Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Síða 11
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998
Embrace: betri en bæði Oasis og Verve að eigin sögn.
Brit-rokkararnir í Embrace:
Umdeild grobbhænsn
Hljómsveitin Embrace er sönn-
un þess að enn er líf 1 Brit-rokkinu
svokallaða. Hljómsveitinni hefur
verið lýst sem nákvæmri 50/50
blöndu af The Verve og Oasis og
fyrsta breiðskífa hennar, „The
Good Will Out“, stökk beint í efsta
sæti breska vinsældalistans en hef-
ur verið að fá mjög misjafna dóma
í pressunni, frá því að vera „Besta
plata áratugarins" í „Mikil von-
brigði". Líkt og í Oasis ber mest á
bræðrum í Embrace; Danny (söng-
ur) og Richard McNamara (gítar)
eru foringjarnir, en sem betur fer
eru þessir Brit-bræður skárri í
skapinu en Gallagher-bullurnar, en
þó monthanar miklir, sérstaklega
Danny. Þeir hafa verið að æfa sig í
ein níu ár, frá því þeir voru rétt
skriðnir af fermingaraldrinum.
Trommarinn Mike Heaton og
bassaleikarinn Steve Firth bættust
í hópinn og hjólin fóru að snúast
þegar sveitin gerði samning við
Hut- hljómplötufyrirtækið, sem
m.a. gefur út The Verve og Smas-
hing Pumpkins í Bretlandi. Oasis
og Verve ber oft á góma í sambandi
við Embrace og Danny tekur kok-
hraustur undir: „Oasis hefur samið
sex eða sjö góð lög en við erum
betri“ og „Richard Ashcroft er góð-
ur söngvari og það er sál í The Ver-
ve, en við semjum betri lög og ég er
betri söngvari". Pabbi bræðranna
er sérstakur aðdáandi og mætir oft
á tónleika. „Hann er í laginu eins
og kamar,“ segir Danny um pabba
sinn, „og í byrjun þegar menn voru
með einhvern kjaft á tónleikum hjá
okkur greip hann oft í taumana og
lagði hendur á menn.“
Helmingur laganna á „The Good
Will Out“ hefur komið út áður á
smáskífum, en sum hafa verið end-
urgerð fyrir stóru plötuna. Rokkið
er annaðhvort stúkurokk með
þriggja hljóma viðlögum sem bull-
ur og byttur geta gaulað með í hálf-
leik á fótboltaleik eða betur heppn-
aðar rokkbailöður með strengjum
og veseni. „Ég vil hljóma eins og
Bítlarnir þegar þeir gerðu „Sgt
Peppers" ef Brian Wilson hefði
gengið í bandið á þeim tíma,“ seg-
ir Danny. „Richard býr yfir sama
flengikrafti og Bítlamir höfðu þá
og þegar ég heyri hann spila dettur
mér ekkert í hug nema „djöfull,
maður“. Ég nenni ekki að gagn-
rýna þá tónlist sem er í gangi núna
en það verður augljóst hve allt
annað er ófullkomið þegar stóra
platan okkar kemur út. Eins og
þetta band sem við spiluðum með
um daginn, ágætis náungar en tón-
listin algjört rusl og ég sagði þeim
það. En ef ég ætlaði bara að um-
gangast tónlistarmenn sem ég fíl-
aði þyrfti ég að fara á pöbbinn með
dauðu liði.“
Sálin á ferðinni
Sálin hefur nýhafið
sumartúr sinn og mun
hún leika í Miðgarði í
kvöld og í Hreðavatns-
skála annað kvöld. Með í
för verða fjöllistamennirn-
ir Ben og Gúríon.
Sóldögg
Stuðbandið Sóldögg
leikur í Herðubreið á
Seyðisfirði í kvöld og í
Sjallanum á Akureyri
annað kvöld.
Gaukur á Stöng
Á Gauknum verður það
hin rísandi hljómsveit
Spur sem sér um að halda
staðnum heitum í kvöld
og annað kvöld.
Með stuð í hjarta
Það verður Rúnar Júlí-
usson sem leikur fyrir
dansi afla helgina á Feita
dvergnum í Grafarvogi.
Sixtís á
Sólstöðuhátíð
Hljómsveitin Sixtís
heldur tjaldball á Sól-
stöðuhátíð í Lónkoti,
Skagafirði annað kvöld.
Buttercup í
Gjánni
Hljómsveitin Buttercup
verður með dúndur
sveitaballastemningu í
Gjánni á Selfossi í kvöld.
SSSól í Njálsbúð
Annað kvöld heldur SS-
Sól risa sveitaball í Njáls-
búð. Með í fór verða
ungsveitirnar Quarashi
og Ensími.
Skítamórall fyrir
norðan
Skítamórafl verður á
ferðinni fyrir norðan um
helgina og spilar í Sjallan-
um á Akureyri i kvöld, en
Ýdölum í Aðaldal annað
kvöld. Með í for á Ýdölum
verður poppstjaman Páll
Óskar sem treður upp í
fyrsta sinn á sveitabafli.
Café
Amsterdam
Um helgina mætir
hljómsveitin O.fl. á Café
Amsterdam. Sveitin er
nýjasta afurð Útungunar-
stöðvar popphljómsveita
ehf á Selfossi.
