Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: ffiJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Þeir velja sérhagsmunina
Þegar landsfeður okkar velja milli almannahagsmuna
og sérhagsmuna, hallast þeir yfirleitt á sveif með hinum
síðamefndu. Til dæmis þóttust þeir vera að staðfesta
þjóðareign á auðlindum hafsins, en voru í rauninni að af-
henda útgerðarmönnum eignarhaldið.
Nýjasta dæmið af þessu tagi er stjóm hálendisins, sem
landsfeðurnir hafa afhent fjörutíu fámennishreppum í
flömtíu hrepparenningum, þótt mótmælabylgja hafi ris-
ið með þjóðinni. Hún hefur skollið á daufum eyrum
landsfeðranna og tindáta þeirra á Alþingi.
Skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðar-
innar við þennan geming. Flestar stofnanir og samtök
em sama sinnis og þjóðin, þótt þær séu ósammála um
aðra þætti hálendismála. Landsfeðurnir þrýstu samt
málinu gegnum málþóf á Alþingi.
Landsvirkjun og vegagerðin vilja framkvæmdir á há-
lendinu, náttúraverndar- og ferðamálastofnanir hafna
þeim. Þótt þessir aðilar séu á öndverðum meiði, eru þeir
sammála þorra þjóðarinnar um, að stjómsýslan sé betur
komin í höndum ríkisins en hreppanna.
Fundaályktunum og mótmælum rigndi yfir alþingis-
menn, ekki sízt þá, sem kjömir vom af umbjóðendum ut-
an fámennishreppanna fjörutíu. Samt barði forsætisráð-
herra í borðið og sagðist láta þingið sitja svo lengi fram
eftir sumri sem þyrfti til að koma málinu fram.
Stundum em almannahagsmunir þögulir, en sérhags-
munir háværir. Slíku var hvorki til að dreifa, þegar auð-
lindir hafsins voru afhentar útgerðarmönnum, né þegar
auðlindir hálendisins voru afhentar fámennishreppun-
um fjörutíu. Skýringin á þrjózkunni liggur dýpra.
Þeir landsfeður, sem nú sitja að völdum, og þeir, sem
áður hafa setið þar, vita, að almenningur refsar þeim
ekki fyrir að taka sérhagsmuni fram yfir almannahags-
muni. Menn æmta um stund, en láta síðan reka sig í
hefðbundna dilka, þegar til kastanna kemur.
Sauðfjáreðli almennings lýsir sér í fleiri myndum.
Menn gráta hástöfum yfir meðferð tryggingafélaga á sér.
Þegar samtök bíleigenda fá nýtt tryggingafélag til að
bjóða betri kjör, færa bíleigendur ekki tryggingar sínar,
heldur bíða eftir lækkun gömlu kúgaranna sinna.
Af því að íslenzkir neytendur vilja áfram vera hjá kúg-
urum sínum, fást nýir aðilar tæpast til að koma inn á fá-
okunarmarkaðinn hér á landi. Af því að íslenzkir kjós-
endur vilja áfram styðja kúgara sína, endurspegla ís-
lenzk kosningaúrslit einhver af fyrri úrslitum.
Skeytingarleysi neytenda og kjósenda um almanna-
hagsmuni kastar landsfeðrum í faðm sérhagsmuna. Því
er ekki hægt að kenna fyrrverandi og núverandi lands-
feðrum einum um ofurvald sérhagsmunanna. Neytendur
og kjósendur geta sjálfum sér um kennt.
Á grundvelli þekkingar landsfeðra á sauðfjáreðli kjós-
enda hefur verið byggt upp svonefnt ráðherralýðræði.
Það er séríslenzkt fyrirbæri, þar sem framkvæmdavald-
ið lætur löggjafarvaldið færa sér vald til að þjónusta sér-
hagsmuni eftir geðþótta landsfeðra á hverjum tíma.
Þannig hefur verið byggt upp opinbert kerfi banka og
sjóða, sem hefur á þessum áraug brennt nokkrum tugum
milljarða í þágu gæludýra af ýmsu tagi. Þannig er millj-
örðum brennt á hverju ári í þágu fyrirtækja og stofnana,
sem hvíla á herðum landbúnaðarins.
