Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 3^"V imennrng * *----- Kvennaveldi hjá LR Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri - stolt af vetrardagskrá LR í Borgar- leikhúsinu. DV-mynd GVA Það vekur athygli þegar litið er yfír vetrardagskrá Leikfé- lags Reykjavíkur leikárið 1998-9 'nvað konur gegna þar stóru hlutverki sem leikstjórar. Aðeins einni sýningu af átta fyrirhuguðum verður leikstýrt af karlmanni, en skylt er að geta þess að enn er einu verki óráðstafað. Hins vegar eru höf- undar allra verkanna karlar, en fyrsta sýningin á stóra svið- inu í haust er byggð á skáld- sögu eftir konu. Það er líka eina íslenska verkið á stóra sviðinu og á litla sviðinu verð- ur annað. Þar verður loksins sett upp verðlaunaleikritið úr samkeppni LR í tilefni af aldar- afmæli þess. Mávahlátur á stóra sviðinu Fyrsta frumsýning veirarins á stóra sviði Borgarleikhússins verður 9. október á leikgerð Jóns Hjartarsonar á skáldsög- unni Mávahlátri eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Bókin kom út 1995 og varð feikivin- sæl, hefur bæði komið út í bandi og kilju. Þetta er óvenju- lega frísk og fjörug saga sem skirrist ekki við að rjúfa mörk veruleikans - enda gerist hún í Hafnarflrði. Þar fylgist stelpukrakkinn Agga með því þegar Freyja frænka snýr aftur frá Ameríku og setur allt á annan endann í bæn- um með kynþokka sínum. Bærinn hefur aldrei upplifað annan eins... Halldóra Geirharðsdóttir leikur hina glæsi- legu Freyju en meðal annarra leikenda er Sig- rún Edda Björnsdóttir sem nú er aftur komin á fastan samning hjá LR eftir stutt stopp hjá Þjóðleikhúsi. Leikhússtjórinn sjálfur, Þór- hildur Þorleifsdóttir, stýrir Mávahlátri. Barnaleikrit vetrarins verður Pétur Pan, fyrirmynd allra lítilla sætra stráka, og það er Friðrik Friðriksson sem leikur hann. Frið- rik útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands síðastliðið vor og vakti mikla athygli fyrir frábæra túlkirn sína í Uppstoppuðum hundi og sjónvarpsmyndinni Rót þar sem hann lék unga rótarann eftirminnilega vel. Það er gaman fyrir Leikfélagið að hafa klófest hann. Pétur Pan verður jólaleikrit samkvæmt enskri hefð, frumsýndur á annan í jólum, undir leikstjórn Maríu Sigurðardóttur sem hefur verið fastráðin hjá LR eftir sigurgöngu Sex í sveit. í janúar verður frumsýnt leikrit Arthurs Millers sem í nýrri þýðingu Sigurðar Páls- sonar hefur hlotið heitið Horft frá brúnni. Þetta er verk um háska mannlegra kennda sem margir munu minnast frá því að það var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Kristín Jóhannesdótt- ir stýrir þeirri sýningu. Herranótt sýndi í vor aldargamalt leikrit eftir Frank Wedekind sem þá hét Vorið kall- ar. í umsögn í DV var þess óskað aö atvinnu- leikarar fengju að spreyta sig á þessu magn- aða verki og LR ætlar að verða við þeirri ósk næsta vor. í þýðingu Hafliða Amgrímssonar heitir það Vorið vaknar og ekki er enn búið að ráða leikstjóra að því. Lokasýning á stóra sviðinu verður á hápólitískum farsa nóbelsverðlaunahafans Dario Fo, Stjómleysingi ferst af slys- förum, sem Alþýðuleikhúsið sýndi árið 1981. María Sigurð- ardóttir stýrir því. Frá fyrra leikári verða teknar upp sýn- ingarnar Sex í sveit og Grease. Verðlaunaleikrit á litla sviðinu Fyrsta verkið á litla sviðinu er Ofanljós, nýtt breskt verk eftir David Hare, um ástarsam- band miðaldra manns og ungr- ar stúlku. Það verður frumsýnt 20. september. Kristín Jóhann- esdóttir leikstýrir því og mun þá eiga tvær sýningar á litla sviðinu því sýningar verða teknar upp aftur á Sumrinu ‘37 eftir Jökul Jakobsson. í desember verður svo frum- sýnt verkið Búasaga eftir Þór Rögnvaldsson heimspeking sem hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni LR