Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1998, Blaðsíða 20
4
Reiknivélar frá SHAJRP í miklu úrvali
í dómi Guðna Elíssonar kemur fram að leikararnir í Sporlaust sklla sínu og sögufléttan er að mestu í anda góðra
spennumynda. Þó er að finna slæmar holur í plottinu sem eru leiðinlegar fyrir þá sök að auðvelt hefði verið að
bjarga þeim. Þessir hnökrar spilla þó tæplega miklu að mati Guðna.
Einhverra hluta vegna hafa íslendingar aldrei verið neitt sérlega
góðir við að búa til afþreyingu. Það er ekki bara að þeir hafi
gert lítið af því heldur hefur framleiðslan verið æði misjöfn og
stundum dálítið undarleg. Úlfhildur Dagsdóttir veltir þessu
fyrir sér og beinir sjónum að sakamálasögunni - en þó einkum
íslenskum reyfurum í bíó í tilefni af frumsýningu Sporlaust.
Klassískt þema um konu, hús og fortíð.
Skammdegi ?985 **
Ung kona einangrast á afskekktum sveitabæ.
f Ó k U S 28. ágúst 1998
Foxtrot 1988 *
Bíóborgin
CltyofAngels Þrátt fyrir aö vera klisju-
kennt bandarískt ástardrama eru fallegar og
áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik-
stióra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp
aö skapa þá stemningu sem upprunalega
hugmyndin um (ó)sýnilega engla býður upp á.
-úd
Bíóhöllin/Saga-bíó
Lethal Weapon 4 ★★★ Þessi nýjasta viðbót
í seríuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og
spennandi og áhættuatriðin flest til fýrirmynd-
ar. Þótt hún nái aldrei að toppa það besta úr
fýrstu tveimur myndunum ætti hún ekki að
valda aðdáendum þeirra Riggs og Murtaugh
vonbrigðum. Þetta verður líklega sfðasta
myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni-
legri seríu. -ge
Slx Days, Slx Nlghts ★★★ Fremur hug-
myndasnauð en þó skemmtilega rómantísk
gamanmynd sem gerist ; fallegu umhverfi á
eyjum f Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af
góðum leik aðalleikaranna, Harrisons Fords
og Anne Heche, sem ná einstaklega vel sam-
an. Aörir leikarar standa sig ágætlega en
hverfa f skuggann af gneistandi samleik Fords
og Heche. -HK
Háskólabíó
Washlngton torg ★★★ Skáldsögu Henry
James fylgt vel eftir í sterkri mynd um ráörík-
an föður sem ekki sættir sig við eiginmanns-
efnið sem einkadóttirin hefur valið sér og stíg-
ar þeim f sundur á grimmilegan hátt. Hvað er
rétt og hvað er rangt er þemað. Jennifer Jason
Leight er misgóö í erfiðu hlutverki, en Albert
Finney er sem oftast áður sterkur á svellinu
þegar kemur að klassíkinni. -HK
Dark Clty ★★ Dark City er metnaöarfull og
ansi mögnuö mynd, og vekur tilfinningar bæöi
um ofsóknir og innilokun. Hún er full af ótrú-
lega eftirminnilegum myndrænum skeiðum,
sérstaklega þar sem geimþjóöin „tjúnar" og
lætur borgina bókstaflega vaxa, hús spretta
upp úr götum, stækka, minnka eða taka öðr-
um breytingum. Hins vegar veldur handrits-
skortur því aö oft var eins og um langa auglýs-
ingu að ræða. -úd
Vlnarbragð ★ Helsta vandamál Vinarbragðs
er kannski þaö að myndin er hreinlega of leiö-
inleg, langdregin og flatneskjuleg og endirinn
fýrirsjáanlegur. Kosturinn er hins vegar sá aö
leikurinn er almennt góður en átakaiaus. -úd
Martha, má ég kynna... ★★ Marta o.s.frv. er
gamanmynd f rómantískari kantinum og helst
sérstök fyrir þá sök hversu bandarísk hún er.
Monica Potter minnir um margt á Juliu Ro-
berts og er hér f svipuðu hlutverki og Julia
gerði sér mat úr á árum áður. Stærsti gallinn
liggur í handritinu sem skrifað var af Peter
Morgan. -ge
Blúsbræöur 2000 ★★
Grease ★★*.
