Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 i6 kyikmyndir Titanic ★★★★ Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fitonskrafti tókst James Cameron a5 koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem gerö hefur veriö. Fullkomnunarárátta Camerons skilar sér í eðlilegri sviðsetningu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon- ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK The Assignment ★★★i Leikstjórnin er til fyrirmyndar og handritiö að sama skapi vandaö. TTmi er tekinn til að leyfa persónunum aö mótast og fyrir vikiö veröa þær trúveröugri. Aidan Quinn túlkar þá breytingu sem verður á Ramirez í gervi Cariosar af mik- illi leikni og Sutherland hefur ekki verið jafn sannfærandi árum saman. -ge Mouse Hunt ★★★ Músaveiöamynd sem segir frá vitgrönnu bræörunum Smuntz sem erfa snæraverk- smiöju og niðurnítt hús (með mús) eftir föö- ur sinn. Sjálf músin er aöalhetja myndarinn- ar þar sem hún klífur og stekkur og sveiflar sér af mikilll fimi og hugrekki um húsiö, sigr- ast bæöi á banvænum ketti og meindýra- eyöi og hvomsar í slg kilói af osti án þess aö svo mikiö sem gildna um miöbikið. -úd Mad City ★★★ Sterk kvikmynd um það hvernig fjölmiölar búa til stórfrétt. Þótt deila megi um aö gíslatakan í myndinni geti staðiö yfir í þrjá sólarhringa kemur það ekki aö sök. Costa- Gavras hefur styrka stjórn á því sem hann er fjalla um og hefur ekki gert betri kvik- mynd í mörg ár. Dustin Hoffman og John Travolta eru öryggiö uppmálaö í aöalhlut- verkunum. -HK Piparkökukallinn ★★★ Frá Robert Altman koma alltaf athyglisverö- ar kvikmyndir og þótt Piparkökukallinn sé ekki meistarverk á borö viö MASH, Nas- hville, The Player og Short Cut, þá er hér um afar athyglisverða sakamálamynd aö ræöa sem hefur áhugaveröan söguþráö og góöan leikarahóp sem stendur vel fyrir sýnu. -HK Scream 2 ★★★ Þó Scream 2 nái ekki þeirri snilld sem 1 átti þá held ég aö ég geti ekki annað en kallað þetta þriggja stjörnu hrollvekjuskemmtun. Eftir magnaöa byrjun fór Scream 2 of hægt af staö en síðan tók hún kipp og brunaði af staö og hélt uppi þessari líka fínu spennu, án þess aö slaka á drepfyndnum hroll-vís- ununum og skildi viö áhorfandann ánægju- lega hrylltan. -úd The Big Lebowski ★ *• Yfirhöfuö er The Big Lebowski hlaöin ánægjulegum senum og smáatriðum eins og við mátti búast frá þessu teymi. Jeff Bridges er ákaflega viöeigandi lúði i hlut- verki sínu sem hinn „svali" og algerlega áhyggjulausi Lebowski og John Goodman sömuleiöis góður sem bilaöur uþþgjafa Vi- etnamhermaður. -úd Deep Impact HHH Vel gerö og áhrifamikll kvikmynd þar sem fjallaö er um einhverja mestu hættu sem vofir yfir okkur, að halastjarna taki upp á því að rekast á jöröina. Myndin er góð skemmt- un en um leið setur að áhorfandanum létt- an broll. -HK Búálfarnir ★★★ Búálfar eru varkárir og láta litiö fyrir sér fara því ef þeir sjást eru þeir klesstir af mann- eskjunum sem taka þá fýrir mýs eöa önnur meindýr. Sjónræn útfærsla er sérlega snjöll þar sem kunnuglegir smáhlutir i nýjum hlut- verkum flugu svo hratt hjá aö maður mátti hafa sig alla við aö fylgiast meö, sjónræn velsla, hraöi og húmor. Ómissandi fyrir álfa og fólk af öllum stæröum. -úd Anastasía ★★ Sagan af týndu prinsessunni Anastasíu er hreinn ævintýramatur. Myndin einkenndist öll af hugmyndaríki og hélt gamlinganum mér uppteknum allan b'mann, þrátt fyrir fremur leiö- inlega músik, sem virðist skylda í skemmtiefnl af þessu tagi. Fyrir utan smáhroll yfir söguskýr- ingum fannst mér Anastasia hin besta skemmtun og meö betri teiknimyndum sem ég hef séð lengi. -úd Litla hafmeyjan ★★★ Teiknimyndir Walts Disneys