Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Side 4
w - helgina FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 T>V 18 Paö verður mikiö um að vera á vfkingahátíðinni í Hafnarfirði, t.d. verða þar bardagasýningar aö hætti eöalvíkinga. Nú um helgina verður haldin Sólstöðuhátíð í Hafnarfirði en það er yfir- skrift hinnar árlegu víkingahátíðar sem haldin hefur verið síðastliðin ár. Hátíðin verður þó með nokkuð öðru sniði í ár þar sem hún er fjölskyldu- vænni en áður. Það er Fjörukráin sem stendur að hátíðinni ásamt áhuga- fólki um víkinga. I Fjörukránni verður dagskrá í boði sem er sett saman af þeim uppákomum sem vinsælastar hafa verið á fyrri víkingahátíðum. Ókeypis verður inn á hátíðina. Þó nóg verði af ýmsu vopnaskaki að hætti víkinga verður fjölmargt ann- að í boði. Navajo-indíánar verða með sýningu á handverki sínu í sérstöku tjaldi ásamt því sem markaður verður á staðnum þar sem allt milli himins og jarðar verður til sölu. Fjölbreytt tónlist verður á svæðinu, sýning- ar verða á vinnubrögðum handverksfólks auk sýninga og fyrir- lestra um menningu víkinganna. Reglulegar ferðir verða með vík- ingaskipinu íslendingi og skemmtiskipinu Húna II. ■>, Markaðurinn verður opnaður klukkan 14 föstudag, laugar- dag og sunnudag og klukkutíma síðar hefst bardagi. Klukk- an 16 mætir leikhópur á svæðið auk þess sem margt ann- að stendur til boða. Á kvöldin er svo boðið til víkinga- veislu og dansleiks. Halló Höfði á laugardag DV, Vesturiandi:_____ Útiskemmtunin Halló Höfði verður haldin á morgun við bæ- inn Búlandshöfða sem er um 10 kílómetra frá Grundarfírði. Svæðið verður opnað klukkan 15 en skemmtunin hefst klukkan 16 og stendur yfir langt fram á kvöld. Margt verður til skemmt- unar, svo sem söngur, grín, dansatriði, leikþáttur, leynigest- ur, nýjar og gamlar gamanvísur, trúður og grinhallett. Einnig syngja og dansa ungar stúlkur úr Grundarfirði auk þess sem fólk fær að taka þátt í ýmsum uppákomum. Upp úr klukkan 20 mun svo harmoníkuleikari spila fyrir dansi langt fram á kvöld. Inn á svæðið kostar 500 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir böm, 6 til 14 ára. -DVÓ W'% DV Akranesi:____________________________________________ Þann 17. júní opnaði Bjarni Þór Bjarnason myndlist- arsýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar sýnir Bjami 10 olíuverk og 30 vatnslitamyndir, sem eru allar unnar á þessu ári. Þema sýningarinnar er sjórinn og fjaran kringum Akranes. Bjarni Þór er fæddur 1948 og er þessi sýning m.a. í tengslum við stórafmæli listamannsins. Bjarni Þór var valinn bæjarlistamaður Akraness 1997-1998. Það helsta sem hamn hefur unnið við á því tímabili er útilistaverk- ið Brákin í Borgamesi, útilistaverkið Hafmeyjan á Bjarni Þór Bjarnason sýnir verk sín í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. DV-mynd Daníel Akranesi auk þess sem hann hefur haldið myndlistar- sýningu í Borgarnesi og í Galleríi Hominu, Reykjavík. Með sýningunni í Kirkjuhvoli má segja að Bjarni sé að skila af sér sem bæjarlistamaður. Sýningunni í Kirkjuhvoli lýkur 5. júlí og er listsetrið opið daglega frá 15-18. -DVÓ Sumar á Selfossi Nú fjóröa árið í röð er hátíðin Sumar á Selfossi haldin til að lífga upp á tilveruna með skemmtilegum uppákomum. Geysi- lega mikið verður um að vera á morgun og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. í fyrramálið bjóða fyrirtæki á Selfossi öllum bæjarbúum og gestum til veglegs morgunverðar í tjaldinu á bílaplani Hótel Selfoss. í fyrra komu um 2.000 manns í morgunverðinn og stefnt er að enn betri mætingu í ár. Bylgjulestin mætir á svæðið með Hemma Gunn, Greifunum og Radíusbræðrum í farar- broddi. Hálandaleikamir verða á túninu fyrir neðan hótelið og munu íslenskir kraftajötnar sanna þar karlmennsku sína. Of margt verður á boðstólum til að hægt sé að telja það allt upp. Til að nefna eitthvað þá verður bílasýning á svæðinu, módelsýning frá Eskimo models, tjaldmarkaður, spámiðlar og fjölbreytt skemmtun fyrir börn. Götuleikhúsið mætir á svæð- Meöal þess sem veröur til skemmtunar á Selfossi á morgun eru Hálandaleik- arnir þar sem kraftakarlar sýna hvað í þeim býr. inn ógurlegi. Frítt verður í sund og tjaldstæðið verður opið. Þetta verður því fjörug helgi á bökkum Ölfusár og ekki tilvalið fyr- ir alla sem leið eiga um Árhorgar- svæðið að bregða sér á Selfoss. Listasetrið Kirkjuhvoll á Akranesi: Sjórinn og fjaran

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.