Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 24
 Nöfn vinningshafa birtast i DV á miðvikudögum. KLIPPTU ÚT' « 24 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 Fréttir Skagafjörður: Heyfengur lágmarki - en kornuppskera í héraðinu þokkaleg Frá framkvæmdum við Brákarsundsbrú í Borgarnesi. DV-mynd Daníel 1 staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar irgra 550 5000 Halldór og María, bændur á Molastöð- um í Fljótum, ásamt aðstoðarmönnum og óskírðri dóttur að setja inn síðustu baggana í sumar. DV-myndir Örn DV, Skagafirði: Heyskapur er nú langt kominn í Skagafirði. Fyrri slætti má heita lokið en hann er nú mun síðar á ferðinni en undanfarin sumur. Ástæðan er sú að margir bændur hafa beðið með að slá tún í von um að þau muni spretta betur. Ljóst er að þetta sumar verður í tölu þeirra lökustu til heyskapar um árabil í héraðinu. Þar kemur einkum til þrálátir þurrkar allan júnímánuð og nær samfelldur kuldi i júlí. Tíðarfar í ágúst má heita venjulegt en veðrátta hefur verið úrkomusöm. Því hefur verið óhagstætt að þurrka hey. Eftir 20. ágúst breytti hins vegar til hins betra og komu nokkrir samfelldir þurrkdagar. Vegna lélegrar sprettu liggur fyrir að heyfengur verður mun minni en í meðalári. Eitthvað gæti þó ræst úr enn því víða verður um einhvern seinni slátt að ræða. Þá hafa sumir bændur gripið til þess ráðs að slá engi og tún sem ekki hafa verið heyjuð undanfarin ár. Með því er hægt að ná einhverju fóðri sem að minnsta kosti getur dugað handa hrossum þótt kraftlít- ið sé. Þrátt fyrir óhagstæða veðráttu hefur komuppskera í héraðinu verið þokkaleg í srnnar og hefur litið vel út með þá uppskeru fram til þessa. Nú er hins vegar búin að koma ein frostnótt og ekki ljóst enn hvort hún verður til þess að kornið hættir að vaxa eða hvort það þroskast áfram. -ÖÞ Járnblendiverksmiðjan Grundartanga: Umhverfismengun hverfandi lltil Borgarnes: Ný brú utan um þá gömlu - segir Þorsteinn Hannesson, forstöðumaður rannsókna DV, Borgarnesi: Nú standa yfir framkvæmdir við gömlu Brákarsundsbrúna í Borgar- nesi sem er orðin slitin og að hruni komin. Það er vegavinnuflokkur frá Vegagerðinni sem vinnur að því að byggja nýja brú utan um þá gömlu að sögn Auðunar Hálfdánarsonar, yfirtæknifræðings hönnunardeildar Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Á meðan á þessum brúarfram- kvæmdum stendur hefur verið lagður akvegur með bundnu slitlagi út í Brákarsund en um leið og fram- kvæmdum við brúna er lokið verð- ur hann aflagður. „Það sem við erum að gera er að byggja nýja brú utan um þá gömlu. Breikka hana þannig að það verði hægt að ganga samfara umferð bíla á henni og annarra farartækja en brúin verður einbreið. Framkvæmdum miðar vel og á að vera lokið í október," sagði Auð- unn við DV. -DVÓ Vinningshafar í Krakkaklúbbs- horninu Tveir eins 40 heppnir krakkar fá segla, litabók, og penna frá Kjörís. Helena S. Eiríksdóttir Fríða B. Björgólfsdóttir Ingibjörg S. Sæmundsdóttir Ingileif Friðriksdóttir MargrétH. Gísladóttir AlbertFinnbogason Arnar Þór Halldórsson Asdís Sigurjónsdóttir Jón F. Sigurðarson Sandra Silfá Katrín A. Gísladóttir Ásdís Geirsdóttir Oskar E. Sigurðsson Inga Ósk Jónsdóttir Alfa Bachmann Laufey B. Guðbjörnsdóttir Anton I. Rúnarsson Oddný S. Gunnarsdóttir Örvar S. Þrastarson Elías Guðlaugsson Jón G. Guðmundsson Sunna B. Aðalsteinsdóttir Píana H. Sigurðardóttir Iris F. Pálsdóttir Haraldur B. Magnússon Guðmundur Þ. Jónsson Sigrún Magnúsdóttir Andri F. Guðmundsson Ingunn Sandra Haraldur L Haraldsson Arnar