Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 Útlönd Stuttar fréttir r>v Leiðtogafundur um kjarn- orkuvopn Leiðtogar helstu iðnríkja heims, hinna svokölluðu G-8 ríkja, koma saman til skyndifund- ar í London 12. júní til þess að ræða tilraunasprengingar Ind- verja og Pakistana með kjarn- orkuvopn. Tilraunirncir hafa kynt undir ótta um að kjamorku- vopnakapphlaup sé að heíjast í Suður-Asíu. Tilraunirnar veröa einnig á dagskrá fundar kjarnorkuveld- anna fimm og fastafulltrúa í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna, það er Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Bretlands og Frakklands, í næstu viku. Forseti Frakklands, Jacques Chirac, hefur lagt til að Indlandi og Pakistan verði boðið til fúndar- ins. Clinton vill ekki láta Starr^fir- heyra sig Bill Clinton Bandaríkjaforseti vill ekki láta saksóknarann Kenn- eth Starr og kviðdóm hans yfir- heyra sig í máli Monicu Lew- insky, að því er greint er frá í nýjasta tölu- blaði tímaritsins Time. Monica var lærlingur í Hvita húsinu. Rannsókn Starrs beinist aö þvi hvort Clint- on hafi staðið í ástarsambandi við Monicu og síðan hvatt hana til þess að ljúga um sambandið. Time vitnar í ónafngreinda heimildarmenn í Hvita húsinu sem segja að Clinton vfiji heldur láta þingið fjalla um málið en að standa frammi fyrir Starr og mönnum hans. Bandaríska dóms- málaráðuneytið ætlar að áfrýja úrskurði um að lífverðir forset- ans verði að bera vitni. Bandarískur unglingur myrti fjölskyldu sína Enn einn harmleikurinn skek- ur nú Bandaríkjamenn. 15 ára piltur í Battle Mountain í Nevada í Bandaríkjunum skaut ásamt jafnaldra sínum á laugardaginn foreldra sína og tólf ára systur til bana. Ekki er vitað um ástæðu ódæðisverksins en pilturinn er sagður hafa lent í rifrildi viö móð- ur sína og orðið mjög æstur. Hann hringdi sjálfur í lögregluna eftir moröin. Var hann handtek- inn ásamt félaga sinum tveimur klukkustundum seinna. Rannsaka riki- dæmi Suhartos Indónesíu- forseta Yfirvöld í Indónesiu tilkynntu í gær að þau hygðust rannsaka auðæfi þau sem Suharto, fyrr- verandi Indónesíufor- seti, rakaði sam- an á 32 ára valdaferli sín- um. Kröfumar um rannsókn á auðæfum forset- ans fyrrverandi höfðu gerst æ há- værari frá því að hann fór frá völdum 21. maí síðastliðinn. Fjöl- miðlar hafa giskað á að auöæfi Suhartos og fjölskyldu hans nemi um 40 milljörðum dollara. Ekki hefur verið tilkynnt hvort rannsókn fer fram á eignum sex bama Suhartos. Jaröskjálftinn í Afganistan: Öttast að fimm þúsund hafi farist Óttast er að að minnsta kosti 5 þúsund manns hafi farist í jarð- skjálftanum sem reið yfir norðaust- urhluta Afganistans á laugardag- inn. Björgunarmenn telja að fómar- lömb jaröskjálftans geti jafnvel ver- ið enn fleiri. Nokkrir eftirskjálftar riðu yfir norðurhluta Afganistans í gær sam- tímis því sem björgunarmenn reyndu að komast með hjálpargögn til neyðarsvæðanna. Það er mat hjálparstofnana að um 70 bæir hafi lagst í rúst í skjálftan- um á laugardaginn sem mældist 7,1 á Richter. Skjálftinn nú var öflugri en skjálftinn mikli í febrúar sem lagði um 14 bæi í rúst. Fómarlömb skjálftans í febrúar vom nær 4 þús- und. Stjómarandstæðingar, sem ráða ríkjum á því svæði sem skjálftinn reið yfir á laugardag, segja aö bær- inn Shahr-e-Bozurg í Badakhshar- héraði hafi orðið sérstaklega illa úti. Þar hafi nær 3 þúsund manns látið lífið. Hjúkrunarfólk, sem kom- ist hefur til bæjarins, óttast að far- sóttir eigi eftir að herja á íbúana. Þeir sem komust lífs af úr skjálft- anum sofa undir beru lofti í fjalls- hliðum. Margir hafa lagt á flótta frá hamfarasvæðinu i leit að mat, vatni og þaki yfir höfúðið. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vonast til að geta leigt þyrlur frá Tadzjikistan til að koma hjálpar- gögnum til skjálftasvæðisins. Erfitt er að komast á bílum til svæðisins. Eina leiðin til að komast til af- skekktra svæða er að ferðast á ösn- um en það tekur langan tíma. Það tekur til dæmis fimm daga að kom- ast til bæjarins Shahr-e-Bozurg frá næsta bæ á asna. Engir bílvegir tengja svæðið við umheiminn, að því er segir í tilkynningu starfs- manna Sameinuðu þjóðanna. Um 60 þúsund manns búa á skjálftasvæðinu. Þó svo að ekki sé með vissu vitað hversu margir fór- ust þykir vist að mörg þúsund séu heimilislaus og að fjöldi manns sé alvarlega slasaður. Aðeins tvö sjúkrahús eru í þess- um landshluta, eitt í Faizabad, helstu borg Badakhshan, og eitt í Taloqan, höfuðborg Takhar. Bæði sjúkrahúsin eru langt frá svæðinu sem skjálftinn reið yfir. . ■ *$ r » J§ -H ' [ : / Margrét