Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Síða 9
Bjartmar Guðlaugsson, hnyttni og krullhærði trúbadorinn, er snúinn aftur heim úr sjálfskipaðri útlegð í Danmörku og myndlistinni. Hann vill rifja sig upp með því að gefa út sín best heppnuðu lög. Og í samtali við Dr, Gunna rifjar hann ýmislegt annað upp; hugsjónir hippanna og þann tíma að hann var svo frægur á íslandi að hann lifði við sífellt bögg. En þeir tímar eru liðnir og hann saknar þeirra. Einkum böggsins. Er ekki pláss fyrir eina feita poppstjörnu af gamla skólanum? Bjartmar Guðlaugsson. Sjái maður nafnið sprettur upp fyrir augum manns krullhærður trú- bador og maður spyr sjálfan sig; já, hvað varð eiginlega um hann? Á níunda áratugnum gladdi hann þjóðina með hnyttnum textum um hversdagshetjur og „daglegt líf hins venjulega íslendings". Út komu fjölmargar plötur með gríp- andi slögurum sem maður man enn eftir. Árum saman heyrðist ekkert af Bjartmari, nema að hann væri fluttur til Danmerkur. Nú er hann kominn aftur á klakann og út er að koma eins konar „best-of ‘ plata, „Ljóð til vara“. Bjartmar var svo elskulegur að hitta mig á Borg- inni. „Ég varð smeykur þegar Jón Baldvin og Davíð komu úr Viðey forðum daga og forðaði mér úr landi,“ segir hann og hlær. Var svo bara ekkert betra aö búa í Danmörku? „Jú, það var ferlega flnt, en þeg- ar dvalið er langdvölum erlendis kemur að spurningunni: Nú eða aldrei, og ísland á sterkar taugar í rnanni." Það sem beið hans hér minnir hann á söguna um átján bama fóð- ur í álfheimum. „Það hefur margt breyst alveg rosalega mikið, sumt til batnaðar en annað skil ég hreinlega ekki. Mér flnnst orðið áberandi hvað við erum mikið bananalýðveldi. Það er ekkert inn að vera gulur meðal- þroskaður banani, það á bara að vera stór Chiquita eða ekkert. Þú verður að vera stór, harður og frekur ef þú ætlar að komast áfram í þessu þjóðfélagi. Ég held það eigi eftir að skila sér á næstu árum að ekki er allt eins og það lít- ur út fyrir að vera. Mér finnst samt Reykjavík vera orðin miklu skemmtilegri. Hér áður fyrr var t.d. ekkert hægt að gera eftir klukkan tvö á laugardögum." Nýir og betri hippar Segöu mér, varstu ekki að spila eitthvaö úti? „Jú, ég spilaði mikið. Lenti í samstaríi við hljómsveit sem hefð var fyrir rekstri á, hljómsveitinni Nord-mix. Við spiluðum í útvarpi og víða á tónleikum og festivölum um Skandinavíu. Þar lenti ég í því hlutverki að leika lög eftir aðra, en ég kom minu að líka. Það var mik- ið jafnrétti í gangi.“ Á ekki aö spila eitthvað í tilefni af nýju safnplötunni? „Já, nú ætla ég að fara að fara í gang, nýtt efni bíður. Þó það hafi ekki heyrst mikið í mér er ég þó alltaf að semja, ég hef bara lítið gefíð út.“ Ertu enn aö kroppa í hrúðrin á þjóöarsálinni? „Kroppa og ekki kroppa. Ég velti steinum og sé hlutina á ann- an hátt en gengur og gerist, en ég tel mig aldrei hafa verið mikinn ádeilumann. Sannleikurinn er kannski stærsta ádeilan." Einhverjar nýjar hvunndagshetj- ur í textunum? „Ég á ekkert sérstaklega von á því. En ég gæti hins vegar endur- lífgað þær gömlu, þetta eru lífseig- ar týpur.