I. Traustason Ingibjörn Bogason Jónas Freyr Eva H. Rúnarsdóttir Ijlín R. Arnlaugsdóttir Ulfur 0. Pétursson Aðalbjörg Guðmundsdóttir Jón Gunnarsson Hjörtur Þorsteinsson Tinna Ó. Grímarsdóttir nr. 12693 nr. 1337 nr. 13352 nr. 12632 nr. 7252 nr. 14083 nr. 8770 nr. 13926 nr. 12362 nr. 7599 nr. 9049 nr. 2569 nr. 5950 nr. 12357 nr. 10282 nr. 13468 nr. 12482 nr. 9265 nr. 8832 nr. 6342 nr. 14244 nr. 5727 nr. 8521 nr. 6164 nr. 6192 nr.14211 nr. 11721 nr. 12152 nr. 12764 nr. 5498 nr. 12539 nr. 11192 nr. 10349 nr. 12413 nr. 5930 nr. 9163 nr. 7744 nr. 11722 nr. 9701 nr. 12480 Krakkaklúbbur DV og Kjörís þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju með vinninginn. Vinningarnir verða sendir vinnings- höfum í pósti næstu daga. DV, Akranesi: Forráðamenn íslenska jám- blendifélagsins kynntu 25. ágúst áfangaskýrslu sem Hönnun hf. tók saman en á síðasta ári og fram á þetta ár voru framkvæmd- ar fjölþættar umhverfis- rannsóknir á Gmndar- tangasvæðinu í tengslum við stækkun járnblendi- verksmiðjunnar og fram- kvæmdir Norðuráls á Grandartanga. Margar stofnanir komu að gerð þessarar áfanga- skýrslu svo sem Raunvís- indastofnun, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnunin á Keldum, Iðntæknistofnun og Náttúrufræðistofnun ís- lands. Auk þess komu margir vísindamenn að þeim rannsóknum sem fóru fram á Grundartanga- svæðinu. Lokaskýrsla er væntanleg í haust, að sögn Þorsteins Hannessonar, forstöðu- manns rannsókna og þróunarstarfs hjá félaginu á Grundartanga. „Hér er um að ræða alhliða rann- sóknir. Náttúrufarið var skoðað al- mennt, gróður, gróðurfar, gróður- kortagerð hefur verið gerð og nokk- uð ítarleg úttekt gerð. Það voru gerðar mengunarmælingar og al- hliða mælingar á veðurfari, lofti, ít- arlegar mælingar á vatni, bæði jarðvatni, úrkomu og sigvatni og mældir allir þeir einstöku þættir sem gætu verið vísbending um mengun. Það er skemmst frá því að segja Ég vil taka það fram að þetta eru bráðabirgðaniðurstöður sem er ver- ið að kynna núna en endanleg skýrsla er væntanleg í haust og þessar bráðabirgðaniðurstöður gefa ekki til kynna nein alvarleg um- hverfisspjöll miðað við það sem sagt hef- ur verið. Þessi bráða- birgðaskýrsla stað- festir það, sem við höfum haldið fram, að raunveruleg um- hverfismengun frá verksmiðjunni er hverfandi lítil en það er að vísu brennisteinsmeng- un frá henni en það virðist ekki hafa áhrif á lífríkið í kring, koltvíoxið frá verksmiðjunni hef- ur ekki meiri áhrif hér en annars staðar í heiminum. Ryk- mengun er ekki mælanleg, svifryk er ekki mælan- legt. Það eina sem við sjáum í svifryksmælingum eru sveiflur. Þær vaxa á morgnana, detta niður í hádeginu, vaxa yfir daginn og detta niður á kvöldin og það er vegna byggingarframkvæmda og aksturs á vegum,“ sagði Þorsteinn við DV. -DVÓ Þorsteinn Hannesson, forstöðumaður rannsókna og þróunar- starfs hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga. DV-mynd Daníel að það er nánast ekkert sem kemur fram sem bendir til þess að það sé mengun frá jámblendiverksmiðj- unni en það er ljóst að það kemur töluverður brennisteinn frá henni og hann kemur fram sem brenni- steinn í lofti. Hins vegar hefur brennisteinn sem mældur er í gróðri, í jarðvatni og jarðvegi engin mælanleg áhrif. Takið þátt í krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tigra og limið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörís krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af V krakkapökkum. ^ nai i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.