Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 9
33FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998
HLJÓMPLjjTU
★★★
Ýmsir flyjendur—Ninja Cuts FunKungFushion
Þeir listamenn sem gefa út
hjá Ninja Tunes-merkinu frá
London eru ekki mikið í sviðs-
ljósinu heldur malla sitt fjöl-
breytta dansdót í svölum skugga.
Það er helst að Coldcut hafi kikt
úr skugganum, enda meðlimir
dúettsins stjórnendur útgáfunn-
ar. Merkið hefur dælt út gæða-
efni síðustu árin og þetta er
þriðja safnplatan sem kemur
undir Ninja Cuts-merkimiðan-
um. Hér erum við að tala um
gæfulegan pakka; tvo diska, 31
lög á tæpum þremur tímum. Langflest lögin eru ósungin og djammkennd,
mikið af djössuðum anda og draumkenndum; flest rólegt, yfirvegað og
óyggjandi svalt. Veikir blettir eru nokkrir, þegar tónlistin lufsast endur-
tekningafull áfram eins og rúðuþurrkur í dembu en gullmolarnir eru
heilmargir. Kid Koala er spennandi gaur, eins konar Halli og Laddi út-
gáfunnar, og óhræddur við að flíka fríkuðum hljóðum. Hér spinnur hann
í kringum ritvélaglamur og fær snillinginn Money Mark til að hjálpa sér.
Fyrsta plata Kid kemur í sumar og ég bið spenntur. Luke Vibert hleður
fjölbreyttum taktvef á stofupoppslega stemmu og Ursula Rucker rappar
fallega á flauelsmjúkt hljóðteppi Silent Poets. Hjá Roots Manuva kveður
við skeggbroddalegri tón, gott rapp og dálítil reiði í gangi, sem er velkom-
ið uppbrot á þeirri áferðarfallegu tónlist sem á undan er komin. Cabbage-
boy byggir upp ævintýralegt teknó, Neotropic seiðir fram suðrænan blæ
og Animals On Wheels eru djöfullega þungir og málmkenndir. Allir
gömlu meistarar útgáfunnar eru svo auðvitað með, Funki Porchini, Her-
baliser, DJ Vadim, DJ Food og Coldcut og halda áfram að hræra og þró-
ast. Viljirðu dægurlög eða hlusta á eitthvað sem fær þig kannski til að
gráta ættirðu að snúa þér annað því þessi tónlist fer dálítið inn um ann-
að og út um hitt og skilur svo sem ekki mikið eftir sig. Það breytir því
ekki að hér eru nýstárlegar hugmyndir í hrönnum; Ninja Tunes er
sallafln tilraunastöð og hér kraumar í tilraunaglösunum.
Gunnar Hjálmarsson
Radiohead - Airbag / How Am I Driving ★★★
Eftir þrjár sífellt betri plötur
er Radiohead orðið eitt vin-
sælasta rokkband í heimi og ör-
ugglega það virtasta. OK
Computer var plata ársins 1997
og hér er komin kærkomin
hressing, sex lög úr sömu upp-
tökutöm, eins konar undan-
renna úr mjólkurbúi sveitarinn-
ar. Sum lögin hafa komið út áður
sem B-hliðar á smáskífum, en
þetta míní-albúm-fyrirkomulag
er gott fyrir þá sem nenna ekki
að eltast við smáskífur. Airbag af
stóm plötunni ber hér af en jafnvel undanrenna frá Radiohead smakkast
sem rjómi flestra annarra sveita og því standa aukalögin sex vel fyrir
sínu. Þau era í svipuðum gír og OK Computer, upphafið melódískt til-
raunarokk en þó óheflaðra og greinilega ekki eins útpælt. í Melatonin
beitir Thom sama yfirdrifna værðartóninum og í Paranoid Android. Palo
Alto minnir okkur á að Radiohead byrjaði sem frekar hefðbundið rokk-
band, einnig Polyethylene (Parts 1 & 2); i báðum lögunum skiptast á
mjúkir kaflar og harðir, ekki ósvipað trix og bandið beitti þegar það sló
í gegn meö Creep. Meeting in the Aisle er ágætt ósungið fljótandi smá-
verk, en Pearly og A Reminder fremur veikbyggð og bæta engu við. Lög-
unum er pakkað í þetta líka fína umslag, allt yfirgengilega artí fartí og
óskiljanlegt, en á meðan tilgerðin hleypur ekki með tónlistina í gönur
mega Thom og kó vera djúppælingslega artí fyrir mér.
Gunnar Hjálmarsson
RADIOHEAO AIRBAG / HOW AM 1 DRIVING? 1426148550 TH:S MIM AUiUM )S MUÍD Al IMfc UM
1 HAVE TO UE 11 THE M1DDÍ.E Of THCFLOffl COMPU.TU.T MOTWWUSS HO~ OARIKC TO MCATHE.
2pac: R U still down? (remember me) ★i
Þó að 2pac sé löngu dauður er
ekkert lát á útgáfu tónlistar hans.
