Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Síða 34
46
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998
Hringiðan
DV
Reykleysi var í fyrsta
sinn skilyrði í keppn-
inní Ungfrú ísland í ár
og ungfrú Svíþjóö
1996, Annika Duck-
man, var heiðursgest-
ur. Hún kom fram
ásamt Þorgrími Þrá-
inssyni og talaði um
mikilvægi þess að vera
reyklaus fyrirmynd.
Ungfrú ísland var krýnd á Broadway á föstu-
dagskvöldið. Hér á síðunni eru nokkrar svip-
myndir frá keppninni. Fjölskylda hinnar ný-
krýndu fegurðardrottningar var aö sjálf-
sögðu á staðnum til þess aö óska henni til
hamingju. Amman, Guðbjörg Sigríður
Thorstensen, pabbinn, Hermann
Thorstensen, ungfrú ísland 1998, Guð-
björg Hermannsdóttir, kærastinn, Jó-
hann Gunnarsson, mamman, Margrét
Benediktsdóttir, og systirin, Svanhild-
ur Björk Hermannsdóttir, voru að von-
um ánægö með úrslitin.
Á hverju ári er valin Ijósmyndafyrirsæta
DV og í þetta sinn var það hin stórglæsi-
lega Eyrún Steinsson sem varð fyrir val-
inu. Systir hennar, Unnur Steinsson, sem
reyndar var kynnir á keppninni, er ekki síð-
ur glæsileg.
i" .. • ’iiW'á
'í
i\ " -•
■ A Ungfrú Island
SH 1997, Harpa
H Und Harðar-
|| dóttir, og Guöný
I j Helga Herberts-
I/ dóttir, sem lenti í
* / öðru sæti í sömu
■ keppni, voru aö
' sjálfsögöu mættar í
keppnina í ár til þess
aö krýna arftaka sína.
Það var ekki
nóg með aö
allt væri yfir-
fullt af fegurð-
ardísum á og í
keppninni
heldur slædd-
ust nokkrir
fegurðarkóng-
ar einnig meö.
Þór Jóseps-
son, fyrrver-
andi herra ís-
land, og Unnar
Jósepsson
fylgdust með
keppninni af
áhuga.
Stuttu fyrir krýnlnguna, þegar spennan var hvað mest, brá Ijósmyndari DV sér baksviös og þá vildi svo
skemmtilega til að þær þrjár stúlkur sem voru að máta krýningarsófann voru einmitt þær sem lentu í
þremur efstu sætunum. Lilja Karítas Lárusdóttir, sem lenti í þriðja sæti, feguröardrottningin, Guðbjörg
Hermannsdóttir, og Áshildur Hlín Valtýsdóttir, sem lenti í öðru sæti, gantast rétt fyrir krýninguna.
Ungfrú ísland 1998, Guðbjörg Hermannsdóttir, var
krýnd laust eftir miönætti á föstudagskvöldiö. Fyrr um
kvöldiö kom hún fram i þessum glæsilega gyllta sfökjól
og það hefur eflaust veriö þá sem dómararnir tóku af
skarið og gerðu upp hug sinn. DV-myndir Teitur/Hari
Þær Bergijót Þorsteinsdóttir og Harpa
Rós Gísladóttir voru á kunnuglegum slóö-
um á Broadway því báöar hafa þær tekið þátt í keppninni Ungfrú fs-
land en létu sér nægja aö fylgjast með keppninni aö þessu sinni.
Erna Björg Siguröardóttir og syst-
urnar Þorbjörg Sif og Helga Þor-
steinsdætur voru á keppninni en
Helga sá um aö stúlkurnar í keppn-
inni væru vel plokkaðar og með
glæsilegar neglur.