Forsíða nýja pakkans; Jimi og félagar með hreiður á höfðinu.
Þegar músikantar hafa gefið út
efni til þessa hefur það annað-
hvort verið upptökur úr hljóð-
veri eða af tónleikum. Eftir að útgáfa
á tónlist með útvarpsupptökum hefur
orðið algengari má segja að þriðji
möguleikinn til að njóta tónlistarinn-
ar sé kominn fram. Þegar tónlistar-
menn fara í hljóðver útvarpanna fara
þeir inn á léttu nótunum, enda ekki
með hugann við það að gera ódauðlegt
meistaraverk eins og þegar í alvöru
hljóðver til að gera albúm er farið. Yf-
irleitt eru tekin ný og ekkert sérstak-
lega yfirlegin lög og jafnvel gantast
með gömul lög. Ekki er gefinn langur
tími til að taka upp og því er útkom-
an oftast ansi skemmtileg, í þessu
formi er heimildin um böndin einna
hreinust og andrúmsloftið í tónlist-
inni kannski líkt því andrúmi sem er
í gangi á æfingum; böndin eru á gráu
svæði á milli þess að vera á tónleikum
og í hljóðveri.
Útvarpsheimildasöfnun BBC á
rokki hefur verið 1 gangi í fjörutíu ár
eða meira en hófst fyrir alvöru árið
1967 þegar poppstöðin BBC One hóf
starfsemi og þátturinn „Top Gear“ í
umsjón Johns Peel fór í loftið. Margir
þættir fylgdu í kjölfarið og þó margar
plötur með tónlist úr „At the Beeb“,
„One in Corcerts" og „Peel Sessions"
þáttunum hafi komið út á síðustu
árum er það þó aðeins toppurinn á ís-
jakanum, ótrúlegir fjársjóðir bíða
rokkleifafræðinga á safnadeild BBC.
Upptökur BBC með flestum stórmenn-
um rokksins hafa þó þegar komið út -
tvöfaldir pakkar með Bítlunum og
Led Zeppelin seldust vel - og nýlega
komu út tveir diskar með The Jimi
Hendrix Experience, hinn rúmlega 30
laga „BBC Sessions" pakki, sem
Hendrix-aðdáendm ættu að taka gap-
andi og fagnandi, enda vel að verki
staðið, upptökurnar hreinsaðar upp
með nýjustu tækni og bæklingur full-
ur af myndum og upplýsingum.
Fimm maraþon-tarnir
Á timabilinu 13. febrúar til 15. des-
ember 1967 fór tríó Hendrix fimm
sinnum í upptökm’ á vegum BBC og
hljóðritaði nóg efni á aðeins fimm
dögum til að troðfyfla tvo diska. Upp-
tökurnar voru sendar út inn á hvert
breskt heimili, en bara einu sinni eða
tvisvar og svo látnar rykfalla á hljóð-
ritasafninu. Fyrirskipunin var: „ger-
iði þetta vel, en ekki gera þetta erfitt."
Fyrstu tvö skiptin voru fyrir þáttinn
„Saturday Club“. Starfsliðið kom af
flöllum þegar Jimi stakk í samband;
gítarinn bjagaði um BBC-bygginguna
og kvartanir bárust úr leiklistarstúd-
íóinu tveim hæðum ofar. í hljóðklef-
anum voru menn að ærast, slökktu á
öllum hátölurum en heyrðu samt vel í
bandinu og sáu glerið bylgjast. í sept-
ember þegar poppstöð BBC hóf út-
sendingar var The Jimi Hendrix Ex-
perience orðið eitt vinsælasta band
Englands og sjálfsagður gestur á nýju
stöðinni. Tríóið gerði fyrst fimm lög
til útsendingar fyrir „Top Gear“ þátt-
inn, en lag sem fór ekki í loftið - „I
Was Made to Love Her“ - er kannski
skemmtilegast fyrir þá sök að
trommarinn Mitch Mitchell þurfti á
klósettið og Stevie Wonder rambaði á
trommusettið og djammaði lagið með
Jimi og Noel Redding bassaleikara.
Pete Ritzema tók upp í þetta skiptið
og man vel eftir Hendrix: „Hann var
alltaf kátur og flissandi. Þegar hann
tók upp söngviðbætur vildi hann fá
skerma umhverfis hljóðnemann því
annars hefðu Mitch og Noel komið
honum til að hlæja með fíflalátum.“
Sautjánda október tók tríóið enn upp,
fimm laga törn sem er kannski eftir-
minnilegust fyrir þá sök að Jimi sleit
streng í „Driving South" og Mitch
kláraði lagið með trommusólói. Síð-
asta BBC- upptakan fór svo fram 15.
desember, enn ein heilsdags maraþon-
upptökutörnin. Þegar hér var komið
sögu fór tríó Hendrix til Bandaríkj-
anna og eyddi mestum tíma sínum
þar. Frægðin blasti við og kynningar-
upptökur á vegum BBC voru orðnar
óþarfi.
Nýr, spikfeitur pakki:
OO
Jimis Hendrix
%
*