Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1998 15 Sótthiti Síðasta kosningahríð landsmanna er afstaðin og menn virðast óðum vera að ná sér eftir sótt- hitann sem um sig greip og rændi fjölda manns ráði og rænu. Það hefur lengi verið áleitið undrunarefni hvílíkt ómak menn eru reiðubúnir að leggja á sig við undirbúning kosninga, með hliðsjón af því að þær skipta að jafnaði sáralitlu máli. Sömu menn og sömu flokkar setjast allajafna að kjötkötlunum eftir hverja hrinu. Hvað sem á dynur heldur lýður- inn tryggð við sína flokka, jafnvel þó þeir gangi blygðunarlaust í berhögg við yfirlýstan vilja mikils meiri- hluta þjóðarinnar, einsog stjórnar- flokkamir hafa gert á undanfóm- um árum. Með blauð og mýld vél- menni í báðum þingliðum hyggst ríkisstjómin fara sínu fram í gjafakvótamálum, hálendismálum, sveitarstjórnarmálum, auðlinda- málum og húsnæðismálmn. Það er heilt ár í alþingiskosningar og ráð- herrar vita sem er, að minni kjós- enda er skammdrægt og smá- þægni þeirra takmarkalítil. Skæö farsótt Æsingin og uppnámið fyrir kosningar á íslandi minna einna helst á skæða farsótt sem að vísu fer sér hægt í byrjun, en magnast á undraskömmum tíma uns hún hefur lagt undir sig byggðir lands- ins og að mestu unnið bug á við- námsþrótti og heilbrigðu hyggju- viti landsmanna. Harðast leikur hún að sjálfsögðu frambjóðendur og formælendur þeirra í íjölmiðl- um. Þegar kosningasóttin fer á þessa aðila er sem náttúruöfl losni úr læðingi og undur gerist í sálunum. Þá keppast menn hver um annan þveran við að lofsyngja eigin verð- leika og yfírgengilegan dugnað, ósérhlífni og ást á alþýðunni. Strengd eru ný og stórorð heit, reistir skrautlegir loftkastalar, heitið gulli og grænum skógum, á sama tíma og æran er nídd af and- stæðingum og sýnt frammá að þeir séu duglausir, óþjóðhollir, spilltir og sérdrægir. í þessu efni var Reykjavíkur- listinn gleðileg und- antekning í ár. Á hinn bóginn baksa menn baki brotnu við að gleyma öllum gömlu loforðunum sem ekki var staðið við, og útheimtir að sönnu bæði talsvert hugvit og allmikla bíræfni. í kosning- ahríðinni er það keppikefli allra flokka að þurrka eftir fongum út for- tíðina og sannfæra kjósendur um, að eftir kosningar gangi í garð ný öld með ferskum mönn- um og eldri mönnum sem gengið hafi í endumýjun lífdaganna. Þessi saga endurtekur sig á fjög- urra ára fresti - og samt verða aldrei nein teljandi umskipti. í hæsta lagi að flokkur missi einn eða tvo fulltrúa sem hann síðan vinnur aftur í næstu orrahríð! Ógnvænleg sóun Nú sé fjarri mér að gera lítið úr lýðræðislegum kosningum og gildi þeirra fyrir þroska og viðgang samfélagsins. Mér sýnist einungis að heyja mætti baráttuna um hylli kjósenda af eilítið meiri forsjá, meira viti og umfram allt meiri virðingu fyrir dómgreind þeirra. Manni óar líka sú ógnarlega sóun á peningum, vinnuafli og andlegri orku sem leiðir af kosningafárinu. Hugsum okkur að öllum þeim fjármunum, elju og hugkvæmni, sem sóað er i lítilsnýtan kosninga- áróður, væri varið til þjóðþrifa einsog skóla, barnaheimila, leik- valla, sjúkra- húsa, öldrunar- heimila, vísinda- stofnana og menningarfram- taks. Væri þegn- unum og þjóðfé- laginu ekki snöggtum meiri fengur í því? Vísast eru þetta draumórar. Stjórnmálamenn og skósveinar þeirra munu vitaskuld halda áfram að leika sinn fjárfreka skollaleik meðan kjósendur láta sér lynda að vera hafðir að leiksoppum og með- höndlaðir einsog undirmálslýður. Sigurður A. Magnússon Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Hugsum okkur að öllum þeim fjármunum, elju og hugkvæmni, sem sóað er í lítilsnýtan kosn- ingaáróður, væri varið til þjóð- þrifa einsog skóla, barnaheimila, leikvalla, sjúkrahúsa, öldrunar- heimila, vísindastofnana og menningarframtaks. “ Rússland lifir enn Austan úr álfu berast nú fréttir af pþólítískum sviftivindum. Rúss- neski björninn virðist háður duttl- ungum einráðs stjómmálamanns, sem þykir vínfenginn í meira lagi. í mestu vindhviðunum er hann sagður feykja heilu ríkisstjómun- um af sjónarsviðinu og persónum- ar í þessu örlagaleikriti em eins og strengjabrúður á þessu óstöðuga leiksviði. Stjommála- skýrendur tala út og suður, en flestum ljáist að benda á þá ein- foldu skýringu að samkvæmt stjómarskrá rússneska sambands- lýðveldisins er rikisstjómin sjálf- krafa leyst frá störfum þegar for- sætisráðherra er látinn víkja. Ætla mætti að rússneski bjöm- inn væri að riða til falls en svo er þó ekki. Hin sjö ára rússneska um- bótaþróun hefur í raun aldrei stað- ið á styrkari fótum en einmitt nú. Skoðum þetta aðeins nánar. Svartnættisþvaður Kommúnisminn í Austur- Evr- ópu hrundi og Sovétríkin liöuðust í sundur því kerfið sem átti að tryggja þegnum sínu