Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 19
c Tvö ný fyrirtæki í líftækniiðnaði: Ætlum að einangra íslenska erfðagenið - segir Sigtryggur Óskarsson hjá íslenskum erfðaskrám Nú munu hérlendis vera í bí- gerö tvö ný fyrirtæki í líftækniiðn- aði. Munu þau verða þriðja og fjórða fyrirtækið á þessu sviði sem hér rísa á skömmum tíma en fyrir voru íslensk erfðagreining, sem nú hefur starfað um tveggja ára skeið, og Urður, Verðandi og Skuld sem stofnað var nýverið en hefur enn ekki hafið rekstur. Ætlunin er að nýjasti keppinauturinn á þessum markaði, íslenskar erfðaskrár, taki til starfa síðar í haust. Pjár- mögnun mun nú að mestu í höfn og heyrst hefur að erlendir aðilar muni eiga þar stóran hlut. Hitt fyr- irtækið, sem hlotið hefur nafnið Gísli, Eiríkur og Helgi, mun vera skemmra á veg komið og ekki gert ráð fyrir að það taki til starfa fyrr en snemma á næsta ári. Forsvarsmaður undirbúnings- hóps sem unnið hefur að stofnun islenskra erfðaskráa er Sigtrygg- ur Óskarsson og segir hann að þó fjármagn komi að hluta til erlend- is frá verði fyrirtækið í meiri- hlutaeigu íslendinga og vinnuafl verði að mestu innlent en gert er ráð fyrir að allt að 40 manns verði ráðnir til starfa fyrir áramót. „Það má kannski segja að við séum að sigla á sömu mið og hin tvö fyrirtækin í þessum nýja geira en ætlunin er þó að við einbeitum okkur nánast alfarið að erfðum ís- lendinga sem slíkum. Fámenni og einsleitni íslensks samfélags gerir það að verkum að tækifærin tii slíkra rannsókna teljum við vera einstök. Hérlendis ná skrár yfír eigur manna, íjárráð og arfleiðslur langt aftur í tímann, mun lengra en okkur óraði fyrir, satt að segja. íslenskar erfðaskrár telja um tvo metra í hillum Þjóðskjalasafnsins. Og með því að samkeyra þær skrár við genetískan gagnabanka erum við vissir um að hægt verði að einangra þá litninga þjóðfélags- ins sem skilað hafa mestmn arði. Við ætlum okkur að einangra ís- lenska erfðagenið og ekkert minna en það.“ Sigtryggur segir að Islenskar erfðaskrár, eða Will Genetics, muni verða frumkvöðull á sínu sviði. „Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkar rannsóknir verða fram- kvæmdar í heminum. Hingað til hefur erfðafræðin nánast eingöngu verið bundin við læknisfræði og líffræðilega hluti en það er mál þeirra manna sem besl þekkja, í Bandaríkjunum og víðar, að það sé einungis tímaspursmál hvenær fræðigreinin fer inn á félagsfræði- legar brautir. Til dæmis vitum við af fyrirtæki vestur í Houston sem mun ætla sér að rannsaka sam- band erfða og raðkvænis. Ég tel að hér sé um geysilegt hagsmunamál að ræða fyrir okkur íslendinga. Efnahagslegur ávinn- ingur yrði að sjálfsögðu ólýsanleg- ur ef okkur tækist að einangra erfðagenið, svo ég tali nú ekki um ef hægt verður að fjölfalda það. En hlutirnir gerast geysilega hratt á sviði líftækninnar og enginn veit i hvaða sporum við stöndum eftir fá- ein ár. Við munum, samhliða rann- sóknum á gróðageninu, einnig beina augum okkar að fátæktar- geninu, sem við köllum svo, en all- ir landsmenn þekkja það að baslið liggur í ættum langt aftur í tímann þó auðvitað séu þar undantekning- ar á eins og dæmin sanna. Sjálfur er ég til dæmis kominn af dug- miklu alþýðufólki, sjómönnum suður með sjó.