Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Blaðsíða 4
' um helgina Krístilegt mót í Vatnaskógi: Músík og messa Almennt kristilegt mót, sem ber yfir- skriftina Guö gefur, veröur haldið á veg- um Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Vatnaskógi um helgina (26.-28. júní). Mjög er vandað til dagskrár og ættu all- ir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upop á Biblíulestra, sam- komur, lofgjörð og fyrirbæn. Eftir hádegi á iaugardag verður vönduð útidagskrá og kl. 22.15 um kvöldið verða tónleikar með mörgum góðum gestum. Þar má m.a. nefha Þorvald Halidórsson og Margréti Scheving, Pál Rósinkranz og Christ Gospel Band og Kangakvartettinn. Á sunnudaginn kl. 10.30 verður guðs- þjónusta i umsjá biskups íslands, hr. Karls Sigurbjömssonar, en Id. 14 verður kveðju- samkoma fyrir kristniboðana Ragnar Gunnarsson, Hrönn Sigm-ðardóttur og böm þeirra og Kristínu Bjarnadóttur en þau em öll á förum til starfa í Keníu. Allir era hjartanlega velkomnir. I Árbæjarsafni verður boðið upp á fjallagrasamjólk og grasaseyöi um helgina. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 I>V Árbæjarsafn: íslensk grös og lækningajurtir Sunnudaginn 28. júní gefst gest- um Árbæjarsafns kostur á að fræðast um íslenskar jurtir, nota- gildi þeirra og lækningamátt. Jón Einarsson grasalæknir verð- ur með erindi kl. 13.30 og mun hann fjalla mn grasa- lækningar sem val- kost í íslenskri heil- brigðisþjónustu, Kolbrún Bjöms- dóttir grasalæknir mun fræða gesti um notagildi ís- lenskra jurta kl. 15 og í gamla Árbæn- um mun Rannveig Haraldsdóttir grasa- kona sjóða fjallagrasamjólk og grasaseyði og fá allir að smakka. Við Torgið munu ýmsir aðilar sýna margs konar aftuðir unnar úr íslenskum jurtum. Þar verður m.a. hægt að fræðast um tegerð, smyrsl, hársjampó og olíur unnar úr jurtum, Guðrún Jónsdóttir mun sýna gestum töframátt jurta- litunar og einnig verður hægt að líta í bækur sem gefn- ar hafa verið út um íslenskar jvutir og lækningamátt þeirra. Auk þess er vert að minna á messu sem verður í Árbæjar- kirkju (gömlu safhkirkj- unni) kl. 14., leikfangasýn- ingin Fyrr var oft i koti kátt verð- ur opin í Kornhúsinu og mun handverksfólk veröa við iðju sína í húsunum. í Dillonshúsi er tilvalið að fá sér kafft og gómsætar vöfflur og ættu því allir að geta fundið eitt- hvað við hæfi. Á Snæfellsnesi er margt að sjá og skoöa. Myndin er af Arnarstapa. Snæfellsnes: Gyðjuhelgi á Hellnum Helgin 26.-28. júní er sérstök Gyðjuhelgi í Mannræktarmiðstöð Snæfellsás-samfélagsins á Brekku- bæ, Hellnum. Þetta er í þriðja sinn sem Gyðjur safnast saman síðustu helgina i júní til að næra gyðjuna í sjálfri sér og ná sambandi við hana. Ekki er um beint námskeið að ræða, heldur frekar mót þar sem konur á öllum aldri hittast og njóta samvista við sköpun, tjáningu og leik í hreinni og tærri gyöjuorku í umhverfi Jök- ulsins. Þema Gyðjuhelgarinnar í ár er sköpunin og munu mótsgestir leggja sig fram við að skapa sína eigin ímynd, þá konu sem þeir vilja vera, skapa með litum og efnum náttúr- unnar og með eigin hæfileikum. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir allar konur til aö komast í samband við skapandi krafta sína. Boðið er upp á þrjá verðmögu- leika: í svefnpokaplássi og með þremur máltiðum inniföldum kr. 8.900, í tjaldi og með þremur máltíð- um inniföldum kr. 6.900, í tjaldi og á eigin vegum kr. 4.500. Skráning og allar nánari upplýsingar eru í síma 435-6754 hjá Snæfellsás-samfélaginu og á netfangi: leidar@aknet.is Wjmr velli og Kalda- V. dal, sem er vel 1 fólksbílafær um þessar mundir, eða fylgja þjóðvegin- um um Hvalfjörö og fram hjá Reykholti. Borgarfjörður: Fossasig og Fossasig er nyjung í ferðaþjónustu á Húsafelli Útilífsdagar verða haldnir á Húsa- felli í Borgarfirði helgina 26.-28. júní. í boði verður fjöldi afþreyingarmöguleika. Meðal eftiis á Útilífsdögum á Húsafelli eru ævintýraferðir fyrir börn og fullorðna, hestaferðir, hellaskoðun, minigolfmót fyrir börnin og varðeldur með fjöldasöng og ýmsum skemmtiatriðum. Dag- skráin hefst í dag kl. 14.30 með því að ferðalöngum, sem fara um Kaldadal, verður boðið að síga niður 10 metra háan foss undir öruggri handleiðslu starfsfólks Útilífsmiðstöðvarinnar. Á laugardagsmorgun er ævintýraferð fyrir börn og unglinga með leikjum og náttúruskoð- un og eftir hádegi er svipuð en erfiðari ævin- týraferð fyrir fullorðna þar sem hápunktur ferð- arinncU er fossasig niður tvo tuttugu metra háa fossa. Að kvöldi laugardagsins kl. 20 hefst Ieikjadag- skrá fyrir börnin og kl. 21 verður kveiktur varðeld- ur og haldin skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Á sunnudagsmorguninn verður minigolfmót fyr- ir böm og unglinga og verða veitt verðlaun fyr- ir bestan árangur. Skipulagðar hesta- og hella- skoðunarferðir verða famar reglulega alla helgina auk þess sem golfvöllurinn og sundlaugin á Húsafelli standa öllum til boða. Ævintýraferðirnar verða , ■ farnar undir fararstjóm reyndra starfsmanna miðstöðvarinnar sem gæta þess að fyllstu ör- yggiskröfum sé fullnægt. Á Stofnun Útilífsmið- stöðvar á Húsafelli er nýjung í ferðaþjón- ustu á staðnum en þar er nú rekin sundlaug, versl- un, veitinga- staður, bens- ínsala, tjald- stæði, gisti- heimili og sumar- húsaút- leiga. Úti- lífsmiðstöðin mun sinna afþrey- ingarmálum dvalargesta á Húsafelli og nágrennis en sérstök áhersla er lögð á ýmiss konar nátt- úrutengda afþrey- ingu og fræðslu („Survivalk tourism") og verður fjöldi umhverfís- vænna af- þreying- ar- og fræðslu- ferða fyrir hópa og einstak- linga í sumar. Að rekstr- inum standa Ferða- þjónustan á Húsafelli, Bjami Freyr Bjarnason, nemi á ferða- málabraut Hólaskóla, og Martin Norm- an skíðakenn- ari. Húsafell er um 150 km frá Reykjavík og hægt er að fara fjallveg um Þing-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.