Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Síða 3
T>V* FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998
(jkvikmyndir
The Gingerbread Man, sem Há-
skólabíó frumsýnir 1 dag, er nýjasta
kvikmynd Roberts Altmans og er
hún gerð eftir handriti þess fræga
rithöfundar, Johns Grishams, og er
þetta fyrsta handritið sem hann
semur beint fyrir kvikmynd en all-
ar bækur hans hafa ratað á hvíta
tjaldið.
The Gingerbread Man hefur yfir-
leitt fengið mjög góða dóma en samt
er það svo að í dreifingu í Banda-
ríkjunum hefur henni verið haldið
niðri þrátt fyrir að góð aðsókn hafi
verið í þau fáu kvikmyndahús sem
hún hefur verið sýnd í. Ástæðan er,
að því er heimildir herma, karp á
milli Altmans og framámanna kvik-
myndafyrirtækisins sem framleiðir
myndina. Þeir vildu breyta sumu í
myndinni eftir að Altman hafði skil-
að henni frá sér en vöruðu sig ekki
á því að i samningnum við Altman,
sem gerður var áður en tökur hóf-
ust, stóð að lokafrágangur á mynd-
inni væri á hans hendi. Þegar svo
Altman neitaði að breyta var mynd-
in sett í nokkurs konar bann og
dreift mjög takmarkað. Fáránleg
hefnd svo ekki sé meira sagt.
Eins og í öllum sögum sem John
Grisham hefur sent frá sér er aðal-
persónan lögfræðingur. í þessu til-
felli heitir hann Rick Magruder og
er vel metinn lögfræðingur í Sa-
vannah í Georgíu. Magruder kynn-
ist dularfullri og fallegri konu sem
hann verður hrifmn af. Eftir þvi
sem hann heillast meira af konunni
dregst hann inn í dulúðina sem um-
lykur hana og um leið fara að koma
brotalamir í lif hans sem hefur ver-
ið slétt og fellt hingað til.
Það er breski stórleikarinn Ken-
neth Brannagh sem leikur lögfræð-
ingi en Embeth Davidz leikur ungu
stúlkuna. í öðrum hlutverkum eru
Robert Downey jr., Daryl Hannah,
Tom Berenger, Famke Jansen og
Robert Duvall.
Kenneth Brannagh leikur lögfræðinginn Rick Magruder sem flækist í dular-
fulla atburðarás þegar hann kynnist ungri og fallegri stúlku.
Quintet, 1979
A Perfect Couple,
1979
Health, 1980
Popeye, 1980
Come Back to
the 5 and
Dime, Jim-
my Dean,
Jimmy Dean,
1982
Streamers,
1983
Secret Honor,
1984
Fool
Robert Altman
for Love, 1986
Beyond Therapy, 1987
O.C. and Stiggs, 1987
Aria (leikstýrði einum hluta
af tíu), 1987
Vincent and Theo, 1990
The Player, 1992
Short Cuts, 1993
Ready to Wear/Pret-a-Port-
er, 1994
Kansas City, 1996
The Gingerbread Man, 1998
-HK
, . i
Robert Altman, sem orðinn er sjö-
tugur, er sjálfsagt frægasti einfar-
inn í Hollywood. Hann hefur allt frá
því hann sló í gegn með MASH far-
ið sínar eigin leiðir, oftast á skjön
við kerflð í Hollywood, með misgóð-
um árangri. Hans bestu myndir,
eins og til að mynda MASH, Nas-
hville, McCabe and Mrs. Miller,
Three Women, Images, Streamers,
Vincent and Theo, The Player og
Short Cut eru hágæðamyndir sem
halda nafni hans hátt á lofti. Alt-
man hefur einnig gert kvikmyndir
sem best eru geymdar í glatkist-
unni. Má þar nefna Popeye (fyrsta
kvikmyndin sem Robin Williams
lék aðalhlutverk í), Buffalo BUl and
the Indians, Health, O.C. and Stiggs
og Beyond Therapy.
Það hefur aldrei verið nein logn-'
molla í kringum Robert Altman og
þótt myndir hans hafl farið fyrir
brjóstið á mörgum hefur það alltaf
vakið athygli þegar hann sendir frá
sér nýja kvikmynd. Ekki hefur
hann verið í vandræðum með að fá
þá leikara sem hann vill til að leika
í myndum sínum, samanber The
Player og Pret-a-Porter þar sem nán-
ast frægir leikarar eru i öllum hlut-
verkum. Nokkrir þekktir leikarar
nú hafa hafið feril sinn hjá Altman.
