Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1998, Blaðsíða 12
12
ÞREÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
Spurningin
Hlakkarðu til að byrja
í skólanum?
Atli Freyr Friðbjömsson, nemi í
Háteigsskóla: Bæði og.
Máni Ólafsson, nemi í
Valhúsaskóla: Nei, alls ekki. Ég
hef ekkert á móti lengra sumarfríi.
Egill Búi Einarsson, nemi i
Valhúsaskóla: Nei, ég kvíði fyrir.
Mér þykir frekar leiðinlegt í
skólanum.
Sigurbjöm Agnar Daníelsson,
nemi i Iðnskólanum: Nei, ekkert
rosalega.
Ásgeir Þór Guðmundsson, 12 ára:
Nei, ekki get ég sagt það. Ég er að
byrja í nýjum skóla og veit ekki
hvort mér mun líka það.
Margrét Ögmundsdóttir, nemi í
Fellaskóla: Já, já. Það er alltaf
ágætt að byrja í skólanum.
Lesendur
Vannýttur Kefla-
víkurflugvöllur
- markaðssetning má sín einskis
Magnús Jónsson skrifar:
Það er flestum sem fylgjast með
fréttum af samgöngumálum, að ekki
sé talað um málum er snerta flug til
og frá landinu, ljóst að Keflavíkur-
flugvöllur er mjög vannýttur flug-
völlur, svö að ekki sé meira sagt.
Aðalálagstímarnir á þessum eina al-
vöruflugvelli hér á landi eru á
tveimur tímum sólarhringsins;
eldsnemma morguns og svo aftur
siðdegis þegar íslenskar áætlimar-
flugvélar koma frá Evrópu. Það er
því deginum ljósara að væri Kefla-
víkurflugvöllur betur nýttur þyrfti
ekki að hafa svo miklar áhyggjur af
rekstrarstöðu hans.
íslenska flugstjómarsvæðið er
afar stórt, nær yfir rúma 5 milljón
ferkílómetra. Það er hins vegar
ástæðulaust að ætla að eitthvert af
þeim fjölmörgu flugfélögum sem um
það fara hafi hug á að notfæra sér
Keflavíkurflugvöll sem lendingar-
stað. Skattlagning á Keflavíkurflug-
velli er t.d. hærri og umfangsmeiri
en víðast annars staðar. Ég nefni til
sérstakt gjald á flugvélaeldsneyti og
farþegaskatt og vopnaleitargjald á
hvem brottfararfarþega. Og flefra
kemur til.
Markaðssetningu Keflavíkurflug-
vallar er afar áfátt, raunar ófull-
nægjandi með öllu. En ekki er við
Markaðsráð aö sakast eingöngu. Því
era skorður settar af ríkisvaldinu
og oft einstökum ráðherram sem
fara með mál vallarins og dæmi era
um að togstreita milli ráðuneyta að
ráða einstökum málaflokkum gerir
ástandið óþolandi.
Öll aðstaða á Keflavíkurflugvelli
er þó mjög góð og samkeppnisað-
Á Keflavíkurflugvelli. Öll aðstaða til reiðu en pólitískir vindar hindra betri
nýtingu.
staða gagnvart Reykjavíkurflugvelli
margfalt betri. Betri flugbrautir,
lægri lendingargjöld og opið allan
sólarhringinn, gagnstætt því er ger-
ist í Reykjavík. Það liggur því ljóst
fyrir að Markaðsráð Keflavíkurflug-
vallar verður að knýja á um að aflt
innanlandsflug verði flutt til Kefla-
víkurflugvallar. Það er mikið átak
og á brattann að sækja gagnvart
stjómmálamönnum sem vilja halda
innanlandsfluginu óbreyttu við hin-
ar ófullkomnu og ólöglegu aðstæður
vegna atkvæða af landsbyggðinni.
Með þeirri framkvæmd yrði
Keflavíkurflugvöllur allvel nýttur
og öryggi farþega myndi færast í
það horf sem alþjóðareglur kveða á
um. Þar skortir verulega á við lend-
ingar á Reykjavíkurflugvelli. Sveit-
arstjórn Reykjanesbæjar ber skylda
til að standa vörð um Keflavíkur-
flugvöll og veita Markaðsráði vall-
arins alla þá aðstoð sem hún getur.