í ársbyrjun 1997. Ey- vindur Erlendsson stýrir því. Leikritið er byggt á Kjalnesinga- sögu en gerist í samtíma okkar, nánar tiltekið frá 1969 til 1994, og lýsir átökum hugsjóna og venjubundinna hugsana. Maria Siguröardóttir leikstýrir. Loks verður sýnt á litla sviðinu breska leikritið Fegurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh um stormasamt sam- líf mæðgna. íslenski dansflokkurinn tekur upp aftur 1. október rómaða afmælissýningu sína sem framsýnd var á Listahátíö 1 vor á ballettun- um Night eftir Jorma Uotinen, Stoolgame eftir Jiri Kylián og La Cabina 26 eftir Jochen Ulrich. I febrúar er svo fyrirhuguð sýning á dansverkum eftir Hlíf Svavarsdóttur og Rui Horta. Meðal annarrar starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu má nefna leiklestra á klassískum verkum til heiðurs Helga Hálfdanarsyni, barnastarf sem heldur áfram í sama formi og undanfarin ár og kynningar á leikverkum eins og bryddað var upp á í fyrravetur. -SA Kammer á Klaustri Þau fengu húsfylli á fyrstu tónleikunum á Klaustri. DV-mynd E.ÓI. Einhver sagði mér að þegar Vladimir Ash- kenazy hélt tónleika í Vestmannaeyjum hefðu aðeins tveir komið til að hlusta á hann. Það vora bæjarstjórinn og eiginkona hans. Hvort þetta er lygasaga veit ég ekkert um; en ég hef heyrt svipaðar sögur af minna frægum kollegum mínum sem hafa haldið tónleika á landsbyggðinni - og ég veit að þær eru sannar. Sú versta er um þekktan íslensk- an tónlistarmann en á hans tónleika kom enginn, ekki einu sinni húsvörðurinn til að hleypa honum inn. Ánægjulegt er því að geta þess að húsfyllir var á fyrstu tónleikum hinnar árlegu kammertónlistarhátíðar á Kirkjubæjarklaustri sem haldin var um síð- ustu helgi. Að venju var efnisskráin fjöl- breytt því bæði voru flutt kammerverk fyrir mismunandi hljóöfæraskipan og einnig sönglög úr ýmsum áttum. Fyrstu tónleikarnir voru á fóstudagskvöld- ið. Hófust þeir á gömlum lummum eftir Sig- fús Einarsson, Gígjunni og Draumalandinu, og söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir þessi ást- sælu og ódrepandi lög við undirleik Eddu Er- lendsdóttur. Einhver taugaóstyrkur virtist svífa yfir vötnunum, en ekki var að heyra að hann háði listakonunum mikið. Gígjan og Draumalandið era líka lög sem hver einasta sópransöngkona landsins kann afturábak og áfram, og þarf mikið til að eitthvað fari úr- skeiöis. Þær Ólöf Kolbrún og Edda komu tón- listinni ágætlega til skila og gerðu margt mjög fallega. Öllu verra var næsta atriði efnisskrárinn- ar, Dúó í B-dúr KV 424 fyrir fiðlu og víólu eftir Mozart í flutningi Sigurlaugar Eðvalds- dóttur, fiðlu, og Helgu Þórarinsdóttur, víólu. Segja verður eins og er að spilamennskan var ekki góð. Þetta verk Mozarts er í mis- hröðum köflum og skiptast á glaðværð og tregi og aðrar skarpar andstæður sem gera verður nægilega góð skO ef tónlistin á að lifa. Skemmst er frá því að segja að tónlistar- flutningurinn var alger flatneskja, bæði í hraðabreytingum (sem vora engar) og styrk- leikabreytingum (sem voru nánast engar heldur). í þokkabót var nákvæmnin ekki aUtaf í fyrirrúmi, og getur maður ekki ann- að en ætlað að þessar annars ágætu tónlist- arkonur hafi hreinlega ekki lagt nægilega vinnu í viðfangsefni sitt. Tónlist Jónas Sen Síðast fyrir hlé vora 5 lög eftir Hugo Wolf við ljóð eftir Eduard Mörike. Aftur voru það Ólöf Kolbrún og Edda Erlendsdóttir sem stigu á svið, og færðu þær áheyrendum þessa hrífandi tónlist af miklu listfengi. Þess má geta píanóhlutinn er krefjandi og vanda- samur, píanóleik- arinn er meðleik- ari en ekki undir- leikari og leysti Edda hlutverk sitt af stakri prýði. Hún sýndi viða glæsUeg tUþrif, og sömuleiðis var Ólöf Kolbrún afar sannfærandi og túlkun hennar þrangin