Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 10
44 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 ^pnlist ísland ^ — plötur og diskar— I - . ■ | 1(1) Mezzanine Massive Attack t 2 ( - ) Version 2.0 Garbage | 3(3) íslenskir karlmenn Stuðmenn & Karlakórinn Fóstbr. 't 4 (- ) Best of Nick Cave & The Bad Seeds t 5 ( - ) Sketches from My Sweetheart T.. Jeff Buckley # 6(2) From the Choirgirl Hotel Tori Amos t 7(14) Bíg Willie Style Will Smith t 8(9) Madonna Ray of Light t 9(6) Left of tho Middle Natalie Imbruglia t 10 ( 5 ) This Is Hardcore Pulp | 11 (11) AllSaints All Saints t 12 (10) Titanic Ur kvikmynd t 13 ( 4 ) PottþóttH Ymsir flytjendur t 14 ( - ) ln My Life George Martin t 15(7) Moon Safari Air t 16(13) Let's Talk about Love Celine Dion t 17 (Al) 17. (Ai)My Way (Best of) Frank Sinatra t 18 ( - ) 5 Lenny Kravitz t 19(12) Glinggló Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss. t 20 (Al) Aquarium Aqua London -lög- t 1. ( 2 ) Under the Bridge/Lady Marmalade All Saints I 2. ( 5 ) Feel It The Temperer Featuring Maya P.. t 3. (1 ) Turn Back Time Aqua | 4. ( 3 ) Gono till November Wuclef Jean t 5. (- ) Stranded Lutricia McNeal I 6. ( 4 ) Life Ain't Easy Cleopatra t 7. ( 9 ) Last Thing on My Mind Steps t 8. (10) Dance the Night Away The Mavericks t 9. ( - ) Hot Stuff Arsenal FC | 10. ( 6 ) Dreams The Corrs New York -lög- t 1. (2) MyAII Mariah Carey t 2. ( 1 ) Too Close Next t 3. ( - ) I Get Lonoly Janet (Feat. Blackstreet) | 4. ( 3 ) You're Still the One Shania Twain | 5. ( 4 ) Everybody (Backstreet's Back) Backstreet Boys | 6. ( 6 ) It's All about Me Mya & Sisqo | 7. ( 7 ) Truely Madly Deeply Savago Gardon | 8. ( 8 ) The Arms of the One Who L.. Xscape t 9. ( 9 ) All My Life K-Ci & Jojo t 10. ( 5 ) Body Bumpin' Yippie-Yi-Yo Public Announcement Bretland -plöturog diskar— | 1. ( -) Version2.0 Garbage | 2. ( 1 ) International Velvet Catatonia t 3. ( 5 ) All Saints All Saints t 4. ( 4 ) Ray of Light Madonna y 5. ( 3) Life Thru a Lens Robbíe Williams | 6. ( 2) Mezzanino Massivo Attack t 7. ( -) Sketches for My Sweetheart T... Jeff Buckley t 8. (13) Talk On Corners Tho Corrs t 9. ( 7 ) Urban Hymns The Verve t 10. ( 8 ) The Best of j Jamos Bandaríkin — plötur og diskar — t 1. (- ) The Limited Series Garth Brooks t 2. (1 ) Beforo These Crowded Streots Dave Matthews Band 1 3. ( 2 ) City of Angols Ur kvikmynd t 4. (- ) Sittin' on Top of the World LeAnn Rimes t 5. ( - ) From The Choirgirl Hotel Tori Amos t 6. ( 3 ) Titanic Ur kvikmynd t 7. (- ) Songs from Ally McBeal Vonda Shepard t 8. (-) There's One in Every Family Fiend i 9. ( 6 ) Lot's Talk About Love Celine Dion ylO. ( 7 ) Backstreet Boys Backstreet Boys Skítamórall með „Nákvæmlega“: Rifnara sánd en stutt I gleðina „Það er mikil rómantík í því að keyra um iandið að næturlagi og lög og textar verða yfirleitt til á slíkum stundum. Fyrsti anginn að hljómsveitinni Skítamóral óx úr grasi á Selfossi 1989. Sveitin dafnaði smám saman og náði í úrslit Músíktilrauna ’92 en laut þar í gras fyrir Kolrössu krókríðandi. Eftir pásu vegna dvalar tveggja meðlima erlendis fór bandið aftur í gang í nóv- ember ’94 og hefur jafnt og þétt