Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 8
Það leiðist aldrei hana Mðggu fólk getur orðið, en um leið hana sem nú er yfir h Veröldin er Sölku lítiu, tónlist Hvað er málið með bleika Ut- inn? „Sko, ég á dálítið erfitt með að komast út úr þessu. Það kostar átök. Ég veit ekki hvað gerðist í upphafi. Þetta bara varð svona. Bleiki litur- inn er búinn að loða við mig lengi. Við Bára í bleiku búðinni erum ábyggilega andlega náskyldar. Ég bara ræð ekkert við þetta. Mér líður svo vel I bleiku." Hvað ertu eiginlega gömul? „Ég er þrjátíu ára.“ Finnst þér það mikið? „Nei, ekki miðað við hvað ég ætla að verða gömul. Ég ætla að verða svona 100 ára. Ætla að hafa það reglulega gott í ellinni og foröast að fara á elliheimili. Þau eru svo frá- hrindandi. Best að búa bara heima og hafa það gott.“ Segðu eitthvað um diskinn þinn sem er að koma út í septem- ber. „Smáskífan sem ég gaf út, Naturally, gaf smjörþefinn af hon- um. Nú, ég sem sjálf og syng svo lög- in. Samt eru auðvitað margir sem hjálpa mér, til dæmis með tæknina. Ég er nefnilega ekki tæknilega sinn- uð, þú skilur." Geturðu nokkuð skilgreint hvernig tónlist þetta er? „Það er útilokað að setjast niður og ætla sér að semja einhverja ákveðna tegund af tónlist sem pass- ar í einhvern ákveðinn flokk. Alla- vega get ég það ekki. Ég held til dæmis að Elvis hafi ekki vitað að hann yrði konungur rokksins frekar en skrokksins eða prokksins. Maður býr bara til tónlist og veit ekki endi- lega hvaða tegund hún tilheyrir. Reyndar held ég örugglega að tðn- listin mín flokkist undir dægurtón- list. Þetta er að minnsta kosti ekki þriggja klukkutíma tónverk." Sölvi 1 Quarashi mun vera bróðir þinn. Eru hinir í fjölskyld- unni líka allir á kafi i tónlist? „Ég held að þaö hafi alltaf verið mikið gert að því að spila tónlist heima þegar við vorum lítil. Stóri bróðir minn er reyndar eðlisfræð- ingur og systir mín er í ballett. Þau hlusta samt mikið á tónlist og ég lærði þaö af stóra bróður. Síðan ég var þrettán ára hef ég hlustaö á tón- list 24 tíma á dag. Ég get ekki lifað einn dag án þess að vera með tónlist á allan timann. Dóttir mín spilar á fiðlu og er búin að gera það í eitt ár. Hún er sex ára og við spiluðum meira að segja saman á útskriftinni hennar úr leikskólanum. Ég hef aldrei verið eins stressuð. Það hefði verið hræðilegt ef ég hefði klúðrað einhverju þar.“ Dóttir þín heitir svolitið sér- stöku nafni. „Já, hún heitir Salvör Gullbrá. Það hefur alltaf verið á hreinu hjá mér að dóttir mín eigi að heita Sal- vör, alveg frá því ég var lítil stelpa. Hún er kölluð Salka. Já, ég las Sölku Völku þegar ég var lítil og var rosa hrifm af henni. Mér fannst líka sag- an um Gullbrá og birnina þrjá rosa- lega skemmtileg og þó ég hafi ekki skírt barnið eftir þessum persónum hafa þær líklega haft einhver áhrif á nafnavaliö." Ertu kannski á kafi í eðalbók- menntum? „Ég les heilmikið en hvort það eru eðalbókmenntir veit ég ekki. Það er eins með bækur og tónlist, ég flokka þetta ekkert niður. Les bara það sem mér fmnst skemmtilegt." Þú ert á leiðinni til útlanda, er það ekki? „Já, ég ætla að fylgja plötunni minni eftir, bæði hér heima og úti.“ Ertu alveg að „meika það“ núna? „Mmmmm, nei. Það er orðið eins og eitthvert tískufyrirbrigði að hlaupa af stað og ætla að reyna að „meika það“. Mér finnst það skrýtið og á skjön við það sem ég fer eftir. Forgangsröðin er einkennileg þar sem framinn virðist vera miklu meira atriði en þaö sem fólk ætlar að standa fyrir. Kannski er það kröfuharka af mér að tala svona. Auövitað er frábært þegar fólki gengur vel og það getur lifað af því sem því þykir skemmtilegast að gera. Það er allavega atvinnuskap- andi fyrir fjölmiðlafólk að margir skuli vera að „meika það“ og verða frægir; hverjir voru hvar og af hverju voru þeir þar...“ Tekst þér að hafa lifibrauð af tónlistinni? „Ekki alveg. Reyndar hef ég ekk- ert unnið undanfarið út af plötunni en verð líklega að fara að gera það núna. Fyrr í sumar vann ég í nokkr- ar vikur við garðyrkju hér í borg- inni. Það var ofsalega fint. Mér finnst frábæxt að vera úti og best er að gera lög úti. Labba niður í fjöru eða niður á höfn, það er æði.“ Finnst þér þá ekki, eins og svo mörgu imgu fólki, að það sé öm- urlegt að búa hér á íslandi? „Nei, það er alltaf betra og betra að búa hér og það er hreinlega rangt að halda því fram að hér sé kalt. Mér hefur aldrei verið eins heitt og héma. Það er alltaf að verða mér meira og meira virði að búa á ís- landi. Samt ferðast ég mikið. Ég hef alltaf verið mjög órólegur karakter og á til dæmis erfitt með að sitja kyrr og horfa á sjónvarp. Ég festi mig hvergi niöur því ég verö alltaf að geta haft möguleika á að fara eitt- hvað annað. Hvort sem ég sest á stól eða finn mér staö til að búa á. Þegar ég var ung, flutti ég tO dæmis tölu- vert oft að heiman." Varstu vandræðaunglingur? „Nei, en reyndar var litið á okkur vinkonumar sem „skítugu pönk- stelpumar" í gagnfræðaskóla af því að við hlustuðum á pönk. Ég var kannski dálítið „reibúl" og það var frekar mikið „underground" þá. Nú hefur það breyst. Núna þykir bara flott að vera svona „reibúl". Það er í tísku. Annars segi ég að böm og unglingar séu ekki vandamál. Það er samfélagið og viðhorf þess til þeirra sem em að alast upp sem er vandamál. Það sem kallað er ung- lingavandamál er i 98% tilfella for- eldravandamál. Það gefur augaleið að þegar barn sér ekki ástæðu til annars en að fara undir rúm og sniffa lím er eitthvað að heima hjá því.“ -ILK 8 f Ó k U S 28. ágúst 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.