Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
23
Iþróttir
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sem náð hefur stórkostlegum árangri með lið sitt:
„Viö skiptum bara í
heimaleikjagírinn"
Bjarni Jóhannsson er örugglega
verðandi goðsögn í Vestmannaeyj-
um. Hann hefur skilað félaginu á
toppinn á örskömmun tíma, Eyja-
menn undir hans stjóm hafa unn-
ið íslandsbikarinn tvö ár i röð, að-
eins tapað sjö af 47 leikjum í deild
og bikar og unnið stóru titlana
þrisvar sinnum.
Hann hefur búið til stórveldi út
í Vestmannaeyjum, ekki ósvipað
og núverandi landsliðsþjálfari,
Guðjón Þórðarson, mótaði uppi á
Akranesi. Bjami var að sjálfsögðu
eins og allir Vestmannaeyingar í
mikillri sigurvímu eftir úrslita-
leik, KR og ÍBV.
„Það var frábært að klára þetta
hér í vesturbænum í dag (laugar-
dag). Það er búið að liggja mikið á
okkur að undanfómu yflr að við
vorum ekki búnir að klára þetta
fyrr og sigurinn því enn sætari
fyrir bragðið. Það var mikil stemn-
ing i hópnum fyrir þennan leik og
viö undirbjuggum hann mjög vel.
Þessir strákar em búnir að tapa
mjög fáum leikjum undanfarin ár
og þeir vita hvað þarf í þessa úr-
slitaleiki. Það er komin þessi sig-
urtilfmning í þá og það reyndist
okkur mjög mikilvægt i dag.“
Það er mikið búið að tala um
að Eyjaliðið spilaði bara vel á
heimavelli en hvað breyttist í
þessum leik hér í dag?
„Það var þessi úrslitaleikja-
stemning sem kom okkur til góða.
Það var búið að stilla þessum leik
upp sem úrslitaleik fyrir
okkur sem og alla og þá
skipta menn bara um gír
og við vorum í heima-
leikjagímum í þessum
leik.“
Það þykir sannað með
tölfræðinni að þið tapið
ekki þegar þið komist
yfir í leikjunum, skipti
það ekki miklu máli að
komast yfir í þessum
leik?
„Fyrsta markið var
mjög mikilvægt, sérstak-
lega vegna þess að KR-ing-
arnir voru búnir að spila
frekar aftarlega á vellinum
í sumar og þeir urðu að
sækja sigur í þessum leik
og þess vegna var mjög
mikilvægt að fá þetta mark
í upphafi leiksins til að fá
þá til að koma framar og
opna leikinn. Við eigum
að vera einum fleiri á miðjunni út
frá leikskipulagi liðanna og við
náðum finum tökum á miðjunni í
dag. Það gekk bara allt upp hjá
okkur í dag, við fáum ekki mark á
okkur og skorum tvö.
Það er erfitt að fara hugsa um
það á þessari sigurstundu aö gera
betur á næsta ári. Við geymum
okkur þær hugsanir þar til í næstu
viku og skemmtum okkur við að
koma með íslandsbikarinn til Eyja
annað árið í röð.“ -ÓÓJ
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, og Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnu-
deildar ÍBV, kampakátir á sigurstundu. DV-mynd Brynjar Gauti
KR-ingar settu miður
skemmtilegt met er þeir misstu
af íslandsbikamum. Þeir fengu
aðeins 9 mörk á sig í sumar en
minnst hafði lið fengið á sig 11
mörk án þess að verða íslands-
meistari. Þeim árangri náöu
Valsmenn 1986 en íslandsmeist-
arar það árið voru Framarar
meö markatöluna 39-13.
Fimm af þeim niu mörkum
sem KR-ingar fengu á sig í sum-
ar komu úr smiðju Eyjamanna
sem skoruðu flest mörk í sumar
eða 40.
Zoran Miljkovic varð nú ís-
landsmeistari fimmta árið í röð
eöa á öllum þeim 5 árum sem
hann hefur spilað á íslandi.
Hann varð íslandsmeistari meö
ÍA 1994,1995 og 1996 og svo með
ÍBV 1997 og 1998.
Eyjamenn uröufyrsta félagið
utan Faxaflóasvæðisins til aö
veija íslandsmeistaratitilinn, og
aðeins það þriðja frá 1968.
Eyjajafnan klikkaði ekki
frekar en áður hjá ÍBV undir
stjóm Bjarna Jóhannssonar. í
25. skiptiö á síöustu tveimur
árum komst liðið yfir og sú for-
usta skilaöi 23. sigrinum en
aldrei hefur liðið tapað undir
stjóm Bjama eftir að hafa kom-
ist yfir.
KR lenti i 2. sœti í fimmta
sinn á undanfömum 8 árum.
Alls hefur KR lent 6 sinnum í
öðra sæti í 10 liða efstu deild eða
oftar en nokkuð annað lið. -ÓÓJ
„Fyrsta markiö var rosalega mikilvægt og gaf okk-
ur hrikalegt gas og slökkti á þeim enda erfltt að þurfa
að vinna og fá svo mark á sig í uphhafi leiks. Við vor-
um samt heppnir, þeir fengu víti, voru að spila vel og
eru með gott lið. Þeir voru ekki fjölmennir fram á við
en mjög sterkir. Við höfðum þessa sigildu meistara-
heppni með okkur. Við eigum einn leik eftir enn og
ætium að reyna að vinna þrefalt eftir viku,“ sagði
Kristinn Hafliðason sem bjó til hið mikilvæga fyrsta
mark ÍBV í leiknum.
Lögðum okkur100%
fram í verkefnið“
„Við lögðum okkur 100% í verkefnið hér í dag en
það lá ekki fyrir okkur í dag og því fór sem fór. Við
voram búnir að sækja grimmt en fáum svo á skyndi-
sókn, ein mistök og mark. Við héldum áfram allan
tímami en það bara gekk ekki, misnotum viti og
komumst ekki inn í leikinn aftur. Svona leikir virð-
ast bara ekki hggja íyrir okkur. En við óskum ÍBV til
hamingju og mætum enn sterkari til leiks á næsta
ári,“ sagði Þorsteinn Jónsson, leikmaður KR.
-ÓOJ/-ih
Vonbrigði
Islandsbikarinn á loft
„Það er ekki hægt að hafa þetta betra
og liðið spilaði glæsilega. Við komum til
þess að sigra og ætluðum ekki að reyna
að halda neinu jafntefli. Stuðningsmenn-
imir okkar voru kannski fáir en þeir
hjálpuðu okkur að útbúa þessa heima-
leikjastemningu sem dugar okkur svo
vel. Það er gott að komast yfir og við tök-
um bikarinn með heim.“
En markametið stóðst atlögu Stein-
grims sem stoppaði í 16 mörkunum og
skoraði ekki í síðustu fimm leikjum Éyja-
manna.
„Það skiptir öllu að við urðum meist-
arar og maður á ekki að bara að hugsa
um sjálfan sig en auðvitað hefði verið
mjög gaman að slá metið. Ég lenti í
meiðslum og missti úr og er loks að ná
mér aftur á strik núna. Það vantar aðeins
upp á en þaö verður tilbúið næst.“ -ÓÓJ
Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, lyftir íslandsbikarnum og félagar hans fagna
innilega. Takmarkinu var náð, báðir stóru bikararnir í höfn. DV-mynd BG
KR-ingar voru daufir í dálkinn eftir ósigurinn gegn IBV. Þeir geta þó borið
höfuðið hátt eftir glæsilegan árangur í síðari umferð íslandsmótsins.