Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998
Mnlistv,
Soulfly leikur sér að eldinum og Max Cavalera fær gæsahúð.
beðinn um að syngja í auglýsingu
fyrir Sprite; „Það kemur mikið á
óvart ef þeir samþykkja það sem
ég ætla að gera því það verður eitt-
hvað mjög andstyggilegt."
Soulfly er samt auðvitað aðal-
verkefni Max og viðamikil tón-
leikaferð er framundan, m.a. verð-
ur spilað á Hróarskelduhátíðinni í
sumar. „Þessi plata var dýru verði
keypt,“ segir Max að lokum, „Hún
var gerð upp úr harmleik; að
missa góðan vin og verða viðskila
við hljómsveit sem ég hef spilað
með síðustu fimmtán árin. Ég held
að allir sem hlusta heyri hve þetta
er öflug og persónuleg plata.“
Soul-
fly
- sáluhjálp Max Cavalera
Max Cavalera er ekki þekktur
fyrir að gefast upp. Hann stofnaði
Sepultura ásamt bróður sínum
Igor sem þrátt fyrir lítinn áhuga
heima fyrir i Brasiliu, engin sam-
bönd og takmarkaða tungumála-
kunnáttu, varð að einu þekktasta
þungarokksbandi heimsins. Með
plötum sínum „Chaos A.D.“ og
„Roots“ sameinuðu þeir heimstón-
list og níðþungt rokk og urðu um
leið eitt ferskasta þungmálmaband
samtímans. Max sagði skilið við
Sepultura þegar hann átti ekki
lengur samleið með henni. Hann
hafði aðra skoðun á framtíðinni
en aðrir í hljómsveitinn. Viðskiln-
aðurinn lagðist þungt á hann og
ekki batnaði ástandið þegar góður
vinur hans lést. Það eina sem
hann gat gert var að smala saman
í nýja hljómsveit; Soulfly. „Án
Soulfly hefði allt orðið tiu sinnum
erfiðara. Ég hef alltaf tjáð mig í
tónlist og fengið þar þá útrás sem
ég þarf. Allir sem hafa séð mig á
tónleikum eða heyrt það sem ég
hef gert vita þetta. Að halda áfram
að gera tónlist hjálpaði mér í gegn-
um þetta ruglaða, erfiða tímabil."
Trommarinn Roy kemur úr
New York-sveitinni Thorn, bassa-
leikarinn Marcello hafði áður ver-
ið rótari hjá Sepultura og gítar-
leikarinn kom úr brasilísku sveit-
inni Chico Science. „Þessir gæjar
höfðu rétta „attitjútið" sem er að
gera tónlist og leika sér að eldin-
um um leið,“ segir Max. „Það var
frábært að byrja að æfa og fá aftur
gæsahúð yfir þvi að vera í hljóm-
sveit.“
Gengið lengra
Aðdáendur þess þunga hljóms
sem Max þróaði með Sepultura
verða ekki fyrir vonbrigðum með
plötuna „Soulfly" sem nýlega kom
út. Lög eins og „Eye for an Eye“
(eina lagið sem fjallar um aðskiln-
aðinn við Sepultura) eru belgfull
af hrottafullum krafti en önnur
leggja nýjar línur. Max hefur orð-
ið: „Eitt lagið heitir „Bumba“
(þýðir „hávaði“ á portúgölsku) og
er unnið með Mario C. sem hefur
unnið með Beastie Boys. Það er í
fyrsta skipti sem ég hleypi sömpl-
um í tónlist mína en það hefur mig
lengi langað að gera. Ég held að
platan sé jafnvel fjölbreyttari en
„Roots“ sem ætti að gefa hugmynd
um hve tilraunakennd hún er.
Hún gengur miklu lengra en ég hef
áður getað farið.“
Auk Mario C. koma ýmsir kapp-
ar fram á plötunni, þ.á m. meðlim-
ir úr Fear Factory, Deftones, Dub
War, Limp Bizkit og Eric Bobo úr
Cypress Hill. Auk þess að klára
plötuna hefur Max snúist í ýmsu
öðru; hann hefur haldið fyrirlestra
um feril sinn og stöðu þung-
arokksins, djammaði með Defto-
nes á nýjustu plötu þeirra og var
Ósk Óskar Óskars:
Innblástur úr
Ósk Óskars hefur gefið út geisla-
diskinn Óskin og kynnir hann annað
kvöld á Sóloni Islandusi. Hún vakti
nokkra athygli um síðustu jól þegar
hún gaf út disk með eigin tónsmíðum
við jóla- og grýlukvæði, Með ósk um
gleðileg jól. Auk tónlistarinnar vakti
Ósk athygli fyrir að vera tveggja
bama móðir sem gerði flest sjálf;
samdi og tók tónlistina upp heima hjá
sér í Breiðholtinu. Nýja diskinn segir
hún vera tileinkaðan vorinu og sumr-
inu. Lögin semur Ósk við ljóð sem
hafa hriflð hana. „Fyrsta lagið varð til
árið 1993 þegar ég fékk Ijóðabókina
Aftanskin eftir Bjarna Marinó á
tombólu. Þrjú ljóð sá ég í Lesbók
Moggans og fimm eru eftir Vestur-ís-
lendinginn Jakobínu Johnsen frá því
um síðustu aldamót.“
Hvaö heillaöi þig viö Ijóð
hennar?