verið að spila sig upp í að vera eitt aðal- sveitaballaband klakans. Plötuna „Súper” gerðu þeir félagar 1996, „Tjútt“ ári síðar og í sumar á að taka sveitaböllin með trompi eina ferðina enn með plötunni „Nákvæmlega” sem kom út á miðvikudaginn. Gítarleikar- arnir Addi Fannar og Gunni Óla eru mættir í viðtal. Gunni er einnig aðal- söngvari sveitarinnar. Aðrir meðlim- ir eru Hebbi bassaleikari, Jóhann trommari og Einar Ágúst slagverks- leikari. Meðlimirnir eru allir rúmlega tvítugir. í viðtalið er líka mættur um- boðsmaðurinn, Guðmundur Gíslason. „Þetta verður hörð samkeppni," segja þeir þegar ég spyr þá út í vertíð- ina sem er framundan á sveitaböll- unum. „Það virðist ætla að verða upp- sveifla í þessu í sumar,“ segn- um- binn, sem er vanur í bransanum, hef- ur verið með SSSól í íleiri ár. „Já, þetta byrjaði mjög vel hjá okkur,“ seg- ir Gunni, „við vorum í Njálsbúð um páskana og það voru um þúsund manns á svæðinu." Það hefur væntan- lega hjálpað að þið eruð frá Selfossi? spyr ég. „Nei, ekkert frekar. Á þetta ball kom fólk víös vegar að, t.d. með flugvél frá Vestmannaeyjum, sex rút- ur úr Reykjavík og bara rútur alls staðar að.“ „Það virðast vera kyn- slóðaskipti í bransanum,” segir um- bmn, „gömul bönd eru að detta út og bönd eins og Skítamórall að taka við“. Og þið lifið alveg á þessu? „Jamm,“ segja strákarnir. „Síðan um jól höfum við verið að taka plötuna upp og ekki haft tíma til neins annars. Einn okkar var í skóla og annar í part-tæm djobbi." Ljúft líf?, spyr ég. „Það gæti verið verra,“ segir Addi. „Alla vega miklu betra en að vinna í mjólkurbú- inu á Selfossi." Gunni; „Hann var rek- inn þaðan, sjáöu til. Þetta er náttúr- lega meira og minna næturvinna. Maður vaknar sjaldan fyrir hádegi. Svo dekrar maður við sig, fer i lík- amsræktina og svona. Og svo þurfum við náttúrlega að æfa.“ Grúppar og grúppíur Hvernig er prógrammiö hjá ykkur? „Þetta er 50/50 okkar lög og kóver- lög. Við reynum að grafa upp dót sem er ekki í gangi hjá öðrum og breytum því að okkar skapi. Svo detta vinsæl- ustu lögin hverju sinni inn líka. Við höfum spilað á barnaböllum upp í gamlingjaböll svo við þurfum að kunna margt, frá Kokknum við ka- byssuna upp í Metallica." Hvert er besta „giggið” ykkar? „Það hlýtur að vera persónubundið. Það var auðvitað rosagaman á Þjóðhá- tíð í fyrrasumar og í Njálsbúð núna um páskana. Töðugjöldin á Hellu í vetur, sem haldin voru í tjaidi, komu mest á óvart. Það hafði verið brjálað veður allan daginn og við vorum viss- ir um að allt væri down og að enginn myndi mæta. En svo lægði, eins og oft gerist á Suðurlandi, og það mættu um 700 manns og allt brjálað." En versta ballið? „Við höfum nú klárað öll böll sem við höfum tekið að okkur, aldrei slút- tað. Það var kannski ekki verst, en erfiðasta ballið var árshátíð hjá ónefndu fyrirtæki. Þar var fólk frá átján upp í nírætt og stóð fyrir fram- an sviðið og heimtaði valsa og popp til skiptis. Það var engan veginn hægt að höfða til alls hópsins." Hvort höfðiði meira til stelpna en stráka? „Það er nokkuð jafnt," samþykkja Gunni og Addi og verða fánalegir til augnanna eitt augnablik. „Það eru bæði grúppar og grúppíur í kringum bandið