Kringlubíó
Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir
sfnu sem mesti töffarinn f Hollywood f mynd
þar sem frammistaöa tæknimanna er það
eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael
Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og þvf er
Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK
Laugarásbíó
Slldlng Doors ★★* Paltrow er Helen, ung
kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og Iff hennar tekur stakka-
skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður en
þó handritiö innihaldi heilmikið af skemmtileg-
um punktum og klippingarnar milli sviða/veru-
leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein-
hvern herslumun. -úd
Mercury Rlslng **A Tveir einstaklingar sem
eru á mismunandi máta einangraöir frá um-
heiminum eru gegn öllum öðrum í þessari
ágætu sakamálamynd sem kemur skemmti-
lega á óvart meö þéttri sögu um Stóra bróður
sem gerir ekki mun á röngu og réttu og notar
öll meöul, lögleg sem ólögleg, til aö halda
sfnu. Bruce Willis er í mun gáfulegra hlutverki
en f Armageddon. -HK
Lost In Space ★★ Framtfðarkvikmynd sem
byggð er á gamalli sjónvarpsseríu sem ekki
þótti merkileg. Myndin er stór f sniöum og
stundum mikilfengleg en sem betur fer tekur
hún sig ekki alvarlega. Hægt er að mæla með
henni viö alla fjölskylduna sem er meira en
hægt er að segja um aðrar framtföarmyndir
sem sýndar eru í kvikmyndahúsum höfuðborg-
arinnar. -HK
Of listrænir til að
vera spennandi
Átti að vera fyrsta alvöru hasarmyndin.
Ég veit ekki af hvers konar
völdum, en af einhverjum ástæð-
um hefur íslensku afþreyingar-
efni ekki reitt sérlega vel af. Það
er ekki bara að það sé lítið gert af
því; sú framleiðsla sem lítur dags-
ins ljós er oft á tíðum misjöfn og
jafnvel dálítið undarleg. Kannski
er þetta norðurhjarastemningin
(þunglyndi, myrklyndi) sem gerir
íslendinga svona skeftíska á að
skemmta sér, eða kannski
skemmtum við okkur bara svo vel
í skammdeginu og miðnætursól-
inni að við þurfum ekki meira.
Það er tölvfræðilega vitað mál að
íslendingar fara einna mest í bíó
af hnattarbúum (en þó ekkert
miðað við marsbúa sem horfa á
skjái 26 tíma sólarhrings) og inn-
byrða þannig erlent afþreyingar-
efni bókstaflega í vigtuðu máli.
En meðan bókmenntirnar hafa
eignast nokkur afþreyingar-af-
kvæmi hafa kvikmyndimar verið
áberandi haltar í lestinni; það
næsta sem kvikmyndir hér hafa
komist almennilegri afþreyingu
var þegar kvikmyndagagnrýnandi
Moggans skrifaði krimma í fyrra.
Svo má líka spyrja sig hvað er
afþreying? Sakamálasagan, eða
glæpasagan, er klassískt fyrirbæri
sem getið hefur af sér mikið af
bókum og myndum sem standa
'listrænum' eða 'óháðum' myndum
hreint ekki að baki. Fræg er orð-
in 'noir'-hefðin fyrir fagurfræðileg
áhrif en þar riðu glæpamenn um
héruð, eltir uppi af harðsoðnum
leynilöggum sem uppgötvuðu svo
alltaf að konan sem þeir elskuðu
stóð á bak við þetta allt saman.
Þýski expressionisminn skilaði
sér sömuleiðis stílfræðilega í
myndum eins og M (Fritz Lang,
1931) um bamamorðingjann með
bamaandlitið (Peter Lorre) sem
glæpaforinginn ætlaði að taka
(ó)formlega af lífí. Nú á síðustu
árum má sjá myndir eins og
Seven (David Fincher, 1995) og
The Usual Suspects (Bryan Sin-
ger, 1995) sem góð dæmi um
áhugaverða úrvinnslu á glæpafor-
múlunni. Og þetta er síðan fyrir
utan allar þær vel heppnuðu
óháðu myndir sem nota sér saka-
málasöguna á einn eða annan hátt
(Lost Highway, Fargo) líkt og við-
gengst nú á tímum póstmódem-
ismans hins ógurlega.
