Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Page 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 199! Það þvælist fyrir sumum að ’ binda bindishnút. Þá er að líta á slóðina http://learn2.com/05/0537/0 537.html Sóldögg íslenska hljómsveitin Sóldögg hefur sett upp heimasíðu með fjölda upplýsinga á slóðinni http://www.islandia.is/sol- dogg Hróarskelda Hróarskelduhátíðin, sem - stendur frá 25. til 28. júní, verður æ vinsælli meðal íslendinga. Þar mun margt frægra manna stíga á stokk og taka lagið. Hægt er að fá allar upplýsingar um hátíðina á slóðinni http://www.roskilde- festival.dk/ Frægir fætur Þeir sem vilja skoða fætur fræga fólksins - leikara, fyrirsætna, tónlistarmanna o.fl. "> - geta farið að slóðina http://www.geocities.com/- Hollywood/Studio/5100/ * Pílukast Pilukast er íþrótt sem hefur verið að færa sig upp á skaftið hérlendis en hún er afar vinsæl víða erlendis, sérstaklega á krám. Ýmis fróðleikur um pílukast er á slóðinni http://www.cyberdarts.com/ Bókband Hafi menn áhuga á bókbandi og viðgerðum á bókum er ekki úr vegi að líta á slóðina http://www.stemnet.nf.ca/ ~b arobert/.bindery/doctor.html Rigningarsöngur Gene Kelly gerði lagið Singing in the Rain ódauðlegt. Ef það rignir mikið í sumar má fara á slóðina http://www.filmsite.org/sing .html og ekki að vita nema brúnin lyftist á einhverjum. Ofnæmi Margir þjást af frjóofnæmi og ýmsu öðru ofnæmi. Kynnast má ofnæmi, of- næmisvið- brögðum, ofnæmisvöldum, frjókomaspám o.fl. á slóðinni http://www.allerdays.com/ Tæknin ryður sér til róms við órlausnir prófa í Danmörku: Fjöldi nemenda villl þreyta próf með hjálp tölvu Ólæsilegt hrafnaspark, útstrikanir og blettir er nokkuð sem kennari sem fer yfir próf er alvanur. En brátt líður að því að þessir góðkunningjar kennarans heyri sögunni til, í það minnsta í nágrannalöndum okkar. Þar hefur tölvan hafið innreið sína í skólastofur, leikfimisali og önnur rými þar sem próf fara fram. í Danmörku liggur fyrir að 25 þúsund prófverkefni í framhaldsskólum hafi verið leyst af hendi með hjálp tölvu á þessu ári. Það samsvarar 30 prósenta aukningu frá árinu á undan þegar verkefnin voru 16 þúsund. 1996 voru þau 14 þúsund, 5 þúsund 1995 og aðeins 600 1994. Upplýsingar um fjölda framhaldsskólanema sem notuðu tölvu við prófúrlausnir í vor liggja ekki fyrir en búist er við að sú tala verði margfalt hærri en í fyrra. Þá völdu ríflega 8 þúsund nemendur að nota tölvu í prófunum. 1996 voru þeir 2400. Mögulegar martraðir eins og tölvuhrun og rafmagnsleysi hafa engin áhrif á nemendurna og prófúrlausnir á tölvum virðast hafa gengið áfallalaust fyrir sig. Talsmaður eins mennaskóla í Danmörku segir nemendurna enda kunna vel á tölvumar. Nær 70 prósent þeirra hafa aðgang að tölvu heima hjá sér. Þá eru nemendurnir vanir notkun tölva við verkefnavinnu í ýmsum námsgreinum. Tölvan hefur hafið innreiö sína í skólastofur þar sem próf fara fram. Kostirnir við notkun tölvu í prófum eru margir. Nemendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að skriftin skiljist ekki, þurfa ekki að glósa og þeir geta flutt hluta af svöram sínum til og frá án þess að nota strik og pílur um allt blað. Villupúkinn sér síðan um að orð eru rétt stöfuð og frágangur allur betri. í danska grannskólanum er leyfilegt að nota tölvur þegar prófað er í dönsku, ensku, þýsku, frönsku og stærðfræði. Menntaskólanemar geta notað tölvur þegar prófað er í tungumálum, samfélagsfræði og líffræði en stærðfræðipróf verður enn að leysa á gamla mátann. Ástæðan er sú að tölvan getur leyst allt of mörg stærðfræðiverkefni. Því hafa komið fram hugmyndir um að skipta stærðfræðiprófunum upp í tvo hluta. Kennarar era sammála um að þrátt fyrir kostina við notkun tölva hefur notkun þeirra ekki leitt til hærri einkunna, jafnvel ekki í réttritun. Ófáir era fullir efasemda um notkun tölvu í prófum og tala um aukinn möguleika á svindli. Nemendur geti falið ýmis skjöl og hjálpartæki á harðdiski tölvunnar. Danskir kennarar viðurkenna að nokkrir nemendur hafi orðið uppvísir að svindli. Á því hafi verið tekið með viðeigandi hætti. Hins vegar benda þeir á að eftirlit sé haft með skjám í prófstofunni auk þess sem stundum eru notuð skilrúm milli nemenda svo þeir sjái ekki á skjá hvor annars. Loks hafa margir grunnskólar farið þá leið að leigja tölvur til notkunar í prófum. Koma nemendur þá að tölvunni „hreinni og fá prófverkefnið á disklingi. Almennar reglur danskra ui notkun tölva í prófum segja