Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 12
26 myndbönd MYNDBANDA L.A. Confidental: Snúin söguflétta Sögusviðið er glæsiborgin Los Angeles á sjötta áratugnum. Undir yf- irborðinu er borgin ekki eins glæsileg eins og lögreglumenn borgarinn- ar geta borið vitni um. Við fáum að fylgjast með þremur afar ólíkum lög- reglumönnum en leiðir þeirra liggja saman vegna rannsóknar á morð- máli. Við fyrstu sýn virðist um einfalt ránmorð að ræða en smám sam- an vakna grunsemdir þeirra og eftir því sem þeir kafa dýpra í málið flettist ofan af einhverri stærstu svikamyllu sem borgin hefur alið af sér. Það má venjast hasarmyndunum í Hoflywood en maður verður afar þakklátur að fá af og tfl svona myndir þar sem spennan er byggð upp smám saman og maður bíður í eftirvæntingu eftir því hvað gerist næst. Myndin er byggð á ákveðnum kunnuglegum hefðum án þess að fylgja formúlunni of fast eftir. Fléttan gengur nánast algjörlega upp þótt held- ur sé farið offari í að hnýta lausu endana í lokin. Ásamt góðri sögu býð- ur myndin upp á mjög vel skrifuð hlutverk og frábæra persónusköpun. Áströlsku leikaramir Russel Crowe og Guy Pearce, ásamt Kevin Spacey, sýna leik sem sæmir stórstjörnum i aðalhlutverkunum, og það era eng- ir aukvisar heldur í aukahlutverkunum. Danny De Vito, David Strat- haim og Ron Rifkin eru þama. Einnig Kim Basinger sem fékk óskar fyr- ir en sá sem hefði átt að fá hann er James Cromwell. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Curtis Hanson. Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Russel Crowe og Guy Pearce. Bandarísk, 1997. Lengd: 136 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Black Jack: Birtufælinn verndari ★★ R'Im.I'hI I Dolph Lundgren leikur fyrrverandi alríkislög- reglumann, Jack Drevlin að nafni, sem starfar nú sem lífvörður. Eftir að hafa skaðast í starfi fær hann einkennilega fóbíu og verður illt þegar hann sér hvít- an lit. Hann fer til sáifræðings til að fá meina sinna bót en áður en meðferðin nær að virka neyðist hann til að hjálpa gömlum félaga sínum til að gæta ungr- ar fyrirsætu en setið er um lif hennar. Leikstjóri myndarinnar er hasarkonungurinn sjálfur, John Woo, sem síðast gerði Face/Off með John Travolta og Nicolas Cage. Það er mér með öllu óskiljanlegt hvemig hann lætur í kjölfar slíkrar myndar, vin- sællar toppframleiðslu með toppleikurum, hafa sig út i meðalmennsku- graut eins og Black Jack og með Dolph Lundgren í aðalhlutverki. Sem betur fer má sjá vinnubrögð Johns Woo í vel útfærðum skotbardögum og hann nær að dubba Svíann upp þannig að hann virkar sæmilega sval- ur meðan hann þarf ekki að fara meö langar setningar. Þannig nær John Woo að hífa lélega mynd með vonlausum leikumm og kjánalegu handriti upp í meðalmennskuna. En hann hlýtur að geta fengið eitthvað betra úr að moða næst. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: John Woo. Aðalhlutverk: Dolph Lundgren. Bandarísk, 1998. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Spice World the Movie: Kryddstelpur ★★ Það er svona varla að Spiceworld hafi söguþráð til að rekja, en geram þó tilraun. Fimm sætar stelpur era rosalega frægar söngkonur sem kafla sig Spice Girls. Þær flakka um og leika sér, rífast við umboðsmanninn sinn, hitta annað frægt fólk, styðja vinkonu sína á fæð- ingardefldinni og halda tónleika. Inn á milli reynir pressan að klekkja á þeim með því að snúa út úr öllu sem þær gera og segja (sem er afrek út af fyrir sig því þær eru yfirleitt lítið að tjá sig í neinni al- vöra, helst að þær nenni að hrópa einhver meiningarlaus slagorð). Krydd- stelpumar reyna ekki að leika, heldur bara leika sér, sem virkar ágætlega. Kjölfestan er Richard E. Grant sem nær góðum tökum á umbanum. Senni- lega er ég bæði af röngu kyni og a.m.k. einum og hálfum áratug of gamall til að geta haft gaman af tónlistinni en Spiceworld er sjálfsagt himnasend- ing fyrir aðdáendur kryddstelpnanna. Fyrir aðra er lítið hér að hafa, nema þá að kíkja á fjölmiðlaundrið og markaðssetningarkraftaverkið Spice Girls fyrir forvitni sakir. Létt er yfir myndinni þannig að manni þarf svo sem ekki að leiðast og það má hlæja að sumum bröndurumun. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Bob Spiers. Aöalhlutverk: Victoria, Emma, Mel C, Geri og Mel C. Bresk, 1997. Lengd: 90 mín. Öllum leyfö. -PJ The Blues Brothers: Sendiboðar guðs ★★★★ Blúsbræðurnir Jake og Elwood Blues ákveða að taka til sinna ráða þegar nunnumar sem ólu þá upp standa frammi fýrir þvi að vera kastað út á guð og gaddinn vegna skattaskuldar. Til að afla 5000 dollara í hvelli hóa þeir saman gamla blúsbandinu sínu (sem reynist þrautin þyngri) og hefja tónleikafor en ýmis ljón era á veginum. Meðal þeirra sem vilja læsa klónum í blúsbræðuma eru lögregluyfirvöld, nasistaflokkurinn i Illinois og sveitasöngvarar sem telja sig eiga harma að hefna. Þessi mynd er alveg jafn góð í dag og hún var fyrir 18 áram. Tónlistin er eins og best verður á kosið og margir fræg- ir tónlistarmenn koma fram, svo sem Ray Charles, Cab Calloway, John Lee Hooker, James Brown og Aretha Franklin. Þá er hljómsveit þeirra blúsbræðra mögnuð og tónleikaatriðið er frábært, þótt stutt sé. John Belushi er hér i besta hlutverki síns stutta ferils en það verður forvitni- legt að sjá hvernig John Goodman tekst að fylla skó hans i væntanlegri framhaldsmynd. Dan Aykroyd hefur aldrei verið betri, hvorki fyrr né síð- ar. Fyrri myndin hafði ffábærimi leikurmn í skemmtilegum hlutverkum á að skipa og tókst að skapa kórrétta stemmningu þar sem blús og gríni var blandað saman og kristallaðist í hinum ofursvölu blúsbræðrum. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: John Landis. Aðalhlutverk: John Belus- hi og Dank Aykroyd. Bandarísk, 1980. Lengd: 133 mín. Öllum leyfð. -PJ F(Íi!tÍmilMXMHtIB71M}MR3 1998 5. -11. maí SÆTI i J FYRRI VIKUR VIKA Á LISTA: 1 J TITILL >■ ÚTGEF. 1 j j j j TEG. 1 í 1 j 5 : Face/Off | Sam-myndbönd Spenna 2 2 ■! % : i 4 ! J Peacemaker, The J J j CIC- Myndbönd j .... J Spenna 3 í 5 ! 2 1 L j Event Horizon J ClC-myndbönd j Spenna j 3 i: J ) 5 ) j My Best Friends Wedding j J J Skífan J J ) Gaman 5 ! 4 ! 4 ! G.l. Jane j Myndform j Spenna mmm 6 - I J 8 ! i 2 ! i Life Less Ordinary j j Skífan j J J Gaman i J 7 i J 6 j 6 i Nothing To Lose J Sam-Myndbönd J Gaman 8 j J 7 i j 3 i J Excess Baggage i 1 J J Skífan j j i Gaman 9 Mý j i ! Mortal Combat: Annihilation j Myndfonn j Spenna 10 J 10 ] J J 5 j j Shooting Fish j j j Stjömubíó j j j Gaman 11 i Ný ! i ! Blackjack j Bergvík j Spenna 12 J 9 i j j 9 i j Full Monty, The j j Skifan J ) J Gaman 13 13 ! 6 ! Money Talks J 1 j Myndfoim j Gaman » J n ! J 3 ! J Fire Down Below j j Wamer Myndir j Spenna 15 w 1 J Chasing Amy J Skrfan J Gaman u J 12 ! • 1 8 ! 1 AirForceOne i i j Sam-Myndbönd j j Spenna i 14 i 3 1 i Sling Blade Sk«an j Spenna 18 J 19 ! ' :■• J j 8 j j Beverly Hills Ninja J J J Skffan j J Gaman 19 : 15 ! 