Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Blaðsíða 4
24
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1998
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1998
25
Iþróttir
Iþróttir
Tveir ieikmenn austurríska liðsins slaka á eftir ferðalag á
mótorhjólum í Frakkiandi í gær. Reuter
Paul Ince, sem er í enska liðinu, nýtur lífsins milli leikja á HM í
Frakklandi. Skyldi Ince brosa í kvöld eftir leikinn gegn
Rúmenum? Reuter
Prinsar og annað fyrirfólk kemur á leikina á HM. Hér er Felipe
Spánarprins, Jean Fournet-Fayard, heiðursforseti FIFA, og Joao
Havelange, fyrrverandi forseti FIFA. Reuter
Hér er mexíkósk kona aö biöja fyrir liöi sínu en hún haföi áður
klætt listaverk af meistaranum sjálfum í landsliðsbúninginn.
Fáklæddir leikmenn norska liðsins virðast ekki hafa miklar
áhyggjur af næsta leik gegn Brössum ef marka má þessa mynd.
Þjálfari írans, Talebi, til vinstri, og Sampson, þjalfari bandaríska
liðsins, áttust við í sögulegum ieik í gærkvöid. Reuter
Ólæti brutust út fyrir leik Þjóðverja og Júgga t gær og hér
sést þýsk bulla kasta hlut að frönsku lögreglunni. Reuter
Brasilíumennirnir Ronaldo og Rivaldo gantast á æfingu Brassa
um helgina er þeir bjuggu sig undir leikinn gegn Noregi á
morgun. Símamynd Reuter
Það getur verið sárt að leika knattspyrnu. Hér er það Mexíkóinn
Hernandez sem meiddist gegn Belgum um helgina Reuter
Tveir leikmenn franska liðsins skokka í skógi en meö þeim á
myndinni er franskur skokkari sem varö á vegi þeirra. Reuter
Colin Calderwood er mættur á ný á æfingar skoska liðsins
með höndina í gifsi eftir uppskurð í Skotlandi. Reuter
Deschamps, fyrirliði Frakka, tekur lífinu með ró á milli leikja í
Frakklandi enda þátttakan í 16 liöa úrslitum tryggö. Reuter
Það mun mikið mæða á Paul Scholes í enska liðinu í kvöld en
hér heldur hann á heiminum í hendi sér. Reuter
T. ‘í>
Hollendingar eru kátir eftir storsigurinn gegn Suður-Kóreu og
þessum stuðningsmanni leiddist ekki. Reuter
íranskur áhorfandi bíöur hér á meðan lögreglan skoöar
farangur hans fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum í gærkvöld.
Aðdáendur liöanna á HM eru oft fjörugir og hér sýna nokkrir á sér
skrautlegan bakhlutann. Reuter
Júgóslavneskur stuðningsmaður hvetur menn
sína í leiknum gegn Þjóöverjum í gær. Reuter
Faustino Asprilla er
kominn heim til Kól-
umbíu og ætlar að fylgjast
þar með leikjunum á HM
í sjónvarpinu.
Asprilla badst opinber-
lega afsökunar á gagnrýni
sinni á þjálfara Kólumbíu
og vonaðist eftir að vera
tekinn aftur í sátt eftir að
hafa verið rekinn frá lið-
inu.
Stœrsta blaðið í Túnis,
La Presse, sagði um helg-
ina að fyrir löngu hefði
átt að reka Henri
Kasperczak, þjálfara Tún-
is.
Blaðið sagði að lið Túnis
kynni ekki lengur að
leika sóknarknattspyrnu
og taka áhættu í leik sín-
um.
Kasparczak verður ekki
næsti þjálfarinn sem rek-
inn veröur á HM. Hann
samdi nýverið við 1. deild-
ar liðið Bastia í Frakk-
iandi.
Þrir stjórnarmenn í
knattspymusambandi
Sádi-Arabíu stjórna liði
Sádi-Arabíu gegn Suður-
Afríku í kjölfar brott-
reksturs þjálfara liösins.
Forráöamenn sambands-
ins eru afar hissa á slöku
ásigkomulagi leikmanna
og hafa þeir skipað sér-
staka rannsóknarnefnd til
að komast að orsök-
unum.
