Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 13 Fréttir Sænska göngugarpinum vel tekið á göngu kringum landið: Fúlsadi ekki við hákarli og brennivíni - gekk 3000 km og ætlar næst í kringum írland DV, Egilsstööum: „Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Ég hafði ekki tjald með mér eða svefnpoka. Bakpokinn vó aðeins 7,5 kg og ég gat oft sent hann á und- an mér svo gangan varð léttari. Ég fór heim á bóndabæi og bað um mjólkurglas og fékk þá alltaf kökur og smurt brauð. Mér var hvergi úthýst og meira að segja þakkaði fólk mér fyrir en auðvitað var það ég sem stóð í þakk- arskuld," sagði Svíinn Erik Reúer- svard þegar hann kom til Egilsstaða 26. ágúst eftir hringferð um ísland þar sem hann þræddi strandlengj- una - 3000 kílómetra. Hundarnir eltu „Ég bjóst við að einhverjir vildu ganga með mér en það var lítið um það. Hins vegar fylgdu hundar mér oft og tíðum. Einn kom með mér 20 km og það er heimsmet, held ég. Hann vildi ekki fara inn í bíl- inn þegar harm var sóttur. Þessir íslensku himdar eru stórkostlegir. Þeir fóru á undan mér og voru alltaf að líta við tO að vita hvort ég kæmi ekki með. Þegar þeir voru þreyttir lögðust þeir á vegiim með lafandi tungu og mændu á mig, vonuðust greini- lega til að ég væri þreyttur líka. Ef bíll nálgaðist hlupu þeir út af vegi og földu sig en stukku svo upp í veg fyrir bílinn svo ég var dauð- hræddur um að þeir yrðu keyrðir niður.“ Frá Egilsstöðum lagði hann upp í síðasta áfangann yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar í veg fyrir Nor- rænu. Hann kom með henni hingað til lands og hélt utan með skipinu í gær. Hann hefur lagt að baki 3000 km á 70 dögum og hefur þrætt ströndina þar sem það er hægt. Hreyfmgin íþróttir fyrir alla hafði lofað Erik alls konar fyrirgreiðslu en hann hefur ekkert heyrt frá henni allan timann. Hann nýtur þess að ganga en von- ast líka til að hafa hvetjandi áhrif á aðra. Hann gengur yfirleitt 6 km á klukkustund - gengur um tíu klukkustundir þegar hann er i sem bestu formi. Næsta verk- efhi Eriks er að ganga í kring- um írland og hlakkar hann mikið til. Þar eru malbikaðir göngustígar með fram sjón- um svo hann þarf ekki að vera á vegunum. Þá hlakkar hann til að fá irish coffee á hverju kvöldi en hann fúlsaði heldur ekki við há- karlinum og brennivíninu hér. Erik sagðist ekki hafa búist við svo mikilli byggð í sveitunum. Hann hafði heyrt um mikinn fólksflótta úr sveitum til Reykjavíkur og hélt að sveitimar væru auðar. Hann hrósaði mjög gestrisni bænda og fékk alls staðar frábær- ar viðtökur. Hann sagðist ekki vera líkamlega þreyttur, frekar að þetta hefði reynt á andlegu hlið- ina. Á Seyðisfirði tók bamahópur á móti Erik og var hann kvaddur með prompi og prakt. -SB Erik veifar í kveðjuskyni á leið upp á Fjarðarheiði. DV-mynd Sigrún Áætlunarflug Grímsey Raufarhöfn TKópasker TRs -5iií^pÞórshöfn Flateyrflfc; Sigluflðrðucft, fl ÞmgeyrJj GjögSfe^--4^_^M||E^ ff V Bíldudalur Hólmavíkr Sauöárkrókur Ákureyri > ' Vopnafjoröur ... . Bo arfjoröurj Patreksflörþur \ /7* l&KVM £*■ eVsl1 Já»sstaöir Vestmannaeyjar Flugfélag íslands Islandsflug Jórvík —— Mýflug ^ Áætlunarflugi hætt Vegna mistaka við vinnslu korts af áætlunarflugi flugfélaganna innanlands komu ekki allar flugleiðir fram. Meðfylgjandi er rétt kort. Viðkomandi eru beðnir veivirðingar á mistökunum. Fltfh sM&sfcæ slvöru JngúífsKsffifiuUiú úúur sn stuúnum vsrúur fjrsytt. töeínní é Oy/g/unn/ !BYL GJAN tiiúgarú kvöló: Hútel tíinru Fðsfirúúsfirúi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.