Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 Fréttir Kona í Reykjanesbæ keypti notaða tölvu: Sjúkraskýrslur um fjölda fólks þar frá læknum DV, Suðurnesjum: „Það er rétt hjá Davíð Odds- syni forsætisráðherra að gögn um sjúklinga liggi á glámbekk. Ég keypti notaða tölvu sem innihélt urmul af sjúkralýsing- um hundraða sjúklinga frá læknum. Áður en tölvan var sett í sölu gleymdist að þurrka út af harða disknum. Þetta voru nákvæmar sjúkraskrár um þá sem höfðu verið í með- ferð og læknar gáfu sína um- sögn og annað slíkt um þeirra heilsufar," sagði Erla Guð- mundsdóttir úr Reykjanesbæ. Hún keypti notaða tölvu árið 1994 af tengdasyni sínum sem rak þá verslun í Reykjavík með nýjar og notaðar tölvur. Erla segir að á þeim tíma hafi hún verið að kaupa sér öflugri Erla Guðmundsdóttir keypti sér notaöa tölvu árið 1994 sem innihélt nákvæmar sjúkraskrár fólks. DV-mynd ÆMK tölvu. Hún segir að jafnvel á fleiri tölvum en hennar hafi gleymst að hreinsa upplýsingar af harða disknum. „Ég væri nú ekki að tala um þetta nema af því að Davíð minntist á þetta mál. Það er ekki hægt að gleyma þessu at- viki. Tölvan kom frá einhverri læknastofu. Tengdasonur minn hjálpaði mér að tengja hana og hann varð vitni að þessu. Við vorum ekki bara hissa heldur undrandi yfir að slíkt gæti gerst. Við renndum yfir listann og það var allt mögulegt um fólkið og hvað væri að því heilsufarslega. Við eyddum þessum skrám enda ekki okkar mál,“ sagði Erla Guðmunds- dóttir. -ÆMK Framsóknarþingmenn á eintali viö Halldór Ásgrímsson: Halldór hlustaöi en sagði fatt Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, kallaði þingmenn flokksins á sinn fund í gærmorgun hvem fyrir sig, nýkominn heim úr 16 daga útivist í Afríku og víðar um heiminn. Erindi formannsins við þingmenn var að kanna hug þeirra til þess hvernig fara skyldi með ráðherrastól Guð- mundar Bjamasonar sem gæti losnað um mánaðamótin en losnar í síðasta lagi um áramót. Mikil undiralda hefur verið í flokknum síðan Guðmundur til- kynnti um brottfór sína úr ráðherra- embætti og í ljós kom að flokksfor- maðurinn hafði mælst til þess við Guömund að hann sæti í embætti til áramóta. Eftir áramót tæki því varla að tilnefna nýjan ráðherra í hans stað þar sem aðeins um fjórir mánuðir verða þá eftir til kosninga. Þessu era margir þingmenn ekki sammála, ekki síst þeir sem skipa efstu sætin á list- um flokksins í kjördæmunum og ekki era ráðherrar þegar. Hefð er fyrir því innan Framsóknarflokksins að efstu menn hafi forgang til ráðherrastóla. Samkvæmt þessari hefð koma þau til greina sem arftakar Guðmundar þau Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Reykjaness, Guðni Ágústsson á Suð- urlandi, Gunnlaugur Sigmundsson á Gunnlaugur Sigmundsson kemur glaðhlakkalegur til fundar við Hall- dór Ásgrímsson. Vestfjörðum og hugsanlega Stefán Guðmundsson í Norðurlandi vestra, sem hættir þingmennsku eftir kjör- tímabilið. Sérstakur þingflokksfundur hófst í morgun vegna þessa máls. Þingmenn Flóö undir Eyjafjöllum Mikil úrkoma var í gærmorgun í Mýrdal og undir Eyjafjöllum, við Bakkakotsá undir Eyjafjöllum er unniö við að breikka brú og á meðan er umferö hleypt á bráða- birgðabrú við hlið þjóðvegarins. í vatnavöxtum í gærmorgun kom skarð í fyllinguna að bráðabirgða- brúnni og vatnsop hennar fylltist. Þar til lækkaði í var léttri umferð hleypt á brúna sem er veriö aö breikka en þyngri umferð var beint inn á Raufarfellsveg. -NH Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, var alvarlegur í bragöi. sem rætt var við eftir samtölin við Halldór í gær bjuggust ekki við öðra en að hann myndi sitja við sinn keip og gera tillögu um að Guðmundur Bjamason sæti til áramóta sem ráð- herra en eftir það yrði ráöuneytum hans skipt á sitjandi ráðherra Fram- sóknarflokksins. Jón Kristjánsson sagðist við DV í gær ekkert vilja segja um hvemig hann sjálfur vildi sjá ráðherramálið til lykta leitt. Hann sagði að það og síðan bankasölumálið og nýleg samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokks yrði án efa rætt áfram á þingflokksfundi og landsstjórnarfundi sem haldinn verð- ur í byrjun næstu viku á ísafirði. Halldór Ásgrímsson kom til lands- ins í fyrrakvöld en hafði þá verið í burtu frá landinu í 16 daga samfleytt í Afríku og Svíþjóð. Heimkomnum mætir honum órói innan eigin flokks