7 ! Volcano Skrfan j Spenna 2. J 17 i J 11 ' j Conspiracy Theory |j J ; Wame Myndir j Spenna Face/Off ætlar að reynast lífseig á myndbandalist- anum og er hún búin að sitja sem fastast í efsta sæti undanfarnar vikur og spennumyndir á borð við The Pacemaker og Event Horizon hrófla ekki við henni. Á myndinni er Nicholas Cage í hlutverki hryðju- verkamannsins en mótleikari hans í Face/Off er John Travolta. Það þarf að fara í níunda sæti listans til að finna nýja mynd á listanum. Er það Mortal Combat: Annihilation. Er þetta önnur myndin sem gerð er eftir vinsælum tölvuleik. í ellefta sæti er einnig ný mynd, Black Jack, sem er sjónvarps- mynd, leikstýrö af John Woo sem er einmitt leik- stjóri Face/Off. í henni leikur Dolph Lundgren aðal- hlutverkið. FACE/OFF $ ð Face/Off John Travolta og Nicolas Cage Sean Archer (Tra- volta) stjómar úrvals- sveit manna sem berst við hættulegustu glæpa- menn í heimi. Einn jreirra er Castor Troy (Cage). 1 mörg ár hefúr Sean reynt að handsama Castor en án árangurs. Nú er komið að þvi að handsama Castor og mannskæðum bardaga lýkur með því að Castor slasast lifshættulega. í ljós kemur að Castor hafði áður komið fyrir öflugri sprengju sem var ætlað að valda miklum mannskaða. Eina leiðin til að fá upplýsingar um hvar sprengjan er niður- komin er að fá bróður Castors til að upplýsa um það. Og til að fá hann til að tala er brugð- ið á það ráð að græða andlit Castors á Sean. PIACIMKIR • , httei «***»« The Peac- emaker George Clooney og Nicole Kidman Þegar rússnesk lest, sem flytur kjamaodda, ferst við afar grunsam- legar aðstæður er kjameðlisffæðingurinn dr. Julia KeUy (Kidman) fyrst aflra að átta sig á því að „slysið" var sett á svið til að hylma yfir djöfullegar ráðagerðir hryðjuverkamanna. Sér- sveitarmaðurinn Thom- as Devonc (Clooney) er settur i málið en harð- neskjulegar aðferðir hans í baráttunni við glæpamenn og hryðju- verkasamtök samrým- ast engan veginn aðferð- um og skoðunum Juliu sem viil frekai1 semja en skjóta. Þau tverða þó að leggja ágreining sinn til hliðar því fram undan 'er gifurlegt kapphlaup við tímann og niðurtaln- ingu sprengjunnar. EVEflT HQPIZQn Event Horizon Sam Neill og Laurence Fishburne. Árið er 2047. Nokkrum árum áður hafði eitt fuflkomnasta geimskip sögunnar, könnunarskipið Event Horizon, horfið spor- laust úti í geimnum. Skyndilega höfðu öll samskipti rofnað en rétt áður tókst að hljóðrita afar ein- kennileg skilaboð sem virtust koma frá skip- inu. Nú hefur geim- feröastofunun Banda- ríkjanna á ný numið hljóðmerki sem geta ekki verið frá öðru geimskipi en Event Horizon. Ákveðið er að senda björgunarleið- angur til þess staðar sem hljóðmerkin eiga upptök sfn. Það sem hópurinn finnur verð- ur ekki með orðum lýst. My Best Fri- ends Wedding Julia Roberts og Dermont Mulroney. Fyrir níu árum gerðu þau Julianne og Michael með sér samning. Þau ákváðu að hætta að vera elskendur en vera þess í stað „bara vinir". En samningur Julianne og Michaels innihélt svolít- ið meira. Þau hétu því nefnilega að ef þau yrðu ekki gengin út þegar þau næðu 28 ára aldri myndu þau giftast hvort öðru. Og nú eru þau al- veg að verða 28 ára. En nú er skyndilega komin upp ný staða. Michael hefur nefnilega ákveðið að bera upp bónorð. Vandamáliö er bara það að hann bað annarrar konu (Cameron Diaz). Þegar hún sér fram á að missa Michael til ann- arrar konu áttar hún sig á því að hann er í raun maðurinn sem hún hef- ur afltaf ætlað að eiga. G.l. Jane Demi Moore og Viggo Mortensen. Þegar þess er kraf- ist að sjóherinn opni fyrir þann möguleika að konur geti sótt um inngöngu í sérsveit hans er ákveðið að bjóða Jordan O’Neil að spreyta sig á verkefn- inu. Það felst í því að komast í gegnum afar erfiða þjálfun sem reynir ekki síður á andlegu hliðina en þá líkamlegu. En Jordan tekur áskoruninni og þrátt fyrir að enginn sem þekkir til í hem- um telji að hún eigi nokkum möguleika á því að komast í hóp hinna útvöldu er hún ákveðin í að gera sitt besta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.