Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Page 12
26
^jfyndbðnd
MYNDBANDA
RiKnftj i pnii
JIHI Lv
ln & Out: ★
Að vera eða vera ekki hommi
Kevin Kline leikur geðþekkan kennara í smábæn-
um Greenleaf. Rétt áður en hann ætlar að giftast kærustu sinni til
þriggja ára tileinkar gamall nemandi honum óskarsverðlaunin sín og
upplýsir i leiðinni að hann sé hommi. Þessar upplýsingar koma öllum á
óvart, ekki sist kennaranum sjálfum, en eftir á að hyggja finnst bæjar-
búum að finna megi ýmislegt í fari kennarans sem dragi karlmennsku
hans i efa. Hann sé t.d. alltaf mjög snyrtilegur til fara, ferðist um á reið-
hjóli og hafi gaman af ljóðlist og Barböru Streisand. Hér er lagt af stað
með góða hugmynd, sem hefði getað orðið efni í ágætan farsa. í staðinn
fáum við þessa hefðbundnu, útþynntu og ófyndnu Hollywood-gaman-
mynd með góðri slummu af einfeldningslegum boðskap. Kevin Kline er
óvanalega daufur og Joan Cusack er afkáralega ófyndin. Nokkrir góðir
brandarar og skemmtilegur Tom Selleck bjarga myndinni upp úr mesta
vonleysinu.
Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Frank Oz. Aöalhlutverk: Kevin
Kline. Bandarísk, 1997. Lengd: 110 mín. Öllum leyfð. -PJ
She's so Lovely:
Vegir ástarinnar
Eddie og Maureen eiga von á bami og eru alveg of-
boðslega ástfangin. Það er þó varla hægt að segja að
sambandið sé gæfulegt, því að þau eru bæði afar
drykkfelld og Eddie er smáglæpamaður og svika-
hrappur sem lætur sig stundum hverfa í nokkra
daga. Þetta líf tekur sinn toll og að lokum sturlast
Eddie og er lokaður inni á geðveikrahæli. Þegar
hann losnar út tíu árum síðar er Maureen búin að
hífa sig upp úr ólifhaðinum og orðin hamingjusam-
lega gift þriggja barna móðir. Hún elskar Eddie samt
enn þá. Hann kemur í heimsókn og hyggst taka hana
með sér en eiginmaður hennar hefur aðrar hugmyndir. Það eru topp-
leikarar í öllum hlutverkum í þessari mynd og persónumar era mjög lif-
andi. Sean Penn og Robin Wright Penn ná vel saman (varla við öðm að
búast), en John Travolta er síðri, kannski svolítið farinn að þreytast.
Einnig em góðir leikarar í minni hlutverkum, þ.á m. hinn frábæri
Harry Dean Stanton. Það er margt athyglisvert í sögunni, en hún er allt-
of sundurlaus og óskipulögð til að byggja upp heildstæða kvikmynd.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Nick Cassavetes. Aöalhlutverk: Sean Penn
og Robin Wright Penn. Bandarísk, 1997. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 16
ára. -PJ
The Game:
Gaman eða alvara?
Tilvera viðskiptajöfursins Nicolas Van Orton hef-
ur verið í fóstum skorðúm en tekur stakkaskiptum
þegar bróðir hans gefúr honum óvænta afmælisgjöf,
gjafakort frá fýrirtæki sem sérhannar eins konar
leiki handa viðskiptavinum síniun. Leikurinn reyn-
ist í meira lagi harkalegur og Van Orton er ýtt út á
ystu nöf. Svo virðist sem eitthvert dularfullt ráða-
bragg búi að baki leiknum. Leikstjórinn David
Fincher heldur sérkennum sinum í myndrænni frá-
sögn þótt hann leiki sér ekki alveg eins mikið með
vélina og í Seven. Hann spilar vel inn á óvissuna og
leyndardóminn í sögunni og nær að byggja upp
spennu sem helst svo til alla myndina. Það er ekki fym en í lokin að göt-
in í söguþræðinum fara að verða áberandi og lokaatriðið er asnalegt.
