Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Side 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 23 Iþróttir íþróttir Sigurför Framar - unnu sterkt mót í Þýskala Framarar bára sigur úr býtum á mjög sterku handknattleiksmóti sem haldið var í Magdeburg um helgina. Mótið fór fram með þeim hætti að hver leikur var 2 x 15 mínútur en alls lék liðið fjóra leiki. Árangur Framliðs- ins vakti geysilega athygli og var töluvert fjallaö um hann í fjölmiðlum. Fram sigraði Bad Schwartau í fyrsta leikn- um, 1&-13, en með þýska liðinu leikur sem kunnugt er Sigurður Bjarnason landsliðsmað- ur. í öðram leik tapaði Fram fyrir þýska stór- liðinu Magdeburg, 8-11, en Ólafur Stefánsson landsliðsmaður er nýgenginn til liðsins frá Wuppertal. Loks gerðu Framarar jafntefli við ungverska liðið Elektromus, 12-12. Framarar voru þar með komnir i úrslit þar sem þeir mættu Pilsen frá Tékklandi en þar eru landsliðsmenn í hverri stöðu. Framarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu leikinn, 13-11. Verðlaunin á mótinu var peningaupphæð sem nam 120 þúsund krónum. Guðmundur Pálsson var valinn leikmaður mótsins og fékk hann að launum 32 þúsund krónur. Magdeburg tekur í kvöld í notkun nýja og glæsilega íþróttahöll og verður vígsluleikur- Guðmundur Pálsson var valinn leikmaður mótsins. gegn Fram. Bú- ist er við fjögur þúsund áhorfendum en höllin tek- ur um átta þúsund manns. Framarar gera þaö ekki enda- sleppt því á í miðvikudag tekur liðiö þátt í móti í Dessau en Jason Ólafsson leikur með liði borgarinnar á næsta tímabili. „Árangur liðsins var framar vonum. Það er búið að vera mikið álag á mönnum en líkam- legt ástand manna kom vel út. Ég var ánægð- ur með leiki liðsins í mótinu," sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari Fram, i sam- tali við DV í gær. -JKS Lithái íÍBV Handknattleiksliði ÍBV hefur r bæst liðsauki frá Litháen en gengið hefur frá samningi við landsliðsmanninn Gintas Gie- drius um að hann leiki með Eyja- mönnum á komandi keppnistíma- bili. Giedrius lék með Litháum gegn íslendingum í undankeppni EM síð- asta vetur. Að sögn Þorbergs Aðalsteinssonar, þjálf- ara liðsins, eru Eyjamenn einnig á eftir júgóslavneskum landsliðsmanni og eru þeir að gera sér vonir um að hann komi til landsins í vikunni. „Þama er um að ræða hægri handar skyttu og samkvæmt upplýsingum sem við höfum er hér á ferð sterkur leikmaður. Við ætlum að skoða hann en hann er væntan- legur til okkar í þessari viku. Auk þess að leika heima fyrir hefur hann einnig leikiö á Spáni,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson í samtali við DV. í 5. sæti í Danmörku Eyjamenn fóra á dögunum í æfinga- og keppnisferð til Dansmerkur. Liðið tók þátt í móti sem haldið var rétt fyrir utan Kaup- mannahöfn. 18 liö frá Norðurlöndunum tóku þátt í mótinu og höfnuðu Eyjamenn í fimmta sæti. -JKS ENGLAND Leeds vann i gœr Blackburn, 1-0, á heimavelli sínum, Elland Road, i lokaleik 2. umferðar úrvalsdeildar- innar. Það var Hollendingurinn Jim- my Floyd Hasselbaink sem skoraði sigurmark Leeds í leiknum strax á 18. mínútu eftir góða samvinnu við landa sinn Clive Wijnhard. Alex Ferguson knattspymustjóri hjá Manchester United skýrði frá því í gær að norski landsliðsmaðurinn Ole Gunnar Solskjœr yrði um kyrrt hjá félaginu. Solskjær vildi ekki yfirgefa herbúðir United og