Shelley Duvall, Keith Carradine,
Lily Tomlin, Jeff Goldblum, Sally
Kellerman, Louise Fletcher, Mich-
ael Murphy og Cher stigu öll sín
fyrstu spor á hvíta tjaldinu í mynd
eftir hann. Auk kvikmyndanna hef-
ur Robert Altman gert fjölda sjón-
varpsmynda. Hér á eftir fer listi yfir
þær kvikmyndir sem Robert Alt-
man hefur leikstýrt:
The Delinquents, 1957
Countdown, 1968
That Cold Day in Park,
1969
MASH, 1970
Brewster McCloud,
1970
McCabe and Mrs.
Miller, 1971
Images, 1972
The Long Good-
bye, 1973
California Split,
1974
Nashville, 1975
Buffalo Bill and
the Indians,
1976
Three Women,
1977
A Wedding,
1978
lífð er byggð á samnefndri skáldsögu
Russels Banks en það er Egoyan
sjálfur sem skrifar handritið. Mynd-
in fjallar um harmleik sem á sér stað
í smábæ í Bresku Kólombíu en fjórt-
án böm úr bænum létu lífið þegar
skólabíllinn sem þau voru í fór út af
veginum og lenti i ísilögðu stöðu-
vatni. í bæinn kemur
lögfræðingur nokkur
sem Ian Holm leikur
og reynir hann að fá
fólkið til að höfða
skaðabótamál. Við
kynnumst persónum
bæjarins í gegnum
samtölin sem þær eiga
við lögfræðinginn og
einnig þeirri sorg sem
hvílir á bænum.
Myndin hlaut verð-
laun á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes á síð-
asta ári og einnig var
hún ofarlega á blaði
hjá gagnrýnendium í
New York og I/OS Ang-
eles og var hún út-
nefnd til óskarverð-
launa fyrir bestu leik-
stjórn og besta hand-
rit.
KVIKM YKJ) A Kringlubíó - 'Til There Was You:
mmi\\ Svefnlaus í Sambíóunum *
’Til There Was You er undir áhrifum frá Sleepless
in Seattle. Myndin rekur sögu Gwen Moss (Jeanne
Tripplehorn) og Nick Dawkan (Dylan McDermott) frá
æsku fram á fullorðinsár. Þau eru sköpuð hvort fyrir
annað en örlögin haga því svo að þeim virðist ekki
ætlað að mgla saman reytum.
Gwen trúir á hina einu sönnu ást. Hún yrkir vond
ljóð og sækir verri bókmenntanámskeið í Hollywood-
háskóla af verstu gerð. Eftír útskrift gerist hún rithöf-
undur en sjáJfsálitið er ekki meira en svo að hún
skrifar í nafni ahnarra. Erfið æska Nicks veldur því
að hann getur ekki bundist neinum af heilhug. Hann
lýkur námi sem arkitekt en veruleikasýn hans litar
listsköpunina. Byggingar Nicks eru lífvana og nánast
fjandsamlegar mönnum. Þegar Nick kynnist sjón-
varpsþáttaleikkonunni Francescu Lanfield (Sarah
Jessica Parker), sem hafði verið þekkt barnastjarna,
fær hann gullið tækifæri til þess að sanna sig.
Francesca á íbúðarbyggingu á lóð sem fjárfestar vilja
leggja undir stórhýsi. Nick á að hanna gripinn og eft-
ir að hafa séð hvers hann er megnugur verð ég að við-
urkenna að mig hryllti við útkomunni. íbúar gömlu
byggingarinnar spyrna við fæti og með Gwen í farar-
broddi gera þau Nick og fjárfestunum líflð leitt. Á
meðan þessu fer fram er áhorfandanum ætlað að ör-
vænta yfir stóru spumingunum. Finnur Gwen ástina
í lífi sínu og finnur Nick barnið i sjálfum sér?
’Til There Was You er ein andlausasta mynd þessa
árs. Tripplehorn og McDermott em hræðileg og
bjarga engu í þessu ójafna og oft herfilega handriti.
Tripplehorn, sem fyrst og fremst er þekkt fyrir leik
sinn í Basic Instinct (1992) og The Firm (1993), veldur
engan veginn hlutverkinu og hlýtur að teljast ein-
kennilegur valkostur sem aðalleikkona í rómantískri
gamanmynd. Eini leikarinn sem nær að sýna ein-
hvers konar tilþrif var Sarah Jessica Parker. Sessu-
nautur minn sofnaði í miðri mynd. Ég gat því miður
ekki veitt mér þann munað.
Leikstjóri: Scott Winant. Aðalhlutverk: Jeanne Tripp-
lehorn, Dylan McDermott, Sarah Jessica Parker og
Jennifer Aniston. Guðni Elísson.
tœiNGjril
TVLEOD
Gnoðavogi I I - Nvbvlavegi H