lífshamingju og velferð brást væntingum. Þegar íbúar austur- blokkarinnar áttuðu sig á að kerfíð hamlaði í raun framþróun, tók fólkið málið í sinar hendur og þrýsti á um hreytingar. Við stjómartaumana á þeirri þróun vora ekki stjóm- málamenn, held- ur almenningm sem hafðiu séð í gegnum sjónarspilið. Stefnan var þvi sett á vestrænt markaðs- og lýðræðiskerfi, enda aðrir mögu- leikar ekki í boði. Síðan umbótaþróunin fór af stað hafa úrtöluraddir komið reglulega upp á yfirborðið og fullyrt að rúss- neska þjóðin hvorki gæti né vildi umbreyta sér í lýðræðis- legt markaðsþjóðfélag. Forsvarsmenn þessa svartnættisþvaðurs segja m.a. að löng hefð alræðis hefti lýræðisþróun, að vöntun á einstaklings- hyggju hamli markaðs- þróun og að landfræði- legir þættir stuðli að ein- angran og sundurlyndi þjóðarinnar. í stuttu máli hefur hin stutta umbótasaga Rúss- lands algjörlega afsannað þessa kenningu því að frjálsar og lýðræðislegar þing- og forsetakosningar í Rússlandi hafa fest sig í sessi, viðskiptalíf hefur blómstrað, auk þess sem Rússland er orðið að nú- tímalegu iðnríki með vel þróað samgöngu- og samskiptakerfi. Hraöar umbætur Frá því að Sovétríkin liðuðust í sundur eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun í áðust 1991 hafa umbætur verið hraðar í Rússl- andi. Með einfaldri tilskipun var verðlag að mestu gefið fijálst, sem leiddi til 2500% óðaverðbólgu, á meðan laun hækk- uðu aðeins lítil- lega. Tölur frá Rússlandi í dag benda hins vegar til að verðbólgan sé komin niður fyrir 40% og laun fara hækkandi. Einkavæðing hefur gengið held- ur hægar, en þó er svo komið að níu af hverjum tíu verkamönnum í Rússlandi vinna á hinum frjálsa markaði. Hagkerf- inu hefur því nú þegar verið snúið við og stjómast nær alfarið af markaðsöflunum. Rússland er auðugt land með gríðarlegar náttúraauðlindir. En mikilvægari er þó hinn mikli mannauður sem Rússland býr yfir. Þeir sem fást við að skoða þróunina í þessu langstærsta landi heims, ættu því ekki að láta glepjast af tímabundinni ólgu í efnahags- og stjómkerfi landsins. Einar Bergmann Einarsson „Síðan umbótaþróunin fór afstað hafa úrtöluraddir komið reglulega upp á yfirborðið og fullyrt að rúss- neska þjóðin hvorki gæti né vildi umbreyta sér í lýðræðislegt mark- aðsþjóðfélag.u Kjallarinn Einar Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur Með og á móti Er hækkun námslána í ár of lítil? Asdís Magnúsdótt- ir, formaður Stúd- entaráös. Námsmenn skildir eftir „Hækkun námslána var engin umfram verðlagsbreytingar en lánin hafa fylgt þeim undanfarin ár. Að tala um hækkanir er því út í hött. Þær hækk- anir sem gerð- ar vora á bót- um almanna- trygginga og at- vinnuleysisbót- um í kjölfar kjarasamning- anna síðastlið- ið vor eru greinileg visbending um nauð- syn þess að hækka lágmarks- framfærslu í landinu. Við höfum hins vegar verið skilin eftir og eins og staðan er i dag era náms- lán undir atvinnuleysisbótum eða 57.600 krónur á mánuði. Fulltrúar raenntamálaráð- herra í stjórn Lánasjóðsins hafa þessu til réttlætingar fariö inn á þá braut að tala um að náms- mönnum sé unnt að auka ráð- stöfunartekjur sinai' með vinnu. Það er mjög alvarlegt að okkar mati ef menntamálaráðherra og fulltrúar hans líta ekki lengur á nám sem fulla vinnu. Og talandi um vinnu þá er meira að segja borin von að fá fullar 57.600 krónur í lán á mánuði ef náms- maður vinnur á lágmarkslaun- um yfir sumartímann því frí- tekjumarkið var ákveðið einung- is 185.000 krónur á ári.“ Fá hlutdeild í góðærinu „Námslán hækka á næsta skólaári í samræmi við verðlags- þróun eins og undanfarin ár. Lánin eru fyrst og fremst fram- færslulán og því eðlilegt að þau taki mið af þróun fram- færslukostnað- ar. Auk þess að taka náms- lán fiármagna námsmenn um helming af neyslu sinni með launatekj- um. Þar sem kaupmáttur launa hefur aukist er ljóst að námsmenn fá hlut- deild í góðærinu eins og aðrir. Á næsta skólaári munu þeir því hafa meiri fiárráð en á því skóla- ári sem nú er að ijúka. Vonandi nýta einhverjir þeirra sér það til að draga úr skuldasöfnuninni. Það er í mínum huga öfugsnúið að óska ef'tir því í miðju góðær- inu aö ungt fólk auki skuldsetn- ingu sína. Á næsta skólaári má gera ráð fyrir að ráðstöfunarfé náms- manns í leiguhúsnæði með með- altekjur verði nálægt 74.000 krón- um á mánuði. Sambærileg tala fyrir hjón með eitt barn, sem bæði era i námi og hvort um sig með meðaltekjur, er með bama- bótum um 186.000 krónur á mán- uði. Ég leyfi mér að fullyrða að fáar þjóðir geri jafn vel við náms- menn og íslendingar." -KJA Steingrímur Ari Arason, varafor- maður stjórnar LÍN. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvl að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.