ganga í raöir Tottenham en félögin höfðu komist að samkomulagi um skiptin. „Ole fer ekki. Hann er ekki til sölu og ég er ánægður með að hann mun verða um kyrrt hjá okkur,“ sagði Ferguson við fréttamenn i gær. Jaap Stam, hollenski varnarmaður- inn í liöi United, er búinn að ná sér af meiðslum þeim sem hann varð fyrir í leik United og Leicester. Stam er því klár fyrir Evrópuleikinn gegn Lodz sem fram fer í Póllandi annað kvöld. Gary Neville er hins vegar kominn á sjúkralistann og talið er að hann verði frá i einn mánuð. Hann missir því örugglega af leik Englendinga og Svía í Evrópukeppninni sem fram fer 5. september. Tottenham hefur boðið Aston Villa 7 milljónir punda í enska landsliðs- manninn Gareth Southgate. South- gate er sagður vera óhress með söluna á Dwight Yorke og Steve Staunton og hann á að hafa sagt að hann vildi reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn á enn nokkra miða í ferð á leik Manchester United og Liverpool sem fram fer á Old Trafford 24. september. Ferðin er frá 24.-27. september. Nánari upplýs- ingar eru hjá Úrvali-Útsýn í s. 569- 9300. ÍT-feröir bjóöa einnig upp á ferðir og miða á knattspymuleiki í Englandi. Þar á meðal eru leikirnir Liver- pool-Chelsea og Arsenal-Newcastle sem fara fram 4. október og leikur Liverpool og Derby sem fram fer 7. nóvember. -GH/ÓÓJ/VS Bikarúrslitaleikurinn á sunnudag: Betra að láta frúna keyra en karlinn Bjarklind Guðlaugsdóttir (til vinstri) á MMC Lancer vann hið árlega kvenna- kross sem fram fór um síðustu helgi. Hún er kona Stefáns Úlfarssonar (til hægri) sem hefur ekki náð neinum ár- angri í sumar og því má segja að hún hafi slegið karlinum við. í öðru sæti varð Steina Steinarsdóttir, á Ford Mustang, kona íslandsmeistarans, Ás- geirs Arnar Rúnarssonar, en í þriðja sæti varð Marfa Ragnarsdóttir á Toyota Corolla. -ÓÓJ Paeslack ekki gegn Jens Paeslack, þýski sóknarmaður- inn í knattspyrnuliði ÍBV, er frá í bili vegna hnémeiðsla. Hann missti af leiknum við Val um helgina og tvísýnt er hvort hann verði orðinn leikfær þegar bikarúrslitaleikurinn gegn Leiftri fer fram á sunnudaginn. -VS Færeyingar spenntir - hópur frá Færeyjum væntanlegur til að styðja Una Arge og Jens Martin Knudsen DV, Olafsfirði Mikill áhugi ríkir í Færeyjum fyrir bikarúrslitaleikinn á sunnudaginn. Ástæðan er einfóld. í fyrsta sinn í sög- unni keppa tveir Færeyingar til úrslita í bikarkeppni á íslandi. Það eru þeir Jens Mcirtin Knudsen markvörður, 31 árs, og sóknarmaðurinn Une Arge, 27 ára, en þeir eru vel þekktir heima í Færeyjum og eru í rauninni tveir þekktustu knattspyrnumenn landsins ásamt Tóta Jónssyni sem spilar með FC Kobenhavn. Úrslit leikja Leifturs era komin í færeyska fjölmiðla undir eins og fólk fýsir að vita um frammi- stöðu Jens Martins og Une í leikjunum. Áhugi Færeyinga á íslenska fótboltanum mikill „Færeyingar vita mikið um íslensk- an fótbolta eftir þetta surnar," segja þeir Une og Jens. Þeir vita allt um Leiftur og Ólafsfjörð og hafa mikinn áhuga á þessum bikarúrslitaleik. Það ætla að minnsta kosti 30 Færeying- ar að koma sérstak- lega til íslands og horfa á leikinn. Þá er mjög stór hópur Færeyinga sem býr í Reykjavík og ná- grenni og vitað er um áhuga þeirra á að sjá leikinn. Fjölskyldan mætir Une segir að fjöl- skylda sín komi til að fylgjast með. Une á konu og þriggja ára