Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 Friðarhöfn: Stálþil rekin niöur eftir komu Keikós Hljóðmælingar hafa farið ffam að beiðni Free Willy Keikó-samtakanna vegna fyrirhugaðra framkvæmda við endurbygg- ingu Friðar- hafnarkants í Vestmanna- eyjahöfn sem hefjast fljót- lega eftir að Keikó kemur til Eyja. Reka á niður há stálþil á 207 metra kafla í höfninni í haust og vet- ur með tilheyrandi hávaða. „Þetta var skoðað,“ sagði Bjarki Brynjarsson hjá Þróunarfélagi Vest- mannaeyja, aðspurður um hvort þeir sem standa að því að flytja Keikó til íslands hefðu áhyggjur af hávaða- mengun gagnvart háhyrningnum. Bjarki sagði að Eyjaradíó hefði wfyrir hönd Free Willy Keikó-samtak- ánna framkvæmt hljóðmælingu. Hún hefði ekki gefíð tilefni til að ótt- ast þyrfti um velferð Keikós. „Nei, þetta verður ekkert mikill hávaði, ég hef frekar áhyggjur af fólkinu í bænum í ákveðnum vind- áttum á meðan framkvæmdum stendur,“ sagði Ólafur Kristinsson, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. -Ótt Helgarblað DV: * Hver er Bernhard Pálsson? í helgarblaði DV á morgun drög- um við upp nærmynd af Bemhard Pálssyni prófessor, einum for- sprakka Urðar, Verðandi, Skuldar, ræðum við vini hans og kunningja og rekjum ættir hans. Ýmislegt óvænt og forvitnilegt kemur þar í ljós, m.a. að hann er ekki bara fær erfðavísindamaður heldur klókur í viðskiptum. Rætt er við Sigrúnu Jónsdóttur barónessu og birtum við myndir úr höll hennar í Svíþjóð, fjallað er um listamannastyrki í innlendu frétta- ljósi og viðtal er viö Guðmund Inga "’Þorvaldsson, aðalleikarann í kvik- 0 FRI0UR FRI9ARHÖFN! Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Sporlaust, var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld. Að lokinni sýningu stigu þau Sveinbjörn I. Baldvinsson handritshöfundur, Ingvar Sigurðsson leikari, Hilmar Oddsson leikstjóri, leikkonurnar Nanna Kristin Magnúsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari á svið og voru hyllt ákaft af frumsýningargestum. DV-mynd Teitur Margrét Frímannsdóttir: Misskilningur leiöréttur „Mér fannst þetta ekki erfiður fund- ur, heldur þvert á móti góður. Skoð- anaskipti á honum voru að vísu skörp en slíkir fúndir eru oft góðir og skila miklu. Ég geri mér vonir um að sá misskilningur sem var uppi um trún- aðarbrest hafi verið leiðréttur," sagði Margrét Frimannsdóttir um fúnd A- flokkanna og Kvennalistans í fyrradag í samtali við DV. Margrét sagði að þessi misskiln- ingur hafi í stuttu máli verið sá að Alþýðubandalagið sérstaklega hefði sett fram ýmsar spurningar við vænt- anlegan málefnapakka fyrirhugaðs sameiginlegs framboðs og afstöðu þess til einstakra mála sem í gegnum tiðina hafa verið ágreiningsefhi milli Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins. -SÁ Mikil spenna fyrir þingflokksfund Framsóknar í morgun: Alger óvissa um ráðherraskiptin - Finnur beygður í bankamálunum. Vangaveltur um Pál sem varaformann kosningar var þingmönnum umhug- að um að ráðherraskiptin riðluðu ekki goggunarröð innan þingflokks- ins því flestir töldu æskilegast í stöðunni að enginn nýr ráðherra kæmi inn heldur yrði ráðuneytum Guðmundar skipt á milli Páls Pét- urssonar sem tæki þá landbúnaðinn og Halldórs sem sæi um umhverfis- ráðuneytið. Þannig mætti forðast það upphlaup sem yrði milli kjör- dæma og þingmanna ef Halldór tæki af skarið og skipaði nýjan ráð- herra. Fjórir þingmenn hafa lýst áhuga sínum á