að not megi villupúka og orðabækur en a hvers kyns tengsl við umheimini t.d. Netið, séu bönnuð. Reyndar eru ekki all: skólastjórar jafn hrinfir af tölvum prófum. Segja þeir að ómæld fyrirhöfn kosti að setja tölvurns upp eða flytja tölvur úr einstök stofum í sali þar sem próf fara fran Hægt veröur aö heimsækja Helsinki í þrívídd á Netinu. Þróa þrívíða mynd af Helsinki fyrir Netið Símáfélagið í Helsinki (HPY), stærsta einkarekna símafélagið í Finnlandi, hefur hleypt af stokkunum verkefni í samvinnu við Helsinkiborg sem nefnist Helsinki Arena 2000. Markmiðið er að þróa þrívíða mynd af Helsinki fyrir Internetið sem vera á tilbúin árið 2000 þegar Helsinki verður ein af menningarborgum Evrópu. Hefur verkefnið hlotið mikinn stuðning frá opinberam aðilum og einkafyrirtækjum. Gerð verður þrívíð mynd af Helsinki sem tengjast mun ýmsum gagnabönkum. Verður fólki kleift að ferðast um borgina með hjálp einkatölvu og nálgast upplýsingar um menningu, skemmtanir og afþreyingu og ýmsa þjónustu. I Helsinki Arena 2000 sameinast stafræn símtækni, breiðband og fjöldi gagnabanka. Að verkefninu koma, eins og áður sagði, Helsinkiborg, stærstu tölvufyrirtækin í Finnlandi, menningarstofnanir, skólar og afþreyingarfyrirtæki. Ráðgert er að HPY verji um 20 milljónum dollara í verkefnið á þessu ári en á næstu fimm árum verður heildarfjárfesting fyrirtækisins í þessu verkefni nálægt 3,5 milljörðum dollara. Búist er við að fjárfestingin skili sér að miklu leyti aftur í aukinni notkun símnetsins. Explorer sækir á Fyrirtækið Netscape Communications missti markaðshlutdeild yfir til Microsoft þegar staöan á vaframarkaönum var skoöuö miöaö viö janúar síöastliöinn. Þótt notendum Netscape^vafrans heföi fjölgaö frá því í janúar á síöasta ári féll markaös- hlutdeild fyrirtækisins úr 63 prós- entum í 54 prósent á þessum tíma. Markaöshlutdeild Microsoft, sem er með Explorer- vafrann á sínum s n æ r u m , tvöfaldaðist hins vegar á sama tíma, fór úr 21 prósenti í 39 prósent. í janúar var Netscape- vafrinn notaöurí 24,2 milljónum einkatölva í Bandaríkjunum en Explorer-vafrinn í 17,3 milljónum tölva. Brúðkaupsþankar Fyrir tveimur árum var Tim Gray í giftingarhugleiöingum og ók með unnustu sína mili veislusala til aö skoöa aöstæður. Þá laust þeirri hugmynd niöur í huga hans aö brúökaupsundirbúningurinn yröi til muna auvöeldari ef móguleikar Inter- netsins væru notaðir. Hann stofnaöi fyrirtækiö WeddingChannel síöastliöið sumar. Hefur vefur fyrirtækisins fengið hálfa aöra milljón heimsókna í hverjum mánuöi. Á vefnum má fá allar upplýsingar um brúökaup og brúökaupsdaginn eins og kirkjur, presta, veislusali, brúökaups- feröatilboö, fjárhagsáætlanir o.fl. Og ef maður vill skilja Fyrst hægt er að undirbúa brúökaupiö meö hjálp Netsins þykir sjálfsögð krafa aö nota megi Netið til aö skilja, í það minnsta til aö undirbúa skilnaö. Um þessar mundir er aö opna vefur í Kaliforníuríki þar sem hjón geta sótt um skilnað, fyllt út nauösynleg tylgiskjöl. Þessi gögn eru síðan notuö fyrir rétti. Þó er mælt meö aö hjón fái lögmann til aö líta yfir gögnin fyrst. Tölvaí sauðargæru Alls kyns aukaþúnaöur er fáanlegur fyrir tölvur. í Bretlandi má kaupa skjáverndara (screensaver) meö tilheyrandi gæru sem skjárinn er „ k I æ d d u r “ f. Þannig má dulbúa skjáinn sinn sem Ijón og fá Ijónamynd meö tilheyrandi öskri á skjáinn. Vilji menn ekki Ijón má breyta skjánum í baulandi kú, eöa jarmandi sauö. Þessi kyndugi aukabúnaður fyrir tölvur selst eins og heitar lummur í Bretlandi. Síðustu tólur herma aö 20 þúsund eintök seljistí hverjum mánuöi. Stundum er talað um úlf í sauðargæru en hér er viðeigandi að tala um tölvu í sauðargæru. Meira öryggi Fjármálamaourinn Jerry Wu frá Malasíu segist geta boöiö mun betra öryggiskerfi fyrir tölvusamskipti en bandarískir keppinautar hans bjóöa nú. Þaö sem um ræöir er dulkoðun frá fyrirtækinu Lester Technology Group, tækni sem breytir tölvupósti og öörum tölvusamskiptum í óskiljanlegt rugl sem síðan er afruglað hjá móttakanda sem hefur aögang til þess. Wu sagöi aö viö dulkóðun sína væri notast viö tvo lykla, almennan lykil og einkalykil, sem í raun væru talnaraðir til að auðkenna notandann. Almenni lykilllinn eropinn öllum sem vilja senda tölvupóst en einkalykillinn er einungis til notkunar fyrir móttakandann. Wu segir aö óryggiskerfi þetta sé fjórum sinnum öflugra en þekkist á markaönum og um leiö þjófheldara. r»^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.