Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Page 26
38
Þrýstiklefar gætu
komið í veg fyrir löm-
3f
vísindi og tækni
ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1998
Vísindamenn ráðlögðu höfundum stórslysamyndarinnar Árekstursins:
Hollywood-myndin ekki
fjarri raunveruleikanum
Óttaslegnir íbúar í Bandaríkjunum fylgjast meö því þegar halastjarna stefnir meö ógnarhraöa á jörðina. Atriöi úr
kvikmyndinni Árekstrinum.
un
Þrýstiklefar, eins og þeir
sem notaðir eru tU að með-
höndla kafara sem koma of
fljótt úr kafl, kunna að geta
komið í veg fyrir lömun hjá
fólki með skaddaða mænu.
Philip James við háskólann
í Dundee á Skotlandi segir að
í slíkum tilfeUum geti þrýsti-
klefmn skipt sköpum. Klefinn
þrýstir súrefni inn í vefi
skaddaðrar mænunnar. Blóðið
fer aftur að streyma og þannig
er komið í veg fyrir að frum-
urnar deyi. Frumudauði hefði
í för með sér varanlegan
skaða.
„Flestar slysadeildir eiga
ekki þrýstiklefa og flestir
læknar skUja ekki þörfina á
að auka uppleyst súrefni í
blóðvökvanum," segir James
sem kynnti hugmyndir sínar á
ráðstefnu í Washington DC
"^ fyrir skömmu.
Kynfræðsla nauð-
synleg framþróuninni
Ef framfarir eiga að verða í
þróunarlöndunum svokölluðu
þarf að veita ungum konum
aukna kynfræðslu, segir í nið-
urstöðum skýrslu Alan Gutt-
macher stofnunarinnar sem
f sérhæfir sig í rannsóknum á
' heilsufari.
í skýrslunni kemur fram að
allt að 60 prósent barna sem
unglingsstúlkur um heim all-
an eignast voru ekki á dag-
skránni og að um það bil ein
af hverjum níu táningsstúlk-
um hefur ekki aðgang að getn-
aðarvömum.
„Barneignum unglings-
stúlkna fer fækkandi í löndum
þar sem þær höfðu verið al-
gengar vegna aukinnar mennt-
unar og aukins skilnings á
þeim félagslegu, heilsufarslegu
og efnahagslegu kostum sem
fylgja því að slá bameignum á
frest,“ segir í skýrslunni.
Nefúði gegn
vflensu íbörnum
Bóluefni gegn inflúensu sem
úðað var í nef rúmlega eitt
þúsund bama undir sex ára
aldri reyndist ákaflega vel í
tilraunum sem gerðar voru í
fjölmörgum ríkjum Bandarikj-
anna. Bóluefnið reyndist bera
tilætlaðan árangur í 94 pró-
sentum tilvika.
Visindamennimir komust
að því að bóluefnið gerði
meira en aö koma í veg fyrir
flensu. Það dró einnig úr með-
fylgjandi eyrnasýkingiun um
30 prósent. Frá þessu var
skýrt í New England-lækna-
blaðinu fyrir skömmu.
Læknar em þó ekki allir á
því að bólusetja eigi börn gegn
inflúensu þar sem hún dregur
þau mjög sjaldan til dauða.
Hollywood-stórslysamyndin
Áreksturinn, sem sýnd er í Reykja-
vík um þessar mundir, er víst ekki
svo vitlaus eftir allt saman. Þar seg-
ir frá því er risastór halastjarna
rekst á jörðina með tilheyrandi
hrikalegum afleiðingum. Flóðbylgjur
skola borgum burt og þeir sem kom-
ast lífs af úr hörmungunum leita
skjóls í neðanjarðargöngum.
Afleiðingar árekstursins eins og
þær birtast í kvikmyndinni em ekki
fjarri raunveruleikanum, að sögn
vísindamanna sem hafa gert reikni-
líkan af svona árekstri í einhverri
öflugustu tölvu sem til er í heimin-
um. Útreikningarnir sýna að árekst-
ur af þessu tagi mundi afmynda hafs-
botninn og hundruð rúmkílómetrar
af heitri vatnsgufu og bræddu grjóti
mundu þeytast í loft upp. Grjóti og
vatni mundi síðan rigna um
gjörvalla jörðina næstu klukkutím-
ana á eftir og ský mundi myndast
yfir allri jörðinni. Höggbylgjan og
hitinn frá árekstrinum mundu breið-
ast út og eyðileggja allt á stóru
svæði. Skýið yrði til þess að hitastig
jarðar lækkaði svo mikið að kjarn-
orkuvetur mundi leggjast yfir allt.
Búast má við árekstri eins og
þeim sem segir frá í myndinni einu
sinni á 300 þúsund ára fresti. Vís-
indamennirnir Arthurine Brecken-
ridge og Paul Chodas eru sammála
um að tæknibrellur myndarinnar
séu mjög trúverðugar. Það er
kannski ekki undarlegt þar sem
enn einn vísindamaðurinn, Chris
Luchini frá bandarísku geimferða-
stofnuninni NASA, var kvikmynda-
gerðarmönnunum til ráðgjafar.
Luchini þessi kom til dæmis í veg
fyrir að höfð væru með í myndinni
atriði sem eiga enga stoð í raun-
veruleikanum. Þannig ætluðu kvik-
myndagerðarmennirnir að láta
geimfar lenda á halastjömunni. Það
er hins vegar útilokað þar sem
næstum enginn þyngdarkraftur er
á slíkri stjörnu. Geimskipið hefði
því ekki geta setið kjurt á yfirborði
halastjörnunnar.