og eiginlega bara nokkuð stór hópur sem kemur á öll böll með okk- ur. Maður er farinn að kinka kolli til ákveðins fólks í hópnum og jafnvel úti á götu - Nei, blessuð, þú bara mætt- stemningin.” Músík fyrir markaðinn Upptökur á „Nákvæmlega" hófust i desember og stóðu með pásum fram í april, um 350 tímar í nýju hljóðveri, Stúdíó september. Diskurinn gengur jafnt í gamla geislaspilarann og tölv- una - „Við erum með brautryðjanda- starf í multimedia-tækninni," segja Skítamóralsmenn - og inniheldur 10 lög, myndir, gamla og nýja texta, sögu sveitarinnar í smáatriðum og mynd- bönd. Þeir segjast hafa gefið síðastu plötu út sjálfir og miðað við engar auglýsingar eru þeir ánægðir með 2000 eintök seld af henni. „Það er ekki hægt að bera saman sumarsölu og jólasölu. Af sumarplötu teljast 1500- 2000 seld eintök mjög gott. Við vonum auðvitað að nýja platan seljist vel, enda er þetta okkar vandaðasta plata og fyrsta platan með frumsömdu efni eingöngu." Einhveijar nýjar áhersl- ur? „Ja, kannski aðeins rifnara sánd, en ekki langt í gleðina, léttleikann - sami andinn er í gangi, þannig séð.“ Ég sá á heimasíðunni ykkar að þið filið allir Red Hot Chili Peppers i botn og teljið „Blood Sugar Sex Magic” bestu plötu allra tíma. Það læðist því að manni sá grunur að þið séuð ekki alveg að gera þá músík sem þið filið best sjálfir. „Ha? Jaaa.“ Hér koma vöflur á mannskapinn, „Við erum að reyna að semja músik fyrir okkur sjálfa en samt þannig að hún henti markaðnum. Ef þú ætlar að lifa að þessu verðurðu að stíla aðeins inn á markaðinn, kannski meira en þú filar sjálfur.” Markaðurinn, hver er hann? „Hann er stór,“ segja þeir, fullir sjálfs- trausts. „Ég held að miðaldra hús- mæður fili okkur mjög vel og allt nið- ur í...“ Guðmundur umboðsmaður ræskir sig; „Skítamórall er meira FM- band en X-band“ og þá þarf ekki að segja meira. Naktir í læk uppi á heiði, Addi; „Textarnir eru aðallega um þrennt: ástina, nóttina.” „Já og kynlíf, er það ekki?“ spyr umbinn. „Ja kynlíf og kynlíf, er það ekki ást?“ spyr Addi á móti og nú hefjast heimspekilegar vangaveltur um hríð. Svo segir Gunni: „Einhvers staðar var skrifað að við spiluðum dansvænt popp með rómantísku ívafi og það segir held ég allt.“ Eruð þið þá rómantískir? spyr ég. „Það er mikil rómantík í því að keyra um landið aö næturlagi og lög og textar verða yfirleitt til á slíkum stundum. Þá má segja að allt samein- ist, úti er nótt, menn eru ástfangnir hver af öðrum eftir velheppnað ball og langar í bæinn í rómantík eða kynlíf. Við erum þetta átta strákar í rútu, að vísu oft með gesti, og stundum þegar stemningin er til staðar hleypur hóp- urinn út og baðar sig kviknakinn í læk uppi á heiði." Að lokum; hvað verður Skítamórall að gera árið 2020? „Vonandi verðum við ekki orðnir mjög skemmdir af þessu," segja gítar- leikararnir og glotta. „Við verðum væntanlega rólegir fjölskyldumenn. En vonandi hittumst við einu sinni í mánuði í læknum á Hellisheiði!” -glh Jad Fair á íslandi: Elskaður og dáður en kann ekki eitt einasta gítargrip! Jad Fair er fáum kunnur ó islandi. Hann á samt lelö um landið i næstu viku og heldur sólótónleika á veit- ingahúsinu Vegamótum þriðjudaginn 