“ Hvernig finnst þér þín kynslóö, 68-kynslóðin, hafa plumaö sig? „Ég er ekki af þeirri kynslóð, myndi frekar segja að ég væri af 73-kynslóðinni, þá kem ég á göt- umar og það var unaðslegt að hippast um í henni Reykjavík. Það var allt miklu einfaldara, staðimir færri en alls staðar lifandi tónlist. Þá gekkst ég upp í því að ég væri virkilega mikið og gott ljóðskáld og fór með ljóð í eldhúsum hist og her um borgina. Menn voru að rembast við að vera menningar- lega sinnaðir og halda utan um kærustumar sínar. Ég er mjög ósáttur við hippakynslóðina gömlu, að hún skuli vera svona dugleg í forræðishyggjunni. Ég skil ekki hvemig fólk getur gleymt algjörlega eigin líferni, hoppað upp á Vog, sofið úr sér samvisku- bitið og komið svo gjörbreytt í bæ- inn með staðreyndastíflu. Þetta er kynslóðin sem ætlar að gera ísland eiturlyfjalaust árið 2002 - ekki vantar takmörkin. Ég hélt að gamli hippinn hefði eitthvað betra að gera en að vera að bögga böm- in sín sí og æ með krossaprófum um hvað þau hafa prófað. Ég er ekki ánægður með það hvernig forræðishyggjan er orðin að versl- unarvöru hérna. Fólk verður bara að fá að vera það sjálft. Það er virkilega ljótt að vera að troða þessu upp á unglingana. Ég get ekki betur séð en stærstur hluti þeirra sé í teygjuleikflmi, eróbikk og ljósum eða bara að vinna. Það er alltaf þessi litla prósenta sem eyðileggur partíið, sem fær kredit- ið í fjölmiðlum." Nœsta öld - hvaö helduröu aö gerist? „Ég er mjög bjartsýnn. Við vit- um náttúrlega að heill hellingur gerist, t.d. að hippakynslóðin þurrkast út og þá koma vonandi nýir og betri hippar. Ég vona bara að listsköpunin fari ekki mikið meira inn í tölvumar því mér finnst maðurinn oft gleyma að hann er kominn frá náttúranni. Ég er t.d. búinn að sjá tvo hérna labbandi fyrir utan - svona uppatýpur í svöram fótum, lakk- skóm og með skjalatöskur - manni dettur í hug að þetta sé ekki kom- ið frá náttúrunni, að þetta sé ekki mannlegt." Rokkarar hafa tilgang Bjartmar hefur atvinnu sína af húsamálun, en málar einnig mál- verk, hélt síðast sýningu í Dan- mörku í sumar. Ég spyr hvemig hann skipti málverkinu og músík- inni á milli sín. „Ég geri hlutina ekki nema af fullkominni ástríðu. Síðustu átta árin hefur ástríðan legið í mál- verkinu, ég kláraði nám sem ég byrjaði á fyrir löngu síðan, var að stúdera myndlist úti í Danmörku. Eftir sýninguna í sumar fékk ég aftur ástríðu á ljóðagerð og nú ætla ég að skrifa textana sem ég hef alltaf ætlað mér að skrifa. Ég hef ekki verið mjög heiðarlegur ljóðagerðarmaður, hef yfirleitt sungið þessa texta óskrifaða í stúd- íóinu, beint í upptökunum, og lagði oft litla vinnu í þá, þetta voru bara móment sem ég greip. Svo- leiðis gerir maður ekki þegar mað- ur er orðinn eldri og búinn að ganga í gegnum ákveðna ögun. Textarnir i framtíðinni verða miklu yfirvegaðri en áður.“ Hvað titlarðu þig í vegabréfinu? „Ég man það ekki, held það sé „músíkant“.“ Líturóu á þig sem lífskúnstner? „Ég veit það ekki, en'ég hef oft verið að velta því fyrir mér af hveiju ég er að þessu. Svo fann ég út að grunnurinn að þessu öllu er myndlistin, sem ég hef alltaf stundað ásamt ljóðlist. Tónlistin kom miklu seinna og ég þróaðist á plötunum. Tónlist er eitthvað sem ég þurfti að vinna upp og söngur- inn er sjálfsbjargarviðleitni. Ég tók ákvörðun um að gerast popp- ari á Melarokkstónleikunum '82. Þá sá ég að það var loksins komið pláss fyrir þá sem kunnu ekkert. Þeir sem vora að semja lög fyrir þann tíma, Gunnar Þórðarson o.fl, vora svo klárir, kunnu svo mikið af hljómum og níundum og öllu þessi drasli, sem ég kann ekki að nefna, hvað þá meira. Það kom inn nýtt element sem minnti mig á Kinks og þessi bönd sem ég hélt upp á. Þá fattaði ég að ég gæti far- ið að gera það sem ég kunni ekki. Ég vildi vera með og vil það enn. Er kannski ekki enn þá pláss fyrir eina svona feita poppstjömu af gamla skólanum? Mér finnst margt gott hjá krökkunum, en ekk- ert af því er betra en það sem þeg- ar er komið fram. Ég er hissa á því að það komi ekki fleiri skáld inn í bransann. Ég veit ekki á hvaða takka á að ýta, en það vantar skáld, því við rokkaramir höfum virkilegan tilgang. Við eram nauð- synlegir í hverjum þjóðfélagi. Við erum fæddir í þetta og eigum að vera i þessu alla tíð. Þegar við verðum eldri á fólk að hunskasí til að hera virðingu fyrir okkur.