dramat- ískum andstæð- um. Sérstaklega var síðasta lagið, Einlifl, faUega flutt. Eftir hlé var komið að sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Janacek. Eins og ég hef öragglega sagt áður er Janacek eitt van- ræktasta tónskáldið i íslensku tónlistarlífi; tónlist hans er engri lík og ætti að heyrast hér mun oftar. Það vora þær Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari sem léku þessa frábæra sónötu, og var flutningurinn sérlega góður eins og við var að búast. Síðasta atriði tónleikanna var „ameríski“ strengjakvartettinn, í F-dúr opus 96 eftir Dvorák. Flytjendur voru þær systur Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur, Helga Þórarins- dóttir víóluleikari og Richard Talkowsky seUóleikari. Þetta er einkar skemmtileg tón- list sem var prýðilega leikin. SeUóleikarinn átti oft góða spretti og spilaði sérlega faUega í hæga kaflanum. Einnig vora konurnar í essinu sínu og var þetta góður endir á fyrstu tónleikum kammertónlistarhátíðarinnar á Klaustri. Ferðir Guðríðar Framsýning á íslenskri útgáfu einleiks- ins Ferðir Guðríðar verður í Norðurlanda- húsinu í Færeyjum sunnudaginn 30. ágúst. Norræna húsið í Reykjavík hefúr vaUð sýn- inguna og sendir hana sem afmælisgjöf í tU- efiii 15 ára afmælis Norðurlandahússins í Færeyjum. Höfundur og leikstjóri einleikjanna um Guðríði Þorbjarnardóttur, formóður okkar flestra íslendinga, er Brynja Benediktsdótt- ir. Leikkona íslensku útgáfunnar er Ragn- hildur Rúriksdóttir, en Ðmmtudaginn 3. september mun hún svo leika sína fyrstu sýningu á íslandi. Sú sýning verður í Skemmtihúsinu, en sýningarnar verða ein- ungis fjórar í september, þar sem enska út- gáfan með Tristan Gribbin í hlutverki Guð- ríöar er boðin í leikferð tU Kanada um miðjan mánuðinn. Sú útgáfa hefur verið á fjölunum í Skemmtihúsinu í sumar og verð- ur aukasýning á henni laugardaginn 12. september áður en lagt verður af stað í Kanadafor Iðnó og Skemmtihúsið hófu samstarf í haust og verður miöasala sýninganna á Ferðum Guðríðar í Iðnó. Tónleikar í Kristskirkju Á sunnudaginn munu HaUveig Rúnars- dóttir söngnemi og Stein- giúmur ÞórhaUsson orgel- nemi halda tónleika í Krists- kirkju, Landakoti, kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tUefni þess að þau munu halda tU náms erlendis með haustinu. Á tónleikunum verða flutt verk eftir islensk og erlend tónskáld, svo sem Snorra Sigfús Birgisson, HUdigunni Rúnarsdóttur, Sigvalda Kaldalóns, Jo- hann Sebastian Bach, Max Reger og Wolf- gang Amadeus Mozart. Aðgangur er ókeypis og allir eru vel- komnir Sumartónleikar evrópskra útvarpsstöðva Hljómsveitarverk eftir Wolfgang Rihm og níunda sinfónía Ludwigs van Bethovens hljómuðu á opnunartónleikum tónlistarhá- tíðarinnar í Luceme, 19. ágúst síðastliðinn. Útvarpshlustendum gefst kostur á að hlýöa á þessi stórkostlegu verk í flutningi Fílharmóníusveitar Berlínar, Kammerkórs Erics Ericsons og Sænska útvarpskórsins á Rás 1 kl. 17.00 á sunnudaginn. Einsöngvarar era SoUe Isokosi, Birgit Remmert, Reiner Goldberg og hinn vinsæli söngvari frá Wales Bryn Terfel. Stjórnandi tónleikanna er Claudio Abbado. Diddú og Anna Guðný á Norður- landi. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tvenna tónleika á Norður- landi um helgina. Þeir fyrri veröa í félagsheimilinu Skjól- brekku, Mývatnssveit, á morgun kl. 14 og þeir síðari í Akureyrarkirkju á sunnudag- inn kl. 20.30. Á efnisskrá verða íslensk, ítölsk og nor- ræn sönglög ásamt óperaaríum. Tónleikar þessir hafa lengi staðið tU. í fyrravetur var ófært í Mývatnssveit og varð því að fresta tónleikahaldi, en vonandi verða veðurguðimir stUltir núna. Aðgöngu- miðar seldir við innganginn. Umsjón Þórunn Hrefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.