Ekki síst þar sem Markaðsráði
Keflavikurflugvallar er vandi á
höndum um markaðssetningu á
meðan rlkið og stjórnmálamenn
nota flugvöllinn sem bitbein um bit-
linga fyrir ótalda starfshópa og
stéttir. Allt eftir hinum pólitísku
vindum.
Otiðindi af Flugleiöum
Guðrún Einarsdóttir hringdi:
Það eru mikil ótíðindi sem okkur
landsmönnum berast af Flugleiðum,
þessu eina flugfélagi sem heldur
uppi reglulegu utanlandsflugi. Von-
andi átta menn þar á bæ sig á fjár-
reiðum og þvi hvar rétti markaður-
inn bíður. Verði það ekki niðurstað-
an virðist fátt til bjargar annað en
sameining við eitthvert öflugt er-
lent flugfélag sem treystandi er til
að bjóða okkur viðunandi kjör í
flugi til og frá landinu.
Verst var að heyra um að Flug-
leiöir skuli ætla að gefa Lúxemborg
upp á bátinn, þennan trausta lend-
ingarstað í miðri Evrópu þaðan sem
vegir liggja til allra átta. Þar er lltil
sem engin glæpatíðni og því eftir-
sótt að leggja upp í ferð þaðan
áfram, t.d. með lest eða bílaleigubíl.
Bíll skráður í Lúxemborg er mun
örggari en frá öðrum löndum Evr-
ópu. Þeta vissu reyndir farþegar,
ekki sist frá Bandaríkjunum.
Ég held að það hafi verið rangt af
Flugleiðum að leggja niður flug til
Lúxemborgar, það hefði frekar átt
að leggja kapp á að markaðssetja
það flug betur vestanhafs með tilliti
til þessa og fleiri þátta sem draga
farþega þaðan til Evrópu.
Hreinsun í Háaleitishverfi
- snör handtök hjá borginni
Snör voru handtökin við hreinsun illgresis á mót-
um Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.
Sigurður Þórðarson hringdi:
í lesendabréfi í DV sl. mánudag
las ég skrif frá Angelu Baldvins sem
tjáði sig um að snyrtingu á vegum
borgarinnar væri verulega áfátt í
Háaleitishverfi hér í Reykjavík.
Birtist með mynd því til sönnunar
þar sem njóli og annar óþurftar-
gróður yxi innan um falleg tré sem
plantað hefði verið á gatnamótum
Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.
Þetta voru orð í tima töluð hjá
Angelu því víða er þama ósnyrti-
legt um að litast. Hefur Reykjavík-
urborg ekki sinnt umhvertishreins-
un sem skyldi alls staðar þótt ann-
ars staöar sé allt til fyrirmyndar.
Einkum á fjölfömum stöðum.
íbúðahverfin hafa víða orðið útund-
an og tek ég sem dæmi gömlu vest-
urborgina, t.d. í götunum inn af
Hringbrautinni vestanverðri þar
sem arfi og gras vex ár eftir ár upp
úr rennusteinum og
gangstéttarhellum og
hellurnar sjálfar orðn-
ar svo skakkar og
skældar að þær rísa
allt að því upp á rönd.
En talandi um lesenda-
bréf Angelu frá því sl.
mánudag verð ég að
geta þess að eftir að
bréf hennar birtist í
DV liðu ekki nema
einn eða tveir dagar
þar til kominn var
maður með sláttuvél
og farinn að slá illgres-
ið. Þetta voru snör
handtök hjá borginni.
Ég gat ekki látið hjá
líða að kalla á ljós-
myndara til að smella
af mynd í tilefni þessa.
Það er aðkallandi að Reykjavíkur-
borg sinni hreinsun og endurnýjun á
gangstéttarhellum víða. Ég er viss
um að íbúamir meta það með því að
ganga betur um utan dyra. Þar er
enn ljóður á ráði borgaranna viða í
hverfunum þótt sums staðar sé um-
gengni þeirra til fyrirmyndar.
