Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 I>'V etið verði erslunarsvæði „Flest bendir til þess að fylgt verði tillögu Clintons Bandaríkja-f forseta um að alnetið verði fríverslunar- svæði. Jafnframt virð-: , ast flestir hallast að , því meginsjónarmiði að þær reglur sem gilda í viðskiptum j utan netsins skuli einnig gilda i viöskiptum innan þess." Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, (Mbl. Ekkert grín „Áhuginn þarf að vera brenn-f andi ef maður ætlar að leggja eitt- hvað fyrir sig og leiklistin er ekk-1 ert grín, maður þarf að vera 150 > prósent viss, og ég er ekki tilbúin I til þess aö skuldbinda mig við eitt-j hvert eitt fag.“ Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikkona, í Degi. Grease og endalok sögunnar „Það er athyglisvert að verða vitni að því þegar kynslóðin sem nú er um þrítugt rifjar upp þann hluta af for- tíð sinni sem nefnist „Greaseæðið" og stóð (að mig minnir) hæst j árið 1979, sérstak- lega í ljósi þess að á j sínum tíma var „Grea- seæðið“ afturhvarf eða upprifjun I á fortíð næstu kynslóðar á undan, j þ.e. þeirrar sem var ung á miðjum sjötta áratugnum." Ármann Jakobsson íslenskufræð- ingur, í DV. Láglaunasvæði „íslenska góðærið er því miður með þeim ósköpum gert aö það kemur aldei til allra. Þótt hinar | fjölmennu millistéttir uggi ekki að sér á slíkum tímum búum við enn og aftur á láglaunasvæði þar sem velferðarþjónustan er í raun veikburða." Mörður Árnason, í Degi. Árin átta „Ég átti mín mögru átta ár á milli þess sem ég; gerði Eins og skepnan' deyr og Tár úr steini, og vonandi er ég j núna að upplifa átta góð ár.“ Hilmar Oddsson leik- stjóri, í DV. Það þarf tvo í tangó „Það er ótrúleg áskorun að , dansa tangó og það eru óendanleg- ir möguleikar og það eitt og sér hvetur mann áfram til að reyna að ná árangri. Síðan þegar viö snúum okkur að því að fara á böll og dansa við marga mismunandi dansfélaga þá er þetta svo spenn- andi því þetta er hreinn spuni.“ | Bryndís Halldórsdóttir dansari, í Mbl. 1 Óp í myrkri Ýmsar hættur leynast í Þingvalla- vatni og í gegnum tíðina hefur það af og til breyst í vota gröf. Vatnið í þjóðgarðinum sögufræga bleytti ný- lega í tveimur ungum mönnum og 10 ára dreng þegar vatn komst í bát, sem þeir voru í, svo honum hvolfdi fljótlega. Snarræði hjónanna Hrann- ar Ægisdóttur og Guðmanns Reynis Hilmarssonar, sem voru í sumar- — bústað í grenndinni, kom þeim til bjargar. Hörður Guðmanns- son, bóndi að Skálabrekku, var með þeim hjónum. Hrönn er gjaldkeri hjá Happdrætti DAS og Guðmann Reynir er iðnaðar- maður. Þau eiga tvö böm. Hilmar er 18 ára og Þórey er 14 ára. Áhugamál hjónanna eru hestamennska og sum- arbústaðurinn við Þingvallavatn. „Mér þykir óskaplega vænt um þetta vatn. En það er náttúrlega stórt og aflmikið og mikil orka sem býr í því, bæði aö vetri sem sumri.“ Við sumarbústað Hrannar og Guð- manns Reynis liggur lítill gulur bát- ur. Hann átti eftir að koma að góðum notum þetta kvöld. „Við dvöldum í sumarbústaðnum um helgina og ákváöum aö fram- lengja helgarfríið og fara í bæinn á mánudaginn þar sem spáð var góðu veðri.“ Hjónin sátu inni í bústaðnum á sunnudagskvöld við opinn glugg- ann. „Við vorum að spjalla saman þegar við heyrðum eitthvert hljóð. Við fórum út á pall og heyrðum þá hrópað á hjálp.“ Hjónin brugðust skjótt við, hlupu út í bíl og komu við á bænum, sem er við hliðina á bústaðnum, tóku Hörð með sér, keyrðu út að vatninu og fóru út á það á gula bátnum ásamt Herði. Guðmann Reynir var búinn að sjá bátinn úti á vatninu fyrr um kvöldið þannig að hann vissi nokkum veg- inn hvar hann var. Það var orðið skuggsýnt. Þremenningamir fundu bát- Maður dagsins inn fljótlega um 1-1,5 kíló- metra frá landi, og tóku mennina um borð sem sátu ofan á kjölnum. Þar höfðu þeir setið um 15-20 minútur. „Þeir voru náttúrlega allir blautir og vatnið var kalt, sér- staklega þar sem hvesst hafði með kvöldinu." Hrönn segir að félagarnir þrír hafi ver- ið orðnir þreyttir. Hún bætir því við að það hafi verið þeim til happs að þeir voru allir björgunarvest- um. Þegar í land kom fór Hrönn með mennina tvo og drenginn inn í bústað- inn sem þeir dvöldu í en á Hrönn Ægisdóttir. DV mynd Einar meðan fóru Guðmann Reynir og Hörður aftur út á vatn til að sækja bátinn, sem hvolfdi, til að draga hann að landi. Hrönn segir að það sé ólýsanleg tilfinning að hafa bjargað mönnun- um. „Það er svo stórkostleg tilfinn- ing að geta komið öðmm til hjálpar á svona neyðar- stundu að ég á engin orð yfir það. Þetta var okkur mikil ánægja.