyndagerð þar sem
hann meðal annars leikstýrði Nike-
auglýsingum með Michael Jordan.
-HK
Bíóborgin - Out to Sea:
★★
Dansað við ölduna
KVIKMYm
Íl
(1!
i
Ekki er hægt að kalla þá Herb Sullivan (Jack
Lemmon) og Charlie Gordon (Walter Matthau) vini
en Herb, sem nú er ekkill, var giftur systur Charlie.
Charlie ræður þá í vinnu sem dans-
herra á skemmtiferðaskipi og Herb
veit ekki hvernig í pottinn er búið
fyrr en lagt hefúr verið úr höfn.
Charlie, sem er forfallinn fjárhættu-
spilari, hefur í hyggju að krækja í
ríka eiginkonu. Hann gerir hosur
sínar grænar fyrir Liz LaBreche
(Dyan Cannon), milljónamæringi frá
Texas, sem er á skipinu ásamt móð-
ur sinni, Mavis (Elaine Stritch).
Herb, sem enn syrgir eiginkonu
sína, kynnist aftur á móti hinni geð-
þekku Vivian (Gloria DeHaven) sem
starfaði á bókaforlagi og er á ferða-
lagi með dóttur sinni og tengdasyni.
Jack Lemmon og Walter Matthau hafa margsinnis
leikið saman og nægir að nefna The Odd Couple
(1968), myndir Billys Wilders, The Fortune Cookie
(1966), The Front Page (1974) og Buddy Buddy (1981)
og nú síðast Grumpy Old Men (1993) og áframhald
hennar frá 1996. Auk þessara mynda má nefna Kotch
(1971), einu myndina sem Lemmon hefur leikstýrt, en
þar fer Matthau með aðalhlutverkið. í Out to Sea er
allt lagt í samleik þeirra tveggja en þar sem handrit-
ið er ekki upp á marga fiska verður oft lítið úr grín-
inu. Eins og í svo mörgum myndum þeirra er Lemm-
on í hlutverki hins löghlýðna og reglu-
sama smáborgara en Matthau er ófyrir-
leitinn en sjarmerandi bragðarefur. Out
to Sea leggur ekkert nýtt af mörkum og
er nánast endurvinnsla margra eldri
mynda, sem er miður þar sem hér eru á
ferðinni tveir af fremstu gamanleikurum
sinnar kynslóðar. í öðram aukahlutverk-
um eru gamla dansstjaman Donald
O’Connor (Singin’ in the Rain, 52 og
There’s No Buisness Like Show Buisness,
54), Brent Spiner (sem leikur Data í Star
Trek: The Next Generation) og Rue McCl-
anahan (úr Golden Girls þáttaröðinni).
Spiner er sérlega skemmtilegur sem
dansstjórinn harðskeytti, Gil Godwyn.
Out to Sea er algjör meðalmynd og stendur langt að
baki bestu myndum Lemmond og Matthaud. Þó má
hafa sæmilegustu skemmtun af henni.
Leikstjóri: Martha Coolidge. Handrit: Robert Nelson
Jacobs. Kvikmyndataka: Lajos Koltal. Tónlist: David
Newman. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Walter Matt-
hau, Dyan Cannon, Gloria DeHaven og Brent Spiner.
Guðni Elísson