eru klassiskar og þegar ný kynslóð rís eru þær settar á markaöinn á ný og er ekkert annaö en gott um þaö aö segja. Litla hafmeyjan kom meö ferskan blæ inn í þetta kvikmyndaform eftir aö teiknimyndir í fullri lengd höföu verið í lægö um nokkurt skeiö og hún á fullt erindi enn til ungu kynslóöarinnar. íslenska tal- setningin er vel heppnuð. -HK Það gerist ekki betra Framan af er As Good as It Gets eins góð og gamanmyndir gerast. Samræöurnar einkenn- ast af óvenjumikilli hnyttni, leikurinn er meö ólikindum og handritshöfundunum Andrus og Brooks tekst aö stýra fram hjá helstu gildrum formúlufræöanna, Það var mér þvi til mikilla vonbrigöa þegar myndin missti flugið eftir hlé. Lelkurinn var enn til fyrirmyndar en þær fiör- miklu og óvenjulegu persónur sem kynntar voru til sögunnar í upphafi fengu ekki svigrúm til þess að vaxa. -ge Six Days, Six Nights Fremur hugmyndasnauð en þó skemmtlleg rómantísk gamanmynd sem gerist í fallegu umhverfi á eyjum i Kyrrahafinu. Myndinni er haldið er uppi af góöum leik aðalleikaranna Harrison Fords og Anne Heche, sem ná ein- staklega vel saman, Aörir leikarar standa sig ágætlega en hverfa f skuggan af gnei- standi samleik Fords og Heche. -HK Mr. Nice Guy í Laugarásbíói: Sjónvarpskokkurinn Jackie Chan í dag frumsýnir Laugarásbíó nýjustu kvikmynd slagsmála- leikarans Jackie Chan, Mr. Nice Guy. í henni leikur Chan vin- sælan sjónvarpskokk sem lendir í klónum á miskunnarlausum eiturlyfjasölum, sem halda að hann lumi á myndbandi þar sem sjást aðferðir þeirra. Að sjálfsögðu er þetta allt byggt á misskilningi. Það vill svo til að óreyndur fréttamaður, ung og falleg stúlka, náði aðgerðum glæpamannanna á myndband. Þegar Jackie Chan lendir óvænt í hringiðu atburða þar sem skúrkarnir eru að þjarmna að ungu stúlkunni hagar hann sér eins og sannur skáti og kemur stúlkunni til hjálpar. í látunum, sem fylgja víxlast spólur og Jackie Chan tekur óvart með sér heim spóluna sem stúlkan var með og fréttahaukurinn ungi er með spólu þar sem Jackie Chan sýnir hvernig búa eigi til pasta. Til að gera vanda- mál Chan enn stærri hafa keppi- nautar skúrkanna komist á snoðir um myndbandið og því þarf okkar maður að berjast við tvær glæp- aklíkur. Jackie Chan er orðinn nokkuð vinsæll í Bandaríkjunum og gat þvi fengið það í gegn að besti vinur hans og lærifaðir Samo Hung fengi að leikstýra Mr. Nice Guy, en hann hefur leikstýrt Chan í sjö kvik- myndum, sem gerðar voru í Hong Kong. Að sjálfsögðu mæðir mest á Jackie Chan í Mr. Nice Guy, en meðal annarra leikara má nefna Richard Norton, Miki Lee, Gabrielle Fitzpatrick, Barry otto og Peter Houghton. Þegar Jackie Chan hafði feng- ið það í gegn að Samo Hung fengi að leikstýra Mr. Nice Guy, settust þeir félagar saman til borðs og fóru að semja uppdrátt af sögunni. Þeim kom saman um að Jackie Chan væri búinn að Jackie Chan á ekki í vandræöum þótt andstæðing- arnir séu tveir. Slagsmál á slagsmál ofan er eitt helsta aðdráttarafl kvikmynda Jackie Chan. leika svo margar löggur að gott væri fyrir hann að leika algjöra mótsögn og þannig varð sjónvarpsk- kokkurinn til, fannst þeim félögum að með þessu væri hægt að finna betri flöt fyrir húmorinn í mynd- inni. Kokkurinn sem í mynd- inni heit- ir Jackie hefur þó alltaf átt sér þann draum að verða lögga, en faðir hans hafði harðbannað honum það„ Upphaflega átti að gera Mr. Nice Guy i New York, þar sem sagan ger- ist, en horfið var frá því vegna kostanaðr og Melboume valin í staðinn og er þess vegna nokkrir ástralskir leikarar í myndinni, með- al annars Richard Norton sem áður hefur unnið með Jackie Chan og hefur auk þess að starfa sem leikari verið