Siv Friðleifsdóttir var hvergi bangin enda vilja ungliðar flokksins að hún veröi ráöherra. Siv sat lengi á tali viö formanninn. vegna brottgöngu Guðmundar Bjamasonar úr ríkisstjóm og upp- nám í bankasölumálinu í kjölfar þing- flokkssamþykktar sjálfstæðismanna sem DV greindi fyrst fjölmiðla frá. Einn þingmanna Framsóknarflokks- ins sagði í samtali við DV í gær að hann byggist ekki við því að for- manninum tækist að koma þessum málum í ásættanlegan farveg fyrir framsóknarmenn á næstunni því að fram undan væru annasamir dagar. Halldór þyrfti að taka á móti um 40 manna þingmannanefnd frá Atlants- hafsbandalaginu á þriðjudag. Þá væri aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins væntanleg- ur í næstu viku einnig auk fyrr- nefndra flokksfunda á ísafirði og flokksfundar á Austfjörðum á mið- vikudagskvöld. -SÁ Samherji á góðu róli: Stóraukinn hagnaður Samherji hf. hagnaðist um 506 milljónir króna fyrstu 6 mánuði árs- ins. Þetta er mikil breyting frá fyrra ári þegar félagið hagnaðist um 204 milljónir króna allt árið. Hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi nam 611 milljónum króna fyrir skatta. í tilkynningu frá Samherja segir að mikill rekstrarbati hafi orðið í rekstri erlendra dótturfyrirtækja fé- lagsins. Þau vora rekin með tapi á síðastliðnu ári en nú með hagnaði. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, metur stöðuna þannig að horfúr á hagnaði fyrir árið í heild séu góðar. Eignir Samherjasamstæðunnar þann 30. júní námu tæpum 13 millj- örðum króna og eigið fé var 4,1 milljarður. -rt Stuttar fréttir i>v Borgar ekki Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir þýö- ingarlaust að ætla Jöfnunar- sjóðnum að bera þann aukakostn- að sem hlýst af kjarasamning- um kennara við einstök sveitar- félög. Þetta sagði Páll á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri. Kvótlnn á Viðskiptavef Allar upplýsingar um úthlutað- an kvóta fiskveiðiáriö 1998/99 á tölvutæku formi hafa verið settar á Viöskiptavef Vísis. Hægt er að kalla fram upplýsingarnar með sér- stökum hnappi, KVÓTINN. Upplýs- ingamar era settar fram á Excel- formi. Plastos tapaði Tap af reksti Plastos Umbúða hf. fyrri hluta ársins nam 15,3 milljón- um króna en í rekstraráætlunum fyrir árið 1998 var gert ráð fyrir hagnaði. Vilja viðræður áfram Titringur er innan Kvennalist- ans vegna trún- aðarbrests sem Guðný Guð- björnsdóttir al- þingismaður segir hafa orðið í viðræðum list- ans við A-flokk- ana um sameig- inlegt framboð. Kvennalistinn sam- þykkti í gærkvöldi að halda viö- ræðum áfram. NAMMCO fundar Norður-Atlantshafs fiskveiðiráö- ið, NAMMCO, mun funda í Ósló dagana 1. til 4. september. Þetta er áttundi fundur ráðsins en í því era Island, Noregur, Grænland og Fær- eyjar. Auk þess munu fulltrúar Rússa, Kanada, Japan og Santa Lucia og frá náttúruverndarsam- tökum sitja fundina. Meðal um- ræðuefna á fundi ráðsins nú er ástand og ffamtíðarnýting hrefnu- stofnsins. Viðvörun frá FFSÍ Sambandsstjóm Farmanna- og fiskimannasambands íslands varar við því að vaktir verði lagðar niður á ísafjaröarradió og tekin upp fjar- þjónusta frá annarri strandstöð. Veðurofsi á Vestfjörðum hefur gert fjórðunginn sambandslausan við aðra landshluta. íslandsflug eflist Stjórn íslandsflugs hefur ákveðið að flölga ferðum sínum til Egils- staða og bæta við feröum til Akur- eyrar um helgar. Hingað til hefur félagið flogið einu sinni á dag tfl EgUsstaða en framvegis verður flogið þangað frá Reykjavík þrisvar á dag. Skoðunarreglum breytt Þessa dagana era að taka gUdi breyttar reglur um mengunarmæl- ingar bifreiða við reglubundna skoðun þeirra. Samkvæmt fréttatU- kynningu frá Aðalskoðun hf. eiga nýju reglurnar bæði við um bifreið- ar með bensín- og olíuvélum. M.a. veröa mæld svonefnd lambda-gUdi nýlegra bUa sem eiga að vera 0,97- 1,03. Skuldir lækkaðar Geir H. Haarde fjármálaráö- herra sagði á þingi Sambands ísl. sveitarfélaga að stefnt væri að því að lækka skuldir ríkisins um 25 mUljarða á þessu og næsta ári og halda áfram að selja ríkiseignir. Morgunblaðið sagði ffá. Nýr formaður Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka í Borgarfirði hefur verið kjörinn formaður Landssambands kúa- bænda. Þórólfur sigraöi Jón Hólm Stefánsson í formannskjöri í gær. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.