íslenzk stjómmál snúast einkum um sérhagsmuni, að-
gang stjómmálamanna að valdi til geðþóttaákvarðana
um afhendingu almannagæða í hendur gæludýra.
Jónas Kristjánsson
Sveitarstjórnarkosningamar og
úrslit þeirra eru um margt athygl-
isverðar og ljóst að miklar pólití-
skar breytingar eru að gerjast með
þjóðinni. Staða Sjálfstæðisflokks-
ins vekur þar sérstaka athygli og
yfirburðastaða hans í flestum
stærstu bæjum landsins. Reykja-
neskjördæmi, kjördæmi Ólafs
heitins Thors, hefur eftir daga
þess mikla foringja sjálfstæðis-
manna átt undir högg að sækja
fyrir ágangi vinstrimanna. Þar má
nefna yfirráð þeirra um lengri og
skemmri tíma í stærstu bæjunum,
Kópavogi og Hafnarfirði. Úrslit
þessara kosninga leiða í ljós að
áhrif vinstrimanna em að hverfa.
Sameining þeirra í Reykjanes-
kjördæmi virðist ekki hugnast
kjósendum, þvert á móti virðast
þessi framboð rugla fólk í ríminu
sem er skiljanlegt. Sífelldar breyt-
ingar á framboðum vekur upp
spurningar um varanleika og
ábyrgðartengt hlutverk stjórn-
málaafla sem bíður hnekki við sí-
endurteknar númerabreytingar.
Að skipta alveg út fólki af fram-
boðslistum virðist einnig virka
illa og kenningin um að „nýir
vendir sópi best“ gilda ekki sé mið
tekið af úrslitunum á Seltjarnar-
nesi. Þar vann einn okkar besti
„Tilfinning margra viröist þó vera sú að sveitarfélögin séu að ræna Mið-
hálendinu frá fólkinu," segir Kristján m.a.
Miðhálendið
og miðin
sjálfstæðisforingi, Sigur-
geir Sigurðsson, sinn
stærsta pólitíska sigur,
eftir 36 ára óslitna setu
sem bæjarstjóri á Nes-
inu. Af þessu má draga
þá ályktun að reynsla er
hærra metin en nýja-
bmm og að forystumenn
framboða þurfa að gefa
sér tíma til að sanna sig
fyrir kjósendum sínum.
Sterk staöa
Góð staða Sjálfstæðis-
flokksins er einmitt ekki
hvað síst þvi að þakka
hversu öflugu starfi
flokksmenn skila í sveit-
arstjómunum og í stafni
standa góðir forystu-
menn sem njóta trausts,
margir eftir langa setu.
Úrslitin nú sýna að staða
Sálfstæðisflokksins hefúr
styrkst um tæp 4% í
Reykjaneskjördæmi eða
úr 39% fylgi í tæp 43%.
í einstöku bæjarfélög-
um hefur staðan þó
breyst mun meira og
stendur þar hæst 11%
fylgisaukning flokksins á
Seltjarnarnesi og 9% fylg-
isaukning í Reykjanes-
bæ. Að loknum þessum kosning-
um mun Sjálfstæðisflokkurinn
stjóma 8 sveitarstjórnum í Reykja-
neskjördæmi af 11 þar sem búa
um 90% íbúa kjördæmisins.
í alþingiskosningunum árið
1995 fékk Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjaneskjördæmi 39,2% at-
Kjallarinn
Kristján Pálsson
alþingismaður
kvæða eða nánast
sama fylgi og í
sveitarstjórnar-
kosningunum árið
áður. Ekki er
ástæða til að ætla
annað en þessi
fylgisaukning í
sveitarstjómar-
kosningum komi
fram í alþingis-
kosningunum að
ári, enda staða
Sjáifstæðisflokks-
ins á landsvísu
sterk samkvæmt
könnunum.
- Traust forysta
Daviðs Oddssonar
skiptir þar mestu
„Núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfí hefur sannað sig sem öfí-
ugt og árangursríkt stjórnkerfí
fyrir þjóðarbúið í heild og aukið
almenna hagsæld í landinu.