Andoni
Zubizarreta lék í
marki Spánar í
125. skipti gegn
Paragvæ.
-SK
FIFA-bossarnir
vilja öllu ráða
Heimsmeistarakeppnin sem nú stendur yfir
í Frakklandi hefur fyrir margra hluta sakir
verið áhugaverð. Margir leikir hafa verið vel
leiknir og skemmtilegir en aðrir daprir eins og
gengur.
Starfshættir dómara á mótinu hafa verið
mikið til umræðu og hafa dómararnir þurft að
starfa við vægast sagt ömurlegar aðstæður.
Forráðamenn Alþjóða knattspyrnusambands-
ins, FIFA, með forsetann Sepp Blatter frá Sviss
í broddi fylkingar, hafa verið að leggja linum-
ar fyrir dómcirana frá því hún byrjaði og verð-
ur afskiptasemi þeirra að teljast með ólíkind-
um.
Fyrir HM var ákveðið að dómarar skyldu
“taka hart á brotum aftan frá og gefa i grófum
tilfellum rautt spjald fyrir slík brot. Síðan byrj-
aði keppnin. Lítið var um umrædd brot og fá
rauð spjöld litu dagsins ljós. Þá kvaddi Blatter
sér hljóðs og hundskammaði dómarana. Og
skilaboðin voru skýr. Ef þið farið ekki eftir þvi
sem ég segi verðið þið sendir heim með fyrstu
vél. Var einhver að tala um rugl í dómaramál-
um í alþjóðlegum handknattleik?
Það var eins og við manninn mælt. Dómar-
amir þorðu ekki annað en fara eftir því sem
forsetinn sagði og nú vora rauð spjöld á lofti í
hverjum leik og oft í sumum þeirra. Það er illa
komið fyrir iþrótt þegar forseti alþjóðasam-
bandsins situr í hásætinu og ætlar einn að
ráða því hvernig dómarar vinna störf sín á
vellinum.
Erfitt að gera þessum herrum
til hæfis
Ákveðnar reglur gilda í
knattspyrnunni og eftir þeim
eiga dómarar að fara, ekki
ropi forsetans þennan og
hinn daginn. Minna þessir
mafiutilburðir á stjórnar-
hættina hjá Alþjóða hand- ,
knattleikssambandinu og era
þeir ekki til eftirbreytni.
Vonandi á þessi undarlega af-
skiptasemi Blatters ekki eftir að
eyðileggja heimsmeistarakeppnina en
svo gæti þó vel farið.
Michel Platini tók þátt í því að gagnrýna
dómarana með Blatter félaga sínum. Eftir
mikla spjaldasýningu dómaranna sá Platini
enn ástæðu til að gagnrýna dómarana og nú
voru þeir alltof ákafir að sýna spjöldin. Það er
greinilega erfitt að gera þessum háu herrum til
hæfis.
FIFA-bossamir vilja öllu ráða og telja sig
yfir allt og alla hafna. Þeir skynja ekki óvin-
sældir sínar, telja sig stórbrotna forystumenn
og vita ekki að um allan heim hlæja knatt-
spyrnuunnendur sig máttlausa yfir
heimskulegum yfirlýsingum
þeirra samfara hreint ótrúlegu
grobbi.
Spánn og Japan hafa
komið mest á óvart
Mörg liðanna á HM era enn að
slípa leik sinn og meiðsl og
leikbönn hafa sett strik i reikn-
inginn hjá öðrum.
Ekki er það vafi i mínum huga að lið
Spánar er það lið sem komið hefur mest
á óvart í Frakklandi. Og þá auðvitað fyrir þær
sakir að geta ekki nokkurn skapaðan hlut það
sem af er. Margir sparksérfræðingar spáðu
Spánverjum heimsmeistaratitlinum fyrir
keppnina en þær raddir eru þagnaðar.
Það er með ólíkindum hve lið Spánar hefur
verið slakt og í raun alveg steingelt. Leikmenn
hafa ekki einu sinni sýnt baráttuþrek.
Lið Japans hefur komið mér mikið á óvart.
Leikmenn liðsins eru mjög snöggir og flinkir
og lið Japans hefur verið í mikilli framför. Lið-
ið tapaði óverðskuldað fytrir Króötum og ekk-
ert lið getur lengur bókað sigur gegn Japönum.