“ Ánægja mann- anna tveggja og drengsins er án efa meiri. -SJ Árbæjarsafni veröur lokaö eftir helgi en opnaö aftur næsta vor. Má bjóða þér upp í dans? Haustið er handan við homið og sunnudagurinn 30. ágúst er síðasti dagur- inn sem Árbæjarsafn verð- ur opið á þessu sumri. Ým- islegt verður til gamans gert þennan síðsumardag. Haustmarkaður verður haldinn þar sem seldar verða kartöflur og græn- meti úr matjurtagörðum safnsins. Léttsveit Harm- onikufélags Reykjavíkur spilar fyrir dansi á Torginu kl. 14 og era allir unnendur gömlu dansanna hvattir til að mæta og stíga dans und- Sýningar ir dillandi tónum léttsveit- arinnar. Auk þess verður hefðbundin dagskrá, hand- verksfólk verður við störf í ýmsum húsum og Dillons- hús býður ljúffengar veit- ingar. Leikfangasýningin er opin og viö Kornhúsið verða leikföng fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis fyrir böm, yngri en 18 ára, ellilíf- eyrisþega og öryrkja. Al- mennur aðgangseyrir er 300 krónur. Myndgátan Heldur höfði Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. Höggmynd Susanne Christen- sen. Skyggjumót í Gallerí Fold Laugardaginn 29. ágúst kl. 15.00 opnar Susanne Christensen sýningu á höggmyndum í baksal Gallerí Foldar við Rauðarárstíg. Listakonan nefnir sýninguna Skyggjumót. Susanne Christensen fæddist árið 1956 á Frederiksberg í Dan- mörku. Hún stundaöi mynd- höggvaranám í Grikklandi og hef- ur jafhframt farið í námsferðir til Nýja-Sjálands, Japans og Ítalíu. Undanfarin ár hefur hún búið á íslandi en eiginmaður hennar er Einar Már Guðvarðarson mynd- höggvari. Sýningar Sýningin í Gallerí Fold er sjö- unda einkasýning listakonunnar en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýninginn. í fyrra var hún valin sem fulltrúi íslands til þátt- töku á alþjóölegri sýningu mynd- höggvara i Þýskalandi. Umsækj- endur vora 260 víðs vegar úr heiminum. Tólf hrepptu hnossið og var Susanne einn af þeim. Sýningunni lýkur 13. septem- ber. Bridge í apríl síðastliðnum var haldin í Danmörku Butler-tvímennings- keppni (Nykredit Cup) með þátttöku 40 para. Þegar spilaður er Butler- tvimenningur er skorið reiknað út eins og spiluð sé sveitakeppni. Dönsku konumar Nadia Bekkouche og Stense Farholt riðu ekki feitum hesti frá þessu spili úr viðureign sinni við Krasilnikoff og Kamp- mann. Bekkouche ákvað að taka áhættu þegar hún opnaði á veikum tveimur spöðum á hendi vesturs meö aðeins 5 spil í litnum og 5 spil í hjarta til hliðar. Almennt er það talin vond lexía að eiga hálit til hlið- ar þegar opnað er á tveimur í hin- um hálitnum (hvað þá 5 spil í litn- um). Litlu munaði þó að ævintýra- mennska Bekkouche gengi upp en félagi hennar átti í erfiðleikum með að átta sig á stöðunni. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á hættu: 4 ÁK ♦ D ♦ K865 ♦ DG10654 * 94 «4 ÁK1075 * D102 * K93 ♦ G1052 «* G4 ♦ ÁG94 4 Á72 Vestur Norður Austur Suður Bekko. Krasi. Farholt Kampm. 2 spaðar 3lauf pass 3 grönd p/h Bekkouche byrjaði á því að spila út hjartatvistinum (3ja/5ta hæsta spili) í upphafi og Farholt ákvað að drepa á hjartaásinn til að fela kóng- inn. Hún spilaði síðan lágu hjarta til baka til að setja sagnhafa í ágiskunarstöðu. Vöm austurs er vel ígranduð, því hvemig í ósköpunum átti austur að reikna það út að vestur væri að spila frá fimm spilum í litnum? Sagnhafi fékk ódýran slag á gosann og eftir heppnaðar svíningar bæði í laufi og tígli urðu slagirnir á endan- um 12 fyrir sagnhafa. Nadia Bekkouche hugsar sig örugglega tvisvar um áður en hún tekur við- lika áhættu. ísak Öm Sigurðsson * D8763 4» 98632 ♦ 73 4 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.