dóttur sem bíður þeirra heima. Hann hefur undanfarin þrjú og hálft ár stundað nám við fjölmiðlaháskóla i Danmörku. Hann útskrifast þaðan um áramót. „Þetta er búið að vera gott sumar,“ seg- ir Une. „Það byrjaði að visu ekki vel Colin Todd um Arnar Gunnlaugsson: „Er í liðinu meðan hann spilar svona" - vinsæll hjá stuðningsmönnum Bolton Colin Todd, fram- kvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Bolton, hrósaði Arnari Gunnlaugssyni mjög í samtali við Bolton Even- ing News í gær. Arnar skoraði sem kunnugt er fyrra mark Bolton gegn Bradford á sunnudag og lagði upp það síðara, og auk þess mark sem dæmt var af. Enn fremur er sagt í blaðinu að Amar sé orðinn ákaflega vinsæll hjá stuöningsmönnum Bolton. Todd segir að Amar hafi verið mun ákveðnari á undirbúnings- tímabilinu en hann var í fyrra og hefði greinilega verið staðráðinn í að komast í byrjunarliðið. Hann virtist þó ekki vera inni í myndinni hjá Todd þegar tímabilið hófst. „Leikur hans er orðinn mun agaðri en áður og hann er mjög sterkur á miðjunni, fyrir aftan sóknarmennina Blake og Holdsworth. Amar er í liðinu á meðan hann spil- ar svona, nú er það í hans höndum að halda því áfram,“ segir Todd. Ljóst er að Arnar má hvergi slaka á því hann á tvo harða keppinauta um stöðuna. Scott Sellars, sem spil- aði hana í fyrra og er orðinn heill eftir meiðsli, og Jamaíkumanninn Ricardo Gardner sem Todd er nýbú- inn að kaupa fyrir 120 milljónir króna. -VS Landsliðshópinn skipa eftirtaldir leikmenn. Efri röð frá vinstri: Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari, Edda Garðarsdóttir, KR, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabliki, Hjördís Símonardóttir, Val, Ásthildur Helgadóttir, KR, Guðlaug Jónsdóttir, KR, Auður Skúladóttir, Stjörnunni og Bjarni Sigurðsson aðstoöarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki, Rósa Steinþórsdóttir, Val, Erla Hendriksdóttir, Breiðabliki, Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Val og Olga Færseth, KR. Liggjandi eru Sigrún Pálsdóttir, KR, Birna María Björnsdóttir, Val og Þóra Helgadóttir, KR. Á myndina vantar Katri'nu Jónsdóttur, Kolbotn. Ekki í liðinu en vann skemmti- skokkið Claude Cauvy, franski knatt- spymumaðurinn sem gekk til liðs við Þrótt um mánaðamótin, fór ekki með liðinu til Ólafsfjarðar á sunnu- daginn. í staðinn skellti piltur sér í Reykjavíkurmaraþoniö og kom fyrstur í mark í 7 km skemmti- skokkinu. -VS Nýliðarnir ætla að standa sig - Snæfell hyggur á styrkingu DV, Vesturlandi: Snæfell í Stykkishólmi, sem vann sér sæti í úrvalsdeild í körfuknattleik á síðasta vetri, ætlar að styrkja sig verulega fyr- ir komandi átök í úrvalsdeild að sögn Birgis Mikaelssonar, þjálf- ara liösins. Birgir segir ýmislegt á prjón- unum þessa dagana hjá liðinu. Við höfum misst fjóra unga stráka í skóla og það er ljóst að Bandaríkjamaðurinn Clifton Bush sem var hér á siðasta ári verður ekki með okkur í slagn- um í vetur. Leita í Bandaríkjuunum og í Evrópu „Viö eram að leita aö nýjum Bandaríkjamanni og í dag koma tveir til greina. Þá eram viö einnig að leita fyrir okkur í Evr- ópu og hér innanlands að sterk- um leikmönnum því að við ætlum okkur að vera sterkir i vetur og koma hinum liðunum á óvart. Þá getur svo farið að við missum Tómas Hermannsson sem hefur sótt um skólavist á Laugarvatni en á móti kemur að við