Skipulagsleysi og glæpamenn settu
svip á miöasöluna í Frakklandi
Miðasalan fyrir þessa heimsmeistarakeppni
hefur verið tilefni rifrildis og þrætu. Virðist
skipulagið varðandi þá hluti hafa farið gersam-
lega úr skorðum.
Einnig hafa franskir glæpamenn farið illa
með þúsundir manna og selt þeim miða sem
ekki vora svo til þegar til Frakklands var kom-
ið.
Fram undan era vonandi skemmtilegir leik-
ir og stutt í að menn fari að spá verulega í
hverjir verði heimsmeistarar. Nígería?, Frakk-
land?, England? Eða jafnvel Brasilia? -SK
Zubizarreta, markvörður
Spánverja, var gagnrýndur
harðlega eftir tap Spán-
vetja gegn Nígeríu-
mönnum og blöð á
Spáni kröfðust þess að
hann yrði tekinn úr lið-
inu.
Síðan hélt hann marki
Spánverja hreinu gegn Parag-
væ og varði oft meistaralega.
„Zubizarreta er einn besti
markvörður heims í dag,“
sagði Jose Luis Chilavert,
markvörður Paragvæ, eftir
leikinn.
Peter Shilton, markvörður
Englands til margra ára, lék
125 leiki fyrir England en sá
markvörður sem leikið hefur
flesta landsleiki allra er
Thomas Ravanelli en hann
lék 143 leiki fyrir Svía.
Chilavert, markvörður
Paragvæ, er einn skrautleg-
asti markvörður sem sést hef-
ur á knattspymuvelli. Hann
tekur oft aukaspyrnur fyrir
lið sitt rétt utan viö vítateig
andstæðinganna og hefur á
ferlinum skorað 40 mörk, þar
af 4 með landsliði Paragvæ.
Takist Chilavert að skora úr
aukaspyrnu á HM veröur
hann fyrsti markvörðurinn í
sögu keppninnar til að vinna
slíkt afrek. Hann tók eina
aukaspyrnu gegn Spánverj-
um en skaut í varnarvegg
Spánverja.
Leikmennirnir sem leika á
HM eiga sér einkum tvo
drauma. Annar er aö fá tæki-
færi til að leika í heimsmeist-
arakeppni og hinn draumur-
inn er að vinna keppnina og
verða heimsmeistari.
Leikmenn enska landsliösins
á HM hafa verið meö söng-
keppni sín á milli sem felst
í því að syngja sem flest
lög á sem skemmstum
tíma.
Margir þeirra eru
mun betri á knatt-
spymuvellinum en Tony
Adams hefur forystuna sem
stendur. -SK
Japanskir stuönings-
menn hafa verið áberandi
í Frakklandi enda mjög
fjölmennir, um 30 þúsund
talsins.
Um 15 þúsund Japanar
keyptu miða á leiki sins
liðs í Frakklandi en er
þeir komu þangað gripu
þeir í tómt, fengu aldrei
miðana.
í gœr tókst að útvega
nokkrum þúsundum Jap-
ana miða á uppsprengdu
verði en flestir þeirra
horföu á sína menn tapa
fyrir Króatíu á risastór-
um sjónvarpsskjá.
Forráðamenn FIFA
héldu áfram að þusa í
dómurum HM i gær og
hvetja þá til að gefa fleiri
rauð spjöld en hingað til.
Virðist afskiptasemi
þeirra engan endi ætla að
taka og hafa fjölmargir
þjálfarar liða á HM gagn-
rýnt þessa afskiptasemi
harðlega.
Talið er að Brasilíumenn
muni blása til stórsóknar
gegn Norðmönnum á
morgun.
Þjálfari liðsins hyggst
hvíla nokkra lykilmenn
og stilla upp miklu sókn-
arliði enda skiptir leikur-
inn engu máli fyrir
Brassa sem þegar eru
komnir áft-am í 16 liða úr-
slit.
Forráðamenn þýska liðs-
ins fóru fram á það
við þýsku landa-
mæra-lögregluna að
hún hleypti engum
þekktum óeirða-
seggjum til I<Yakk-
lands í gær á leik
Þýskalands og Júgóslav-
íu. -SK