Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1998, Side 11
L>V FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 tónlist 25 Beach Boys í röndóttum skyrtum 1964. sömdu líka einhver lög sjálfir, héldu áfram að spila á tónleikum og gáfu út plötur við takmarkaða hrifningu umheimsins. Þeir voru ekki mjög fmn pappír á hippaár- unum, þóttu hallærislegir, þó þeir reyndu eftir bestu getu að aðlag- ast; létu hár sitt vaxa, aðhylltust speki austurlenskra gúrúa og fluttu friðarboðskap. í tilefni plötu árið 1976 náði niðurlæging Brians hámarki með herferðinni „Brian is back“. Hann lét hafa sig út í það í grínþættinum „Saturday Night Live“ að vera tekinn úr rúminu af „brimlögreglunni" og skipað að fara á brimbretti. Akfeitur, grá- skeggjaður og í annarlegu ástandi sést þessi meistari á náttsloppnum renna sér á maganum í öldumar með angistar- og smánarsvip í andlitinu. Konungur brimbretta- rokksins hafði aldrei komið á brimbretti áður. Ekkert gekk hjá Beach Boys fyrr en á níunda ára- tugnum á tímum Reagan-stjórnar- innar. Þá voru þeir orðnir „All American Band“ og að flla þá með nostalgíuglampa í augum stappaði þjóðrækni næst. Þeir léku gömlu lögin hans Brians á risatónleikum en sjálfur var hann einhvers stað- ar í félagsskap með ruslaralýð; gjörsamlega týndur i lífinu. Hann lét þó undan þrýstingi og leitaði ásjár hjá vafasömum geðlækni, dr. Landy, sem hafði gert kraftaverk með fallnar stjörnur. Doktorinn fór með Brian til Hawaii þar sem hann var þurrkaður upp við Niöurlæging: „brimlöggan" tekur Brian Wilson í rúminu. heraga. Þó líkamsvöxtur Brians tæki á sig betri mynd var hann þó alltaf jafnlítill í sér og ósjáifstæð- ur. Hann tók takmarkalausu ást- fóstri við Landy sem notaði frægð hans í eign þágu. Undir hand- leiðslu læknisins gerði Brian nýja sólóplötu árið 1988, „Brian Wil- son“ - ágæta plötu en langt frá fyrri snilld. Platan seldist lítið og hvarf í skuggann þvi á sama tima komu Beach Boys, án hjálpar Bri- ans, með lagið „Kokomo“. Það varð geysivinsælt eftir að það var notað í myndinni „Cocktail“; stærsti smellur sveitarinnar síðan „Good Vibrations" kom út 22 árum áður. Sólin skín á ný Brian og Landy héldu áfram að vinna saman, gerðu plötuna „Sweet Insanity" sem kom þó aldrei út því plötufyrirtækinu þótti hún ekki frambærileg. Ofurtaki geðlæknisins var létt með lögboði þegar aðstandendum Brians þótti loks nóg um. Tíundi áratugurinn hefur gengið ágætlega hjá honum. Hann giftist og þau hjónin hafa ættleitt tvö börn en af fyrra hjóna- bandi á Brian tvær dætur sem hafa getið sér gott orð í tónlistarheimin- um með eigin tónlist. Gerð var um hann heimildarmyndin „I just Wasn’t Made for These Times“ og samhliða henni plata með gömlum lögmn í nýjum útgáfum. Eins og áður segir kom svo nýlega út ný sólóplata, „Imagination", sem hann vann í heimahljóðveri í Illi- nois ásamt Joe Thomas hljóð- manni. Útkoman er ágæt, nýju lög- in fallegt popp með gæðastimpli Brians en áferðin kannski fullslíp- uð; með framsæknari aðstoðar- mönnum og framsæknari heildar- hugsun hefði platan getað orðið mun betri. Síðasta lagið á plötunni heitir „Happy Days“ sem Brian segir að sé um að fara til heljar en koma aftur til baka. Sólin virðist skína í lífi Brians á