fáum tO baka öflugan leikmann sem hefur átt í meiðslum en það er Bárður Eyþórsson," sagði Birgir í samtali við DV. Gaman veröur að fylgjast með nýliðunum í vetur og víst er að Birgir ætlar sér stóra hluti meö liðið enda er hann þekktur fyrir þaö að koma liðum á beinu braut- ina. Stykkishólmur hefur um ára- bil verið þekktur fyrir mikla hefð í körfuboltanum og á nú aftur lið í hópi þeirra bestu. -DVÓ Kvennalandsliö íslands í knattspyrnu: HM í augsýn - tveir úrslitaleikir í riðlinum eru fram undan erlendis Kvennalandslið íslands í knatt- spyrnu lagði í gær upp í ferðalag til Svíþjóðar og Úkraínu þar sem þær munu leika gegn fyrmefndum þjóð- um. Ef liðið sigrar leik sinn gegn Úkraínu kemst þaö í annað sætið í riðlinum og fær þar með rétt til að leika aukaleiki gegn Þýskalandi um að komast í heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Landsliöið á því ágæta möguleika á að komast í aukaleik- ina við Þýskaland og jafnvel að komast áfram á HM. Góð stemning í hópnum DV leit inn á æfingu hjá stúlkun- um á sunnudaginn þegar þær voru önnum kafnar við að undirbúa för sína. „Mér líst bara mjög vel á ferðina. Stemningin í hópnum er mjög góð. Við eram alveg staðráðnar i því aö vinna allavega annan leikinn, ef ekki báða, og tryggja okkur annað sætiö og fá þessa aukaleiki á móti Þýskalandi, það er engin spuming. Við ætlum að fá stig, helst úr báð- um leikjunum. Ég vona að við spil- um sóknarbolta því sókn er besta vörnin, þannig að ég geri mér vonir um að við spilum leikaðferðina 4:4:2 því það er miklu betra að spila með tvo framherja og við skorum náttúr- lega ekki nema að sækja og við verðum að fá stig. Það er viss áhætta ef það á að fara aö spila ein- hvern sóknarbolta þannig að ég hugsa að Vanda byggi upp á sterkri vörn eins og hún gerir venjulega," sagði Guðlaug Jónsdóttir, landsliðs- kona úr KR. 5.-8. sæti í Evrópu „Við settum það markmið fyrir tveimur áram að lenda í öðru sæti í riðlinum og við ætlum að standa við það og þá eigum við enn þá mögu- leika á að komast til Bandaríkj- anna. Það eru allar stúlkurnar laus- ar við meiðsl þannig að þetta er í fyrsta skiptið sem ég get valið lið þar sem aÚar era heilar á þessu ári. Ég tel möguleikana vera mjög góða en þetta fer allt eftir stelpunum, hvort þær séu tilbúnar í þetta. Við erum náttúrlega að fara aö spila við Svíþjóð tiltölulega pressulaust en við þurfum að vinna Úkraínu og við unnum þær héma heima og það þýðir bara að við getum gert það aft- ur. Svíþjóð er nýbúið að vinna Úkraínu 5-0 þannig að það verða meiri varnaráherslur á móti Sví- þjóð en við þurfum að vinna Úkra- ínu og leggjum upp með það. Það er spurning um hvar við byrjum að verjast og við gerum það framar á móti Úkraínu. Kvennalandsliðið á möguleika á að ná frábærum ár- angri. Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir hvað liðið stendur framarlega í Evrópu. Ef við stönd- um við að lenda í öðru sæti í riðlin- um þá erum við í 5.