Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON .
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastióri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@œntrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: tSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafirænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Barónarnir taka Kreml
Djúp efnahagskreppa í Rússlandi er aðeins hluti af
skýringunni á fyrirvaralausum brottrekstri ríkisstjómar
Kíríjenkós í Rússlandi. Stuðningur harðsvíraðrar
flármálaklíku við framboð Tsjémómýrdíns til forseta réð
hins vegar úrslitum.
Jeltsín forseti, sem býr yfír mikiUi taktístri snilld þó
hann skorti framtíðarsýn, þurfti að greina sig frá
óvinsælum eöiahagsaðgerðum Kíríjenkós. Upprisa
Tsjemómýrdíns í embætti forsætisráðherra fól því í sér
sameiginlega hagsmuni hans og klíkunnar.
Hún viil efla hann til forseta. Jeltsín þarf forsætis-
ráðherra sem hlýðir honum og er yfirlýstur andstæð-
ingur eöiahagsstefnu Kíríjenkós. Forsetinn fór, enn einu
sinni, að ráðum klíkunnar og er nú búinn að lýsa vilja
til að fá Tsjemómýrdín sem arftaka sinn.
Valdamesti hópurinn í Rússlandi í dag er nefnilega
hvorki herinn né stjómmálaflokkar. Það er örfámenn
klíka ófyrirleitinna fjármálamógúla sem efnuðust
gríðarlega undir vemdarvæng Tsjemómýrdíns og hafa
nú tekið hann aftur upp á sína arma.
Þessir menn em tengdir af sameiginlegum hagsmun-
um og í dag mynda þeir eins konar skuggaráðuneyti
Rússlands. Oftsinnis hefúr komið fram að Jeltsín hefur
farið að ráðum þeirra, til dæmis þegar Tsjemómýrdín
var upphaflega rekinn.
Þegar kom í ljós að hinn ungi Kíríjenkó neitaði að
þjóna hagsmunum þeirra og krafðist þess að
fyrirtækjaveldi þeirra greiddu skatta snemst þeir
öndverðir gegn honum og tóku aftur upp stuðning við
Tsjémómýrdín. Nú vilja þeir hann í forsetastólinn í
Kreml.
í Rússlandi vita allir að Tsjemómýrdín er í nánum
tengslum við nýríku valdabarónana og fíölmiðlar þar í
landi segja fullum fetum að þeir muni greiða
kosningabaráttu hans þegar kemur að forsetakjöri.
Tengsl hans við þá em því öllum ljós.
Allar skoðanakannanir sýna þó að Tsjemómýrdín
nýtur langminnst fylgis allra þeirra sem orðaðir em við
forsetaframboð. Sjálfúr fór hann ekki dult með að hann
þyrfti að verða forsætisráðherra á nýjan leik til að vinna
sér fylgi sem tryggði honum stól Jeltsíns.
Eöiahagskreppan varð honum og skuggaráðuneyti
barónanna tileöii til að láta skríða til skarar. í síðustu
viku sté hann fram og gagnrýndi stjóm Kíríjenkós
harkalega eftir mikla fúndi með klíkunni. í kjölfarið
gerði Jeltsín hann aftur að forsætisráðherra.
Hinn upprisni forsætisráðherra mun hins vegar engu
bjarga. Það var nefnilega Tsjemómýrdín í samvinnu við
Jeltsín sjálfan sem ber ábyrgð á efnahagslegum
hrakforum Rússa. Hann var ábyrgur fyrir því að láta
stórfýrirtæki sleppa við skattgreiðslur.
Fyrir vikið varð flárþurrð í sjóðum ríkisins og ekki
tókst að greiða ríkisstarfsmönnum laun misserum
saman. Þetta var orsök djúprar pólitískrar ólgu sem vó
svo sterkt að veldi Jeltsíns að hann rak Tsjemómýrdín
með þeim orðum að hann væri duglaus.
Aðgerðir Kíríjenkós vom þrátt fyrir allt þær einu sem
dugðu. Rúnir lánstrausti með rúblima gengisfellda er
hrun í fjármálalífi Rússa miklu nær en Vesturlönd
grunar. í skjóli hinna nýríku baróna mun Tsjemómýrd-
ín í besta falli troða marvaðann.
Jeltsín hefúr hins vegar tekið að sér að afhenda ófyrir-
leitnum fiármálabarónum lykilinn að Kreml. Niður-
læging hans er fúllkomnuð.
