Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 8
28
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
Iþróttir
Sviss
sigraði
Ungverja-
land
Svisslendingar geröu sér litiö
iyrir og sigruöu Ungverja, 26-25,
i St, Gallen í gær. Staðan i hálf-
leik var jöfh, 11-11. Þessar þjóöir
leika í riöli með íslendingum og
Finnum í undankeppni heims-
meistaramótsins. Ungverjar
unnu stórsigur í fyrri leiknum,
33-22, á heimavelli og bjuggust
því flestir við að Svisslendingar
yrðu Ungverjum auðveld bráð í
siðari leiknum. Þessi úrslit und-
irstrika það að allt getur gerst í
þessum riðli.
Leikurinn í gær var æsispenn-
andi og voru Ungveijar einu
marki yfir skömmu fyrir leiks-
lok en Svisslendingar náöu að
jafha og skora sigurmarkiö.
Rohr var markahæstur hjá Sviss
og skoraði 7 mörk.
Staðan
ísland 2 2 0 0 51-38 4
Ungverjal. 2 1 0 1 58-48 2
Sviss 2 1 0 1 48-58 2
Finnland 2 0 0 2 38-51 0
-JKS
Þaö var kátt á hjalla í búningsherbergi íslenska landsliðsins eftir sigurinn ge
Róbert Julian Duranona, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurösson, Ragnar ■
Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson bregöa á leik í Urheilu-fþróttahöllinni.
jn Finnum í Helsinki á laugardag.
iskarsson, Reynir Þór Reynisson,
DV-myndir JKS
- island náði í dýrmæt stig til Helsinki og vann Finna, 19-24
DY Helsinld:
íslenska landsliðið í handknatt-
leik vann skylduverk sitt þegar það
lagöi Finna í Helsinki, 19-24, í und-
ankeppni heimsmeistaramótsins sl.
laugardag. Liðið fékk fjögur stig út
úr viöureignunum gegn Finnum
eins og við var búist fyrirfram. Það
fór þó eins og margan grunaði að
Finnar þvældust fyrir okkar mönn-
um.
Fyrri hálfleikur var lengstum í
jámum og þá var íslenska liðið að
leika illa. Sóknamýting var slök og
vömin að sama skapi ekki nógu
sterk. Guömundur Hrafnkelsson
náði sér ekki heldur á strik í mark-
inu, Reynir Þór Reynisson, leysti
hannafhólmiummiöjan fyrrihálf-
leik og setti mark sitt á leikinn.
Vendipunktur leiksins verður á
fyrstu fimmtán mínútunum í síöari
hálfleik. Sóknin hrökk í gang, Reyn-
ir Þór lokaði markinu og liðiö náöi
sjö marka forystu. Þar meö var
bjöminn unninn þótt Finnar klór-
uðu aðeins í bakkann undir lokin.
Liðinu skortir meiri leik- og
samæfingu
Af leikjunum við Finna að dæma
er Ijóst að íslenska liðið þarf meiri
samæfingu og enn fremur vantar
nokkuð upp á að menn séu komnir
í leikæfmgu. Þessir þættir horfa til
betra vegar á næstu vikum og styrk-
ur liðsins vex um leið. Það býr hell-
ingur í þessu liði og því aöeins
spuming hvenær liöið springur út.
Reynir Þór Reynisson varði
markiö af stakri prýði og var hann
ásamt Bjarka Sigurðssyni bestu
menn íslenska liðsins. Róbert Sig-
hvatsson stóð einnig ágætlega og
var sterkur í vöm. ðlafur Stefáns-
son átti spretti en getur miklu
meira. Patrekur Jóhannesson átti
rispur í fyrri hálfleik en þeir Róbert
Duranona og Geir Sveinsson náöu
sér ekki á strik.
-JKS
Bland í poka
Reynir Þór Reynisson landsliðs-
markvörður sagöi viö DV að strangar
æfingar, ásamt lyftingum, gerðu það
að verkum að hann fyndi sig vel í
markinu þessa dagana. Hann væri i
finu formi.
Grindavík sigradi Njarövik, 103-90,
i meistarakeppni karla í körfuknatt-
leik í gær. í sömu keppni í kvenna-
flokki bar ÍS sigur á Keflavlk, 59-55.
Rosenborg stefnir hraðbyri að 7.
meistaratitlinum í röð i norsku knatt-
spymunni. Rosenborg sigraði Molde,
0-2, í gær. Helstu úrslit urðu þau að
Liiieström vann Brann, 1-2,
Bodö/Glimt lagði Viking, 3-1, Stabæk
og Haugesund gerðu jafntefli, 1-1, og
Tromsö tapaði fyrir Kongvinger, 2-1.
Enginn íslendinganna í deildinni
skoraöi mark.
Feyenoord heldur sínu striki i
Hollandi en í gær sigraði liðið Willem
B, 3-2, og vann þar með sinn 6. leik í
röð.
Þóröur Guöjónsson og félagar í
Genk geröu jafntefli, 1-1, við Charler-
oi ÍBelgiu. Westerlo, sem er efst í
deildinni, sigraöi Ostende 7-0.
