Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Síða 3
T
ð
t
i
m
m
i
m
«
i
i
(«
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
Tír *
(kvikmyndir
"*★ ★
Sex dagar - sjö nætur í Sam-bíóum:
Tekin á fallegustu Hawaii-eyjunni
Sex dagar - sjö nætur (Six Days, Seven Nights),
sem Sam-bíóin taka til sýningar í dag, er frumsýnd
hér á landi aðeins einni viku eftir að heimsfrum-
sýning var á henni í Bandaríkjunum. Um er að
ræða létta og skemmtilega gamanmynd með
spennuívafi sem gerist á eyju í Kyrrahafinu. Segir
frá samskiptum flugmanns sem þar býr og stór-
borgarstúlku sem er túristi og hvernig þau bregð-
ast við þegar þau verða strandaglópar á óbyggðri
eyju. í aðalhlutverkum eru Harrison Ford og Anne
Heche.
Myndin hefur ákaflega glæsilegt yfirbragð og
þessi suðræna paradís nýtur sín vel í fallegum
myndskeiðum. Sex dagar - sjö nætur er tekin að
mestu á eyjunni Kauai sem er af mörgum talin fal-
legasta eyjan i Hawaii-eyjaklasanum. Hefur eyjan
verið tökustaður margra frægra kvikmynda. Það
var árið 1933 sem Kauai var fyrst notuð í kvik-
mynd. Var það í White Heat, rómantískri mynd um
líf á plantekru og forboðna ást. Síðan hafa útiatriði
í meira en fimmtíu kvikmyndum verið tekin á
þessari mikilfenglegu eyju. Má þar nefna frægar
kvikmyndir eins og South Pacific, Blue Hawaii, Ju-
rassic Park og framhald hennar, The Lost World,
og Outbreak. Þá má geta þess að í einni af stór-
myndum sumarsins, Mighty Joe Young, sem eftir á
að frumsýna, er Kauai orðin aftur vettvangur
stórra atburða.
Harrison Ford
Ford er fjölskyldumaður og býr
með eiginkonu sinni, handrits-
höfundinum Melissu
Mathieson, og
hörnum þeirra á
sveitabýli í
Maine þar
sem hann
tekur enn
til hend-
inni þeg-
ar þarf
að lag-
færa
smíða.
Hér til
hliðar
er listi
yfir þær
kvikmyndir
sem Harrison Ford
hefur leikið i frá
því hann lék í
American
Graffiti.
-HK
Harrison Ford er einn vinsælasti leik-
ari samtímans og sá sem þykir ein örugg-
asta fjárfestingin svo það kemur ekki á
óvart að hann skuli yfirleitt fá í hendurn-
ar fyrstur þau handrit sem mestur fengur
þykir að fyrir karlleikara. Harrison Ford
er þó ekki dæmigerð kvikmyndastjarna,
hann er varkár, líður yfirleitt illa í
Hollywood og er oftar en ekki lokaður í
viðtölum.
Sjálfsagt er ein mesta viðurkenningin
sem Harrison Ford hefur fengið sú að vera
tilnefndur af samtökum kvikmyndahúsa-
eiganda mesta kvikmyndastjama tuttug-
ustu aldarinnar. Þetta kom samt ekki
mörgum á óvart þegar tekið er tillit til
þess að hann hefur leikið i nokkrum af
vinsælustu kvikmyndum sögunnar. Má
þar nefna Star Wars-seriuna og Indina Jo-
nes-myndimar.
Harrison Ford fæddist í Chicago 13. júlí
1942. Ekki varð skólaganga hans löng.
Löngun hans til að verða kvikmyndaleik-
ari varð yfirsterkari svo hann yfirgaf
heimaslóðir og hélt til Hollywood. Þar
komst hann á samning hjá Columbia en
hafði svo litið að gera að hann kaus frek-
ar að vinna sem smiður fyrir kvikmynda-
stjörnumar þegar honum bauðst það. Eft-
ir átta ára vist í Hollywood bauð George
Lucas honum hlutverk í American
Graffiti. í kjölfarið fékk hann hlutverk í
kvikmynd Francis Ford
Coppola, The Conversation, og
Lucas mundi siðan eftir
honum þegar farið
var að ráða í
hlutverkin
í Star
Wars.
Síðan
þá
hef-
ur
gatan
verið greið hjá
Harrison Ford og
fáir leikarar hafa
átt jafnfarsælan
feril.