„Hún samdi einfóld ljóð og það er
þægilegt að skilja hana. Það er mikill
tregi í þeim og söknuður. Hún bjó úti
frá fimm ára aldri, var alltaf á leið-
inni heim en kom aldrei.“ Diskurinn
hefur verið lengi í smíðum. „Lögin
hafa legið lengi í salti og gerjast," seg-
ir Ósk, „og það síðasta var fullklárað
fyrir tveim mánuðum. Jólaplatan var
komin á slétt í febrúar og þá var eftir
engu að bíða og skella sér i þessa.
Maður saltaði bara nokkra reikninga
og fékk yfirdráttarheimild.“
Leitaðir þú
ekkert til út-
gefanda?
„Ég gerði það við
jólaplötuna en fékk
nei. Ég hef svo lítið
sjálfstraust að ég
meikaði ekki að fá
fleiri nei. Ég spar-
aði mér ómakið og
gef plötuna bara út
sjálf. Ég get þá alla-
vega gefið hana ef
hún selst ekki.“
Spurð um áhrifa-
valda segist Ósk
helst undir áhrif-
um frá gömlum is-
lenskum söngkon-
um, „það sem mað-
ur hefur heyrt á
Gufunni. Það má
segja að helst komi „Fyrsta lagið varð
innblásturinn úr ina Aftanskin eftir
Óskalögum sjúk-
linga frá árum áður.“ Ósk segir að
ekki standi til hringferð um landið
til kynningar en hún býður fram
krafta sína ef einhvérjar uppákomur
eru í gangi. Ósk vill taka fram að
tónleikarnir á Sólon annað kvöld
(laugardagskvöldið 16.) séu á milli 21
og 23 og það sé ókeypis inn. Birgitta
Jónsdóttir les ljóð og Rósa Björg
Helgadóttir sýnir hrynlist áður en
Ósk stígur frarn. Víóluleikarinn
til árið 1993 þegar ég fékk Ijóðabók-
Bjarna Marinó á tombólu."
Eyjólfur Alfreðsson spilar með Ósk í
nokkrum lögum á tónleikunum og
dóttir hennar, Anna Lucy Muscat,
sem syngur með í þrem iögum á plöt-
unni, kemur einnig fram. Margir
fleiri ljá annars Ósk lið á Óskinni, þ.
á m. trommarinn Ásgeir Óskarsson
og fiðlarinn David Cassidy. Hljóma-
lind dreifir plötunni og Ósk selur
hana sjálf á Netinu í gegnum net-
fangið www.isholf.is/osko.
Síödegistón-
leikar
í dag kl. 17.05 leikur
hljómsveitin 3 Hressir
fyrir gesti og gangandi á
Kakóbarnum Geysi. Það
er Hitt húsið sem stendur
fyrir hinum vikulegu síð-
degistónleikum.
Wunderbar
í kvöld og annað kvöld
verða Pétur Örn og Villi
Goði með almenn leið-
indi, gítarspil og smá
glaum og gleði á Wunder-
bar, Lækjargötu.
Café Menning
Á Eyrinni
Veitingahúsið Á Eyrinni,
ísafirði, stendur fyrir taí-
lensku menningar- og
matarkvöldi á laugar-
dagskvöldið. Stuðboltarn-
ir í Spútnik annast tón-
listina á staðnum bæði
fostudags- og laugardags-
kvöld.
Það er alltaf eitthvað að
gerast á Café Menningu á
Dalvík. Annað kvöld ætl-
ar 1959-árgangurinn að
skemmta sér þar við und-
irleik Tvöfaldra áhrifa.
Gammeldansk
Dúettinn Gammeldansk
heldur uppi stemningu í
Naustkjallaranum föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Reggae on ice
Reggae on ice spilar í
Sjallanum annað kvöld
en verður á Gauknum
sunnudags- og mánudags-
kvöld. Nýtt lag með
hljómsveitinni heyrist
innan skamms á útvarps-
stöðvum.
Broadway
í kvöld verður sýningin
Rokkstjörnur íslands á
Broadway, en annað
kvöld býður staðurinn
upp á ABBA-sýningu.
Stuðbandalagið leikur
fyrir dansi að loknum
báðum sýningunum.