-8. sæti í Evrópu og það er náttúrlega frábær árangur og það era ekki margir íþróttamenn á íslandi sem era að ná þeim ár- angri,“ sagði Vanda Sigurgeirsdótt- ir landsliðsþjálfari. -ÍBE fyrir mig. Eg kom seint, mótið var byrj- að og það var erfítt. Ég var líka að kynnast íslenskum fótbolta. En svo rættist úr þessu og það er frábært að komast í bikarúrslit á íslandi í fyrstu tilraun." Une, sem hefur skorað 6 bikarmörk í sumar og 5 í deildinni er tvöfaldur meist- ari og fjórfaldur bikarmeist- ari með HB. Hann hefur skorað í öllum bikarleikjun- um í sumar og ef hann skor- ar líka í úrslitaleiknum kemst hann á spjöld sög- unnar hér á landi. Une hef- ur leikð 18 landsleiki fyrir Færeyjar. Bikarmeistari þriðja árið í röð? Jens Martin hefur fjórum sinnum orðið Færeyja- meistari og þrisvar bikar- meistari með Gí. Hann hef- ur spilað 57 landsleiki og er langþekkt- astur í færeyskri knattspyrnu. Húfan hans hvíta er heimsþekkt. Hann hefur verið bikarmeistari tvö síðustu árin og segir að það sé engin sérstök ástæða til að breyta út af vananum núna þótt hann sé á íslandi. „Það verður rosa gaman að verða bikcnmeistari þriðja árið í röð!“ segir hann með bros á vör. Stór og mikill leikvangur Þeir eru sammála um að knattpyrn- an hér á landi sé mun betri en í Fær- eyjum, hér séu fleiri góð lið og deildin jafnari. í Færeyjum er miklu meiri munur á betri og slakari liðunum. Þeir vissu hins vegar ekki mikið um bolt- ann hér, könnuðust við KR og Val, Amór og Ásgeir Sigurvins og svolítið við Atla Eðvaldsson. Þeir höfðu ekki heyrt neitt að ráði um Leiftur fyrr en Páll Guðlaugsson þjálfari fékk þá til að koma. En eins og menn vita hefur Páll verið í færeyska boltanum i 20 ár. Hins vegar höfðu þeir heyrt mikið um Laug- ardalsvöll en í hugum Færeyinga er hann stór og mikill leikvangur. Það verður því stór dagur fyrir þá Jens Martin og Une að ganga inn á Laugardalsvöllinn í Leifturstreyjum og spila bikarúrslitaleik. -HJ. Bland i poka Bragi Jónsson, GR, sigraöi í karla- flokki á golfmóti Úrvals-Útsýnar sem fram fór á Kiðabergsvelli á dögunum. Jón Pétursson, GR, varö annar og Kolbeinn Kristinsson þriðji. Aðalheiður Jörgensen, GR, sigraði hjá konum. Björk Ingvarsdóttir, GK, varð önnur og Sigríður Braga- dóttir, GR, þriðja. Sigurður Hreinsson, GH, sigraði í karlaflokki og Sólveig Skúladóttir, GH, í kvennaílokki á opna Coca Cola- mótinu í golfi i Ólafsflrði um helgina. í öldungaflokkum sigruðu Anton Gunnlaugsson, GHD, og Haukur Jónsson, GA, og í unglingaflokki sigraði Kristján V. Óskarsson, GÓ. Helmingur stúlknanna sem nú eru í íslenska landsliðinu í knattspymu fóru með því til Rússlands í fyrra og eru því vanar þeim móttökum sem þær fá í þessum heimshluta. Stúik- urnar eru því ails ósmeykar viö þetta austantjaldsland en þær munu til ör- yggis kaupa mat i Svíþjóð og taka meö sér til Úkraínu. Vanda Sigur- geirsdóttir, þjálfari landsliðs- ins, fer ekki með liðinu til Úkra- ínu því hún á von á barni i nóvember. Vanda vill ekki eiga það á hættu að lenda inni á úkraínskum spítala í höndum framandi lækna. Katrin Jónsdóttir, leikmaður is- lenska landsliðsins, leikm- í Noregi og mun koma á móts við hópinn í Svíþjóö. KA sigraói Dortmund en tapaði fyr- ir Essen og Bad Schwartau á æfmga- móti i handknattleik sem fram fór i Þýskalandi um helgina. Danmörk sigraði Rússland á úti- velli, 2-1, í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu á laugardaginn. Danska liðið er þar með sigurvegari í riðlinum og komið í lokakeppnina. Rússar urðu í öðru sæti og mæta Finnum i úrslitaleikjum um HM- sæti. -GH//HJ/ÍBE/VS/ÓÓJ Stabæk hætti við Guðmund í gær - átti að fara í morgun Norska knattspyrnu- félagið Stabæk hætti í gærkvöld við að fá Guð- mund Benediktsson