“ Aðspurður um tilskilin leyfi seg- ir forsvarsmaður íslenskra erfða- skráa þau mál enn vera á viðræðu- stigi. „En ég á nú satt að segja ekki von á því að slíkt verði neinum vandkvæðum bundið. Eins og ástandið er í dag eru erfðaskrárnar nánast á glámbekk í skjalasafninu, öllum opnar, og ég á heldur ekki von á því að íslendingar setji sig al- mennt upp á móti því þó gluggað sé í gamlar jarðaskrár, bankareikn- inga og annað slíkt, allra síst þeir sem eru vel stæðir, en við munum fyrst um sinn beina augum okkar að fjársterkum fjölskyldum. Undir- búningsrannsóknir hafa sýnt okk- ur fram á að íslenska erfðagenið liggur fyrst og fremst í fáeinum fjölskyldum hérlendis, í hæsta lagi fiórtán, fnnmtán." Væntanlegur forstjóri GEH mun vera Guðmundur Kr. Jónasson sem undanfarin tíu ár hefur rekið fjárráðgjafarfyritækið Shares on Ice á Wall Street í New York. Ekki eru allir á eitt sáttir varð- andi ætlanir hins nýja fyrirtækis og koma gagnrýnisraddir einkum úr röðum verkalýðshreyfingarinn- ar. Jón Ásberg Magnússon, for- maður fjármála-siðanefndar ASÍ, er ómyrkur í máli og telur að hér stefni menn út á hálan ís. „Þegar málið er skoðað í grunn- inn virðast menn hér stefna að ein- ræktun athafnamanna. Það er eins og menn dreymi um að klóna Kol- krabbann. Hér stefnir í að menn verði eingöngu metnir út frá fjár- hag sínum, mannkostir og aðrir hæfileikar telja vart lengur. Ég sé fyrir mér að tryggingafyrirtækin neiti mönnum um líftryggingu vegna þess að líf þeirra sé einskis virði. Hér gæti jafnvel farið svo að menn missi vinnu sína eingöngu fyrir það að vera tekjulágir." Síðamefnda líftækni-fyrirtækið, sem nú er í burðarliðnum, Gísli, Eiríkur og Helgi, mun, að sögn Jakobs Mosfeldts, framkvæmda- stjóra og formanns eignarhaldsfé- lagsins Bakka ehf., stefna inn á aðrar brautir í genarannsóknum. „Okkar markmið felst í því að rannsaka þau gen>sem ekki hafa skilað sér áfram i þjóðarlíkamann, hin svokölluðu blindgötugen. Eins og þjóðin þekkir er ekki óalgengt hér á landi að fjölskyldur deyi út, standi uppi afkomendalausar. Einkum var þetta algengt hér áður fyrr og þar sem aðgangur er mjög greiður að heimildum um slíkt á íslandi skapar það okkur einstæða starfsaðstöðu. Hver einstaklingur er samsettur af nokkur þúsund genum - í allt má telja að um 1.200.000 tegundir gena séu í um- /~V ferð í þjóðarlíkamanum hverju sinni. Hins vegar má hugsa sér að álíka margar gena-tegundir liggi utan hans og í þeim, þessum ónýttu genum, liggur heill óplægð- ur akur. Hver veit hvaða gen hefðu orðið til ef blindgötugenin hefðu getið önnur af sér? Það er þetta sem í okkar augum er spennandi." Nafn hins nýja fyrirtækis vekur óneitanlega forvitni en Jakob skýr- ir það svo að hugmyndin hafi kviknað hjá honum fyrr í siunar þar sem hann var staddur á ættar- móti norður í Svarfaðardal. „Þarna stóðum við fyrir utan fé- lagsheimilið á Grund og okkur varð litið yfir að Bakka þar sem auðvitað var ekkert ættarmót. Bræðurnir bjuggu þar þrír saman, ókvæntir alla tíð, en að mörgu leyti brilljant menn og langt á undan sinni samtíð, eins og til dæmis sag- an um ljósburðinn ber vitni um, en samkvæmt nýjustu fréttum úr vís- indasamfélaginu vestra er nú að- eins tímaspursmál hvenær ljós verður selt í lítratali og allar innstungur verða úreltar. Þarna erum við með mjög gott dæmi um blindgötugen. Bakkabræður hafa hingað til verið álitnir einfaldir heimskingjar en þeirra tími er kannski bara ekki kominn. Ég held að við séum fyrst núna tilbúin til að meðtaka það sem þeir voru að fást við á sínum tíma. Og hver veit nema okkur takist að finna snilli- gáfu-gen þeirra bræðra.“ Jakob segir að áhugi fjárfesta sé mikill og ekki síst í Bandaríkjun- um þar sem fyrirtækið hefur þegar haldið kynningar á tveimur líf- tækni-ráðstefnum undir heitinu Dead-End Genetics. Eins og áður segir er áætlað að starfsemi hefjist í byrjun árs 1999 en enn mun þó óráðið hvar rannsóknarstofur verða staðsettar. „Við eigum í viðræðum við bæj- aryfirvöld í Mosfellsbæ og einnig á Dalvík en að mínu mati kemur einnig til greina að starfsemin verði í dreifbýli. Það væri vissu- lega gaman ef líftæknifyrirtæki á heimsmælikvarða myndi rísa á Bakka.“ Hallgrímur Helgason mr alla muni 28. ágúst 1998 f Ókus 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.