Össur Skarphéðinsson
Ég spáði því í byrjun
þessa kjörtímabils, þegar
núverandi stjórnarflokkar
fóru í eina sæng, að þessir
flokkar myndu fyrir lok
kjörtímabils fara hamforum
í einkavinavæðingunni. Það
er að koma á daginn. Nafn-
giftin á stjórnarsamstarfi
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins fyrr
og nú, helmingaskiptastjóm,
varð ekki til fyrir tilviljun.
Það virðist einfaldlega óum-
flýjanleg staðreynd, að þeg-
ar þessi flokkar taka hönd-
um saman við landsstjóm-
ina, þá sjást þeir ekki fyrir í
hagsmunagæslunni. Hama-
gangur við kjötkatlana við
útdeilingu þjóðarverðmæta
til flokksvina og -gæðinga,
„einn fyrir þig og annar fyr-
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - Það virðist einfaldlega
óumflýjanleg staðreynd, að þegar þessir flokkar taka höndum saman við lands-
stjórnina, þá sjást þeir ekki fyrir í hagsmunagæslunni, segir Guðmundur Árni í
grein sinni.
Dansinn í kring-
um bankana
að selja í grænum
hvelli. Rýmingarsalan
er að hefjast.
Og helst á að ganga
frá öllum endum í sept-
embermánuði næst-
komandi, áður en Al-
þingi kemur saman.
Það virðist engu skipta
að lagaheimildir
standa alls ekki til þess
að selja megi þessar
bankastofnanir. Þvert
á móti er löggjöfm,
sem er ný af nálinni,
og til orðin samkvæmt
tillögum stjórnarliða
sjálfra, á þann veg að
hægt og yfírvegað eigi
að auka hlutafé um
35% og það eigi að
„Kjörtímabilid er að renna sitt
skeið á enda og ríkisstjórnar-
fíokkarnir vilja enga áhættu
taka. Þeir vilja koma bönkunum í
„réttar" hendur samkvæmt helm-
ingaskiptareglunni, áður en kjós-
endur fá að kveða upp sinn
dóm....u
Kjallarifin
Guðmundur Árni
Stefánsson
alþingismaður
ir mig“ viðlagið, er
eitthvað sem ætíð
fylgir þessum flokk-
um þegar þeir starfa
saman.
Aðdragandinn og
undirbúningurinn
að þeirri aðgerð, svo
sem hlutafélagavæð-
ing Pósts og síma og
síðan Búnaðarbanka
og Landsbanka var
aðeins reykurinn af
réttunum. Fullyrð-
ingar stjórnarliða
um að þær breyting-
ar væru fyrst og síð-
ast gerðar til að
tryggja jafna sam-
keppnisstöðu í
bankakerfinu og að
meirihlutaeign þjóð-
arinnar væri tryggð
næstu fjögur árin,
fannst mér ekki
merkilegar né trú-
verðugar.
í bakherbergjum
Þetta hefur gengið
eftir. Nú er allt kom-
ið á blússandi ferð í
bakherbergjum
stjómarflokkanna og
þar er verið að skáka
milljörðunum fram
og til baka yfir borðið í formi
hlutabréfa í Búnaðarbanka og
Landsbanka. Nú skiptir ekki leng-
ur máli að bankamir fái ráðrúm
og tíma til bregðast við nýjum og
breyttum tímum í íslensku fjár-
málaumhverfi og keppa og sanna
sig á þeim markaði. Né heldur
finnst mönnum ástæða fyrir ráð-
rúm til að styrkja og efla stöðu
Landsbankans og sumpart Búnað-
arbanka eftir erfitt vor og sumar
vegna lax- og risnuumræðu. Að-
gerðir sem myndu vafalaust auka
verðgildi þeirra umtalsvert, áður
en ráðist yrði í sölu á hlutabréfum.
Nei, enginn tími fyrir slíkt. Allt á
selja, jafnhliða því sem selja eigi
49% í hinum nýstofnaða banka rík-
isstjórnarinnar, Fjárfestingar-
bankanum.
Útsalan er hafin
En nú er þetta allt ómögulegt.
Nú á að selja allt laust og fast. Út-
salan er hafin. „Tilboðin" streyma
inn þótt formlega hafi enginn aug-
lýst eignimar til sölu, enda slíkt
óheimilt samkvæmt gildandi lög-
um. En það skiptir bara engu máli.
Kjörtímabilið er að renna sitt
skeið á enda og ríkisstjórnarflokk-
amir vilja enga áhættu taka. Þeir
vilja koma bönkunum í „réttar“
hendur samkvæmt helminga-
skiptareglunni, áður en kjósendur
fá að kveða upp sinn dóm í þing-
kosningunum í maíbyrjun á næsta
ári.
