Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1998 27 DV íþróttir Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson óku Subaru Leagacy-bíl sínum til sigurs í rallkeppninni á Hólamvík um helgina. Hér eru þeir á fleygiferð í einni sérleið keppninnar. DV-mynd Guðfinnur Feðgarnir voru samir við sig - unnu rallið örugglega á Hólmavík Önnur umferð á íslandsmótinu í rallakstri fór fram á Hólmavík um helgina. Sumir af keppendum lentu í vandræðum en aðrir komust klakklaust í gegn. Þrír efstu áttu til- tölulega einfalda keppni og vand- ræðalausa. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson báru sigur úr býtum og sýndu og sönnuðu hvað hægt er að fá út úr þeirri bifreið sem þeir aka. Það var oftsinnis gaman að horfa á hvernig þeir liðu áfram. Þó var rúðuupphitarinn eitthvað að angra þá svo að þurrka þurfti fram- rúðuna. Páll Halldór Halldórsson og Jó- hannes Jóhannesson fóru örugglega í gegnum keppnina og höfnuðu í öðru sæti. Þó missti Páll bifreiðina í bjargfast grjót á Bölum og dældaði hana aðeins. Sigurður Bragi Guö- mundsson og Rögnvaldur Pálma- son, sem urðuí þriðja sæti, lentu í því fyrir mat að framdrif var að angra þá og kom það niður á tímun- um á Tröllatunguheiði. Norðdekk-gengið var mun skraut- legra. Morgunninn byrjaði á því að Hjörleifur Hilmarsson og Ágúst Guðmundsson sprengdu og misstu við það mikinn tíma. Jón Bjarni Hrólfsson og Haraldur Gíslason lentu í vandræðum með stýrisvél sem haldið var á sínum stað af benslum og góðri lukku. Ekki bætti úr skák er Haraldur sá á miðri sérleið að vélarhlífin var ekki fest og þurftu þeir að stansa og festa hana áður en illt hlytist af. Þetta at- vik hefur sennilega kostað þá fyrsta sætið í flokknum. Jóhannes V. Gunnarsson og Gunnar Viggósson lentu í því að gólf bifreiðarinnar hitnaði svo að varla var verandi í henni eftir að blásturskerfið hafði lamist eilítið upp undir gólf bifreið- arinnar. -JKS Bikarkeppnin í knattspyrnu: KVA áfram í bikarnum á kostnaö meistaranna 1. deildar lið KVA vann frækinn sigur, 1-0, á bikarmeisturum Keflvík- inga i 32 liða úrslitum bikarkeppninnar á Reyðarfirði á föstudagskvöld- ið. Mark KVA var sjáifsmark á 32. mínútu. Fylkir sigraði ÍA-23, 1-2. Gylfi Einarsson skoraði bæði mörk Fylkis, Sturla Guðlaugsson mark ÍA. KR sigraði KA, 1-3, með mörkum frá Guð- mundi Benediktssyni, Andra Sigþórssyni og Sigþóri Júlíussyni. Atli Þór- arinsson skoraði fyrir KA. Breiðablik sigraði Stjömuna-23, 0-4. Atli Kristjánsson skoraði 2 mörk en ívar Sigurjónsson og Che Bunce 1 mark hvor. Þróttur sigraði Val-23, 2-0, og gerðu Hreinn Hringsson og Ingvar Ólason mörkin. Leiknir, R, tapaði fyrir Þór, 1-2. Elmar Eiríksson skoraði 2 mörk fyrir Þór. -JKS ísland í fjóröa sætinu íslenska landsliðiö í körfuknattleik lenti í fjórða sæti í forkeppni Evr- ópumótsins sem lauk í Austurríki um helgina. íslenska liöið lék gegn Kýpur í leik um þriðja sætið og tapaði naumlega, 53-51. Leikurinn var í jafhvægi iengstum en íslenska liðiö þó með frumkvæðið allt fram á síð- ustu mínútu. Birna Valgarðsdóttir var best íslensku leikmannanna en hún skoraði 12 stig og var stigahæst. Segja má að reynsluleysið hafi orð- ið liðinu að falli í þessum leik. Erla Þorsteinsdóttir skoraði 9 stig og Anna Dís Sveinbjömsdóttir 8 stig. -JKS Frækilegur sigur Leifturs - í TOTO-keppninni gegn Vorskla Poltava, 1-0 DV, Ólafsfirði: Leiftur vann frækflegan sigur í Toto-keppninni þegar liðið lagði þriðja sterkasta lið Úkraínu, Vorskla Poltava. Þessi sigur er þeim mun merkilegri fyrir þá sök að Leiftur var einum leikmanni færri frá 48. mín og tveimur mönnum færri síðustu tutt- ugu mínúturnar þar sem Peter Ogaba var rekinn út af með sitt annað gula spjald