Á Spáni geröi Real Madrid sér góða
ferð til Baskalands og sigraöi Bilbao,
2-3. Á sama tíma geröi Barcelona að-
eins jafntefli, 2-2, á heimavelli gegn
Celta frá Vigo. Real Madrid hefur tek-
ið fjögurra stiga forystu á Barcelona.
Myron Walker er kominn í raöir úr-
valsdeildarliðs Hauka í körfuknatt-
leik. Hér er á ferö mikill stigaskorari
sem hefur leikið meðal annars i Sviss
og i Svíþjóð.
Kilmarnock komst upp að hlið
Rangers á toppi skosku úrvalsdeild-
arinnar í knattspymu i gærkvöld
þegar liðið sigraði Aberdeen með
einu marki gegn engu.
-JKS
Finnland
(10) 19
Island
(11) 24
0-1, 0-2, 2rA, 5-5, 6-5, 8-8, 9-9, 1810,
(10-11). 10-13, 11-13, 11-15, 12-15,
12-19, 14-19, 16-20, 18-21, 18-23, 19-24.
Mörk Finnlands: Bjöm Monn-
berg 5, Marcus Sjöstedt 5, Mikko
Koskue 5/4, Johan Berglund 2, Jark-
ko Helander 1, Petrik Westerholm 1.
Varin skot: Christian Segersven
15.
Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson
9/5, Ólafur Stefánsson 5, Patrekur J8
hannesson 4, Róbert Sighvatsson 3,
Geir Sveinsson 1, Róbert Julian
Duranona 1, Dagur Sigurðsson 1.
Vartn skot: Guömundur Hrafn-
kelsson 1, Reynir Þór Reynisson 15.
Brottvisanir: Finnland 10 min.,
ísland 10 mín.
Dómarar: Valdemaras Liachovici-
us og Gintaras Paskevicius frá Lit-
háen.
Áhorfendur: Um 600.
Maöur leiksins: Reynir Þór
Reynisson. Kom inn á um miðjan
fyrri hálfleik og má segja aö mark-
varsla hans hafi komið íslenska
liðinu inn á réttar brautir í leikn-
Sagt eftir landsleik Finna og íslands:
Bætum okkar leik
DV, Helsinki:
istdansskóli
ámskeið fyrir fyrrverandi nemendur
Listdansskólans og aðra er stundað hafa
llstdansnám áður en vilja rifja upp og viðhalda
þeirri frábæru þjálfun sem dansinn býður upp á.
Námskeiðin hefjast í byrjun október.
Upplýsingar og innritun f síma 588 9188
mánudag til föstudags, kl. 14 til 17.
„Ég er ánægður með sigurinn
fyrst og fremst. Það var vilji í mönn-
um að standa sig og það var ég mjög
ánægður með. Það heföi auðvitað
margt betur mátt fara, en menn ætl-
uðu sér ekkert annað en sigur.
Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu
góður en byrjunin á síðari hálfleik
lagði grunninn að sigrinum, Næsti
leikur okkar er í Sviss og þangað
veröum við að sækja sigur. Til að
svo megi verða er víst að við verð-
um að leika betur en við gerðum
gegn Finnum. Ég er viss um að
menn verða komnir í miklu betri
spilaæfingu þegar að leiknum við
Sviss kemur,“ sagði Geir Sveinsson,
fyrirliði íslenska landsliösins, í
samtali við DV eftir leikinn viö
Finna í Helsinki.
„Aðalatriðið var að fá þessi fjögur
stig úr leikjunum við Finna. Það er
alltaf erfitt að leika gegn lakari lið-
um, við kláruðum þó dæmið, en
ekki þó með neinum stæl. Við verð-
um komnir í betra spilaform fyrir
næstu leiki,“ sagði Patrekur Jó-
hannesson.
Lékum núna mun betur
„Við lékum mun betur í þessum
leik en í fyrri leiknum í Reykjavík.
Við misstum alltof marga bolta til
Islendinganna en vömin var ágæt á
köflum. Við vorum öheppnir með
skot en sex sinnum lentu þau í
stöng eða í slá. Okkur var refsað
fyrir mistökin sem voru alltaf mörg.
ísland á að vinna Sviss en úrslita-
leikirnir i riðlinum verða síðan við-
ureignir íslands og Ungverja," sagði
Kai Kekki, þjálfari Finna, eftir leik-
ínn.
„Við lögðum upp með það að vera
komnir með fjögur stig eftir leikina
við Finna. Leikurinn hér var erfið-
ari en heima og þetta var virkilegt
strögl í fyrri hálf-
leik. Við lögðum
á ráðin í leikhléi
og leikur liðsins
var síöan mun
betri í síðari háif-
leik. Við verðum
að leggjast yfir
leik okkar og laga
það sem betur má
■Jfara. Við bætum
■ okkar leik eftir
því sem líður á
haustið en besta formið og spila-
mennskuna verðum við að sýna
gegn Ungverjum," sagði Þorbjöm
Jensson landsliðsþjálfari. -JKS