Þórhiidur Danadrottning og Henrik prins, eiginmaður hennar, tóku á móti Akihito Japanskeisara og Michiko keisaraynju í Kaupmannahöfn í gær. Keisarahjónin eru í fimm daga heimsókn í Danmörku. Símamynd Reuter. ^ Sigur umbótasinna í SvartQallalandi: Afall fyrir Milosevic Stuðningsmenn Milos Djukanovics í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, skutu í loft upp af byssum sínum og sungu og dönsuðu af fógnuði aðfara- nótt mánudags. Sigur Djukanovics, for- seta Svartfjallalands, yfir keppinaut sínum, Momir Bulatovic, sem er for- sætisráðherra Júgóslavíu, í þingkosn- ingunum á sunnudaginn kann að vera upphafið að endalokum Júgóslavíu. Djukanovic vill bola Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, frá völd- um. Milosevic hefur áður kallað Djukanovic glæpamann og sagt að hann myndi ekki viðurkenna sigur hans I kosningunum. Bulatovic, sem er skjólstæðingur Milosevics, viður- kenndi ósigur sinn og sagði að kosn- ingamar hefðu verið fijálsar og réttlát- ar. Yfirlýsing hans þótti draga úr spennu í Svartfjalllandi og hættu á vopnuðum átökum. Þegar búið var að telja 94 prósent at- Slobodan Milosevic, forseti Júgó- slavíu. kvæða hafði umbótaflokkur Djuka- novics hlotið 49,5 prósent atkvæða en sósialistaflokkur Bulatovics 36 pró- sent. Bandalag frjálslyndra fékk 6 pró- sent atkvæða. Djukanovic var áður stuðningsmaður Bulatovics og Milosevics er Júgóslavía leystist upp á árunum 1991 til 1992. Hann snerist síðar gegn þeim. Sagði hann Svartfjallaland líða fyrir ágrein- ing Milosevics við Vesturlönd vegna viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóð- anna. Djukanovic tilkynnti eftir að úrslit lágu fyrir að hann hygðist halda áfram að berjast. „Þetta er ekki lokasigur okkar. Hann hefur ekki náðst fyrr en lýðræðið hefur sigrað í allri Júgóslavíu." Milosevic nýtur nú fylgis meirihluta neðri deildar Júgóslavíu- þings en aukin áhrif Djukanovics í efri deildinni kunna að leiða til sundrung- ar. Þúsundir fiýja Kosovo Albönsk stjómvöld hvöttu til þess i gær að komið yi'ði í veg fyr- ir strið í Kosovo. Um 2 þúsund manns flúðu frá Kosovo til Alban- íu um helgina. Létust í óveðri Sextán manns létust í ofsaveðri viðs vegar í Bandaríkjumnn um helgina. Hundruð heimila skemmdust og þúsundir urðu raf- magnslausar í kjölfar skýstróka sem gengu yfir miðvesturríkin og austm'ströndina. Undirbýr árás á Blair William Hague, leiðtogi stjóm- arandstöðunnar í Bretlandi, til- kynnti í gær umfangsmikla uppstokkun í skuggaráðu- neyti sínu. „Það bætast við ný hæfileikarík andlit,“ sagði Hague í gær. Meðal nýrra manna era Francis Maude og Ann Widdecombe. Hlutverk þeirra verður meðal annars að vekja athygli á mistökum ráð- herra Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands. Hrun í Rússlandi Verðhran varð á verðbréfa- markaðnum í Moskvu í gær þrátt fyrir að yfirvöld reyndu að róa markaðinn og þrátt fyrir loforð Bandaríkjanna um að styðja nýj- ar lánveitingar til Rússlands. Flugverkfall í Frakklandi Yfirmenn franska flugfélagsins Air France ætla að ræða við full- trúa stéttarfélaga franskra flug- manna í dag. Óttast er að verkfall flugmanna, sem hófst í gær, raski heimsmeistarakeppninni í fót- bolta. Neitar að vera hommi Fyrrverandi forseti Simbabve, Canaan Banana, vísaði því á bug fyrir rétti í gær að hann væri samkynhneigður og hefði þving- að aðra karla til samræðis við sig. Samkynhneigö er bönnuð í Simbabve. Banana er kvæntur og fjögurra bama faðir. Andrés í Lettlandi Andrés Bretaprins kom í gær til Riga, höfuð- borgar Lett- lands. Prinsinn hefur verið á ferðalagi í Eist- landi og Rúss- landi. í Riga mun Andrés heimsækja bamaspítala og ræða við Guntis Ulmanis, forseta Lettlands. Ástarbréf Einsteins Níu bréf, skrifuð af Albert Ein- stein, sýna að hann átti í ástar- sambandi í seinni heimsstyrjöld- inni við rússneskan njósnara, Margaritu Konenkovu. Ástarbréf- in verða seld á uppboði hjá Sothe- by’s í New York. Kaunda látinn laus Fyrrum forseti Sambíu, Kenn- eth Kaunda, átti að koma fyrir rétt í gær vegna ákæra um að hafa leynt áætlunum um valda- rán. Saksóknari dró ákæruna til baka i gær. Lögmaöurinn rekinn Elaine Sharp, lögmaður bresku bamfóstrunnar Louise Wood- ward, hefur ver- ið rekin úr lög- mannahópnum sem rekur mál barnfóstrunnar. Lögreglumaður, sem tók Sharp fyrir ölvunarakstur, segir hana hafa tjáð sér að hún efaðist um sakleysi Louise. Sharp vísaði orð- um lögreglumannsins á bug. Hann krefst nú þess að Sharp biðjist afsökunar á því að segja hann hafa logið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.