ný. Saga Bri- ans Wilsons er saga velgengni, mótlætis og bældrar snilligáfu. Dennis Wilson drukknaöi árið 1983 og nýlega féll Carl fyrir krabba- meini. Brian er því orðinn einn eft- ir og segja má að sögu Beach Boys sé lokið. Að Brian komi einhvem tímann með verk sem jafnast á við meistaraverkin sem hann gerði á - sjöunda áratugnum er ólíklegt en aðdáendur hans leyfa sér að lifa í voninni. -glh Vinsælar bíóplötur: Englar, gúmmíeðla og sítt að aftan Það er alltaf að færast í vöxt að plötur með tónlist og lögum úr bíó- myndum verði vinsælar og er Titanic-platan auðvitað skýrasta dæmið. Nýlega voru best seldu plötur Bandaríkjanna einmitt tvær bíóplötur, úr City of Angels og Godzilla. Tónlistin úr The Wedding Singer hefur einnig verið vinsæl hér á landi og erlendis, í Bandaríkjunum hefur platan selst í yfir milljón eintökum og hefur verið að dóla sér á topp 100 í tæp- lega 20 vikur. Grátbólgnir englar Tónlistin í City of Angels undir- strikar sitt rómantíska englainn- ræti. Hér er farin sú leið að bjóða upp á glæný lög með vinsælum flytjendum og gömul englatengd lög. Líklega þykir Kananum mest til nýs lags með Alanis Morissette koma, hún hefur orðið hálfgert skurðgoð eftir vinsældir „Jagged Little Pill“ en hér mætir hún - kannski ekki í sínu besta formi - með uppsprengt fiðlulag og stutt í vota hvarma. Peter Gabriel er metnaðarfull- ur að vanda og samur við sig með átta mínútna hrútleiðinlegt nýaldar- jarm. Ekki eins tilgerðar- leg eru lögin með Goo- GooDolls og Jade, ágæt ný lög þar og Eric Clapton, Jimi Hendrix, John Lee Hooker, Sarah McLachlan, U2 og Paula Cole leggja áður útkomin og fín lög í púkkið. I lok piötunnar koma svo sýn- ishorn af ágætri kvik- myndatónlist Gabriels Yareds. Dinnertónlist fyrir hungraða eðlu Öllu rokkaðri er tón- listin i hinni yfirvofandi stórmynd um gúmmíeðl- una Godzilla og allar upp- tökur nýjar og sérgerðar fyrir myndina. The Wall- flowers byrjar á enn einni útgáf- unni af Bowie/Eno-smellinum „Heroes“ - litlaus útgáfa þar - en strax á eftir er tíðrætt samstarfs- verkefni rappgúrúsins Puffs Daddys og Jimmys Page, verk- smiðjuframleiðsla á nokkrum Led Zeppelin-riífum sem er blandað saman við niðursuðudollutakt og margtuggið rapptaut af færibandi. Þeir Led Zeppelin-aðdáendur sem eru ekki þegar orðnir gráhærðir Godzilla * ættu að verða það eftir að hafa heyrt þessa hörmung. í kjölfarið á þessari lélegu byrjun koma ný rokklög í kippum og í svona rám- dýrri Hollywood-framleiðslu má ekki búast við nýjungum eða frumlegri hugsun, enda vænleg- ast að fylgja margtroðinni rokkslóð og dæla dölum í dæmið svo allt glansi af fágun og hvergi glitti í saumana. Hér er allt alltof smurt og skínandi, rokkið klisjur á klisjur ofan og næsta tilgangs- laust að hlusta á þetta án þess að hafa eðluna fyrir augunum. Stærstu nöfnin eru Jamiroquai, Rage Against the Machine, Foo Fighters og Green Day sem gera snyrtilegt skrímslamix af gamla laginu „Brain Stew“ og fá eðluna til að hrína með. Ben Folds Five, Fuel, Days of the New, Sil- verchair, Michael Penn og Fuzz- bubble eru líka með og rokka vél- rænt undir á meðan Godzilla ryðst áfram og étur fólk og fim- indi í Dolby og Cinemascope. Líkt og á City of Angels-plötunni end- ar þessi á