Að þessu sinni er það móðir
hans, Afeni Shakur, sem stendur
fyrir útgáfunni, en á þessum
diski eru gamlar og nýjar upptök-
ur i bland.
Að vísu er erfitt að greina
hvort upptökumar eru gamlar
eða nýjar því ekki kemur fram á
diskinum hvenær þær eru gerð-
ar. Stundum er þó hægt að heyra
á lögunum hvenær þau era gerð,
svona nokkum veginn. Nokkur
lög er t.d. mjög lík lögunum á Thuglife, plötu sem 2pac gerði ásamt fleir-
um. Einnig má heyra sama raddeffektinn og var notaður í laginu Cali-
fornia love. Flest laganna á þessum tvöfalda diski eru í rólegri kantinum
og ég verð að viðurkenna að ég fila slíkt ekkert allt of vel. Þó er eitt og
annað gott innan um og saman við, þar á meðal var reyndar lagið „Do
for love“ en það er eitt af fáum R&B-lögum sem eru að mínum smekk.
Sumir aðdáenda 2pacs hefa velt því fyrir sér hvort kappinn sé raun-
verulega dauður eða hvort þetta hafi bara verið sett á svið til að gera
minningu hans ódauðlega. (Aðdáendur hans hafa kannski ekki áttað sig
á því að dauður maður borgar ekki skatta?) Þetta fólk hefur fundið ým-
islegt á plötum hans sem bendir til þess. Ég er hins vegar gjörsneyddur
öllum hæfileikum til að finna slíkt og mér er alveg sama.
Þetta er allt í lagi diskur, en vel hefði mátt sleppa slatta af lögum og
hafa hann einfaldan. Það voru svona 5 lög af 26 sem mér líkaði og er það
heldur lítið til að kaupa heilan disk fyrir. En must fyrir alla 2pac-fans.
Put TWO fingaz in the air!
Guðmundur Halldór Guðmundsson
tónlist
Smashing Pumpkins er óefað eitt stærsta rokkband í heimi í dag og hefur verið á stöðugri uppleið.
Smashing
PQOffiönÐfcOOЩ
geiu:
o w
- hefur alltaf farið eigin leiðir
Smashing Pumpkins hefur gef-
ið út sína fjórðu plötu, Adore.
Hinum hefðbundnu háværu
og rifnu gíturum hefiu verið skipt út
fyrir hljóðgervla; í staðinn fyrir
groddalegt rokk er komið lágvært og
slétt popp, þó með myrku og dulu yf-
irbragði. ímyndaðu þér foringja sveit-
arinnar, Billy Corgan, fyrir aftan
plötuspilara en ekki æpandi með gítar
um hálsinn. Það væri hann að gera í
dag ef hann væri sautján en ekki þrjá-
tíu og eins; „Hver vill vera í rokk-
bandi í dag?“ spyr Billy. Gitarleikar-
inn James Iha bætir við: „Það er
miklu auðveldara að vera plötusnúð-
ur. Fáðu þér plötuspilara og sampler -
ekkert mál.“
Nýja platan er þó ekkert stökk út í
DJ-menninguna. Þremenningarnir
eru enn þá að fást við rokk en það er
orðið miklu fágaðra og rólegra. „Þetta
var órokkuð plata frá upphafi," segir
BiUy. „Við byrjuðum á að takmarka
okkur við píanó, órafmagnaða gítara,
einfóld lög, en fengum fljótt leið á því.
Þá varð þetta spurning um að fara
með tónlistina inn á undarleg svæði
svo við gætum afrekað eitthvað sem
væri nýtt fyrir okkur, náð fram öðru-
vísi titfinningu í tónlistinni. Annars
vegar eru lögin miklu einfaldari, ekki
eins yfirdrifin og margt sem við höf-
um gert, en hins vegar er nýja platan
miklu margbrotnari en það sem á
undan er komið.“ James bætir við að
bandið hafi verið án trommara (Jim-
my Chamberlin var rekinn fyrir
heróínneyslu) og þess vegna hafi nýju
lögin ekki verið æfð upp til agna áður
en var farið með þau í hljóðver.
Þótt bandið sæki á ný mið er rokk-
ið enn mikilvægt fyrir sveitina.
„Rokkið er tilfinningaleg óútskýr-
anleg orka sem nistir inn að beini,“
segir BUly. „Sé rokkið gott er það
galdri líkast, eins og Disneyland eða
eitthvað. Það er ekki hægt að útskýra
hvers vegna gott rokk virkar, það ger-
ir það bara.“
Önnur breyting sem gefur til kynna
að með plötunni sé Smashing Pumpk-
ins að fullorðnast, er að í textunum er
verið að fjalla um „fullorðnari" þem-
ur. „Ég er ekki lengur að tala ein-
göngu til unglinga," segir Billy.