“ Já, en er ekki svo mikil góöæris- gleói í gangi aö það er ekkert til aö semja um nema rassgatið á sjálfum sér? „Alls ekki. Mórallinn er að vísu breyttur. Ég myndi ekki syngja „Sumarliði er fullur" í dag, því þá gæti ég farið á skjön við þá hvítu þjóðfélagsmynd sem gefin er upp. En við erum enn þá með fullt af vandamálum á bakinu. Eigum kannski ekkert að vera að velta okkur upp úr þeim, en megum ekki horfa fram hjá þeim heldur. Við erum með eina hæstu sjálfs- morðstíðni unglinga í allri Evrópu og alls konar próblem sem við þurfum að leysa. Til að ýta á þetta, skoða þetta og kýla á þetta þurfa listamenn að vera aktífir í því þjóðfélagi sem þeir vinna í. Það eru að koma aldamót og við þurf- um að merkja hvar við erum og hvert við förum. Við getum ekki setið uppi endalaust með einhverj- ar pólitískar hugsjónir eldgamalia morðingja." Varstu ekki trúaöur á þœr hug- sjónir sjálfur? „Jú, óskaplega. En ég held það sé kominn tími til að hugsunin verði var við framfarir alveg eins og tæknin. Pólitíkin í dag er sprenghlægileg og stórhættuleg. Menn eru að velta sér upp úr typp- inu á Clinton daginn út og inn, en á meðan eru pólitískar þvinganir í gangi, menn sitja inni vegna skoð- ana sinna, svo maður tali nú ekki um allt helvítis hungrið og volæð- ið sem því fylgir. Það er búið að vera svo lengi með okkur að við eram hætt að sjá það. Mér finnst þetta allt vera hérna líka, bara í smærri mynd. Við erum smækkuð mynd af stóra, sjúku, amerísku samfélagi." Böggið var yndislegt Helduröu aö tölvutœknin geti gert eitthvaö fyrir okkur? Ertu tölvukarl sjálfur? „Nei, ég er ekkert inn í tækni, get varla hringt dyrabjöllu skammlaust. Samt er ég bjartsýnn á tölvurnar. Ég veit að þetta þróast þannig að jafnvel tölvutregir menn eins og ég eiga eftir að læra á þær. Þetta er eins og heimspeki, allt byggist á að einfalda hlutina." Var þaö einhvern tímann bögg aö vera vinsœll á íslandi? „Já, það var heilmikið bögg, en þú gengst upp í þessu böggi, þér fmnst það ekkert vont. Þú bölvar því kannski svo aðrir heyri en þú meinar ekki rassgat með því. Það var nákvæmlega sama sýndar- mennskan hjá mér og öðrum popp- uram þessa lands, þó ég feldi hana kannski aðeins betur. Allt svona - semja texta, semja lag, flytja það fyrir fólk - þetta er allt byggt á egóisma. Þú myndir ekki gera það ef þú værir ekki egóisti, þér myndi ekki detta það í hug. Ég er egóisti og böggið var yndislegt á meðan það var. Þegar það var horfið, þeg- ar maður var kominn til útlanda í strætó og enginn böggaði mann, þá hugsaði ég; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þannig að nú er stefnt á nýtt bögg? „Já, nú stefnum við á nýtt bögg. 1 hugum íslendinga er ég ekki myndlistarmaður eða eitt eða ann- að en þokkalega góður textasmið- ur og sæmilegur flytjandi. Ég á vini í gegnum þetta, marga þekki ég ekki einu sinni. Það er til fólk sem vill að ég yrki og syngi fyrir það og þess vegna er ég til í meira bögg.“ -glh 25. september 1998 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.