Michael Douglas er ekki mikill leikari en passar vel í hlutverkið. Sean
Penn fer létt með hlutverk bróðurins, en Deborah Kara Unger gerir lít-
ið annað en að fara með línurnar sínar.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: David Fincher. Aðalhlutverk: Michael
Douglas, Sean Penn og Deborah Kara Unger. Bandarísk, 1997. Lengd: 123
mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Nil by Mouth:
Dóp, drykkja og ofbeldi ****
Gary Oldman spreytir sig hér fyrir aftan kvik-
myndavélarnar í fyrsta skipti. Hann leikstýrir, skrif-
ar handritið og er einn framleiðenda í þessari afar
persónulegu mynd, sem hann byggir á uppvaxtarár-
um símnn og tileinkar fóður sínum. Hún fjallar um
fátæka lágstéttarfjölskyldu í London. Heimilisfaðir-
inn er drykkjusvoli sem lemur sína nánustu í spað
þegar þannig liggur á honum og sonurinn er
sprautuflkill. Það er ekki mikill söguþráður í mynd-
inni og frásögnin er svolítið mglingsleg, sérstaklega
í byrjun, sem gerir áhorfandanum erfitt fýrir að
kynnast persónunum. Þegar það síðan tekst fer myndin að verða gríp-
andi og eftirminnileg. Dramatíkin er sterk og óvægin, en það sem gefur
myndinni mestan drifkraft er frábær persónusköpun og leikur. Þrátt
fyrir að sumar persónurnar séu fremur ógeðfelldar era þær allar mann-
legar og sagan veitir góða innsýn í þær. Gary Oldman fer þá leið að velja
tiltölulega óþekkta leikara í hlutverkin, sem gengur afar vel upp, þvi
Ray Winstone, Kathy Burke og Charlie Creed-Miles sýna öll afburðaleik.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Gary Oldman. Aðalhlutverk: Ray Win-
stone, Kathy Burke og Charlie Creed-Miles. Bresk, 1997. Lengd: 128 mín.
Bönnuð innan 16 ára. -PJ
SÆTI; J FYRRI VIKA ; vikur ; Á LISTAj i i TITILL j ÚTGEF. J j TEG.
i ; 1 i 2 : 1 i : j' J L.A. Confidential ; WamerMyndir J Spenna
J 2 j Ný In&Out J J j SamMyndbönd j l J Gaman
3 ; Ný 1 1 1 j 1 i Game, The Háskólabió Soenna
J 4 1 J 8 j J J 2 J j j That Oid Feeting 1 1 J CIC Myndbönd j Gaman
J 5 j 2 J e J j 6 j Peacemaker, The ! CIC Myndbönd \ Spenna
nwi 6 i 9 -i ; < i 2 i 1 »91 Spice World: The Movie J J Skrfan J | i Gaman
7 1 J: 8 j 3 j 7 J FaceOff 1 1 J SamMyndbönd J Spenna
4 J 1 : t : j j Event Horizon J .... j ! CIC Myndbönd j Spenna
9 1 6 i 4 i Life Less Ordinaiy Skifan j Gaman
io; j 5 ; 7 ;■ j:l:‘ j My Best Friend's Wedding I j J Skrfan J j - i J Gaman
ii; 7 J J j 6 J G.l. Jane Myndfotm Spenna
12 | n j J ) 3 < j J Chasing Amy J- J J Skífan J J ) Gaman
13 i 10 J 8 1 j 8 j Nothing To Lose J J j SamMyndbönd j Gaman
H i Ný j .. J : > : r i Home Alone 3 J J j Skífan j J J Gaman
i 17 J 1 i n j Full Monty, The J Skrfan J Gaman
i6 ; j 13 •'J. WJSlt'# J 7 J ) 7 J j J Shooting Fish J , RV •' ■’ J •• j Stjömubíó j j j Gaman
17 i 15 í- 5 i Excess Baggage ! Skffan j Gaman
i8; 12 ! 3 ! j. j Blackjack J J J Bergvik J J J Spenna
19 ; Ný 1 i J j 1 j She‘s So Lovely ! Skffan J Spenna
J 20 i 16 j j J ío ; AirForceOne J J J SamMyndbönd 1 Spenna
Nokkrar breytingar veröa á röð efstu mynda á listanum. L.A.
Confidental lætur þó ekki eftir efsta sætið og situr þar sem fast-
ast. í næstu sætum eru nýjar myndir, gamanmynd og sakamála-
mynd, þá skríður That Old Feeling upp um fjögur sæti í það
fjórða. Tvær aðrar nýjar myndir komast inn á listann, en báðar
eru aftarlega, Home Alone II þarfnast ekki skýringa, þar er kom-
in þriðja myndin í þessum vinsæla myndaflokki. Hún varð þó
ekki jafnvinsæl og tvær fyrri, enda engin Macauley Culkin til að
bera hana uppi. Shooting Fish er bresk úrvalsmynd, sem tilheyr-
ir hinni nýju bylgju breskra kvikmynda sem fara sigurför um
heiminn, góð og raunsæ kvikmynd með frábærum leik. Vert er
einnig að benda á Chasing Amy fyrir þá sem vilja öðruvísi kvik-
mynd. Mynd þessi hefur yfirleitt fengið góðar viðtökur þótt sitt
sýnist hverjum um gæöi hennar. -HK
L.A. Confid-
ental
Kevin Spacey og
Russell Crowe.