En einhvem veginn er afrakst-
urinn af íslenskmn spennumynd-
um léttvægur. Morðsaga (Reynir
Oddsson, 1979) var sú fyrsta og
stendur enn fyrir sínu þó ekki
væri nema bara sem tímabilsút-
tekt. Myndin íjallar um nýríka út-
hverfafjölskyldu, með tilheyrandi
þunglyndi húsmóðurinnar, næt-
urlifi dótturinnar og varhuga-
verðri foðurást föðurins. Húsið
(Egill Eðvarðsson, 1983) rataði i
Aurum Horror-alfræðibókina og
fær þar nokkuð jákvæða dóma.
Ung kona flytur inn í hús og fínn-
ur fortíð sína - klassískt tema
sem hér er bara nokkuð vel út-
fært, með tilheyrandi drauma og
draugastemningu. Þarna var
skemmtilegt að sjá fjallað um
spírítismaæði íslendinga.
Skammdegi (Þráinn Bertelsson,
1985) spilaði á stef einangrunar og
innilokunar sem ætti að eiga vel
við hér á þessu landi einangrunar
og innilokunar en náði einhvem
veginn aldrei taki á efni né áhorf-
endum. Aftur er það ung kona
sem kemur á afskekktan sveitabæ
og verður þar fyrir hremmingum.
Foxtrott (Jón Tryggvason, 1988)
átti líklegast að vera fyrsta cdvöm
íslenska hasarmyndin en mis-
heppnaðist illa. Bræður í peninga-
flutningum tcikast á um kven-
kynslaumufarþega, með tilheyr-
andi dramatískum afleiðingum.
Nei er ekkert svar (Jón Tryggva-
son, 1995) var undirheimamynd
sem ekki þótti takast vel. Ekki
fékk Blossi (Júlíus Kemp, 1997)
heldur hlýjar móttökur en þar
sagði frá unglingum á ferð um
landið, á flótta undan eiturlyfja-
sölum þeim sem þau höfðu svikið.
Að lokum er ekki úr vegi að nefna
myndina Ryð (Lárus Ýmlr Ósk-
arsson, 1990), gerða eftir leikriti
Ólafs Hauks Símonarsonar,
Bílaverkstæði Badda, en sú mynd
fjallaði sömuleiðis um morð úr
fortíð, og - hvort sem það var
langlífi leikritsins að þakka eða
ekki - átti nokkuð góða spretti.
Það sem helst háir þessari ís-
lensku framleiðslu virðist vera
ákveðin fælni við formið með til-
heyrandi tilhneigingum til list-
rænna bragða sem oft virka illa.
Einhvern veginn er eins og það
vanti alla tilfinningu fyrir þeim
afþreyingarformum sem verið er
að vinna með, þar sem hvorki
tekst að skapa sannfærandi
stemningu né að vinna á sjálf-
stæðan hátt með efnið. Eitthvað
af vandamálum íslenskra spennu-
mynda er að sjálfsögðu að finna í
samfélagssmæðinni sem gerir það
að verkum að það er oft erfiðara
en annars að láta plott og persón-
ur ganga upp, eins og sýndi sig
kannski einna best í Foxtrott.
Hins vegar hefur sakamálasagan
Glæpur úr fortíðinni þjakar persónurnar.
Ung stúlka lendir í hringiðu glæpa í Reykjavík.
Unglingar á flótta undan eiturlyfjasölum.
Segir frá vinum sem sitja uppi með lík.
ekki síður ljáð sig að afmörkuðum
smábæjaraðstæðum það þarf ekki
alltaf stórglæpamenn og hasar til
að ná upp glæpsamlegri spennu.
Úlfhildur Dagsdóttir
EL-531 hentar framhaldsskóla
nemum og nemendum í síSustu
bekkjum grunnskóla
1.650,-
D.A.L. innsláttarkerfi
(bein aSgerS á skjá)
Tvær línur á skjá
153 aSgerSir
Hýberbólsk föll
Almenn brot
EinvíS tölfræSi
Prósentureikningur
HarSspjaldahlif
ofl. off
ORMSSON sharp