Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 íþróttir Margir knattspyrnumenn á faraldsfæti: Þrír úr KR til Wimbledon - Guðmundur Benediktsson til PAOK Saloniki Fjórir knattspymumenn í KR eru á leiðinni til sterkra atvinnu- mannaliða á Englandi og Grikk- landi. Þeir Sigurður Örn Jónsson, Bjarni Þorsteinsson og markvörð- urinn Gunnleifur Gunnleifsson fara allir til enska A-deildarliðsins Wimbledon sem er í þriðja sæti deildarinnar. Enska liðið er að leita að leikmönnum um þessar mundir i þær stöður sem þessir leikmenn leika í með KR. Dvelja þeir hjá Wimbledon í 10-14 daga. Fjórði KR-ingurinn sem er á leið utan til að kanna aðstæður og æfa með erlendu liði er Guðmundur Benediktsson. Hann fer í byrjun október til griska liðsins PAOK Saloniki. Allir fara KR-ingarnir utan á vegum Ólafs Garðarssonar umboðsmanns. Fimm fóru erlendis um helgina Fimm íslenskir knattspyrnu- menn héldu út um helgina til að líta á aðstæður og æfa með erlend- um liðum. Fjalar Þorgeirsson, hinn snjalli markvörður Þróttar, fór til Bristol Rovers, sem leikur í C-deildinni ensku. Valsmaðurinn Sigurbjöm Hreiðarsson fór að skoða málin hjá Walsall sem leikur í C-deildinni. Ólafur Gunnarsson, markvörður ÍR, fór til enska liðsins Bristol City eins og Eyjamaðurinn ívar Ingi- marsson. Loks er Skagamaðurinn Steinar Adolfsson við æfingar hjá norska liðinu Stabæk. Þar er Helgi Sigurðsson fyrir. -SK/-VS Evrópumót landsmeistara í keilu: Ásgeir í áttunda sæti Evrópumeistaramóti landsmeistara í keilu lauk í Óðisvéum um helg- ina. íslensku keppendumir stóðu sig vel. Ásgeir Þóröarson lenti í átt- unda sæti í karlaflokki, sigraði í 17 leikjum, tapaði átta og gerði eitt jafn- tefli. Achim Grabowski frá Þýskalandi sigraði, skor hans var 5432 en skor Ásgeirs var 5147. Elín Óskarsdóttir hafnaði í níunda sæti eftir að hafa leitt keppnina í byrjun. Skor Elínar var 4636 en skor sigurvegarans var 4895 og heitir hún Annemiek van den Boogaart frá Hollandi. -JKS Islandsmeistarar í ralli Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer Evo IV tryggðu sér um helgina íslandsmeistaratitilinn i rallakstri 1998. ER-haustrallið, síðasta keppni ársins, fór fram um helgina og urðu þeir Páll Halldór og Jóhannes í þriðja sæti en aðalkeppinautar þeirra, Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason, á Metró, í fjórða sæti. Rúnar Jónsson og Jón E. Ragnarsson sigruðu á Subaru Legacy og Hjörtur P. Jónsson og Isak Guðjónsson á Corolla urðu í öðru sæti. -SK Skotinn Colin Montgomerie vann nauman sigur á þýska meistaramótinu í golfi sem lauk i gær. Montgomerie lék á 266 höggum, 22 höggum undir pari. Útför bandarísku hlaupadrottn- ingarinnar Florence Griffith Joyner var gerð í gær. Jarðarför- in tók þrjár klukkustundir. Bikarmeistarar Breiðabliks fögnuðu sigri, 4-1, í morgun- slag gegn íslands- meisturum KR í meistarakeppni KSÍ sem fram fór á laug- ardaginn. Erla Hendriks- dóttir, Kristrún L. Daðadóttir, Sigríður Þorláksdóttir og Helga Ósk Hannes- dóttir skoraðu mörk Blika en Guðlaaug Jónsdóttir mark KR. Sigfús Sigurðs- son og samherjar hans í Caja Canta- bria sigruðu Bidasoa, 27-23, í spænska handboltanum í gær. Barcelona vann Chapela, 34-20, og Prosesa Ademar sigraði Valladolid, 33-23. Barcelona og Prosesa Ademar eru efst og jöfn með 11 stig eftir 6 umferðir. Cantabria er í þriðja sæti með 10 stig. -SK/-JKS Finninn stóðst álagsprófið - Hakkinen hefur naumt forskot á Michael Schumacher Finninn Mika Hakkinen náði að endurheimta forystu sína í stigakeppni ökumanna í Formúla 1, með öruggum sigri á Nurburgring-brautinni í Þýskalandi í gær, og er því kominn með fjögurra stiga forystu á Michael Schiunacher, sem kom annar í mark, rúmlega tveim sekúndum á eftir. Hakkinen hefur þvi þvert á spár manna staðist pressuna i baráttunni um heimsmeistaratitilinn sem tekur ekki enda fyrr en eftir rúmlega ijórar vikur í Japan. Michael Schumacher sem ræsti á fremsta rásstað með fé- laga sinn Eddie Irvine sér við hlið, náði ekki að halda í við hraða McLaren-bíl Mika Hakkinen, og eftir fyrsta viðgerð- arhléið af tveimur, náði Hakkinen fram úr Ferrari Schumachers eftir frábæra frammistöðu viðgeröarmanna hans. „Ég ók bara á útopnu allan tímann, því við vissum auðvitað ekki á hvaða áætlun Ferrari var, en ég beið eftir tækifæri til að fara fram úr Irvine og síðan náði ég Schumacher í viðgerðarhléinu," sagði Hakkinen sem var i þriðja sæti fyrstu tólf hringina. „Við vorum einfaldlega ekki nægilega hraðskreiðir í dag til að hafa í við McLaren," sagði Schumacher sem var auðsjáanlega ekki ánægður með annað sætið. „Það að vinna þessa keppni gefur okkur mik- ið forskot, og styrk í undirbúninginn fyrir lokakeppnina í Japan,“ sagði Hakkinen sem er greinilega fullur sjáifs- trausts. Bridgestone-hjólbarðarnir voru greinilega betri en amerisku Goodyear-hjólbarðarnir og var augljóst að minnkandi frammistaða hjólbarðanna, þegar nær dró við- gerðarhléum, drógu verulega úr hraða Schumachers á með- an Hakkinen hélt sínu striki og setti hraðasta hring rétt fyrir viðgerðarhlé. David Coulthard kom svo þriðji í mark rúmlega 35 sek. á eftir félaga sínum, og eru þeir félagar nánast búnir að tryggja liði sinu sinn fyrsta meistaratitil keppnisliða síðan 1991. í Japan dugar það Hakkinen að koma annar í mark til að skáka Schumacher, þó svo að hann vinni, vegna hagstæðari úrslita í sumar, og er ljóst að Hakkinen lætur ekki svo auðveldlega af hendi titilinn sem hann er í raun kominn með aðra höndina á. -ÓSG I>V Kristinn Lárusson skorar sfðara mark ÍBV gegn KR og innsiglar meistara- titilinn. Eyjamenn fögnuðu íslandsmeistaratitlinum innilega á KR-vellinum. Glæsilegu keppnistímabili var lokið og ÍBV með besta liðið. Þessi mynd segir allt sem segja þarf um ástand KR-inga strax eftir leikinn, vonbrigði og aftur vonbrigði. Sigurhringurinn. íslandsbikarinn var í höfn annað árið í röð. Mikil stemmning var á meðal áhangenda ÍBV eins og þessi mynd ber með sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.