Nærvera vísindamannsins kom
þó ekki í veg fyrir að vísindalegrar
ónákvæmni gætir á stöku stað. En
hvaða máli skiptir það ef sagan
verður æsilegri fyrir bragðið? Þetta
er jú bara bíó.
Nyjungagirni,
sælgætisát og
alkóhólismi
Nýjungagjarnir menn sem
finnst gott að fá sér eitthvað sætt
í gogginn eru fyrirtakskandídatar
fyrir alkóhólisma, ef marka má
rannsóknir sem bandarískir vís-
indamenn hcifa gert. Uppgötvun
þessi gæti leitt til þess að búið
verði til mjög nákvæmt próf til að
greina þennan illvíga sjúkdóm í
mönnum.
„Ekkert annað greiningarpróf
fyrir alkóhólisma sýnir slíkan ár-
angur,“ segir Alexey Kampov-Po-
levoy við háskólann í Norður-
Karólínu sem stjómaði rannsókn-
inni.
Prófið er í tveimur hlutum.
Annars vegar er persónuleika-
próf og hins vegar próf sem mæl-
ir hversu sólgnir viðkomandi eru
i sætindi. Með prófi þessu tókst
réttilega að benda á alkóhólisma í
85 prósentum þeirra 78 karla sem
tóku þátt í tilrauninni.
Hvatvísir sætindaunnendur
eru því aðeins í mikilli áhættu
fyrir alkóhólisma að þeir sýni
merki andstæðra persónuleika-
einkenna, það er að þeir hafi sam-
timis þörf fyrir að forðast óþæg-
indi.
„Það mætti orða það svo að
sætindafikni alkóhólistinn sé
maður sem hefur gaman af fall-
hlífarstökki en er hræddur við að
fara upp í flugvél," segir Kampov-
Polevoy.
Nýjungagjamii- menn eru hvat-
vísir en þeir sem sneiða hins veg-
ar hjá öllum hættum eru oft
þunglyndir og kvíðafullir.
Kampov-Polevoy segir að menn
séu í hættu þegar þeir sækjast eft-
ir sterkri örvun og hafi um leið
slæma stjórn á hvötum sínum.
Meðal þátttakendanna í rann-
sókninni voru 52 karlar sem
höfðu aldrei verið greindir sem
alkóhólistar og 26 karlar sem
höfðu farið í meðferð. Niðurstöð-
ur rannsóknarinnar eru birtar í
timariti um áfengismál.
Stúlkurnar sækja alls staðar í sig veðrið:
Þungar áhyggjur af færri
fæðingum sveinbarna
Enn þurfa drengir að láta undan
síga fyrir framsókn stúlknanna. Nú
er svo komið að fæðingum svein-
barna hefur fækkað svo í iðnríkjun-
um á undanförnum áram að nokkr-
ir bandarískir vísindamenn lýsa
yfir áhyggjum sínum í tímariti
bandarísku læknasamtakanna.
Vísindamennirnir, Devra Lee Da-
vis, Michele B. Gottlieb og Julie
R. Stampnitzky, rannsökuðu
gaumgæfilega tölfræðilegar
upplýsingar um fæðingar í
Danmörku, Hollandi,
Kanada og Bandaríkjunum.
Þar var tilhneigingin alls
staðar sú sama, nefnilega
að hlutfall sveina meðal
nýbura hefur farið lækk-
andi.
Alla jafna fæðast fleiri
sveinbörn en stúlkubörn.
Árið 1959 voru sveinbörn
51,5 prósent allra nýfæddra en
árið 1990 var það hlutfall kom-
ið niður í 51,3 prósent. Þótt mun-
urinn sé ekki mikill telst hann
engu að síður marktækur.
Ekki er vitað hvað veldur þess-
ari fækkun sveinbarnafæðinga.
Vísindamenn vita hins vegar
hvaða þættir gætu haft áhrif
þar á. Rannsóknir sýna
til dæmis, að þvi
eldri sem faðirinn
er þeim mun
minni líkur
em á að hann
eignist dreng. Þá em stúlkur fleiri
meðal glasabama og líkurnar á að
kona eignist dreng minnka ef hún
hefur haft ákveðna sjúkdóma, eins
og lifrarbólgu.
Ekki eru þó
allir þættir
drengjun-
um í
óhag.
Gerðar h£ifa verið rannsóknir sem
sýna fram á að meiri líkur séu á að
úr verði sveinbarn eftir því sem
meiri aldursmunur er á föðurnum
og móðurinni. Þá segja nokkrir vís-
indamenn að streita hafi áhrif á kyn
bamsins, þótt ekki sé vitað hvert
samhengið sé þar á milli.
Sú skýring á hallanum á svein-
barnafæðingum sem vekur hvað
mestan óhug meðal vísindamanna
er sú að ákveðin efnasamböd eigi
þarna sök á. Vísindamenn vita að
ákveðin efni hafa áhrif á hversu
mörg sveinbörn fæðast. ítalski bær-
inn Seveso er gjarnan tekinn sem
dæmi. Árið 1976 varð þar mikið um-
hverfisslys þegcir mörg kOó af eitur-
efninu díoxíni fóru út í andrúms-
loftið. Rannsóknir á undanförnum
áram sýna að þar hafa fæðst miklu
færri sveinbörn og fleiri stúlku-
börn en búast hefði mátt við ef
allt hefði verið með felldu.
Bandarísku vísinda-
mennirnir segja þó enn
of snemmt að kenna
eiturefnunum alfar-
ið um færri svein-
barnafæðingar.