Davíð með
A-flokkunum
Lárus hringdi:
Ég sé fyrir mér að næstu al-
mennu kjarasamningar sem geröir
verða hér í kringum árið 2000
verða einhverjir þeir erfiðustu
sem hér hafa verið gerðir. Allir
munu ætla sér stóran hlut. Vand-
inn væri þó ekki annar en sá að
láta nú einu sinni verða af því að
hífa þá lægstlaunuðu verulega upp
úr hjólfarinu, t.d.upp í 120 þús. kr.
lágmarkslaun, og segja stopp við
alla aðra en þá sem hafa minna en
250 þús. krónur. Þaö verður hins
vegar ekki gert nema með sterkri
ríkisstjórn og þá á ég við Sjálf-
stæðisflokk og Á-flokkana samein-
aða. Þar yrði Davíð Oddsson að
sjálfsögðu leiðandi foringi sem for-
sætisráðherra. En öðruvísi rikis-
stjórn eftir næstu kosningar verð-
ur ekki langlíf.
Starfslokasamn-
ingur við opin-
bera stjórnendur?
J.Á.P. skrifar:
Þeir ætla að verða sifellt erfið-
ari og erfiðari þessir stjómendur
sem era að yfirgefa stöður sínar í
hinum opinberu stofnunum.
Dæmi eru um að nokkrir þeirra
hafi verið svo frekir að heimta sér-
stakan starfslokasamning er þeir
yffrgefa embættin. Ekkert mælir
þó með því að gera slíkan samning
við opinbera starfsmenn fyrir að
hafa mætt til vinnu, rétt eins og
aðrir. Nú er það orðin lenska að
þessir stjórnendur stíla upp á
starfssamning til allt að því eins
árs! Hvaða vit er í því? í mesta lagi
mætti hugsa sér að starfsloka-
samningur væri gerður við menn
sem hætta fyrr og þá vegna þess að
þeim er nánast ýtt út fyrr en þeir
þurfa að hætta. Alls ekki öðruvisi.
Stuðningsmenn
Sverris í skrapinu
Jóhann Sigurðsson hringdi:
Maðu les um hina og þessa
menn sem Sverrir Hermannsson á
að eiga visa fari hann í framboð í
vor. Tíndir eru til hinir og þessir
sem matarbragð þykir að og hafa
verið að skrifa greinar um kvóta-
kerfið. Mestmegnis rugl og fimbul-
famb fram og til baka. Nú er það
prófessorinn Þorvaldur Gylfason
sem á að fá til liðs viö Sverris-
framboð. Ekki hefur prófessor
þessi gefið neitt merki í þá vera að
hann styðji Sverri konung. Og þótt
hann hafi skrifað og skrifað und-
anfarin ár finnst mér þau skrif
með þeim hætti að hann hafi ekki
mikla burði til ákvarðanatöku.
Hvorki i kvótamálum né fram-
boðsmálum. Þeir geta því enn
stundað „skrapið" á framboðs-
markaðinum, Sverrismenn.
Lottómenn Ijúka
upp munni
Guðmundur Ólafsson hringdi:
Formaður Verkamannasam-
bands íslands er að tjá sig þessa
dagana um orð forseta íslands og
segir þau það fyrsta sem sagt hefur
verið af viti um erfðamálin, gagna-
granninn og það mál allt. Ég er
undrandi á því að heyra mann sem
er formaður Verkamannasam-
bands íslands tjá sig um að gagna-
grunnsmálið sé mál málanna fyrir
verkalýðshreyfinguna, en ekki það
mál sem brennur á okkur launa-
mönnum, að allir fara fram úr okk-
ur í launum vegna þess að laun-
)egahreyfingin brást í síðustu
samningum með því að afþakka
hin svokölluðu rauöu strik, sem
heíðu verið vamagli fyrir okkur og
um leið hemill á aðrar stéttir, t.d.
hjá hinu opinbera, að krefjast
hærri launa á miðju samnings-
tímabili. Hins vegar sér maður for-
ystumenn launþegasamtakanna í
auglýsingu Lottó-happdrættisins
allt að því vikulega. Þá geta þeir
lokiö upp munni og hvatt til stór-
ræða. Þaö nægir okkur ekki. Held-
ur ekki undirtektir með forseta
landsins um gagnagrunninn.