„Núna er ég að tala til allra, alls
heimsins, ég er að tala til fólks sem er
eldra en ég og þess sem er jafngamalt
og ég. Á mjög einfaldaðan hátt má
segja að ég sé að syngja um ástina og
söknuðinn en annars vil ég sem
minnst segja um textana því mér
finnst það algjör óþarfi. Fólk á að fá
að draga sínar eigin ályktanir af
þeim.“
Velgengnin þýðir frelsi
Smashing Pumpkins er óefað eitt
stærsta rokkband í heimi í dag og hef-
ur verið á stöðugri uppleið. Fyrsta
platan, Gish, kom út nákvæmlega
sama dag og Nevermind Nirvana í
maí 1991 og féll dálítið í skuggann en
Siamese Dream frá 1993 kom bandinu
á kortið svo um munaði. Tvöfalda
platan Mellon Collie And The Infinite
Sadness kom 1995 og styrkti bandið
enn. Billy Corgan reyndi hvað hann
gat til að gefa skít í rokkstjömuí-
myndina, rakaði sig sköllóttan og var
í eins fótum á 200 tónleikum árin
1996-1997; siifurbuxum og bol sem
stóð á Zero. En hafa frægðin og fram-
inn gert þremenningana hamingju-
sama? „Nei, ekki beint,“ segir sá
sköllótti. „Velgengnin hefur kennt
manni mikið - góða hluti og vonda.
Maður lærir t.d. að bandið er það sem
er langmikilvægast, miklu mikilvæg-
ara en aðdáendurnir og gagnrýnend-
urnir. Tónlistin sem þú gerir er miklu
mikilvægari en hvað fólki finnst um
hana. Svo má snúa spurningunni við
og spyrja hvort við verðum óham-
ingjusöm ef nýja platan gengur illa.
Ég held ekki. Þegar ég hugsa um ham-
ingju, hugsa ég um frábæra tónleika
sem við höfum spflað á og frábær lög
sem við höfum gert. Ég sé ekki fyrir
mér hrúgu af seðlum. Það er ekki
mikilvægt fyrir mig.“ „Við höfum
ekki tíma til að eyða neinu hvort sem
er,“ bætir D’Arcy Wretzky bassaleik-
ari við.
En hvað hefur velgengnin þá fært
Smashing Pumpkins? „Aðallega
frelsi," segir James Iha. „Ef okkur
langar í eitthvað, gítar, hljómborð,
tölvukerfi, þá getum við keypt það og
við höfðum líka efni á að búa til plötu
eins og Adore. Ég var að hugsa um
það þegar við vorum að byrja þá vor-
um við að skrölta um á sendibíl og
einn þurfti alltaf að sofa aftur í á
krossviðarplötu sem sett var ofan á
bassamagnarann. Maður lá þarna,
glápti upp á sendibílsþakið og sofnaði,
rumskaði svo og sá ekkert nema upp
á þakið, heyrði skröltið og steinsofn-
aði aftur.“
Finnst ykkur vera langt síðan þetta
var?
„Nei, ekki nógu langt," segir
D’Arcy.
„Manni líður stundum eins og mað-
ur hafi verið milljón ár í bransanum
en svo rifjast upp atvik eins og þetta
og þá virðist vera stutt síðan við byrj-
uðum,“ segir Billy.
Hvað hvetur ykkur áfram? Hvað
hefur áhrif á ykkur?
„Við gerum allt til að þurfa ekki að
skrölta aftur ofan á bassamagnar-
anum.
Nei, hvað áttu við? Hvað hvetur
okkur áfram í músíkinni?" spyr Billy
á móti. Já, eða til að fara á lappir á <.
morgnana?
„Við höfum alltaf haft ný og ný
markmið til að stefna að. Þegar við
byrjuðum var það t.d. markmið að
spila á Cabaret Metro (klúbbur í
Chicago) af því að Dinosaur Jr hafði
spilað þar eða eitthvað. Eftir því sem
bandið hefur stækkað og breyst hafa
takmörkin þróast, síðast var það t.d.;
gerum plötu án málamiðlana, plötu
sem hljómar ekki eins og það sem fólk
býst við að heyra frá okkur. Þetta eru
stór takmörk og það sem heldur okk-
ur gangandi. Að gera það augljósa og
það sem fólk býst við er bara ömur-
lega leiðinlegt, þá ertu bara leikbrúða
í höndum markaðarins. Við byrjuðum
í þessu bandi af því við höfðum ógeð
á því rokki sem var í gangi, af því all-
ir hljómuðu bara eins og einhverjar
helvítis dúkkur. Við höfum alltaf far-
ið eigin leiðir."
-glh
v