Harrison
American Graffiti,
1973
The Conversation,
1974
Star Wars, 1977
Heroes, 1977
Force Ten from
Navarone, 1978
Hanover Street, 1979
The Frisco Kid, 1979
The Empire Strikes
Back, 1980
Raiders of the Lost
Ark, 1981
Blade Runner, 1982
Return of the Jedi,
1983
Indiana Jones and
the Temple of Doom,
1984
Witness, 1985
The Mosquito Coast,
1986
Frantic, 1988
Working Girl, 1988
Indiana Jones and
the Last Crusade,
1989
Presumed Innocent,
1990
Regarding Henry,
1991
Patriot Games, 1992
The Fugitive, 1993
Clear and Present
Danger, 1994
Sabrina, 1995
The Devil's Own,
1997
Air Force One, 1997
Six Days, Seven
Nights, 1998
KVIKMYIÍDA
Sam-bíóin - Sex dagar - sjö nætur ★★*
Hasar og rómantík í fallegu umhverfi
Það er bágt til þess að vita að mesti spenn-
ingurinn i sambandi við frumsýningu myndar-
innar Sex dagar - sjö nætur (Six Days Seven
Nights) í Bandaríkjunum um síðustu helgi skuli
hafa verið hvort bandarískur almenningur
skyldi samþykkja Anne Heche (sambýliskona
Ellen McGeneris sem ekki hefur fengið atvinnu-
tilboð síðan hún opinberaði að hún væri lesbía)
í rómantísku hlutverki á móti Harrison Ford.
Sem betvu fer var almenningur ekki jafn yfir-
borðskenndur í þetta skiptið og þeir sem ráða í
Hollywood þvi myndin fékk góða aðsókn og það
skal strax tekið fram að Sex dagar - sjö nætur
væri hvorki fugl né fiskur ef ekki væri vegna
góðs samleiks Harrisons Fords og Anne Heche.
Það gneistar á milli þeirra og er greinilegt að
Harrison Ford liður mun betur í námunda við Anne Heche heldur en við hlið
Juliu Ormond i Sabrinu, svo dæmi sé tekið um eitt af fáum rómantískum hlut-
verkum hans.
Sex dagar - sjö nætur gerist á fallegum eyjaklasa í Kyrrahafinu. Harrison
Ford leikur flugmanninn Quinn sem má muna sinn fífil fegri. Hann fær það
verk að flytja aöstoðarritstjóra tískublaðs, Robin, og mannsefni hennar til
sælustaðar þar sem bónorð er borið upp. Krísa myndast á tískublaðinu og
Robin verður að taka leiguflug til Tahiti til að bjarga málum. í þessari ferð
með Quinn lenda þau í ofviðri og nauðlenda á eyju einni sem virðist óbyggð
með öllu. Ekki er hægt að segja að samvinna í
viðleitni þeirra til að komast af fari vel af stað,
enda ólíkar persónur.
Sagan í Sex dagar - sjö nætur er ósköp klérí,
svo ekki sé meira sagt. Fyrri helmingur myndar-
innar gefur til kynna að hér sé rómantísk gam-
anmynd um það hvemig tvær ólíkar manneskj-
ur komast af á eyðieyju en eins og upp úr þurru
birtast allt í einu nútímasjóræningjar sem hafa
drepið alla á skemmtiskútu einni og vilja koma
vitnum að þeim atburði, sem era að sjálfsögðu
Quinn og Robin, sem fyrst í lárétta stöðu. Við
það breytist yfirbragð myndarinnar en sem bet-
ur fer halda Harrison Ford og Anne Heche haus
í þeim látum og myndin missir lítið af sjarman-
um sem þau hafa skapað.
Harrison Ford hefur ailtaf átt auöveldara með að leika yfirburðamenn sem
pæla ekki of mikið í tilfinningalífmu heldur en rómantískar sálir á léttum
nótum og Sex dagar- sjö nætur breyta ekki þeirri staðreynd. Samt er hann
hér í góðu formi og nær ásamt Anne Heche að halda uppi mynd sem þjáist af
skorti á hugmyndum. Má segja að handritið sé lýsandi dæmi um það hversu
slæmt ástandiö er i Hollywood i gerð góðra kvikmyndahandrita.
Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Michael Browning. Kvikmyndataka:
Michael Chapman. Tónlist Randy Edelman. Aðalhlutverk: Harrison Ford,
Anne Heche og David Schimmer. Hilmar Karlsson
TILBOt