Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Blaðsíða 10
* * 4Í' tónlísi FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 ísland plötur og diskar— 1(2) Stereo Páll Óskar & Casino 2(1) Adore Smashing Pumpkins 3(3) Nákvæmlega Skítamórall 4(4) Wedding Singer Úr kvikmynd 5 ( - ) Pottþótt diskó Ýmsir flytjendur 6(5) Mezzanine Massive Attack 7(6) Best of Nick Cave & The Bad Seeds 8 (10) Version 2.0 Garbage 9(12) Big Willie Style Will Smith 10 (13) Savage Garden Savage Garden 11 ( 9 ) Premonition John Fogerty 12(11) Left of the Middle Natalie Imbruglia 13(16) íslenskir karlmenn Stuðmenn & Karlakórinn Fóstbr. 14(8) For Ya Mind Vol. 1 Ýmsir flytjendur 15(17) All Saints All Saints 16(18) Pottþótt 11 Ýmsir flytjendur 17(7 ) GlingGló Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss. 18 (20) Moon Safari Air 19(15) Blue Simply Red 20 ( - ) Shut 'em Down Onyx 1. (1 ) 3 Lions '98 Baddier & Skinner & The L. 2. ( 2 ) Vindaloo Fat Les 3. (- ) Ghetto Supastar Pras Michel + Ol' Dirty B... & Mya 4. ( 4 ) C'est La Vie B#witchod 5. ( 3 ) Got The Feeling 5 6. (- ) Lost In Space Lighthouse Family 7. ( 7 ) Homy Mousse T Vs Hot 'n' Juicy 8. ( 5 ) Carnival De Paris Dario G 9. (- ) Looking For Love Karen Ramirez 10. ( 9 ) IThe Boy Is Mine Brandy & Monica NewYork -lög- The Boy Is Mine Brandy & Monica You're Still the One Shania Twain Too Close Next My All Mariah Carey Everybody (Backstreet's Back) Backstrect Boys I Get Lonely Janet (FeaL Blackstreet) Adia Sarah McLachlan They Don't Know Jon B My Way Usher Come With Me Puff Daddy & Jimmy Page Bretland — plötur og diskar — I 1. ( 3 ) Talk On Corners The Corrs t 2. ( 2 ) Blue Simply Red t 3. ( 4 ) When We Were The New Boys Rod Stewart | 4. ( 1 ) The Good Will Out The Embrace t 5. ( -) Try Whistling This Neil Finn | 6. ( 6 ) Lifo Thru a Lens Robbie Williams t 7. ( 9) Urban Hymns The Verve | 8. ( 5) Where We Belong Boyzone | 9. ( 7 ) Left Of The Middlo Natalie Imbmglia t 10. (12) Trampoline Tho Mavericks l i.d) I 2.(2) | 3.(3) t 4.(4) I 5’ ( 6 1 | 6.(5) Í 7'(9) 1 8(7) 1 9 1131 * 10. (-) Bandaríkin — plötur og diskar— t 1. ( 1 ) MP Da Last Don Master P t 2. ( 3 ) City of Angels Ur kvikmynd t 3. (-) Never S-A-Y Never Brandy | 4. ( 4 ) Godzilla Úr kvikmynd t 5. ( 5 ) Hope Floats Úr kvikmynd t 6. ( 9 ) The Limited Series Garth Brooks t 7. ( 7 ) Backstreet Boys Backstreet Boys | 8. ( 2 ) Adore The Smashing Pumpkins t 9. (13) Come On Over Shania Twain $10. ( 6 ) It's Dark and Hell Is Hot DMX Úr sólinni til heljar - og aftur til baka - um gullöld og niðurlægingu Brians Wilsons Brian Wilson. Snillingurinn aleinn á ströndinni. Snillingur! Þaö er sú lýsing sem fest hefur við Brian Wilson. Jafn lofaöan mann í poppsögunni er erfitt að fmna. Paul McCartney lærði bassaleik af honum og segir lag hans „God only Knows" besta popplag sem samið hefur verið. Yngri popparar eins og Garbage, R.E.M. og Primal Scream ausa tón- list hans lofi og þeir sem á annað borð kynna sér