og markvörðurinn Jens Martin Knudsen var rekinn út af síðar í leikn- um. Þetta var annar sigur Leifturs í Toto-keppninni og sá fyrsti á heima- velli. Á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik, frá þeirri 23. til 25., átti liðið þrjár hættulegar sóknir, fyrst Kári Steinn, sem skallaði rétt fram hjá af stuttu færi, síðan Une Arge, sem skall- aði laust fram hjá eftir hom, og síðan aukaspyman hans Johns Nielsens þegar hann skoraði af 40 metra færi. Það var glæsflegt mark. Þrem mínút- um síðar áttu gestirnir dauðafæri þeg- ar Vitaly Kobzav klikkaði einn á móti Jens Martin markverði. Siðari hálf- leikur byrjaði ekki gæfulega hjá Leiftri þegar Peter Ogaba fékk sitt annað gula spjald á 48. mínútu og var vikið af velli. Það var hins vegar ekki að sjá að annað liðið væri manni færri. Það var ekki fyrr en Jens Mart- in, markverði Leifturs, var sýnt rauða spjaldið fyrir að handleika knöttinn utan teigs að þreytu fór að merkja á heimamönnum. Þá hallaði á liðið og Úkraínumennirnir sóttu án afláts en ekkert gekk hjá þeim enda var Leift- ursvömin vel á verði. Varamarkvörð- ur Leifturs, hinn 19 ára gamli Þorvald- ur Þorsteinsson, var hreint út sagt frá- bær, varði aukaspyrnu rétt utan teigs, alveg úti við stöng og bjargaði eftir það nokkmm sinnum, t.d. með ótrú- legu úthlaupi á lokaminútunum. Um tíma missti franskur dómari leiksins, Philippe Kalt, alveg stjórn á leiknum. Hann var alls ekki sam- kvæmur sjálfum sér, dæmdi stundum á brot sem hann horfði fram hjá næst. Það hallaði verulega á Leiftur í þessu, t.d. var brottrekstur Ogaba sérlega ósanngjam miðað við gang leiksins og dómgæsluna í hefld. Ef allir hefðu fengið gul spjöld fyrir sömu brot hefðu nokkrir Úkraínumenn fokið út af líka. Tveir þeirra fengu spjald en það voru dæmdar mjög margar aukaspyrnur á vallarhelmingi þeirra og stundum fyrir ljót brot. Enda sagöi Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, í lokin: Ég hef varla upplifað aðra eins dómgæslu og er ég þó búinn að vera í boltanum í tuttugu ár og spilað Evrópuleiki. Þessi dómari var á móti okkur og öll vafaatriði féllu hinum i skaut. Hitt er svo annað að ég hefði viljað skora fleiri mörk. Við áttum að setja að minnsta tvö til viðbótar. Við verðum bara að taka seinni leikinn líka. -HJ m ! U Áhorfendur voru ekki mjög margir á þessum leik, um það bil þrjú hundruð. Mjög kalt var og þetta úkraínska lið ekki þekkt hér á landi. Nokkrir Úkrainumenn her- tóku sætin þar sem blaðamenn eiga athvarf og töluðu ó sinni tungu allan tímann, stundum reiðir yfir mistökum sinna manna, og var það lífsreynsla út af fyrir sig. Bcejarstjórn Ólafsfjarðar hélt sérstakt hóf fyrir fulltrúa frá borginni Poltava af því tilefni að lið þeirra var hér í Ólafsfirði. Boðið var upp á ótal fiskrétti en í Úkraínu er fiskur lúxusvara. Seinni leikurinn fer fram á borginni Poltava laugardaginn 27. júní nk. Poltava er rúmlega hundrað þúsund manna borg en í Úkraínu búa rúmlega 50 milljón- ir manna eða álíka og í Englandi. -HJ Blcrnd í oka Hringt til Rómar ÁÐUK 00 39 6 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nú OO 39 06 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Dæmi um breytingar á símanúmerum til Italíu: Hringt til Feneyja ÁÐUH oo 39 41 1234567 T-----^ ^---- númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer NÚ 00 39 041 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nú bætist núll framan við svæðisnúmer símanúmera á ítalíu. Landsnúmer Ítalíu Nánari upplýsingar um erlend síma- og faxnúmer fást í 114 allan sólarhringinn. Listi yfir lands- og svæðisnúmer í útlöndum er að SIMINN finna á bls. 8 í Símaskránni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.