kvikmyndatónlist, í þetta skiptið eftir David Arnold sem er eins og annað á þessari plötu klisja. Hlægilegt hallæri í hinni ágætu grinmynd Wedd- ing Singer ræður popptónlist síð- asta áratugar ríkjum, tónlistin sem „Sítt að aftan“-nafngiftin hef- ur fest við. Þeir sem lifðu þessa tíma þurfa kannski ekkert sér- staklegá á upprifjun að halda nema algjör stöðnun sé í gangi í músíkhlustun þeirra og ekkert nema nostalgía komist að; þá er þessi pakki ekki verri en hvaða „Hits from the 80’s“-pakki sem er. Það þarf ekki nema fimmtán ár og þá er hægt að sjá tónlistina í spé- spegli fjarlægðarinnar og segja, ha, ha, rosalega var allt hallæris- legt einu sinni. Eins verður hleg- ið og híað á það sem þykir flott í dag á næstu öld og þá verða kannski aðal- stjörnurnar orðnar varalitaðir blúndutransar á ný. Hér er sem sagt aút orðið frekar hlægilega hallærislegt og kannski á góðri leið með að verða svaka svalt á ný. Flest lögin hér em risavaxnir smellir og erfitt að horfa hlutlaust á þá, maður hefur heyrt þá einum of oft. Skemmti- legast er því að heyra jaðarsmellina, t.d. El- vis Costello-lagið og gleðismell með krakkabandinu Musical Youth. Varla er hægt að segja að hér sé nýtt efni á boðstólum þó Pres- idents of U.S.A. geri nýja popprokkaða út- gáfu af „Video Killed the Radio Star“. Leik- arinn Adam Sandler semur eitt grínlag - „undir Cure-áhrifum“ - og sú gamla Ellen Dow rappar með Sugarhill Gang. Gaman má hafa af þessum lögum svona sirka tvisvar og brosa út i annað. Dead or Alive-lagið „You Spin Me around (Like a Record)“, sem heyrist í byrjun myndarinnar, vantar líka illa á þetta ágæta safn. -glh Wedding Singer . pj MUSIC fROMTHF MOTION riCTURE CITY OF ANGELS CityofAngels *** lú. B.P á Amsterdam Hljómsveitin B.P. (áður B.P. og þegiöu Ingibjörg) verður á Amsterdam í kvöld og annað kvöld. 8-villt Hljómsveitin 8-villt verður á humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði. í kvöld verður fjölskyldudansleikur í íþróttahúsinu á Höfn en annað kvöld mun hljóm- sveitin spila í Sindrabæ (18 ára aldurstakmark). SÍN Hljómsveitin SÍN mun leika á veitingastaðnum Við Pollinn á Akureyri. Sóldögg Sóldögg leikur á skemmti- staðnum Víkinni á Höfn í Hornafirði í kvöld en ann- að kvöld leika þeir félagar á Inghóli á Selfossi. Skítamórall Hljómsveitin Skítamórall spilar í Hnifsdal um helg- ina. í kvöld verður haldinn dansleikur fyrir 16 ára og eldri en annað kvöld fyrir 18 ára og eldri. S.S.Sól í Keflavík. Annað kvöld verður S.S.Sól með sinn eina dansleik árs- ins á Suðurnesjum. Engin forsala verður á þetta ball og því er mikilvægt að mæta snemma - að sjálf- sögðu verður boðið upp á óvæntan glaðning til kl. 1. Húsið verður opnað kl. 23. Kringlukráin Hljómsveitin í hvítum sokkum mun leika í aðal- sal fóstudags- sunnudags- kvöid. Viðar Jónsson verður í Leikstofunni í kvöld og annað kvöld. Buttercup Annað kvöld verður hljóm- sveitin Buttercup með stuð- ball ársins á Hótel Bjargi á Fáskrúðsfirði. Buttercup gaf nýverið út lag sem heit- ir Meira dót en það verður að fmna á sumarsafndiski Skífunnar sem kemur út seinna í mánuðinum. Þotuliðið Þotuliðið frá Borgamesi skemmtir á Ránni í Kefla- vík í kvöld og annað kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.