Samt virðist tilfínning þjóðarinn-
ar sú að hún hafí verið rænd af
útgerðarmönnum. “
og hefur honum tekist að fleyta
ríkisstjóminni yfir erfiðustu sker-
in á kjörtímabilinu án áfalla og
þess nutum við í sveitarstjórnar-
kosningunum nú.
Stærstu málin
Á næstu mánuðum er nauðsyn-
legt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
skilgreina vel fyrir þjóðinni stöðu
þeirra mála sem munu brenna
heitast í komandi kosningarbar-
áttu. Þar verða tvö mál mest áber-
andi, flskveiðistjórnunin og stjóm
Miðhálendisins. Báðum þessum
málum virðist auðvelt að snúa í
andhverfu sína gegn sitjandi ríkis-
stjórn og meirihluta Alþingis þó
hún hafi góðan málstað að verja.
Núverandi fiskveiðstjórnunar-
kerfi hefur sannað sig sem öflugt
og árangursríkt stjórnkerfi fyrir
þjóðarbúið í heild og aukið al-
menna hagsæld í landinu. Samt
virðist tilfinning þjóðarinnar sú
að hún hafi verið rænd af útgerð-
armönnum. það sama getur gerst í
umræðunni um Miöhálendið.
Stjómkerfi sveitarstjóm-
anna hefúr sannað sig sem
lýðræðislegt og sanngjamt
enda þrautreynt. Tilfinning
margra virðist þó vera sú
að sveitarfélögin séu að
ræna Miðhálendinu frá
fólkinu. Þetta er sérkenni-
leg staða þegar á það er lit-
ið að ríkið telst eigandi Mið-
hálendisins og mun ráða
þar öllu sem máli skiptir.
Sjálfstæðisflokkurinn og
ríkisstjómin verður að
koma þessum málum í
ásættanlegan farveg meðal annars
með því að skýra sín sjónarmið
fyrir þjóðinni og afleiðingar þess-
ara beytinga. Takist það verður
staða Sjálfstæðisflokksins og ríkis-
stjórnarflokkanna beggja sterk
fyrir næstu alþingiskosningar.
Kristján Pálsson
Skoðanir annarra
Þjóðarsátt um vesaldóm
„Sárast er fátæktin begar kemur að aðhlynningu
sjúkra. Ekki er hægt að nýta sjúkrahús né fæmi vel
menntaðs starfsfólks vegna þess að ekki eru til pen-
ingar í landinu til að reka lögbundna heilbrigðis-
þjónustu. Ekki eru efni til að halda starfsfólki í
vinnu og sífellt er verið að loka deildum og skerða
þjónustu við sjúka og þurfandi. Biðlistar sjúklinga
og hrjáðra gamalmenna eftir hjálp og umönnun eru
merki um sjúkt samfélag, sem ekki kann að for-
gangsraða verkefnum"
Oddur Ólafsson í Degi 29. maí.
Gott samstarf
„Þeir sem eru á móti sameiginlegu framboði
stjómarandstöðuflokkanna hafa gjaman bent á að
það muni ganga illa að láta hina fornu fjendur í A-
flokkunum vinna saman. Það virðist hins vegar vera
raunin mjög viða um landið að samstarf fólks í þess-
um flokkum hefur gengið mjög vel. Það hefur komið
fram sem samstæður hópur í þessum kosningum og
hefur unnið vel saman.“
Bryndís Hlöðversdóttir í Degi 29. mai.
Skattar eru óæskilegir
„Það er þekkt staðreynd að of háir skattar leiða tU
minni velmegunar. Það eitt á að vera stjórnmála-
mönnum nægjanlegt aðhald til að forðast að leggja á
of háa skatta. En skattar em ekki einungis skaðleg-
ir fyrir efnahagslega afkomu fólksins. Of háir skatt-
ar hafa mjög neikvæð áhrif á möguleika fólks tU að
lifa því lifi sem hugur þess stendur tU.“
lllugi Gunnarsson í Mbl. 29. maí.