tónlist hans drag- ast dáleiddir inn í töfraheimana. Það þykja því tíðindi í bransanum þegar þessi meistari gefur út nýja plötu. I tilefni þess að ný sólóplata, „Imagination", er nýkomin út er ekki úr vegi að kíkja á feril hans. Úr sólinni í Kaliforníu Brian Wilson er elstur þriggja bræðra, fæddur í Hawthorne, út- hverfi í Los Angeles, árið 1942. Hann heillaðist snemma af píanói heimilisins og eftir að hann heyrði mjúkar harmóníur The Four Fresh- men-sönghópsins fór hann að æfa yngri bræður sína, Dennis og Carl, í samsöng. Frændinn Mike Love bættist í hópinn og skólafélaginn A1 Jardine. Þama var strax komin hin klassíska Beach Boys-liðskipan. Dennis benti bróður sínum á að sniðugt væri að semja lag um brim- brettaiðkunina sem vinsæl var á ströndinni og Brian samdi sitt fyrsta lag, Surfin’. Drengimir voru nú hættir að syngja saman við pi- anóið og komnir meö bassa, gítar og trommur og notuðu vasapeningana til að taka þetta nýja fmmsamda lag upp. Þeir vildu kalla sig „The Pend- letones" eftir röndóttu skyrtunum sem þeir héldu upp á en eigendum hljóðversins fannst „Beach Boys“ miklu betra og það stóð. Þetta var í september 1961. Surfin’ kom út hjá smáfyrirtæki og gekk ágætlega en hjólin fóm fyrst verulega að snúast þegar pabbi Wilsons, Murrey, kom þeim á samning hjá stórfyrirtækinu Capitol. Pabbinn var bölvaður skúrkur; í ævisögum Brians kemur fram að hann beitti synina andlegu og líkamlegu ofbeldi sem skilaði sér seinna í þeim geðflækjum sem hertóku Brian. Murrey Wilson hafði sjáifur fengist við iagasmíðar og leit á sjálfan sig sem miklu betri laga- höfiind en soninn. Það hindraði hann þó ekki í að koma Beach Boys áfram af hörku og á árunum 1962-66 var bandið vinsælasta sveit Banda- ríkjanna og gaf út heilar tólf plötur með lögum Brians. Hann óx og dafn- aði hratt sem lagasmiður og lögin urðu sífellt flóknari. Aðal bandsins var þó alltaf harmóníski samsöng- urinn, léttar sólskinsmelódíur og textar um gelgjuástir og ljúfa lífið i sólinni sem beindu augum dreym- andi ungmenna um allan heim að Kaliforníuströndum. Frægðinni fylgdi mikið álag og tíðar tónleika- ferðir. Á einni slikri fékk Brian taugaáfall og það varð úr að Beach Boys fengu varamann (fyrst Glen Campell en svo Bruce Johnson) til að fylla í skarðið. Brian var í skýj- unum með þessa nýju tilhögun, hann samdi og vann í hljóðverinu með her atvinnuhljóðfæraleikara en Fjörulallamir ferðuðust um heim- inn og spiluðu og komu þess á milli í hljóðverið til að syngja inn á plöt- ur. Platan sem kom aldrei út Skuggi féll á vinsældir Beach Boys þegar Bítlarnir slógu í gegn. Brian leit á samkeppnina sem ögrun og vOdi gera enn betur. Einnig hélt hann mikið upp á laga- höftmdinn Phil Spector og horfði til hans í útsetningum en leit einnig á hann sem keppinaut um hinn fullkomna hljóm. Þá var pabbinn sínöldrandi og ekki ánægður með neitt sem sonurinn gerði. Staðráðinn í aö sanna sig og slá við „Rubber Soul“, sem Bítl- amir höfðu þá nýgefið út, fór hann