Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Page 4
t»U VeRÖUR AO TALA V>öjT t»AU, TAUA VI® BUÓMIW ! X t»0 FINNUR 61TTHVAÖ. í MenningarmiðstöBinni Geröubergi verður sýning Sögusvuntunnar Ert þú mamma mín? á sunnudaginn klukkan tvö. Sýningin er ætluð börnum á aldrinum eins til fimm ára. Sýningin tekur hálftíma og það kostar bara fimm- hundruðkall inn. Magnús Þór Jónsson kallar sig Megas. Hann á son sem heitir Gísli. Sá vill láta kalla sig Gímaldin. Hann segir pabba sinn vera besta tónlistarmann á íslandi og segist ætla að gera hefímetal- plötu með honum einhvern daginn. Hann er trúbador eins og pabbinn. Mogulelkhúslð við Hlemm. Þar verður sýning á Snuöru og Tuðru á morgun klukkan tvö. Göðan dag, Elnar Áskell! verður sýnt á sunnu- daginn, líka klukkan tvö. Bróðir minn LJóns- hjarta verður á sunnu- daginn klukkan tvö í ÞJóðlelkhúslnu og enn ! er hægt að fá sæti. Síminn er 551-1200. Ávaxtakarfan er sýnd í Óperunnl á sunnudag- inn klukkan tvö og enn eru einhver sæti laus fýrir börn sem vilja söng, litadýrð og gleði. Síminn I Óperunni er 551-1475. Dlmmallmm er barna- leikrit lönó um þessar mundir og á morgun klukkan eitt er tilvaliö að mæta með ungviðið. Það eru nokkur sæti laus. Slminn I Iðnó er 530-3030. Hafnarfjaröarlelkhúslð Hermóður og Háðvör sýnir Síöasta bælnn í dalnum á sunnudaginn klukkan fjögur. Síminn er 555-0553. Barna- og unglingasöngleikurinn Bugsy Malone verður fluttur í Loftkastalanum á sunnudaginn klukkan tvö. Sími 552-3000. me x ic 3l sl www.isisir.is Næsta öld verður öld aítarleikarans! Kammermús- íkklúbburlnn. ; Aðrir tónleikar ! á 42. starfsári, ! 1998-1999, verða sunnu- daginn 11. október kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Á efnisskrá: Dmitrl Shostakovlch, strengiakvartett nr. 5 í B-dúr op. 92 (1951), Þorkell Slgurbjörnsson: „Ör- lagafugl", sextett fyrir flautu, klarinettu og' strengjakvartett (1998), frumflutningur. Jo- hannes Brahms: Kvintett fyrir 2 fiðlur, 2 lág- fiðlur og knéfiðlu í G-dúr, op. 111 (1890). mexra a www.ifisir.is I tónlistinni kallar Gísli Magn- ússon sig Gímaldin. Hann var að gefa út 10-laga spólu, sem hann tók að vísu upp í fyrra, og tekur skýrt fram að spólan sé bara seld í Bók- sölu stúdenta. Spólan er að mestu í trúbadorastíl, þó víða bregði fyrir harðari tónum. „Trúbadorar eru eins og mýs, frekar smávaxnir og hrifnir af osti,“ segir Gímaldin, ekki par hrif- inn af „senunni". „íslendingar eru enn ekki nógu menningarlega sinn- aðir til að kópa við margar ólíkar tegundir af osti og því endar þetta alltaf á því að einn étur annars ost. Hápunkturinn er svo að komast í „Hverjir voru hvar,“ maður getur eiginlega bara hætt eftir það.“ Þú hefur ekki fariö út í pöbba- spiliríiö? „Ég reyndi það en fólk keypti það ekki. Það var alltof harður bransi. Svo þegar ég hætti að drekka bjór úr krana hrundi launa- fjárhagsleg tilvera mín sem trú- bador. Síðan hef ég fengið mjög hæverskar móttökur og eytt mest- öllum frítíma mínum í að horfa á vídeó.“ íslensk skyldurækni Spóla Gímaldins er nafnlaus og hann segir það steitment að vera ekki með neinar umbúðir. „Sem byrjendaverk fannst mér að þetta ætti bara að vera kjarn- inn. Ekkert hismi og ekkert obligatorískt neónskilti. Bara sann- leikurinn og fótstigið. Þetta er ak- arikatúrísk trúbba-músik, sem teygir sig út í rafmagnsgítara og finnska nútímatónlist." Ertu búinn aö vera lengi aö? „Islendingar eru enn ekki nógu menningar- lega sinnaðir til að kópa við margar ólíkar tegundir af osti og því endar þetta alltaf á því að einn étur annars ost." „Ég er búinn að vera að gutla í músik síðan ég glataði fyrsta gít- amum mínum í pókerspili. Það var hvítur Phantom með dimarzio pikkupp í brúnni." Gísli tók bílskúrsárin út í Borg- arnesi og var þar í hljómsveitinni The Evil Pizza Delivery Boys, sem spilaði popp og fór í Músiktilraun- ir. „Alger tímaskekkja,“ segir Gísli, „við voram að poppa í miðri slát- urtíð.