Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 5 Fréttir Leikskólastjóri og íþróttakennari hafa unnið að þróunarverkefni um hreyfiuppeldi barna: Utras komi a undan - segir Laufey Ósk Kristófersdóttir leikskólastjóri „Hjartavöðvinn getnr staðnað í þroska fái hann ekki næga hreyf- ingu,“ segir Laufey Ósk Kristófers- dóttir, leikskólastjóri á Vesturkoti í Hafnarfirði. Laufey og nafha hennar Erlendsdóttir, sem er íþóttakennari, héldu á laugardaginn fyrirlestur um hreyfiuppeldi bama. í maí 1997 lauk tveggja ára þróunarverkefni um hreyfiuppeldi í leikskólanum Vestur- koti. „Inn í okkar dagskipulag settum við hreyfistund sem varði í þrjátíu til fjörutíu og fimm mínútur á hverjum degi,“ segir Laufey Ósk. „Öll bömin á leikskólanum tóku þátt í hreyfistund- inni, meira að segja þau yngstu sem Mistök í myndbirtingu: Dætur Guðmundar Felix „Mistök urðu í myndbirtingu í Diljá, 10 mánaða. Endurbirtum við opnu síðasta helgarblaðs DV af hér myndina um leið og beðist er dætrum Guðmundar Felix Grétars- velvirðingar á mistökunum. sonar, þeim Rebekku, 5 ára, og em eins árs. Þau tóku annars ekki þátt i sjálfú þróunarverkefhinu, það er að segja að áhrif hreyfmgarinnar voru ekki vegin og metin hjá þeim.“ í hreyfistund er farið í íþróttir og leiki, stimdum er hlaupið og eins hafa krakkamir farið í röskar göngur um hverfið. „Þær göngur em engir út- sýnistúrar heldur göngum við greið- lega til þess að fá góða hreyfmgu." En em litlir krakkar ekki alltaf á þönum, þarf að hafa skipulagðar hreyfistund- ir á leikskóla? Laufey segir að þetta verklag hafi skilað mjög góðum ár- angri. „Málið er aö allir hreyfi sig saman og að enginn verði útundan. Það er aðalatriðið. Böm sem fá útrás fyrir hreyfiþörf sina í skipulagðri hreyfistund em móttækilegri fyrir skilaboðum í annarri vinnu. Eftir að hafa fengiö útrás em þau rólegri og agaðri og eiga betra með að einbeita sér að öðrum verkefnum." Þróunarverkefninu lauk fyrir ári síðan en Laufey segir að hreyfistund- imar hafa skilað svo góðum árangri í leikskólastarfmu að það hafi ekki ver- ið nokkur spuming um að halda þeim áfram. „Við höfum fast dagskipulag á hverjum degi en þar inni í höfum við hreyfivinnustundir. Hreyfing er góð undirstaða undir allt: Bömin læra að þekkja sinn eigin líkama betur, þau verða kjarkaðri og líður betur á alian hátt. Auðvitað er dagleg hreyfing bamanna mjög góð en skipulögð, markviss hreyfmg, hefúr óumdeilan- lega góð áhrif.“ Börn sem fá útrás fyrir hreyfiþörf si'na í skipulagðri hreyfistund eru móttæki- legri fyrir skilaboðum í annarri vinnu er niðurstaða þróunarverkefnis Laufeyjar Erlendsdóttur og Laufeyjar Óskar Kristófersdóttur. DV-mynd S. i * 11 ‘i'-f ~ *- afií •: % , L. *«*. v--i*s r . / •:■ ,'t jK i OHE YiRKiÁ-l í ■ ^ j WUEÍ t* „Amistad er óvið- jafnanlegt listaverk" -Gene Shallit, Today- Komin út VIDEOHOLLI A fyfnii bandi Lágmúla 7-sími 568 5333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.