Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 JÖV i wnenmng Þótt sýningarsalimir í Gerðubergi séu ekki stórir standa þar nú sam- tímis yfir þrjár Ijósmyndasýningar, hluti af Listahátíð í Reykjavík. Ein þeirra, „Tilvera", er eftir íslenska unglinga en hinar tvær em eftir mexíkósku listakonuna og nunnuna Carlotu Duarte. Það er reyndar ekki nema hálfur sannleikur því hún hef- ur gott samstarfsfólk með sér, þó með ólíkum hætti sé, í þessum tveim- ur sýningum. Systir Carlota Duarte lifir ekki í einangrun í klaustri heldur tilheyrir hún reglu sem býr og starfar úti í Scunfélaginu. Hún er listamaður með gráðu sem Ijósmyndari en styrkur hennar felst ekki síður í því að hún er mannfræðingur, félagsfræðingur, sálfræðingur og jafnvel geðlæknir af náð, þó ég viti ekki hvort hún hefur próf upp á nokkuð slíkt. Hún notar ljósmyndunina sem eins konar þerapíu fyrir skjólstæðinga sína og það virðist gefa góða raun. Myndlist Áslaug Thorlacius „Odella“ er yfirskrift annarrar sýningar hennar; það er ljósmynda- verkefni unnið í samstarfi við sam- nefnda fyrirsætu. Odella sjálf átti frumkvæðið að myndatökunum og samdi textann sem fylgir myndunum en hann er ekki síður mikilvægm- en myndimar. Hin sýningin, „Sópaðu aldrei síð- degis“, er unnin í samstarfi við Maya-indíána í Chiapas í Mexíkó. Hugmynd Carlotu var að kenna þeim grunnatriði ljósmyndunar án þess að spilla frumlegri myndsýn þeirra með vestrænum hefðum. í báöum þessum verkefnum er hún að hjálpa skjól- stæðingum sínum að finna sig, per- sónulega eða félagslega. Úr verða sterkar og áhrifa- ríkar myndir og er- fitt að ímynda sér betri leið til að skapa virðingu um- heimsins fyrir þessu undirokaða fólki. Odella Odella Chatel er fædd árið 1930. í æsku mátti hún þola kynferðisof- beldi, auk þess sem hún var vanrækt; henni var fyrst komið á geðsjúkra- hæli þegar hún var aðeins níu ára. Langt fram eftir ævi var hún geymd á stofnunum en nú stendur hún á eigin fótum, býr í leiguí- búð og lifir á ör- orkubótum. Hún á þrjú misheppnuð hjónabönd að baki og hefur átt sjö börn sem öll hafa verið tekin af henni. Þrátt fyrir þessa raunasögu hefur Odellu tekist að halda höfði og gott betur. Hún er nefnilega stjama á myndunum, kyn- tákn - engu síður en Marilyn Monroe eða Bette Davis. Undir það get ég fyllilega tekið með henni sjálfri. Viö fyrstu sýn virðast hugmyndir hennar um sjálfa sig svolítið broslegar. Athugasemdir hennar eru margar á þá leið að hún sé nú flott og sexí og meö línumar í góðu lagi. En þegar maður fer að velta því fyrir sér er heilmikið til í því, það vantar bara á glamúrinn sem vanalega er á myndum af viöurkenndum kyntáknum. Odella skreytir sig með hárkollum og fótum sem hún hefur keypt á flóamörkuðum, hún er ómáluð og engin tilraun gerð til að breiða yfir hrukkur eða poka. Hún hefur ekki látið hreyfa neitt við maganum sem kominn er á hana eftir . Odella: „Ég var að stæla Marilyn Mon- roe. Á þessari loka ég augunum. Ég veit ekki hvers vegna. Ég reyni að vera hún aftur og aftur. Konan vill ekki deyja hvort eð er. Á sum- um myndunum er ég Ifk henni á vissan hátt og á sumum myndum er ég ekk- ert Ifk henni. Eg tek góðar myndir. Nýtt kyntákn er fættl" allar meðgöngumar Af sýningu Maya-indíánanna. og stúdíóiö er hennar eigið umhverfi - fá- brotnar leiguíbúðir í Boston. Það hlýtur að vera gott fyrir mann- eskju í hennar sporum að geta upplifað sjálfa sig jafn vel og hún gerir í gegnum myndimar. Og það er jafnhollt fyrir alla aðra að skoða þessa sýn- ingu, auk þess sem myndirnar standa vel sem slíkar. Sópaðu aldrei síð- degis Hitt verkefnið er eins og áður segir samstarfs- verkefni Carlotu Duarte og indíánanna í Chiapas en þeir hafa búið við of- sóknir um langt skeið. Carlota er verkefnisstjór- inn en indíánamir velja myndefnið og sjónar- homið, stilla upp, taka myndirnar og framkalla. Myndatakan er að því leyti heiðarleg að því sem sýna á er stillt upp á sem einfaldastan hátt til þess að það sjáist sem best - framhliðin fram. Fólk stendur hlið við hlið í sparifotunum sín- um, við sjáum beint framan á hátíðarbúnar kirkjumar, engin óvænt eða flókin sjónarhorn. Sömuleiðis er það eitt sýnt sem ljósmyndarinn er stoltur af í sinni menningu. Hér era ekki myndir af fátækt eða hversdagsleika, allt er í sinu besta pússi, virki- lega fallegt. Aðferðin er svo sem ekki einstök í veröldinni en hún er eðlileg í þessum mynd- um og langt frá því að vera meðvitaður frum- leiki. Mér skilst að menning þessa fólks sé sérstök