KR- ing til sin til reynslu en félögin höföu komist að samkomulagi um að hann færi þangaö í dag. Fyrir skömmu stóð það sama til en þá vildu Norðmennimir ekki tryggja Guðmund. Nú var það mál hins vegar í höfn en í gærkvöld bár- ust skilaboð frá Stabæk þess efnis að þar sem liðið hefði sigrað Rosen- borg um helgina væri ekki þörf fyrir Guðmund að svo stöddu. Einn forráðamanna KR-inga sagði við DV í gærkvöld að þeir væra orðnir afar þreyttir á samskiptunum við norska félagið. Indriði Sigurðsson, KR-ingur fór hins vegar til PSV i Hollandi i gær eins og til stóð og verður þar út vikuna. -VS Hammarby efst Frakkaleikur: Sala á viðbótar- miðum í dag hefst sala á 3500 viðbótarmiðum á lands- leik íslands og Frakk- lands í Evrópukeppninni í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 5. septem- ber. Miðarnir verða seldir á bensínstöðvum Essó og er fólki á landsbyggðinni bent á að hafa samband við næstu Esso-bensín- stöð og panta miða á leikinn. -GH Hammarby komst í gærkvöld á ný i efsta sæti sænsku úrvals- deildarinnar í knatt- spyrnu með því að sigra Örgryte, 1-0. Pétur Marteinsson lék ekki með Hammarby þar sem hann tók út leikbann og Pétur Björn Jónsson var heldur ekki með. Stefán Þ. Þórðarson lék síðustu 10 mínútum- ar með Öster sem tap- aði, 1-2, fyrir AIK. Fröl- unda sigraöi Trelleborg, 3-1. Hammarby er með 30 stig, Helsingborg 29, AIK 29, Frölunda 29 og Halm- stad 28 stig. Neðst eru Malmö og Örgryte með 15 stig og Öster 14. -VS Sigurborgin sigraði Páll Hreinsson og áhöfn hans á Sigurborgu hreppti íslandsmeistara- titilinn í kjölbátasigling- um um helgina en þá fór íslandsmótið fram í Keflavík. Sigurborg, sem keppir fyrir Ymi, fékk 6 refsi- stig, Gígja úr Vogi kom næst með 7 og i þriðja sæti varð Sif úr Ými með 11 refsistig. Átta bátar tóku þátt í mótinu. -VS Golf: Birgir í 21.-27. sætinu Birgir Leifur Hafþórs- son hafnaði í 21.-27. sæti á opna norska meistara- mótinu í golfi en mótið var eitt af áskorendamót- um atvinnumanna í Evr- ópu. Birgir lék á samtals 282 höggum eða 10 högg- um undir pari vallarins en hann lék lokahring- inn á 68 höggum eða 5 undir pari vallarins. Englendingurinn Gary Emerson varð hlut- skarpastur á mótinu en hann sigraði á 17 högg- um undir parinu. -GH Andri og Kinn- aird á förum Andri Marteinsson og Paul Kinnaird leika ekki fjóra síðustu leiki Leifturs í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir bikarúrslita- leikinn á sunnudag fer Andri til Alabama þar sem hann stundar nám í vetur og Kinnaird þarf að snúa aftur til Stranraer í Skot- landi. -HJ Þær gömlu ætla ekki upp - Grindavík tekur sæti Gróttu í úrslitunum Lið Gróttu sem unnið hafði sér sæti í úrslita- keppni 1. deildar kvenna hefur fengið samþykki frá mótanefnd KSÍ um að taka ekki þátt í úrslitun- um sem byrja um næstu helgi. Lið Gróttu er skip- að „gömlum" þekktum knattspymukonum úr ýmsum félögum sem hafa sýnt í sumar að lengi lifir í gömlum glæðum en hafa ekki haft það á stefnuskránni að spila í efstu deild. í stað Gróttu fær Grindavík þátttökurétt í úrslitunum sem er ein- fold stigakeppni milli FH, Grindavík, ÍBA og KVA. Sigurvegarinn færist beint upp í úrvalsdeild kvenna en liðið í 2. sæti leikur aukaleiki við liðið í 7. sæti í úrvalsdeildinni um sæti í efstu deild næsta sumar. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.