enn í hljóðver að vinna að nýrri plötu sem hann hafði þegar nær fullunnið inni í höfðinu á sér. Úr varð meistaraverkið „Pet Sounds" sem óhætt er að telja til áhrifa- mestu platna rokksögunnar. Lögin voru orðin afslappaðri, þó full af ógleymanlegum melódíum, og Bri- an reyndi á þanþol hljóðversins til hins ýtrasta og gerði tilraunir með útsetningar og hljóðfæranotkim. Þegar Paul McCartney heyrði plöt- una í London lokaði hann sig inni á hótelherbergi með Lennon og saman hlustuðu þeir grannt á hana dögum saman. Platan seldist þó engin ósköp, komst hæst í 12. sæti bandaríska plötulistans. Bri- an var óánægður með tregðu plötukaupenda en brúnin léttist þegar lag hans „Good Vibrations" sló í gegn haustið ’66. Hann hafði samið lagið sem „minisinfóníu”; tekið það upp í ýmsum hljóðver- um í Los Angeles og lokaútkoman var klippt saman úr mörgum upp- tökutörnum. Með laginu urðu Beach Boys snögglega vinsælasta band heimsins á ný og slógu m.a.s. Bítlana út i vinsældakosningum í Bretlandi. Leit Brians að full- komnun varð nú geðveiki líkust. Hann lokaði sig af heima fyrir og boðaði enn betri plötu, „Srnile”. Samkvæmt tíðarandanum var hann farinn að dópa, reykti hass að staðaldri og droppaði sýru sem vitanlega hafði ekki góð áhrif á viðkvæmt sálarlífið. „Smile” átti að vera „unglingasinfónía til- einkuð guði“ og Brian tók upp á ýmsum dyntum til að ná settu marki. Hann lét byggja sandkassa utan um píanóið í stofunni hjá sér til að hann gæti spilað berfættur í sandinum. Við upptökur á laginu „Fire“ skipaði hann öllum hljóð- færaleikurunum að vera með rauða slökkviliðshjálma á höfðinu. Þegar Brian frétti að hús í ná- grenni hljóðversins hefði brunnið á sama tíma fylltist hann ofsa- hræðslu og taldi víst að hann væri að storka örlögunum með plötu- gerðinni. Beach Boys komu heim af tónleikaferðalagi. Brian reyndi að útskýra þær hugmyndir sem hann hafði um „Smile“ en fjörulöllunum fannst lítið til koma um það framúrstefnupopp sem þeir heyrðu. Smám saman fór Bri- an að missa sjálfsöryggið og dóptengd sálræn vandamál settu mark sitt á hann. Upptökur á „Smile“ hófust í lok ársins 1966 og dröttuðust áfram fram á vorið. Platan kom þó aldrei út í þeirri mynd sem Brian hafði ætlað sér. í maí var hann orðinn úrvinda og bugaður af áhugaleysi annarra í Beach Boys og stöðugu mótlæti. Hann hætti við plötuna og í stað- inn var gefin út platan „Smiley Srnile"; samansafn misgóðra og ófullkláraðra hugmynda. Á sama tima gáfu Bítlarnir út „Sgt. Pepp- er“ - Brian hafði tapað stríðinu; gullöldin var liðin. Margra ára niðurlæging Þetta tímabil í sögu Brians Wil- sons er sveipað dulúð og eins þaö sem á eftir kom. Brian reyndi aldrei aftur að vera bestur og hann var orðinn skemmdur mað- ur af dópi og geðbilun. Hann dró sig í hlé frá umheiminum, lá mörg ár í rúminu, dópaði og belgdist út af djönkfæði. Annað slagið dratt- aðist hann þó að píanóinu og samdi lög fyrir Beach Boys. Þeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.