Hrottalegt morð er
framið inni á litlum
veitingastað og í ljós
kemur að einn hinna
myrtu er lögreglumað-
ur. Hvað hann var að
gera þarna er félaga
hans í lögreglunni,
Bud White, hulin ráð-
gáta, enda bendir allt
til þess að hann hafl
verið flæktur í eitt-
hvert glæpsamlegt at-
hæfl. Bud ákveður því
að hefja rannsókn á
málinu upp á eigin
spýtur og kemst fljót-
lega að þvi að þar með
er hann búinn að
stinga sér út i lífs-
hættulegt hyldýpi
svika og morða þar
sem enginn er óhultur.
In & Out
Kevln Kline og Joan
Cusack.
Lífið í smábænum
Greenleaf í Indiana
gengur sinn vanagang
fyrir utan dálitla spennu
sem er í loftinu vegna
óskarsverðlaunafhend-
ingarinnar, en einn af
sonum bæjarins er til-
nefndur sem besti leik-
ari. Þegar sá hlýtur
verðlaunin þakkar hann
öllum sem hafa stutt
hann, meðal annars
gömlum kennara sínum,
Howard Beckett, sem
hann segir að sé hommi.
Howard, sem eins og
aðrir bæjarbúar hefur
fylgst með útsending-
unni, verður felmtri
sleginn, enda hefúr
hann aldrei verið við
karlmann kenndur.
Hann reynir hvað hann
getur til að koma í veg
fyrir þennan misskiln-
ing sem veldur miklu
írafári í heimabæ hans.
The Game
Michael Douglas
og Sean Penn.
Nicholas Van Orton
á 48 ára afmæli. Frá
bróður sínum sem
hann hefur ekki séð
lengi fær hann gjafa-
bréf frá CRS-fyrirtæk-
inu sem sérhæfir sig í
að krydda tilveru
manna með óvæntum
uppákomum. Van
Orton þiggur gjafabréf-
ið, en honum finnst
hugmyndin það fárán-
leg að hann leiðir ekki
hugann að henni fyrst
um sinn. Smám saman
er forvitni hans þó
vakin og það endar
með því að hann fer í
höfustöðvar fyrirtæk-
isins til að innheimta
gjöfina. Þar með tekur
lif hans kollsteypu.
That Old Fe-
eling
Bette Midler og
Dennis Farina.
Lily og Dan hafa ver-
ið hamingjusamlega
skilin í fjóitán ár og eiga
aðeins einn hlut sameig-
inlegan, dóttur, sem nú
er að fara að gifta sig.
Þar sem þau hafa aldrei
þolað hvort annað þá
munar engu að brú-
kaupsveislan fari út um
þúfur þegar þau hittast
þar. í miðju klúörinu
gerist nokkuð óvænt.
Ævafom ástameisti sem
allir héldu að væri
löngu kulnaður, ekki
síst Lily og Dan, blossar
skyndilega og verður að
miklu ástarbáli. Eins og
við er að búast breytast
allar aðstæður og skyndi-
lega em ástarfúglamir
komir á flótta undan æst-
um blaðaljósmyndara
sem ásamt stressaðri
dótturinni reynir að hafa
uppi á þeim.
The Peac-
emaker
George Clooney og
Nicole Kidman
Þegar rússnesk lest,
sem flytur kjamaodda,
ferst við afar grunsam-
legar aðstæður er
kjameðlisfræðingurinn
dr. Julia Kelly (Kidman)
fyrst allra að átta sig á
því að „slysið" var sett á
svið til að hylma yfir
djöfullegar ráðagerðir
hryðjuverkamanna. sér-
sveitarmaðurinn Thom-
as Devonc (Clooney) er
settur f málið en harð-
neskjulegar aðferðir
hans í baráttunni við
glæpamenn og hryðju-
verkasamtök samrým-
ast engan veginn aðferð-
um og skoðunum Juhu
sem vill frekar semja en
skjóta. Þau verða þó að
leggja ágreining sinn til
hliðar því fram undan
er gífurlegt kapphlaup
við tímann og niðurtaln-
ingu sprengjunnar.