ráðherradómi en undir ligg- ur hótun um uppreisn verði gengið fram hjá einhverjum þeirra. Þannig mun Guðni Ágústsson krefjast ráð- herrasætis, komi til skipunar, og ekki una því að annaðhvort Valgerð- ur Sverrisdóttir eða Siv Friðleifs- dóttir hreppi hnossið. Loks er Gunn- laugur Sigmundsson búinn að gefa klárlega til kynna að hann telji sig fallinn til að gegna ráðherradómi. Einn þingmaður taldi að niður- staðan gæti einnig spilað inn í vænt- anlegt kjör varaformanns sem á að fara fram á aðalfundi flokksstjórnar í nóvember. „Ef Halldór leikur bið- leik núna með ráðherrastólinn og Veðrið á morgun: Hlýjast á Norðurlandi Á morgun verður vaxandi suð- austanátt, stinningskaldi eða all- hvasst við suðurströndina en kaldi eða stinningskaldi víða annars staðar. Rigning verður sunnanlands og vestan en þykkn- ar upp um landið norðanvert. Þar má búast við lítils háttar rign- ingu með kvöldinu. Hiti verður 10 til 18 stig, hlýjast á Norður- landi. Veðrið í dag er á bls. 29 Loftið í þinghúsinu titraði af spennu þegar þingmenn Framsókn- arflokksins komu þangað til fúndar í morgun og fullkomin óvissa rikti um hver yrði tillaga Halldórs Ás- gríinssonar varðandi ráðherra- skipti. Flestir þingmenn töldu hins vegar víst að Halldór Ásgrímsson hefði á fundi með Davíð Oddssyni í gærkvöld fallist á þá stefnu sem þingflokkur sjálfstæðismanna mót- aði á fundi sínum á Akureyri og sala ríkis- bankanna tveggja yrði því slegin af á kjörtímabil- inu. Af máli þingmanna mátti ráða að þeir voru ánægðir með þá niður- stöðu enda hefði banka- málið verið orðið Fram- sókn óþægi- legt. „Það þýðir auðvitað að Finnur er Davíð Oddsson. svínbeygður í málinu en staðreynd- in er sú að þingflokkurinn var ekki hafður með í ráðum um SE-bank- ann og mér heyrist að menn séu lítt hrifnir af málinu öllu,“ sagði þing- maður sem bætti þvi við að niður- staðan tryggði nauðsynlega sátt á milli stjómarflokkanna. Finnur var augljóslega í uppnámi þegar hann kom til þingflokksfund- arins í morgun. Aðspurður hvernig honum þætti að sjá eftir bankasöl- unni úr sínum höndum sagði hann: „Sjá eftir hveiju?“ Sjá málið blásið af af Sjálfstæðisflokknum, spurði DV þá. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Það vora könnunarvið- ræður við SE-bankann, Islands- banka og Sparisjóðina. Ákvörðun verður hins vegar tekin á ríkis- stjórnarfundi í dag,“ sagði við- skiptaráðherra. Einn þeirra fjögurra þingmanna sem hafa gefið sig frarn sem kandídatar til ráðherra í stað Guð- mundar Bjamasonar sagði nauð- synlegt að Halldór kláraði ráðherra- málin á fundinum í morgun. Það væri orðið mjög óþægilegt fyrir flokkinn og liti illa út ef ekki fengist niðurstaða sem fyrst. Ljóst var að vegna nálægðar við prófkjör og Halldór Ásgrímsson. tekur engan nýjan heyrist mér vax- andi likur á að hann noti líka biðleik með varaformanninn og skipi mann eins og Pál Pétursso sem klárlega verður ekki úr þessu í slagnum um formennsku í framtíðinni. Um það gæti náðst sátt,“ sagði þingmaður- inn. Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokksins var spurð hvort hún væri sár yfir niðurstöðu samstarfs- flokksins í bankamálunum.“Það er ekki rétt að nein ákvörð- un hafi verið tekin af Sjálf- stæðisflokkn- um. Það var rangt eftir haft í einu dagblað- anna.“ í sama streng tók Halldór Ás- grímsson. „Niðurstaðan fæst á fundi ríkisstjórnar nú á eftir. -SÁ/hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.