“ Síðan hann gerði spóluna er hann búinn að hlaða niður meira efni. „Efnis- og auðvaldsútdeilingar- lega séð era þrjár plötur tilbúnar núna sem ég ætla að setja á einn stóran sósjalískan disk eftir að ég er búinn að ryðja þessu spóluupp- lagi úr vegi. Ég kann vel við að geta brennt þetta sjálfur á disk. Þegar maður er búinn að baktjalda- makka tónlistina er eiginlega ekk- ert eftir nema að brenna músikina í kyrrþey, ganga því næst í klaustur og reyna að renna saman við elem- entin eins og hugsast getur. Þetta sem ég hef verið að gera undanfarið tók ég upp sjálfúr og hljómurinn er kannski ekki eins góður og á spól- unni, en þetta er engin trúbba-tón- list lengur. Hringurinn hefur verið rofinn og höfuðáttimar setja engin takmörk." Er einhver alvara á bak viö text- ana? „Nei, þeir era meira bara ís- lensk skyldurækni. Ég reyni að hafa þá áheyrilega og tiltölulega skiljanlega svona þegar það á viö.“ Hvaö ertu aö gera annars í líf- inu? „Ég er í Háskólanum í fmnsku og kínverskum bókmenntum. Mjög svo arðbært nám (he he). Ég ætla að hanna farsíma sem er hægt að nota sem fjarstýringu." Hefímetal með Megasi ruhuaiviiMu: c.ul. Gísli er sonur Megasar og ég spyr hann hvort það hafi nýst í að komast áfram. „Ég veit það ekki. Það var alltaf verið að segja við mig að ég komist ekki hjá því í viðtölum að nota mér það til framdráttar, en það hefur eiginlega ekki komið mér neitt áleiðis. Það hefur ekki keypt mér neina umfjöllun." Hefuröu eitthvaö gert í því? „Ja, ég hef leyft fólki sem hefur kynnt mig aö veifa þessu en það hefur ekki reddað neinu sérstöku. Ég fór að vísu út í upptökumar á spólunni á hljóðverstímum sem hann gaf mér - það er það eina sem ég man eftir.“ Fílaröu tónlistina hans? „Já,“ segir Gísli ákveðinn. „Hann er langfremsti tónlistarmað- urinn á Islandi." Hvernig er aö vera sonur Megas- ar? „Það er náttúrlega bara persónu- legur ávinningur. Til dæmis gaf hann mér ritsafn Ibsens i fyrra.“ Hafiö þiö feögarnir eitthvaö djammaö saman? „Ég er að vinna í því að fá hann til að gera heflmetal-plötu, þá gæti ég birgt hana af hefimetal-gítarleik og apókalyptískum grunnum. Það eru ekki nema tveir, þrír almenni- legir hefimetalgítarleikarar eftir á landinu og þó ég sé ekki einn af þeim er ég samt einn af örfáum yf- irlýstum hefímetal-gítarleikurum landsins, allavega einn af þeim fáu sem hefur stúderað iðnina af al- vöru. Ég sé fram á endurkomu gít- arleikaranna, þeir hafa legið fót- umtroðnir undir hæl femínista of lengi. Gítarleikarinn á að vera við hliðina á söngvaranum í mixinu og í hugum fólks. Það er ekki til neitt sem heitir hljóðfæralegt jafnrétti í músik. Það eru bara öreigar og síð- an yfirbygging. Stór grár úlfur og siðan ótölulegar sauðagæraskædd- ar ömmur. Tími okkar mun koma, næsta öld verður öld gítarleik- arans.“ -glh B6 5KIL t*BTTA ÖARA EHHI ••• V6HVA ►AU RE6LULE &A , EN 5AMT... BLBSSAÐUR.... ÖURKNI... HVA(&... SEÖIRANN? e... BARA HRESS... ? ^ -t ^ w TALA Vlt> þAU ?l! JA JA WVA© Á 66 AÐ SES3A? ír> > OARA... ALLTAF l POTTINUM oösvona? g"7Js f Ó k U S 9. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.