Starfsfólk bankanna fylgist með
fréttum í forundran og enginn for-
svarsmanna stjómarinnar lætur
svo lítið að heyra þess viðhorf,
enda þótt störf hundraða þessara
starfsmanna séu í húfl. Ráðamenn
em uppteknir við það að taka á
móti stórum sendinefndum er-
lendra banka og þjónusta þá á alla
lund við að gera tilboð í bankana.
Þess á milli taka þeir við tilboðum
frá öðrum fjármálastofnunum, sem
ætla að fjármagna kaupin með
spamaði og niðurskurði (uppsögn-
um) í hinum nýkeyptu eignum.
Og svo er bragðbætt með því,
að fjárlagahallinn - raunar í
mesta góðæri siðari tíma - sé og
verði svo mikill að ríkið verði
að fara í umfangsmikla eigna-
sölu.
Síðan er reynt að telja fólki trú
um að allir milljarðamir sem
skipta eiga um vasa í þessari
bankauppákomu verði um leið
ávísun á lægri vexti og þjónustu-
gjöld í bankakerfinu! Og það þótt
kaupendur ætli að flármagna
kaupin úr rekstri þeirra stofn-
ana sem keyptar em. Með öðrum
orðum viðskiptavinir borga auð-
vitað eins og fyrri daginn.
Næsta „frétt“ í bankafarsanum
verður ef til vill sú, að bankamála-
ráðherrann komi fram fyrir alþjóð
og segi málið allt á misskilningi
byggt. Sér hafl verið gefnar rangar
upplýsingar og hann hafl í bestu
trú talið þær réttar, komið þeim
áfram og því haflst handa. Þess
háttar fréttum hefur þjóöin átt að
venjast á undanfömum mánuðum,
þegar bankamálaráðherrann er
annars vegar. Það yrði þó senni-
lega, eftir allt saman, skásta niður-
staðan í þessum sumarsmelli rík-
isstjómarinnar í bankamálunum.
Guðmundur Ámi Stefánsson
Skoðanir annarra
Tímamót hjá Flugleiðum
„Það era vissulega tíðindi og tímamót þegar stjórn
Flugleiða ákveður að hætta flugi til og frá Lúxem-
borg, sem skipað hefur háan sess í íslenzkri flug-
sögu. Flugleiðir og áður Loftleiðir hafa haft viðkomu
i Lúxemborg í áætlunarflugi í 43 ár. Þessi þungbæra
ákvörðun er hluti af aðgerðum sem taldar voru
nauðsynlegar til að rétta af reksturinn. 1.578 milljón
króna tap varð af reglulegri starfsemi Flugleiða á
fyrri helmingi líðandi árs. Að auki skilaði Flugfélag
íslands 216 m.kr. tapi á sama tíma ... Mikilvægt er að
félaginu heppnist aftur að snúa vörn í sókn og
byggja upp arðbæran rekstur til langrar framtíðar."
Úr forystugrein Mbl. 22. ágúst.
Sálin og vísindin
„Rannsóknimar miða að því að gera mönnum
kleift að hafa meiri stjóm á tilvem sinni og mögu-
leika á þvi að hafa áhrif á gæði þess lífs sem þeir lifa
... Þótt erfðafræðin væri húin að vinna alla þá sigra
sem hún getur nokkum tímann unnið þá verður
áfram sál í okkur öllum og einhvers konar guð í um-
hverfi okkar. Það er svo ótal margt sem aldrei verð-
ur skýrt með erfðum eða aðferðum visindanna. Það
verður einfaldlega aldrei hægt að taka mystíkina úr
tilverunni. Og svo sannarlega hef ég engan áhuga á
að svo verði.“
Kári Stefánsson í Degi 22. ágúst.
Kampavín á Kaffivagninum
„Fólk kaupir hlutabréf með von um ágóða og miðl-
arar þurfa því að hafa góða innsýn; geta séð vel fram
í tímann og verða að fylgjast vel með. Dæmi: í dag
er verð sjávarafurða að hækka verulega og sjávarút-
vegurinn því á mikilli uppleið. En ekki munu allir í
sjávarútveginum græða á því. T.d. munu fS og SH
lenda í basli þar sem hráefiiisverð hækkar til verk-
smiðja þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum ... Þess
vegna ráðlegg ég viðskiptavinum mínum að selja
bréf í þessum fyrirtækjum og kaupa í fyrirtækjum
sem eiga kvóta, t.d. HB, ÚA, Granda og Samherja. Og
ég efast ekki um að farið verði að selja Dom
Perignon kampavín á Kafflvagninum bráðlega (!);
trillukarlanir græða á tá og fingri þessa dagana."
Ragnar Þórisson í Mbl. 23. ágúst.