blanda af kaþólsku og heiðni. Það hafi á sínum tima, líkt og íslendingar, tekið kristna trú af skyn- semisástæðum og bætt henni við sína fyrri trú. Útkoman er flókið líf, fullt af alls konar hjátrú mn að hlutina megi ein- ungis gera á ákveðinn hátt, annars fari illa. Yfirskriftin, „Sópaðu aldrei siðdegis", vísar til þessa en til dæmis á sá sem sópar síðdegis á hættu að glata öllu sínu fé. Á meðal þess merkilega sem komið hefur út úr þessu verkefni Carlotu Duarte em sérstæðar myndir Maruch Sántiz Gómez sem hefur þegar öðlast frægð langt út fyrir heimaland sitt. Hún hefur einmitt einbeitt sér að því að mynda hjá- trúna og allar óskrifuðu reglumar sem gilda í samfélaginu í Chiapas. Hún á ekki margar mynd- ir 1 Gerðubergi en bók með syrpu af myndum eft- ir hana var a.m.k. fáanleg þar fyrstu dagana. Sjúskað andrúmsloft Þetta em merkilegar sýningar. Hins vegar er ekki hægt að hrósa Gerðubergi sérstaklega. Fyr- ir það fyrsta er húsnæðið óhentugt fyrir sýning- ar, sérstaklega neðri hæðin sem er auðvitað bara inngangurinn í húsið. Veggirnir era litlir og erfitt að ná samhengi í það sem þar hangir og flísamar á gólfinu yfirgnæfandi. Salurinn uppi er skömminni skárri, þó ekki sé hann góður. Ekki er ég heldur hrifin af upphengingunni, sérstaklega á Maya-myndunum sem hanga niðri. Þær eru óþarflega litl- ar og hanga alltof þétt. Þegar á ann- að borð er verið að flytja svo merki- legt efni inn frá útlöndum þætti manni ekkert óhóf þó reynt væri að sýna því tilhlýðilegan sóma. Endanlega þótti mér menningar- miðstöðin þó bíta höfuðið af skömminni þegar ég ætlaði að skoða sýningamar aftur síðasta laugardag (eftir að hafa flett sérstaklega upp í Listahátíðarbæklingnum þvi af fyrri reynslu veit ég að þama er ekki opið á sama tíma og annars staðar) og kom að luktum dyrum. Lítill miði var á hurðinni um að af tillitssemi við starfsfólk hefði því verið gefið frí en fyrir fram auglýst- ur sýningartími er nokkur skuld- binding að mínu mati. Sýningarnar í Gerðubergi standa til 20. júní, opið mán. til fim. kl. 12 til 21, fös. og iaug. kl. 12 til 16. Umsjón Silja Aöalsteinsdóttir Hafnarfjörður níræður I tilefni af því að niutíu ár era í sumar liðin frá því að Hafnar- fjörður fékk kaupstaðarréttindi hefur verið opnuð vegleg afmæl- issýning í Byggðasafni bæjarins. Á sýningimni er gestum boðið í ferðalag 90 ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Hafnarfjörð- ur mánudaginn 1. júní 1908 - dag- inn þegar kaupstaðarréttindin voru staðfest. Þau merku tíma- mót breyttu þó ekki miklu fyrir hinn venjulega bæjarbúa; menn fóru til vinnu, konur þvoðu þvotta, stúlkur gættu barna, pilt- ar dorguðu á bryggju og margir breiddu saltfisk. Kaupmennimir opnuðu búðir sínar, skóarinn verkstæði sitt og bakarinn setti brauð í ofn. Rétt eins og aöra daga. Ferðalöngum er boðið að ganga um bæinn og horfa inn um glugga hjá þessu fólki, heilsa upp á nokkra bæjarbúa og skoða sig um i fjörunni við Milljónafélagið undir leiðsögn innfædds Gaflara sem man tímana tvenna. Sýning- in er í Smiðjunni, Strandgötu 50 og er opin kl. 13-17 alla daga vik- unnar. Fegurð sögunnar í nýjasta pakkanum frá Uglu- klúbbi Máls og menningar er ný eistnesk skáldsaga eftir Viivi Lu- ik, Fegrn-ð sögunnar, í þýöingu Sverris Hólmarssonar. Viivi hefur vakið mikla at- hygli á undanförn- um árum fyrir skáldverk sín og þessari sögu lýsir hún á áhrifamik- inn hátt and- rúmsloftinu í Eystrasalts- i rikjunum þeg- J ar þau lönd && vora undir jám-' hæl Sovétríkjanna. Hún bregður upp sterkum svipmynd- um af mannlífmu í þessum ríkj- um en fylgir líka einni fjölskyldu gegnum svipfingar áranna í kringum 1968 og lýsir áhrifúm „byltingarinnar" þá á ungt fólk i austantjaldslöndunum. íslensk lög á norsku kóramóti í maí var haldið bama- og ung- lingakóramót í Stavangri í Nor- egi. Um 500 ungmenni frá Norð- urlöndum tóku þátt í því, þar á meðal Kór Snælandsskóla. For- ráðamenn mótsins höfðu sam- band við Ólaf B. Ólafsson tón- skáld um áramótin og báðu um að fá að nota lög eftir hann á mót- inu, og vora í framhaldi af því valin tvö sönglög úr kórverkinu „Töfratónar". Þau vora svo flutt á tónleikum í Stavangri og var óiafurB. þægilegt að hafa ís- 0lafss°n- lenska þátttakendur til að kenna norrænum frændsystkinum rétt- an framburð á textanum. Ólafur er að vonum ánægður með þennan áhuga á lögunum sínum og viðurkenninguna sem flutningur erlendis hefur i för með sér. Myndir sem meðferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.