26. Hann hefur gefið út óteljandi sóló- plötur og óteljandi plötur meö hljóm- sveitinni Half Japanese, sem hann og bróöir hans, David, stoftiuðu inni i svefhherbergl á tóningsaldri. Það sem skilur Jad einna helst að frá öðrum tónlistarmönnum er að hann hefur ekki hugmynd um hvernig á að spila á eitt einasta hljóöfæri, Samt hefur hann „pilaö" á gítar og sungið viös vegar um heiminn, kemur t.d. hingað af tónleikaferðalagi sem hann hefur verið á í allan vetur um Evrópu. Hann hreikir sér af að kunna ekki eitt ein- asta gitargrip. Jad Fair hefur lifað á list sinni siðustu tuttugu árin og seg- ir trixið vera að gera minnst 5-6 plöt- ur á ári en plötur hans seljast yfirleitt i 5 til 10 þúsund eintökum. Einnig hef- ur hann haldiö nokkrar málverkasýn- ingar og hannar iðulega sjálfur um- slögin sín. Hann semur ekki tónlist íVrlr áhorfendur og varla heldur fyrir sjálfan sig heldur ryður hann bókstaf- lega lögunum út úr sér; meðalafköst eru svona 6-7 á hverjum morgni. öll lögin á plötunni „Music to Strip by” samdi Jad t.d. i lestinni frá Was- hington til New York. Kom út úr lest- inni meö skrifhlokkina undir hend- inni, hljóp i hljóöverið og henti lög- unum inn. Jad og hendingskastleg vinnubrögð hans hafa haft áhrif á fjöl- marga svefnherbergissnillinga, frá Beck yfir í Kurt Cobain, sem svo hrif- inn var af Jad að hann fékk hann til að hita upp fyrir Nirvana á kynning- arferð vegna plötunnar „In Utero”. Fyndnir tónleikar en taugatrekkjandi Textagerðin er líkt og tónlistin samin í flýti og oftast á sama tima og söngurinn er tekinn upp. Umfjöllun- arefnið var i fyrstu nördalegar at- hugasemdir um hitt kynið og vonleys- islegar tilraunir þar að lútandi en i seinni tíð hefur Jad breikkað sviöið og semur nú jafnt um það hve vonlaus hann er i kvennamálum og um drauga, bíla, bjór og hvað annað sem honum dettur í hug. Þeir eru alltaf skelfilega persónulegir og yfirleitt mjög „naive. Ekki er hægt að vita hve alvarlegur Jad er í listsköpun sinni - og það skiptir heldur engu máli - en kærulausari verður rokkmúsík varla. Rokktónlist er kannski ekki rétta orð- ið því þegar Jad er einn á ferð veröur kunnáttuleysiö varla til annars en að úr veröur glamur og gól. Hann hefur tekið upp og troðiö upp meö hinum ýmsu aöstoðarmönnum, t.d. John Zorn, Fred Frith, Moe Tucker (fVrrum trommara Velvet Underground), Don Fleming, Kramer og skosku poppur- unum f The Pastels. Þá geröi Jad plötu með hinum geðveika snillingi David Johnston og var f bandinu Phono-Comb sem samanstóð af Jad og meðlimum kanadisku brimrokksveit- arinnar Shadowy Men from a Shadowy Planet. Jad Fair er óútreikn- anlegur á sviði en tónleikar hans eru þó alltaf allt í senn; taugatrekkjandi, fyndnir og innblásnir. Þó hann kunni ekki neitt leggur hann sig þó allan í það sem hann kann ekki! Tónleikar Jad Fair verða sérdeOis sérstæöur listviðburður fyrir eyrun og ekki er verra til þess að vita að frítt er inn. Blek Ink, hljómsveit Pauls Lydon, sem búsettur hefur verið hérlendis um árabil, hitar upp fyrir herlegheitin sem byrja kl. 22. Mælt er með aö fólk skilji hefðbundna gæðastimpla eftir heima hjá sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.