lífvörður á tónleikaferðalög- um hjá ekki ómerkari poppurum, en Paul McCartney, The Rolling Stones, Joe Cocker, David Bowie, Stevie Nicks, James Taylor Lindu stadt. -HK og Ron- Peter Fonda á góðu skriði Eftir að hafa slegið i gegn eftir margra ára Qarveru frá sviðsljósinu er Peter Fonda oröinn eftirsóttur á ný. Það má hann þakka góðri frammi- stöðu í Ulee’s Gold en hann fékk óskarstilnefningu fyrir leik sinn í þeirri mynd og hlaut Golden Globe-verðlaun- in. Fonda er nú tekinn til við að leika í Keeping Time, róm- antísku drama sem Christopher Young (Young Guns) leikstýrir. Leikur Fonda lögfræðing sem hittir gamla kærustu við óvenjuleg- ar aðstæður. Helsti mótleikari Fonda í Keeping Time er Brenda Blethyn (Secret and Lies). Dóttir hershöfðingjans John Travolta er einn eftir- sóttasti leikari í heiminum í dag og hef- ur úr mörg- um handrit- um að velja. Það hefur nú verið gert opin- bert að hann muni leika lögreglu- mann í þjónustu hersins sem fenginn er til að rannsaka morðmál í The General’s Daughter. Mótleikarar hans eru Timothy Hutton og Leslie Stefanson. Leikstjóri er Simon West. Tvöfalt laumuspil Ástralski leikstjórinn Bruce Beresford hefur gert margar ágætar kvikmyndir en ekki kvikmynd sem náð hefur almennum vinsældum frá því hann gerði Driving Miss Daisy. Kannski verður breyting á þar sem hann hef- ur fengið einn vinsælasta leikarann í Hollywood, Tommy Lee Jones, til að leika aðalhlutverkið i Double Jeop- ardy, sem hann er að fara að leikstýra. Um er að ræða mynd sem fjallar um eigin- mann sem setur á svið eigið morð og kemur því þannig fyrir að eiginkona hans er ákærð fyrir morðið. Jones mun leika lögreglumann sem telur að eitthvað óhreint sé í pokahominu. Aðrir leikarar em Ashley Judd, Annabeth Gish og Roma Mafia. KviKMYitna BWil Hard Rain gerist í smábæn- um Huntingburg í Bandaríkj- unum. Miklar rigningar hafa skapað neyðarástand og lögregla bæjarins er önnum kafin við að koma íbúunum á brott vegna flóðahættu. Tom (Christian Slater) er öryggisvörður sem starfar við peningaflutninga ásamt félaga sínum Charlie (Edward Asner). Glæpagengi und- ir stjóm Jims (Morgan Freemóm) reynir að notfæra sér flóðin með það í hyggju að komast yfir peningasendingarnar. Þeir drepa Charlie. Tom kemst undan á flótta en hann felur þó peningana áður. Hundelt- ur af glæpamönnunum heldur hann til smábæjarins og bófamir elta á bátum. Lögreglustjóri bæjarins (Randy Quaid) kemur Tom til hjálpar og hann kynnist auk þess listakonunni Karen (Minnie Dri- ver) sem vinnur við að uppgera gamla kirkju. í Huntingburg fara átökin fram og vatnið heldur áfram að hækka. Bófarnir eru ekki eina hættan því að stíflan fyrir ofan bæinn er komin að því að bresta. Regnboginn- HardRain: FlóJií Hard Rain er dæmigerð formúlumynd og lítið um frumlega spretti í frásagnar- fléttunni. Hún átti þó ekki skilið þau hörðu viðbrögð sem hún hlaut frá banda- rískum gagnrýnendum í vor. Hér er á ferðinni sæmilegasta afþreying með mörg- um vel útfærðum spennuatriðum. Hand- ritið er skrifað af Graham Yost sem þekkt- astur er fyrir Speed og vissulega má sjá hliðstæður með frásögnunum þótt Hard Rain standi þeirri fyrrnefndu langt að baki. Vegna þess hve persónurnar eru flat- ar eiga leikararnir svolítið erfitt með að lifa sig inn í hlutverkin. Freeman er ekki sannfærandi í hlutverki sínu sem geð- þekkt illmenni og Driver á vart heima í myndinni. Sá eini sem er í essinu sínu er Randy Quaid en hann er reyndar góður í öllu. Leikstjóri: Mikael Salomon. Aðalhlut- verk: Morgan Freeman, Christian Slater, Randy Quaid, Minnie Driver og Edward Asner. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.