Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Page 41
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1998 Bókað í geimferðir Þaö er nokkuð síðan tvær í bandarískar geimferðaskrifstof- ur hófu að bóka í geimferðir sem fyrirhugaðar eru í byrjun I næstu aldar. Því hefur reyndar verið spáð að slíkar ferðir séu raunhæfar öðru hvoru megin við árið 2020. Ævintýragjamir ferðamenn láta hins vegar ekk- ert aftra sér frá því að horga inn á slíkar ferðir, jafnvel þótt farkosturinn sé enn á teikni- borðinu. Algeng innborgun er í kringum 350 þúsund en heild- arfargjaldið mun vera um 7 milljónir króna. Þeir sem vilja kynna sér geimferðir betur ættu að líta á vefmn spacea- dventures.com á Netinu. Japönsk kvennakló- sett í flugválum Japanska flugfélagið Japan Airlines hefur tilkynnt að fram- :■ vegis hafi kvenkyns farþegar fé- lagsins aðgang að eigin salemi. Japanskar frúr þurfa því fram- vegis ekki að pirra sig á ýmsum ósiðum karlpeningsins á snyrti- herbergjum. Kjólar drottningar í Kensington-höll var nýlega opnuð sýning á konunglegum klæðnaði þar sem kjólar Elísa- betar II verða miðpunktur sýn- ! ingarinnar. Meðal klæða drottn- ingar munu kjólamir þrír sem hún klæddist við brúðkaup ■ barna sinna verða hafðir saman til sýnis en hjónaböndin hafa öll endað með skilnaði. Það sem er þó kannski merkilegast við þessa sýningu er að aldrei áður hefur mátt sjá jafnmikið af klæðnaði drottningar og spanna sýningargripirnir alla fimmtíu ára valdatið hennar. Nokkrar gagnýnisraddir hafa heyrst um að nær hefði verið að sýna fallegan fatnað Díönu heit- ; innar en sýningarhaldarar skýra málið þannig að sýningin hafi verið i þrjú ár í undirbún- ingi en ekki sé ólíklegt að svip- uð sýning verði haldin til minn- ingar um Díönu einhvern tíma í framtíðinni. , • Lissabon: Heimssýningin að hefjast Heimssýningin í Lissabon í Portúgal verður sett með pompi og prakt næstkomandi fostudag 22. maí. Inntak sýningarinnar að þessu sinni er „Úthöfln - arfur til framtíðar" og taka alls 154 þjóðir þátt og þar á meðal íslendingar. Aldrei fyrr hafa jafnmargar þjóðir verið þátttakendur og ríkir mikil eftirvænting meðal sýningarhald- ara sem búast við 15 milljónum gesta á sýninguna en hún stendur í fjóra mánuði eða til 30. september næstkomandi. Sýningarsvæðið er sextíu hektar- ar að stærð og ekkert hefur verið sparað til þess að gera það sem glæsilegast úr garði. Gestir geta gengið á milli ólíkra menningar- heima og bragðað á mat frá öllum heimshornum. Hafsvæðum heims- ins verða gerð góð skil á sýningum hvort sem um er að ræða leyndar- dóma þeirra eða vandamál. Stolt sýningarinncir er hins vegar Útópíu- höllin en þar verða haldnar marg- miðlunarsýningar daglangt. Á sýningunni mun hver þjóð eiga sinn dag og verður dagur íslendinga þann 29. júní. Samgöngur í Portúgal hafa verið stórbættar vegna sýning- arinnar og þeir sem dvelja á sólar- ströndum landsins ættu að eiga greiðan aðgang að þeim stórvið- burði sem heimssýning ávallt er. 49 BOMRG HOPPARAR Gæöi á góðu verði. Einnig jarðvegs- þjöppur, margar gerðir. v Skútuvogi 12A, s. 568 1044 Aiikin þjónusta Opið: Mán.-fös. 8-21 Lau. 8-19 Sun. 10-19 Húsasmiðjan Fossaleyni 2 Grafarvogi S: 586 2000 HÚSASMIÐJAN Vanda Sigurgeirsdóttir landsliösþjálfari „Englandsmeistarar Arsenal eru fullir sjálfstrausts og vinna 2-1. Alan Shearer skorar eitt mark fyrir Newcastle en það verBur ekki nóg.“ )egar ski (ióður islcnskm Viilkosíur )Iíi þiii I iim i)ijslkcrí‘i. Ný ferðakort Mál og menning hefur hafið útgáfu á nýjum kortaflokki af íslandi sem inniheldur ferðakort af landinu í heild auk fjögurra landshlutakorta. Ferðakortið af íslandi, sem er á mælikvarðanum 1:600.000, er prent- að í náttúrlegum litum og er sérstök áhersla lögð á gróðurlendur lands- ins og myndræna skyggingu hálend- isins. Fjórðungskortin, í mæli- kvarða 1:300.000, er nýjung á is- lenskum kortamark- aði en landinu er skipt í fjóra jafna hluta e f t i r 1 a n d s - fjórðung- um. Fyrsti fjórðungurinn í þessum nýja kortaflokki er Suðvesturland en hann nær yfir svæð- ið frá Snæfellsnesi í vestri að Mýr- dalssandi í austri. Á bakhlið kortanna er að finna lýsingar og litmyndir af helstu nátt- úruperlum landsins þar sem bent er á ýmis einkenni viðkomandi staða. Kortin eru unnin af Hans H. Hansen kortagerðarmanni en til útgáfunnar var pantaður sérstakur pappír sem þykir sterkari og endingarbetri en áður hefur þekkst í íslenskri korta- gerð. flRSEHflL - HEllJCflSTLE Laugardaginn 16. maí kl. 13:00. Leikurínn er sýndur á Stöð 2 og SÝN Z Áskrittarsíminn or S1S 6100 k « Stuðlaberg á Hofsósi hefur um árabil framleitt hljóðkúta og púströr undir flestar tegundir bíla. Pústkerfi fyrir Subaru 1800. 20% lækkun dagana 18. - 23. maí meðan birgðir endast Sími 535 9000 Borjjartún 26,k.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.